Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.12.1895, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.12.1895, Blaðsíða 3
ÍVrÓÐVILJINN UNGT. 31 Y, 8. upphæð“ að ræða, og ekki um upphæð, sem jeg að eíns teldi mér vangoldna, heldur um upphæð, sem var mér van- goldin i raun og veru, — haldið fyrir mér ranglega af manni, sem hafði verið settur út til þess af stjórninni, að hafa af mér æru, embætti og fé. Hefði nú ekki verið sæmra fyrir „Isa- foldu, að skýra rétt frá þessu? 3/12 ’95. Sk. Th. ----oOOgjoco----- t Jens heitinn Hjaltason, er drukknaði i Bolungarvík 23. jrilí þ. á., sbr. 35. nr. IV. árg. „i?jóðv. unga“, var 35 ára að aldri, og hafði fyrir íáum ár- um flutzt frá Isafirði til Bolungarvíkur, og sezt þar að sem húsmaður; byggði liann þar snoturt íbúðarhús úr timbri, enda var liann ráðdeildar- og dugnaðar- maður, og fórust Öll störf vel og farsæl- lega úr hendi, svo að efnahagur lians var ávallt fremur góður. Jens heitinn var hinn vandaðasti mað- ur í allri hegðun, fremur dulur í skapi og fáskiptinn hversdagslega; en léti hann eitthvað málefni til sín taka, þótti hann jafnan koma fram til góðs, ekki sízt ef fátækir áttu í hlut; varð hann þvi eigi að eins harmdauði konu og börnum, held- ur og öllum öðrum, sem einhver kynni liöíðu af honum. H. Nýtt prentsmiðju- og blað-fyrirtælíi. Cand. jur. Einar Benedildsson, sonur Benedikts sýslumanns Sveinssonar á Héðinshöfða, hefir i haust keypt stór-hýsið „Glasgow“ í Reykjavik, og ætlar að setja þar prentsmiðju á stofn. — Jafn framt mun og áformað, að hann byrji innan skamms að gefa útnýttblað í Reykjavík. Hr. Einar Benedilctsson er frjálslynd- ur í skoðunum, og einarður vel, og því auðvitað mein-ílla séður hjá „klikkunni11, sem liér á landi ræður nú lögum og lof- um, því að henni geðjast ekki aðrir, en þeir, sem annað tveggja smjaðra, eða þegja. Yér óskum lir. E. B. allrar hamingju, að þvi er þetta fyrirtæki lians snertir, °g skyldi það gleðja oss, ef honum tæk- ist að berja duglega á öllum dansk-ís- lenzkum apturgöngum, sem eru sjálfum sér til forsmánar, og þjóðinni til niður- dreps og bölvunar. -------------- Isafiiíii 5. des. ’95. Tíðarfar. Norðan-hrynu all-snarpa gerði hér 1.—2. þ. m., on 3. þ. m. slotaði veðrinu, og hefir siðan fallið snjór all-mikill, og veður-útlit- ið verið dimmt og ískyggilegt. Aflahrog'ð. Siðustu dagana af f. m. voru aflabrögðin farin að verða tregari; en meðnorð- an-veðrinu i byrjun þ. m. kom ný ganga af vænum þorski inn í Djúpið, og hefir síðan afl- azt mikið vel; 3. þ. m. var t. d. hlaðafli hjk ýmsum, og stöku menn urðu enda að skilja eptir lóðir í sjó,' af því að skipin báru ekki. — Afla-horfur oru því hinar glæsilegustu, eins og nú stendur. — Á Dýrafirði kvað nú fyrir nokkru vera orðið alveg fiskilaust, nema afli nokkur á Skaga, en sjaldgjöfult þaðan vegna brima. Niðurjöfnun aukaútsvara er nú fyrir nokkru um garð gengin hér í kaupstaðnum, og eru þessar útsvars-upphæðir hæztu gjaldendanna: Á. Ásgeirssonar verzlun . . . 515 kr. Leonh. Tang’s---------. . . 328 — L. A. Snorras.--------. . . 200 — Kaupfélag ísfirðinga* .... 125 — S. H. Bjarnarson, consul ... 75 —- Árni faktor Jónsson...........70 — Þorv. læknir Jónsson .... 55 —• Árni Sveinsson, kaupmaður . . 51 — Skúli Thoroddsen, ritstjóri . . 60 — Sigurður Briem, bæjarfógeti. . 45 — Jón snikkari Jónsson .... 43 — Finnur Thordarsen, bakari . . 36 — Norska bakarabúðin............36 — Bjarni Kristjánsson, skipstjóri . 32 — *) Líklega vafasöm tekjugrein, þar sem pöntunarfélag þetta mun vart útsvarsskyldugt. Ritstj. 20 með rentum og renturentum, með keim þeim, er lík hans veitti víni því, er jeg átti eptir. Verzlun mín gekk æ betur og betur, og vín mín þóttu nri enn þá betri, en áður.----- Svo kom dómarinn einn góðan veðunlag heim til mm, því að hann hafði heyrt vínum mínum hrósað svo injög. Jeg beygði mig fjarskalega djúpt fyrir honum, til þess að láta í l.jósi, að mér þætti annað en lítill heiður 1 heimsókn hans. Jeg hellti á glas handa hon- um af bezta víninu, sem jeg átti, og mælti svo um leið og jeg rétti honuni glasið'. „Göfugi herra! Þetta or það, sem ;eg kalla liers- höfðingjavínið mitt; hershöfðingjanum sáluga þótti það Svo fjarskalega gott; hann var ætíð vanur, að taka heilt tat af því í einu, og lét bera það heim til sín í burð- arstóli‘£. «I?að var mjög skynsamlegt af honum“, svaraði dómarinn, — „inikið skynsamlegra, heldur en að senda þræl eptir einni og einni könnu í einu, sem allt af kemur af stað umtali og athugasemdum náungans. Jeg er að hugsa um, að hafa það, eins og liann; en láttu mig nu fyrst bragða á ölluin þeim víntegundum, sem þú liefir“. Hann bragðaði síðan vín úr nokkrum föturn, en gazt ekki eins vel að neinu, eins og þvi, sem jeg hafði 17 Vinföng min bötnuðu stórum víð þetta, og seldust því ágætlega, en jeg græddi á tá og fingri. Þannig gekk allt mjög vel í fimm ár. Hershöfð- inginn hafði allan þann tima verið stöðugur gestur hjá mér, og að minnsta kosti þrisvar í viku hverri drukkið sig blindan inni hjá mér. Jeg, sem ætíð hafði orðið að sitja. hjá honum, og spjalla við hann, meðan liann var að drekka, hafði smám saman vanizt á, að fá mér líka ofur-lítið í staupinu, enda þótt jeg hefði aldrei enn þá drukkið mig fullan. Svo fékk hershöfðinginn allt í einu skipun um, að halda með lierlið sitt í orustu. Daginri, sem herliðið lagði af stað, nam liann staðar hjá mér, steig af hest- baki, og kom inn til mín, til þess að drekka skilnaðar- skálina, en skipaði liðsmönnunum að halda áfram, og kvaðst myndi ná þeim aptur von bráðar. Svo rak eitt glasið annað, og tíminn var fljótur að liða. Það fór að skyggja af nóttu, og hershöfðinginn var, eins og venja var til, orðinn dauða-drukkinn. Hann vildi endi- lega fara út í víngeymsluhúsið, til þess að halda enn þá einu sinni háðtölu yfir fati því, sem líkið af Gyðing- inum var í. Við höfðum um langa hríð verið beztu mátar, og með því að jeg um kvöldið hafði drukkið töluvert meira, en jeg var vanur, var jeg svo hugs- unarlaus og óaðgætinn, að segja við liann:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.