Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1895, Blaðsíða 2
154
Þ.TÓÐVILJINN' unöi.
IV, 39.
höfðinoja mundu örðugt veita að sanna
þau ummæli sín m. m., ef að væri gengið,
með því að politisk „discussion“, er mið-
aði sig við málefnin, gæti engan veginn
talizt „lítilsvirðing á yfirboðurunumu, né
lieldur hitt, þó að hann hefði sýnt fram
á það með góðum og gildum rökum, að
tillögur landshöfðingja til ráðherranshefðu
í ýmsum málum verið miður heppilegar,
og þjóðinni ekki sem hollastar; hann
benti og á þann einurðarskort og óhrein-
skilni, sem komið hefði fram í hinurn
fyrstu afskiptum landshöfðingja af máli
þessu m. m., og lauk svo máli sínu með
þessum orðum:
„Jeg finn svo ekki kstæðu til að fara lengra
út í sögu málsins og gang þess, en tek það
að eins fram, að ef framkoma min sem sýslu-
manns gagnvart einliverjum af undirmönnum
mínum hefði verið svipuð framkomu lh. við
mig í máli þessu, þá gizka eg á, að jeg hofði
fljótt fengið sakamálsrannsókn fyrir að hafa
sýnt skort á þeirri samvizkusemi og óhlut.-
drægni, sem heimta her af hverjum embættis-
manni, og fyrir að hafa gefið rangar skýrslur
í embættisnafni.
Að lokum skal jeg lýsa því yfir, að það
gleður mig, að tildrögin og meðferð lands-
stjórnarinnar á máli þessu liggur nú nokkuð
Ijóst fyrir almennings augum, og að sú of-
sókn, sem gegn mór var hafin, og sem stefndi
að engu minna, en að gera mig embættislaus-
an, félausan og ærulausan, hefir nú snúizt á
annan veg, en til var stofnað; og hvort sem
deildin lætur í Ijósi óánægju sína yfir aðför-
um landsh. í máli þessu, eða ekki, þykir mér
litlu skipta, því að jeg get ekki sagt, að jeg
beri til hans þann hefndarhug, að mig skipti
slíkt nokkru, enda álít jeg, að landsh. hafi
verið sjálfum sór verstur, og að hann hafi
með máli þessu reist sér þann minnisvarða,
sem seint mun fyrnast".
Gubjím Guðlaugsson, þm. Strandamanna,
tók þá næstur til máls, og flutti all-langa
ræðu, sem óefað má teljast einhver ein-
arðasta og kjarn-bezta ræðan, sem haldin
hefir verið á þingi á síðari árum, enda
er Gfuðjón fyrir margra hluta sakir einn
hinna nýtustu og áhugamestu þingmanna
vorra; kvað hann það stjórninni einni að
kenna, að enginn lögfræðingur hefði ver-
ið valinn í rannsóknarnefndina, með því
að þeir lægju undir því sannfæringar-
fargi af stjórnarinnar hálfu, að þingdeild-
in hefði ekki sóð sér fært, að nota neinn
þeirra í nefndina. — Rakti hann siðan
ijóslega og stillilega „eins konar synda-
registur“ landshöfðingja í máli þessu í
12 greinum (ekki að eins í 11 liðum, eins
og „Þjóðólfuru segir), og minntist jafn
fraint á afskipti stjórnarblaðsins af þvi
máli, og hefir ekki öllu ógeðslegri lýsing
á nokkru „málgagni“ heyrzt, en lýsing
sú, er þingmaðurinn þá gaf; og var gjör
að góður rómur.
Guðlaugur sýslumaður Guðmúndsson
var eini þingmaðurinn, sem nokkuð tók
í strenginn með landshöfðingja, og var
ræða hans í þessu máli eintómur mein-
ingarlaus reykur, ræða landshöfðingjans
tekin upp aptur, og að eins sögð með
öðrum og fleiri orðum, að nefndin hefði
átt að rannsaka prófin og málsskjölin(!),
sjálfsagt til þess að „krítíserau hæztarótt-
ar-dóminn; en á hinn bóginn varði hann
þó ekki með einu orði aðgjörðir Magnús-
ar landshöfðingja.
Sigurður próf. Gunnarsson tók síðast
til máls, og sagðist sköruglega og einarð-
lega að vanda: kvaðst hann hafa setið í
rannsóknarnefndinni sem alþingismaður,
en ekki sem prestur, og bar af nefndinni
þau ámæli, er landshöfðingi og Guðlaug-
ur sýslumaður höfðu á hana borið; og
að lokum tók hann það fram, að því að
eins gæti hann játað, að rannsóknarnefnd-
inni hefði skjátlazt í dóinum sínum, að
menn gætu fært sér lieim sanninn um
það, að „fullkomin skýrslau væri sama
sem „fullkomin . játningu, að „ónógar
sannaniru („utilstrækkelige Beviseru) væri
sama sem „nægar sannanir“ („tilstrække-
lige Beviseru), og að spádómur um em-
bættis-vanrækslur væri sama sem embætt-
is-vanrækt, og átti þingmaðurinn með
þessu við ýms ummæli og röksemdaleiðsl-
ur landshöfðingjans i bréfum hans til
ráðherrans.
A meðan á þessum umræðum stóð,
höfðu forseta borizt þrjár tillögur til
rökstuddrar dagskrár; var ein þeirra frá
Tryggva riddara, er lýsti óánægju yfir
aðgjörðum stjórnarinnar („bragð er að,
þá barnið finnur“!), en vildi láta lands-
höfðingjans alveg ógetið(!); en tillaga þessi
var felld raeð atkvæðafjölda; önnur til-
lagan var frá Birni Sigfússyni, þm. Hún-
vetninga, og var hún svipuð, en þó
nokkru vægari, en svo látandi tillaga
frá síra Einari o. fl., sem samþykkt var:
„Um leið og neðri deild alþingis
lýsir megnri óánægju yfir aðgerðum
stjórnarinnar, sór í lagi landshöfðingja,
í málinu gegn fyrverandi sýslumanni
og bæjarfógeta Skúla Thoroddsen, og
yfir fjártjóni því, er landssjóði hefir
verið bakað með rekstri þess máls og
endalokurn frá stjórnarinnar hálfu, tek-
ur hún fyrir næsta mál á dagskráu.
Þessi „rökstudda dagskráu var samþykkt
með 13 atkvæðum að eins, með því að
ýmsum þingmönnum þótti hér of vægt
í sakirnar farið, og greiddu því eltki at-
kvæði með „dagskránniu, og á hinn bóg-
inn voru þeir Tryggvi riddari, og aðrir
eindregnustu fylgismenn Magnúsar, „dag-
skránniu auðvitað móthverfir.
----oooggc-c^--—
13jóðvinafélaííið er heldur en
ekki í skuldasúpunni; það skuldaði við
aramotin siðustu 3944 kr., eptir því sem
skýrt var frá á Þjóðvinafélagsfundinum
í Reykjavík 23. f. m., og hafði þó skuld-
in minrikað um 35 kr. síðasta árið; en
það lét Tryggvi riddari á sér skilja, að
hann kynni að vera tilleiðanlegur til, að
að gefa eitthvað af skuldinni eptir, ef
menn vildu kjósa hann senr forseta fé-
lagsins, og urðu svo þingmenn við þeim
tilmælum hans!
Slysfarir. í síðastl. ágústmán.
vildi það slys til, að Gísli bóndi Jónsson
á Eystri Loptsstöðum í Gaulverjabæjar-
hreppi í Arnessýslu datt ofan úr heyi,
sem hann var að bera upp, og hrygg-
brotnaði; lézt liann við mikil liarmkvæli
viku síðar.
4. þ. m. fannst maður örendur í flæðar-
málinu í Reykjavík, nálægt „batteríinuu,
sem svo er netnt; hann hét Olafur Jóns-
son, og er það ætlun manna, að hann
hafi reikað .í sjóinn í ölæði.
G uðfræðispróf við prestaskól-
ann í Reykjavík tóku í síðastl. ágúst-
mánuði:
Páll Hjaltalín Jónsson . I. eink. 47 stig.
Jón Stefánssorr . . . II. — 37 —
Pótur Hjálmsson . . . II- —• 23 —
ý 28. ág. siðastl. andaðist að Stórliolti
i Dalasýslu uppgjafapresturinn .Tón
Thorarenson, sonur Bjarna heit-
ins Thorarensens amtmanns; hann varð
bráðkvaddur. — Síra Jón var um mörg
ár prestur í Saurbæjarþingum, en varð
blindur, og lót af prestsskap. — Hann
var kvæntur Jakobínu Jónsdóttur, prests
Halldórssonar í Stórholti, og lifir hún
hann ásamt 4 börnum: 3 sonurn (Boga,
Jóni og Lárusi) og einni dóttur (Hildi).