Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1896, Side 2
62
Þjóðviljinn ungi.
V, 16.
endar sagan á því, a5 frú Merite, sem
orðin er ekkja, ræðst með bændur og
búalið á sonar-bana sinn, og falla þau
bæði í þeim ófriði; en Adalberte, sem
blásið hafði að ófriðar-kolunum, til liefnda
fyrir liinn látna elskhuga sinn, heldur
út í heiminn, frá hinum brennandi hí-
býlum manns síns, með skáldi einu, sem
varð banamaður manns hennar, og ort
hafði hug i bændalýðinn, sem i atförinni
var. — Hér er auðvitað stutt yfir sögu
farið; en auk þess eru í sögunni ýmsar
góðar persónur, t. d. kvennahatarinn gamli
Schwab, sem hafði fremur skritnar og
klúrar hugmyndir um ætlunarverk kvenn-
fólksins, o. fl.
Sumuni kann að þykja bókin miður
holl fyrir unga fólkið, en „realistiskau
skáldskapar stefnan spyr ekki að þvi á
vorum dögum.
Straiidasýsla 30. ian. ’tí6: „Hér í sýslu hefir
veðráttan veiið góð, það sern af er vetrinum,
og iná beita, að só alauð jörð; skepnuhöid. góð,
að heita má, þó að brkðasótt hafi lítils háttar
stungið sér niður á stöku bæjum. — Hey verða
að líkindum nægileg alls staðar, með því að
hey-afli varð víðast all-góður, og nýting ágæt.
17.—18. þ. m. hélt verzlunarfélag Dalasýslu
aðal-íund sinn að Hjarðarholti í Dölum. — Út-
lendar vörur félagsins námu með félagsverði
næstl. ár c. 63,400 kr., og 46,673 kr. fékk félag-
ið i peningum frá Zöllner. — Fyrir fsl. vörur,
er Zöllner seldi fyrir félagið: 5087 sauðkindur,
19,050 pd. af ull, 163 pd. af dún, 78 hross, og
fáein selaskinn, fékk það alls 100,400 kr., og
þar af fengu félagsmenn 98,243 kr., en hitt gekk
upp í innlendan kostnað. — Kaupfélagssjóður
var við þessi árslok orðinn um 91 /.2 þús. krón-
ur. með því að á fundinum var ályktað, að bæta
við sjóðinn af' eptirstöðvum féiagsvara um 1300
kr. — Tæpar 30 þús. krónur voru deildarstjúr-
um útborgaðar í peningum á fundinum. — Að
öllu samanlögðu er þetta næstl. ár eitthvert
bezta verzlunar-ár, sem menn muna, útlendar
vörur í óvanalega lágu verði, og innlendar vör-
ur í háu verði.
Yiðskipti vor við kaupmennina Björn Sig-
urðsson og R. P. Riis hafa einnig reynzt oss
hagfelld næstl. ár, enda þótt þau hafi ekki verið
eins ábatavænleg, oins og viðskiptin við félagið.
— Björn hefir ekki verzlað Jiér við Strandaflóa
fyr, og hefir hann, og verzlunarstjóri hans hér
nyrðra, kynnt sig vel, það sem af er, enda þótt
margir muni heldur kjósa Riis kaupmann fyrir
skiptavin, af því að hann er oss kunnugri; og
svo gjörum vér eigi ráð fyrir, að skipta við
neinn kaupmann, er ávinnur sér meiri vinsæld-
ir almennings, en hann“.
Dalasýsla 28. jan. ’96: „Veturinn, sem af
er, má heita, að hér í byggðarlagi hafi verið
ákjósanlega góður, og einkum vegna þess, að
bráðapestin hefir gert töluvert rninna vart við
sig hér um sveitir, en i fyrra, enda mega menn
ekki við því mörg árin samfleytt, að hafa ann-
að eins tjón, þar sem þessar táu kindur eru
aðal-bjargræðisstofn iandbóndans. — Fiski-afli
er sagður lítill undir Jökli, og um allar Breiða-
fjarðareyjar var tregt uin aflaíhaust. — Haust-
verzlun milli Gilsfjarðar og Hvammsfjarðar varð
með lakasta móti, af því að fé reyndist afar-illa.
Nú eru stöku menn búnir að Iesa innan um
Þingtíðindin, og oru misjafnir dómar um fram-
komu þingmanna sumra, einkum í stjórnarskrár-
málinu, því að þenna tillögu-snepil, sem meiri
hluti þingmanna samþykkti, er mörgum hugs-
andi tnanni mein-illa við, og álíta hann málinu
til ógagns eins.
Verzlunarfélag Dalamanna Jiélt aðal-fund
sinn fyrir skömmu, og urðu pantanir töluvert
meiri, en að undan tornu, og er nú ákveðið, að
skip félagsins komi inn á Hvammsfjörð að Búð-
ardal, og inn á Salthólmavík á Gilsfirði, og er
það mikill hægðar-auki fyrir sýslubúa, og mikil
furða, að allir efnaðri hændur skuli ekki verzla
eingöngu við fólagið.
Sumir eru hér f’arnir að spá því, að „Isafold"
leggi upp laupana, þegar „Dagskrá“ kemur fyrir
almennings sjónir, ef mönnum geðjast að henni.
— Töluvert er hér víða keypt af blöðum, og á
sumum heimilum evu þau öll lesin, nema „Austri“,
sem hér mun óvíða keyptur11.
Sinefellsnesi 4. jan. ’96: „Sára-óánægðir eru
menn hér yfir því, að landskipið skuli aldrei
koma til Ólafsvíkur, og hefði það þó hvorki
þurft að baka skipinu neina töf eða kostnað,
sem teljandi væri; en nú fáum vér, þrátt fyrir
allt samgöngu-hjalið, að vera jafn ílla staddir,
eins og verst hefir verið, því að ekki mun vera
að vænta þess, að gufubátur, sem gengi um
Vestfirði, hefði Ólafsvík að endastöð, þar sem
sýslunefnd vor neitaði, að leggja nokkurn styrk
til hans, en víldi aptur á móti veita 500 kr.
úr sýslusjóði fyrir 6 gúfubátsferðir frá Reykja-
vík. sem allt útlit er til, að ekki fáist“.
Mýrasýsla 22. jan. ’96: „Hér um slóðir hefir
veðráttan veriö hagstæð, nema talsverð fann-
koma, síðan um þrettándann, með allt að 20 gr.
frosti (Celsíus), svo að nú mun.vera skart í
högum, enda mikill snjór á jörð. — F jöldi bænda
hefir látið bólusetja fé sitt, og gefizt vel; hefir
Þórður Stefánsson frá Varmalæk bólusett hátt
á 3. þúsund fyrir ýnisa, og af afleiðingum bólu-
setningarinnar hefir varla drepizt 1 af hundraði
að meðaltali; Friðjón læknir Jensson hefir einn-
igfengiztviðbólusetningar, og eptir þeirri reynslu,
sem fengin er, mun bólusetning á fé vera óbrigð-
ult ráð við bráðapestinni.
Hagur ahnennings stendur hér fremur vel,
og lýsir það sér einkum í bættum húsakýnnum,
og eru nú víða til sveita komin tiinburhús í
stað torfbæja, og timburhlöður með járnþaki
nálega komnar upp á hverjum bæ.
Verzlun hefir hin síðari árin verið m.jög
hagstæð, og talsverifir peningar komið inn i
héraðið, síðan aptur liðkaðist með útflutning á fé.
—Sagt er, að Sturla Jónsson kaupmaður í Reykja-
vík. ætli moð vorinu að byrja verzlun á Seleyri,
og hafi þegar fengið þar útmælt undir verzlun-
arhús. — Seleyri liggur svo að segja beint á
móti Borgarnesi, o. 7« viku sjávar, svo að ef
nokkur kraptur verður þar í verzlun, mun - það
draga talsvert frá Borgarnesi, og þá ekki síður
frá Akranesi11.
----OOO&OOO----
Mannalát
Síðastl. nýjársdag andaðist á Eskifirði
cand. jur. Siffurðnr Pí'tursson frá Sjávar-
borg. sem varið hafði settur sýslumaður
í Suður-Múlasýslu, siðan í síðasti. júní-
rnánuði; hann var maður óltvæntur, og
korn-ungur, fyrir innan þrítugt, og talinn
drengur góður og manns-efni; hann dó
úr brjóstveiki.
14. jan. síðastl. dó í Reykjavík Egi'II
borgari Egilsson, sonur Sveinbjarnar
rektors Egilssonar, fæddur 8. júlí 1829.
— Hann var uin hríð kauprnaður í Stykk-
ishólmi, og síðar í Reykjavík; á alþingi
sat hann og nokltrum sinnum, og þótti
maður frjálslyndur í skoðunum. —- Hann
var gáfurnaður og snyrtimenni mikið í
framgöngu allri. — Egill heitinn var
tvíkvæntur, og var fyrri kona haus María,
dóttir Árna heitins Thorlacíus, urnboðs-
manns í Stykkishólmi, og síðar kvæntist
liann systur hennar Olínu, sem látin er
fyrir nokkrum árum. Hann eignaðist
ekki böm.
16. s. m. andaðist í Reykjavík .Tim
háyfirdómari Pttursson, 84 ára að aldri, og
verður helztu æfi-atriða þessa merkis-
manns minnzt í blaði voru siðar.
18. s._ rn. andaðist og í Reykjavík
Ludviff Arni Knudsen, fæddur 14. april
1822;' hann var fyrrum factor í Hafnar-
firði, og síðar við verzlun í Reykjavík.
Tjátin er og sögð ekkjan Jóhanna
Þorhifsdóttir í Reykjavik, sem gipt liafðí
verið Hákoni kaupmanni Bjarnason á
Bildudal, sem úti varð á Mýrdalssandi
1877.
Siysfiirir. Kvennrnaður varð úti í Rangár-
vallusýslu á síöastl. jólaföstu, Guðþjörg Sigurð-
ardóttir að nafni; hún átti heima á bænum
Garðsauka í nefndii sýslu, og hafði verið send
þaðan að prests-setrinu Odda, en varð úti á
þeirri leið.
8. jan. síðastl. vildi það hörmulega slys til
við brennu, er Seltirningar héidu á svo nefndu
Valhúsi þar á nesinu, að unglings stúlka um
tvítugt, Guðríður Pétursdóttir frá Hvólfskála,
varð af vangá fyrir byssu-skoti; hljóp skotið
inn i þarmana, og lézt hún daginn eptir við
mikil havmkvæli.
Prestskosning fór fram í Útskálaprestakalli
í Gullbringusýslu 25. jan. siðastl.; þar voru 270
á kjörskrá, og greiddu 188 atkvæði, er féllu svo,
að próf. Bjarni Þórarinsson hlaut 113 atkv.,