Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1896, Síða 3
Þjóðvjljinn ungi.
64
Y, 16.
Janus próí. Jónsson 72 atkv. og Þorkell prest-
ur Bjarnason á Reynivöllum 3 atkvæði. — Mis-
jafnir eru dórnar manna um kosninga-úrslit
þessi, og varla að ástæðulausu, þar sem sá hlaut
kosninguna, er minnsta sýndist verðleikana og
hæfileikana hafa þeirra þriggja, er i kjöri voru,
enda er oss skrifað þar að sunnan, að all-flestir
sóu í raun og veru óknægðir yflr úrslitunum,
og harmi það, að söfnuðurinn mátti eigi kjósa
um alla umsækendurna, vegna hins löghelgaða
ruðningsvalds þeirra biskups og landshöfðingja,
telja vfst, að þá myndi skaplegar farið hafa.
Fjós hraisn að Breiðabúlstöðum 'á Alptanesi
aðfaranóttina 2si. f. m., og brunnu þar þrjár kýr
inni; ætla menn, að eldurinn hafi kviknað á
þann hátt, að neisti hafi fallið í moðrusl i fjós-
inu kvöldið áður, er kýrnar voru mjólkaðar.
-------------
ísafirði 20. febr. 'í)d.
Tíðarfar. Sömu ofsarnir og umlileyp-
ingarnir, sem verið liafa, síðan um þrett-
ándann, haldast enn, og slotaði að eins
í svip 12.—15. þ. m., en siðan ha.fa apt-
ur gengið rosar og rigningar.
PÓstgotuskipib „ Laura“, sem koma
átti til Reykjavíkur 29. f. rn., varókom-
ið þangað, er póstur fór þaðan nií um
mánaðamótin síðustu, og hafði hann þó
að sögn verið látinn bíða þar í 2 daga
að árangurslausu. — Hafði póstur því i
þetta skipti engin bréf eða blöð frá út-
löndum að færa, er hann kom hingað
15. þ. m., og ekki hefir enn komið neinn
hraðboði að sunnan, sem rnargir liöfðu
þó fastlega vænt, að sendur yrði jafn
skjótt er póstskip kæmi, svo sem alþingi
ámálgaði í sumar, því að einkar bagalega
kemur það sér bjá öllum almenningi, og
þó kaupmönnum sér í lagi, að fá ekki
útlendu bréfin, fyr en póstferðinni seinna,
eins og þegar póstskipið tafðist í fjmra,
þar sein ekki er öðrum samgöngum við
útlönd til að dreifa urn þenna tírna árs,
að því er Vestur- og Norður-land snert-
ir, en póstskipaferðunurn til E-eykjavíkur.
En vera má, að póstskipskoman hafi
dregizt að inun vegna ísalaga í Eyrar-
sundi, eður annara orsaka, og er þá ekki
landshöfðingja eða póststjórn um að saka,
ef svo er.
„Kaupfélag Ísfirðinga11 hélt aðal-
fund sinn hér í kaupstaðnum H. þ. m.,
og sóttu fundinn 11 deildarfulltrúar, en
fulltrúar þriggja deilda gátu ekki mætt,
vegna ótiðarinnar.
Deildarfulltrúar voru allir hinir sömu,
sem árið áður, nerna í Ögurdeild kosinn
síra Siffurður Stefánsson í Vigur, í stað
Jóns bónda Eirrarssonar á Garðsstöðum,
í Reykjarfjarðardeild Finnbogi Gunnars-
son í Skálavik, í stað sýslunefndannanns
Öl. Jónssonar í Reykjarfirði, og í Hnífs-
dalsdeild Karl kennari Olgeirsson, í stað
sýslunefndarmanns Guðm. Sveinssonar;
en með því að gallar voru á þessari sið-
ast nefndu kosningu, ónýtti fulltrúaráðið
hana, og ákvað, að þar skyldi fara fram
kosning að nýju.
Félagsstjóri skýrði frá störfum félags-
ins næstl. ár, og fór í því sambandi
nokkrum orðutn um ýmsa eðlilega sam-
keppni við félagið af hálfu stórverzlan-
anna, er einna inest hefði brytt á áliðna
árinu, svo sem launprisa og „félagsverð“
til einstakra efnamanna o. fl., til þess að
gera þá félaginu fráhverfa; minntist og
á hina vaxandi blautfiskssölu, er orðið
gæti félagirru hættuleg, og leitt til óorð-
lreldni og vanskila við félagið, ekki sízt
ef ýrnsir helztu menn sveitanria aðstoð-
uðu verzlanirnar í þvi, að ná fiskinum
blautum að vetrinum, og hefðu hag af
því, að blautfiskssalan yxi sem mest,
vegna þóknunar þeirrar, er þeir fengju
fyrir rnóttökuna.
Reiknirrgar félagsins fyrir árið 1394
voru frarn lagðir með vottorði eridur-
skoðunarmanna, og voru þeir samþykkt-
ir. — Sömuleiðis voru og fram lagðir
reikningar félagsins fyrir n^estl. ár, og
voru kosnir, til að endurskoða þá:
síra Sig. Stefánsson og
Jón Guðmundsson.
Félagsstjóri var endurkosinn Skúli
Thoroddsen, og varastjórnandi Jón Guð-
mundsson i Eyrardal.
52
„I guðanna bænum, látið þið mig vera í friði!
........Jeg er búinn að segja ykkur, að jeg leik ekki
á lúður“.
„En hvers vegna gerið þér það ekki?“
„Af því að jeg kann það ekki nú orðið; og svo hefi
jeg þar að auki lofað því við drengskap minn, að læra
það aldrei aptur“.
„Og hverjum hefir þú lofað því?“
„Sjáltum mér, einum, sem þá var látinn, og vesl-
ingnúnr henni rnóður þinni, barnið mitt!“
Það var þvi líkast, sem þessum orðum fylgdi eitt-
livert óttalegt töfrarnagn, því að gleðiblærinn, sern lring-
að til hafði verið á hvers manns andliti, breyttist nú
atlt i einu í raunalegan þnnglyndissvip.
„Og ef þið vissuð, hverju verði jeg keypti þá kunn-
áttu mína, að geta leikið á lúður ......“ bætti gamli
maðurinn við.
„Segið okkur það! — segðu okkur það!“ báðu allir,
eins og með einum munni.
„Það er löng saga, að segja frá því“, svaraði Don
Basilio. „En það er bezt, að þið fáið að heyra iiana,
saint sem áður, og svo getið þið sjálf dæmt um, hvort
það sé rétt af mér, að leika á lúður, eða ekki!"
Svo tók öldungurinn sér sæti undir tré einu, og
49
........Það hefir gert mig ^ð morðingja, látið mig
myrða skjólstæðing minn, Reimann smið“.
„Þér er óhætt að vera alveg rólegur“, sagði Anna
brosandi. „Reirnann líður ágætlega vel. Hann kom
hingað áðan...........“
„Kom hann hingað?“ spurði Kúrrzel, ákafur.
„Já, hann vildi fá að tala við þig. Vinnukonan
lauk hljóðlega upp dyrurrum að lierbergi þínu, en þegar
Inin sá, að þú varst sofandi, þá lét lrún hann fara aptur
........Hann ætlaði að fa.ra að þakka þér fyrir liina
ágætu varnarræðu þína. Veslings maðurinn, liann var
svo innilega Irrærður af þakklátsemi við þig, að lrann
grét, eins og barrr.
„Þetta allt Irefir þá ekki verið annað, en draumur!“
mælti Kúnzel, sem nú var orðið hægara um hjartaræt-
urnar, og vafði konu sína að brjósti sér.
„Þú tekur allt of nærri þér við vinnu þína, Otto“,
sagði kona hans blíðlega. „Þú ættir að taka þér svo-
lítið meiri hvíldar-stundir, en þii gerir“.
„Jeg skal gera allt, sem þú villt, elskan mín. A
nrorgun skulum við leggja af stað í þessa Suðurheims-
för, sem við höfum lengi verið að ráðgera............En
nú skulum við koma inn, og drekka kaffið okkar, og
á meðan skal jeg segja þér þennan skelfilega draum,
sem mig var að dreyma.............Fyrst verður þú samt