Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1895, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1895, Qupperneq 2
38 Þjoðvhjinn ungi. V, 10. nú aldrei til Berufjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Húsavíkur, Borðeyrar, Reykjarfjarðar eða Flateyjar, og er það mönnum í þeim byggðarlögum til stór-mikils baga. Leiguskip landstjórnarinnar, er „Yestaa nefnist, eign sameinaða gufuskipafélags- ins, er leigt frá 1. marz til nóvember loka, og bætir upp ferðir gufuskipafélags- ins að þvi leyti, að á ferða-áætlun þess eru teknir þeir viðkomustaðir, sem getið var bér að framan, að gufuskipafélagið liefði sleppt; en hætt er við, að ferða- áætlun þess hljóti mjög misjafna dóma, og sérstaklega þykir oss það mjög ílla farið, að Ólafsvík í Snæfellsnessýslu skuli ekki hafa verið tekin ujip á ferða-áætl- unina, þar sem heita má, að þar í sýslu liggi all í kalda kolum, vegna samgöngu- leysis og óhagkvæmrar verzlunar, eins og líka Breiðafjörður yfir höfuð virðist verða allt of hart úti, fá of fáar ferðir. — Ferða-áætlun skips þessa mun land- stjórnin sjálfsagt sjá um, að út býtt verði meðal almennings á öllum póstafgreiðslu- og bréfliirðinga-stöðum, og liirðum vér þvi eigi að skýra frá henni hér í blað- inu; að eins skal þess getið, að í fyrstu ferðinni leggur skipið af stað frá Kh. G. marz, fer til Austfjarða, og norðan um land til Reykjavikur, og kemur þá við á öllum viðkomustöðum, nema á Beru- firði, Borðeyri og Reykjarfirði, og hleyp- ur einnig alveg fram hjá Breiðafirði. ----—COO^OOO------ iEins og vita mátti, og sjá má hér aptar í blaðinu, liefir konungur 8. f. m., optir tillögum ráðherra Islands, staðfest fjárlög síðasta alþingis, sem mest varð umtalið um, og hefðu því ýms óþarfa orðin, sem um bráðabirgðafjárlög voru töluð í sumar, bæði utan þings og á, betur verið ótöluð; þau voru sprottin af of mikilli fljótfærni, persónulegri óvlld og gremju, sem Jjúft er að gleyma og fyrirgefa, eptir að hlutaðeigendur hafa nú af ráðherrans eigin munni getað sann- færzt jafn áþreifanlega um villu síns vegar. -----S3©í--- Mýrasýsla, 26. nóv. ’95: „Engar fróttir liéð- an, nema almerina velliðun; fjárpestin gerir með mirinsta móti vart við sig. — Alls mun hafa verið hér úr sýslunni selt til fjárkaupamanna og kaupmanna nál. 13,000 fjár, þar af flutt út lifandi af Akranesi 5,600, og slátrað 7,400 í kauptúnunum Borgarnesi, Akranesi og Kóru- nesi“. Skagafjarðarsýsla, 27. nóv.: „Hérernvlega dáinn á sveit sinni, Sléttuhlíð, hinn einkenni- legi flökkumaður Sölfi Helgason, sem alið heflr meiri hluta æfi sinnar á umgangi, og dregið upp margar rósirnar á pappír á því ferða- lagi“. Kaupmannahöfn, 9. nóv. ’95: „Með pöst- skipinu fara heim fjárlögin, náttúrlega staðfest. — Bágt er að sjá, hve persónulegur fjandskap- ur getur leitt menn afvega, er þeir fara að kenna mönnuin, að stjórnin hafi rétt til þess, að neita samþykktar á fjárlögunum, og þannig styðja að því, að undirstöðunni verði kippt und- an þjóðfrelsi voru“. Xorður-Múlasýsla, 19. nóv. ’95: „Skuggalegt sýnist að lesa uin af'skipti landshöfðingja af „Skúla-málinu“ frá upphatí til enda, og sýnist svo, sem öllu því landsfé, sem gengið liefir í súginn, út af öllum þessum gauragángi, liefði mátt verja til einhvers þarfara. — Margir hér um pláss hafa haft gaman af „La]|a-bragnum“, og rnikið or búið að hlæjaað honum; en enginn veit með vissu, eptir hvern hann er. — Tíðin nú að undan förnu mjög óstöðug og byljasöm, og snjór kominn mikill sumstaðar; heilsufar manna bærilegt, ei> þó hefir gengið þungt kvef, sem lagzt hefir þungt á börn og veiklað fólk“. E.vjafirði, 25. nóv. ’95: „Verzlun hefir verið hér mjög góð í sumar og í haust. allar útlend- ar vörur í afar-lágu verði. t. d. rúg 12—13 kr., bankabygg og baunir 19—20 kr. — Aptur á móti varð hátt verð á innlendri vöru, ull á 55 til 70 a , eptir gæðum, og ket á 12—18 a. Út- flutningur af fó varð talsverður í haust úr Eyjafjarðar- og Þingeyjar-sýslúm, bæði frá pöntunarfélögum og kaupmönnum; almenntverð mun hafa veriö: 14—15 kr. fyrir sauði, og 9—11 kr. fyrir veturgamalt fó. — Með fróttum má það telja, að E. Laxdal o. fl. hafa nú kært Þor- grím lækni Johnsen fyrir landlækni, og er sú kæra nú komin að sunnan til læknis til um- sagnar; kvað henni. fylgja nokkur „recept“, sem þykja eitthvað oinkennileg. Um pólitík er hér lítið að segja, enda munu færstir enn þá hafa lesið þingtíðindin til hlýtar; þó skal þess getið, að allir, eða að minnsta kosti því nær allir Eyfirðingar, standa fast moð þeim þingmönnum, er með atkvæði sínu dæmdu yður (Sk. Th.) skaðabæturnar á þingi i sumar, og kunna vel óföruin landshöfðingja í þvt máli. — Stjórnarskrármálið þykir ílla hafa farið á þinginu í sumar, og ósómi er það þinginu, að fara að brúka bænarstúf þann, sem samþykkt- ur var, f stað þess að krefjast réttinda þeirra, sem vér eigum með öllum rétti“. —— Það er sagt, að það se litið, sem hundstung- an finnur ekki, og svipað má segja um ,;lsafold“, þar sem ritstjórinn getur orðið svo glaðkjanka- legur yfir því i 86. nr. blaðs síns, að ekkert varð úr gufubátskaupunum hér vestra, og notar sér þetta lélega færi, til þess að hnífla kunningja sinn, Guðjón alþm. Guðlaugsson áLjúfustöðum, sem var frumkvöðull málsins á þingi, eins og frammistaða Guðjóns og áhugi á máli þessu sé ekki jafn lofsvert, þótt nokkur héruð hér vestra hatí sýnt þann mannrænu-skort, að þora ekki að hagnýta sór vildis-kjör þau, sem í boði voru. Staðfost lö«r. 2. okt. þ. á. hafa þessi lög hlotið staðfestingu konungs: I. Fjáraukalög fyrir árin 1894—’95. If. Lög um ' stefnu til æðra dórns í skiptamálum. iIL Lög um breytingu á 5. gr. til- skip. um bæjarstjórn í Reykjavík 20. apríl 1872. IV. Lög um brúargjörð á Blöndu. V. Viðaukalög við íög um prent- smiðjur 4. des. 1886. VI. Lög um sérstök eptirlaun handa sira Petri Guðmundssyni fyrv. sóknar- presti í Grímsey. 25. okt. þ. á. eru enn fremur staðfest: VII. Lög um leigu eða kaup áeim- skipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs, og 8. nóv. síðastb: VIII. Fjárlög fyrir árin 1896—’97. IX. Fjáraukalög fyrir árin 1892 og ’93. X. Lög um samþykkt á landsreikn- ingnum 1892 og ’93. XI. Lög um breyting á lögurn þeim, sem livíla á jafnaðarsjóðununi. XII. Lög urn hagfræðisskýrslur. Cjrufvxfslcipið „Stamford“, sern hljóp á grunn hjá Hrísey á Eyjafirði í síðastl. októbermán., er nú kornið á flot, og hefir tekizt að gjöra svo við það, að það lagði af stað frá Akureyri til Noregs seirrt í f. rn.; hafði félag það, er „Stam- ford“ var í sjóábyrgð hjá, sent norska björgunarskipið „Achilles“ til Eyjafjarð- ar, og lánaðist því björgunin svo vel, að skipið varð haffært, og liefir ábyrgð- arfólaginu þannig sparazt mikið fé. Slysfarir. í síðastl. nóv. vildi það slys til, að maður nokkur frá Kjarna í Eyjafjarðarsýslu, Mar/nús Sigurðsson að nafni, skaut sig óvart í annað hnéð, og beið bana af, áður til læknis næðist. 20. s. m. fannst maður nokkur, Oddur Jónssun að nafni, örendur í flæðarmálinu í Reykjavík. Tíannsólin á bi*áðafári. 1 síðastl. nóvembermán. korn norskur dýra- læknir, Bruland að nafni, til Reykja- víkur, og ætlar að dvelja hér á landi 2 — 3 mánuði, og ferðast um sveitir syðra, til þess að rannsaka bráðapestina; hefir stjórnin útvegað mann þennan fyrir fjár- styrk þann, 2500 kr., er alþingi veitti i því skyni síðastl sumar. — Læknir þessi kvað telja bráðapestina sóttnæma, og tel- ur því miklu skipta, að lieilbrigðu fé sé stíað frá því, sem sjúkt er orðið, og að jötur og fjíiríms séu sótthreinsuð sem bezt; varast skal og, að beita fé úti, þeg- ar héla er á jörðu, sizt veturgómlu fé og lömbum, og alls ekki, nema því sé gefið að morgni. Embætta veitingai-. 7. nóv. síðastl. voru þessi embætti veitt: Land-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.