Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1895, Blaðsíða 2
18
Þjóðviljinn tjnoi.
Mannorð.
Seg, hver rnætust manni
muni gefin vera
gjöf í heimi hér!
Ei hinn svási svanni,
safn né handar-frera,
„hold og hey“ það er;
það er orð, sem hvellum hljómi ómar,
helgara, en vígðir kirkjudómar, —
iyrð, sem heitir mannorð, og er merki
manns, er sýnir dug í orði og verki.
„Lifir mannorð mæta
maðurinn þó að deyi“,
gamalt mælir mál.
Því skal þess svo gæta,
það að glatist eigi,
fremur en fjör og sál.
Það er mest og mætast eigna þinna;
megir þú þér slíkan kjörgrip vinna,
áttu betri eign, en gullið rauða,
eign, sem fær ei bugað kraptur dauða.
Seg, hvers verður sá er,
sem að þjófs með hendi,
og þér ósjálfrátt,
mannorð flekar frá þér,
og fúlmennsku við kenndi
þig á eptir þrátt,
nagar burt með næmum höggorms tönnum
nafn og heiður þinn, hjá góðum mönnum,
hylur sálu, saurgaða verkum slíkum,
svo í þínum mannorðs stolnu flíkum?
Ó, jeg veit það eigi, —
en — allt það mesta versta
á nótt og nýtum degi
nafn hans skyldi’ ei bresta.
Yerk svo bölvað vinna ei meðal-þjófar,
— varla nema dansk-íslenzhir bófar,
afhrök, forsmán öllum góðum mönnum,
eitruðum beita slíkum skögul-tönnum.
Hannes 8. Blöndal.
----oOO§§OOo----
t fornöld þekktu, eða notuðu, menn fáa liti,
nema „indígó11 og purpura; en svo voru litir
þessir kaldgóðir, að þeir hafa enzt til vorra tíma,
enda þótt lopt og veður hafi leikið um þk öldum
saman; má og sjá það af ýmsum ritum frá forn-
öld, að listamenn þeirra tíma haía álitið liti
sína „óforgengilega11.
Til þess að prenta enska dagblaðið „Téle-
graph“ eru notaðar 8 hraðpressur, er til samans
geta prentað 192,000 eintök á kl.tímanum.
Kol þau, senx grafin voru úr jörðu árið 1898
nkmu alls 570 milj. tonna, og lagði Bretland
fram 185 milj. af þeirri upphæð, Ameríka 182
milj., Þýzkaland 103 milj., Frakkland 29 milj.
og Austuri'íki 28 milj.
í París bafa menn í huga að setja á stofn
eins konar frystihús, tii þess að kæla i vín, og
þykja þau þá verða söm að gæðum, eins og
margi'a ára gömul væru.
956 „bakteríu“-tegundir fundust ný skeð i
einum ullar-sokk, er heilbrigður maður hafði
gengið i nokkra daga, en meðal þeirra voru þó
fáar þeirra „bakteríu“-tegunda, er sjúkdómum
valda; en dæmi eru þess samt, að lifandi „typhoid-
bacillus11 hefir fundizt í fatnaði 21—27 dögum
eptir það, er hann bafði verið notaður.
----------------
„Hræðsla44 meiri hluta þing-
manna við „aukaþings-kostnaðinn“, segir
blað Færeyinga „Dimmalætting“, að vald-
ið hafl því, að stjórnarskipunarmál vort
hafi verið „lagt á hylluna11 á þinginu í
suinar.
Blaðið „Dimmalætting“, sem gefið er
út á dönsku, má skoða sem eins konar
málgagn liægrimanna-flokksins í Dan-
mörku, og þarf því naumast mörgum
blöðum um það að fletta, hvaða augum
danskir hægrimenn, og hægrimanna-stjórn-
in í Kaupmannahöfn, muni líta á þings-
ályktunartillögu-baslið.
A. aukaþinginu 1894 skoruðu báðar
deildir alþingis, sem kunnugt er, ein-
dregið á ráðherrann, að leggja fyrir al-
þingi 1895 frumvarp til laga um stofnun
almenns ábyrgðarfélags fyrir fiskiveiða-
þilskip.
Ráöherrann sinnti þeirri áskorun eigi,
og þótti mörgum kynlegt.
En nú sýna Stj.tíðindin, sem vita
mátti, að ráðherrann hefir í þessu efni
farið eptir tillögum Marjnúsar landshöfð-
ingja Stephensen. sem lagzt hefir á móti
þessu máli.
Slíkri knésetningu má alþingi íslend-
inga venjast.
----- --------
Bækn r -
Hr. Sigurður bóksali Kristjánsson í
Reykjavík heldur enn áfram að gefa út
fornsögur vorar, og hafa í sumar komið
út á hans kostnað snotrar útgáfur af
Laxdælu og Eyrbyggju. — Kostar Lax-
dæla 1 kr., en Eyrbyggja að eins 75 aura,
og er það svo lítið verð, þegar litið er
á stærð bókanna og vanalegt bókaverð
hér á landi, að heita má, að enguin sé
V, 5
of vaxið að eignast þær, enda er það og
tilgangur útgefandans, að sögurnar skuli
á þenna hátt geta konxizt inn á livert
einasta heimili á landinu; væri og æski-
legt, að lestur þessara ágætu fornrita
vorra leggðist ekki niður, því að sögurn-
ar sýna oss mörg dæmi einurðar, þreks,
einlægni og ættjarðarástar, sem nú lifandi
kynslóðinni ekki veitti af að taka sér
til fyrirmyndar.
Trúvarnar-ritgjörð eptir Hdfja heitinn
Húlfdánarson lector er og fyrir skömmu
komin á prent i Reykjavík; það er dá-
lítill pési, sem mun verða þeim kærkom-
inn, er inætur höfðu á hinum látna höf-
undi; en annars eru slíkar ritgjörðir
íremur þýðingarlitlar, því að nú á dög-
um lesa þær fáir, og um guðlegan upp-
runa trúarbragðanna má auðvitað þrátta
fram og aptur, og endalaust; slíkt verður
ekki sannað, en hver trúir því, sem hon-
um sýnist sennilegast í því efni.
-----oOOjgo»-------
Isafirði 14. nóv. ’95.
Tíðarfar. Hæg og frostlin veðrátta frá 6.—
10. þ. nx., en 11. gerði norðan-hvassviði'i („sýslu-
fundar-garð“), seni enn er ekki slotað.
Oufuskipið „Á. Ásgeirsson11 koni hingað apt-
ur að norðan 8. þ. ni., og hafði fax-ið h 4 hafnir
á Norðurlandi: Akureyri, Sauðárkrók, Boi-ðeyri
og Reykjarfjörð; tók það all-miklar vörur til
útflutnings nyrðra, einkuin kjöt, og vex'ður því
að skilja hér eptii’ nokkur hundruð skpd af
fiski vegna rúmleysis.
Skipið fer héðan f dag til Kaupmannahafnar,
en ætlar þó að koma við á Austfjörðum (Vopna-
firði, Eskifirði og Seyðistírði). — Með skipinu
taka sér far til útlanda: Jakob kaupmaður
Thoi'arensen á Reykjarfirði, verzlunarmaður
Micael Riis með frú sinni, Bjarni söðlasmiður
Asgeirsson frá Arngerðareyri, og ungfrú Karítas
Hafliðadóttir frá ísafirði.
Ágætis-iilli var liér við Djúpið dagana, sem
róið var, fyrir garðinn, og vel af síld, meira en
menn hafa getað notað til beitu; hefði eflaust
mátt ausa hér upp fleiri þúsund ki'óna virði f
hafsild, ef eigi héfði skort tunnur, og önnur á-
höld til þess.
Sýslufundurinn, sem haldast átti hér á ísa-
flrði 12. þ. rri., hófst fyrst í dag, og eru þó að
eins 7 sýslunefndarmenn mættir (réttur helm-
ingur), með þvi að sýslunefndarmönnunum að
norðan, og innan ur Djúpinu, hefir eun eigi
gefið, vegna ótxðarinnar.
En þar sein telja má vist, að sýslunefndai'-
menn þessir mæti jafn skjótt sem veði'inu linnir,
þá væri æskilegast, að sýslunefndin, jafn fáskip-
uð, eins og hún nú er, færi ekki að ráða jafn
þýðingar miklu máli. eins og gufubátsmálið er,
til lykta, en biðlokaði heldur 1 eða 2 daga, svo
að sýslnefndin gæti orðið fjölskipaðri.
J