Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1896, Side 4
64
Þjóðviljinn ungi
V, 16.
Fulltrúaráðið gerði ýmsar ályktanir í
þá átt, að deildir, sem skulduðu við ára-
mót, mættu ekki panta vörur i félaginu,
nema deildarfulltrúinn hefði tvo ábyrgð-
armenn, er félagsstjórinn tæki gilda, og
skyldi hins sama einnig krefjast af ný-
kjörnum deildarfulltrúum, ef félagsstjóra
þætti það tryggara.
Fulltrúaráðið taldi nauðsynlegt, að
lög félagsins væru endurskoðuð, og kaus
r þvi skyni þriggja manna nefnd:
Sig. Stefánsson,
Jón Guðmundsson og
Skúla Thoroddsen.
Akveðið var, að félagið skyldi næsta
vetur hafa nokkrar vetrarbirgðir.
Samþykkt var, að deildarfulltrúar
skyldu fyrir næstk. vorfund útvega og
senda félagsstjórninni svo greinilega
skýrslu, sem unnt er, um viðskipti hvers
deildarmanns við félagið frá byrjun þess,
svo að ákveðinn verði lilutur hvers fé-
lagsmanns í varasjóði, og skyldu þeir
svo framvegis senda árlega á aðal-fund
skýrslu um nöfn allra þeirra, er í deild-
inni hafa verið næstl. ár, sem og um við-
skipta-upphæð hvers deildarmanns við
félagið.
Yið síðustu árslok var félagið að öllu
skuldlaust, og var varasjóður þess þá
orðirin 9395 kr. 50 au., sem sumpart var
fólgið í salti, og öðrum vöruleifum,
sumpart í skuldum þriggja félagsdeilda,
og sumpart í peningum.
Eptir vöru-loforðum þeim, er fram
komu á fundinum, verður vörumagn fé-
lagsins í ár svipað og í fyrra, eða þó
öllu meira, líkl. nokkuð yfir 2 þiis. skpd.
af fiski.
Enn var rætt um saltfarm, sem fé-
lagið væntanlega fær á komandi vori,
um innlausn nokkurra gamalla hlutabréfa
o. fi.
f 13. þ. m. andaðist að Tungu í Skut-
iilsfirði ekkjan Kristín Asgeirsdóttir, systir
Asgeirs lieitins Asgeirssonar kaupmanns,
og þeirra systkina, um sjötugt; hún
var vel metin, og góðkvenndi, en átti
við fremur örðug kjör að búa á síðari
árum.
Aflabbögð fremur reitingsleg liér við
Djúpið þessa dagana, sem á sjó hefir gefið;
stöku skip hafa þó suma dagana fengið
1—2 hundruð liér við Út-Djúpið, en sum
ekki nema 50—60 á skip.
Úr stybktarsjóðnum ísfirzka hafa 4
ekkjur sjódrukknaðra manna fengið styrk
árið, sem leið: Katrín Arnadóttir á Isa-
firði 40 kr., Si(/ríður Jensdöttir á Langa-
dalsströnd 15 kr., Sesselja Sigfúsdóttjr á
Læk í Aðalvík 15 kr. og Kristín Ólafs-
dóttir á Isafirði 10 kr.
••MlðÍiíMMMMMlðÍÍMSS?
WtiT NÝTT
ábyrgöarfélag.
Þeir, sem óska að fá þilskip sín tryggð í
„Þilskipaábyrgðarfélagi Yestfirðingaíl,
geta smiið sér til formanns félagsins
Ama kaupm. Sveivssonar á Isífirði, sem
gefur allar upplýsingar þar að lútandi.
500 ELroner
tilsikres enbver Lungelidonde, sorn efter Be-
nyttelsen af det verdensberömte Maltose-Præ-
parat ikke finder sikker Hjælp. Hoste, Hæshed,
Asthma, Lunge- og Luftrör-Katarrh, Spytning
o. s. v. ophörer allerede efter nogle Dages For-
löb. Hundrede og atter Hundrede have be-
nyttet Præparatet med gunstigt Resultat.
Maltose er ikke et Middel, hvis Bestanddele
holdes hemmeligt, det erholdes formedelst Ind-
virkning af Malt paa Mais. Attester fra de
höieste Autoriteter staa til Tjeneste. Pris 3
Flasker med Kasse 5 Kr., 6 Flasker 9 Kr., 12
Flaslter 15 Kr., 24 Flasker 28 Kr. Albert
Zenkncr, Opfindoren af Maltose-Præparatet,
Borlin S. O. 26.
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS IJNGA.
50
sem áður að lofa mér því, að stríða mér ekki allt of
mikið“.
„Með hverju?“ spurði Arina.
„Með þessari fyrstu varnarræðu minni“.
(K. B.)
Lúðurþeytarinn.
\ (Spænsk frásaga.)
I.
„Leiktu nú eitt lag fyrir okkur á lúðurinn þinn,
Don Basilio, okkur langar svo til að dansa, og það er
gott fyrir þig, að vera hér í forsælu trjánna“.
„Nei, jeg leik ekki á lúður fyrir ykkur“.
„Hvers vegna ekki?“
„Af því jeg get það ekki“.
„Þér getið það ekki?!..........Nei, hafið þið nokk-
urn tíma vitað annan eins hræsnara!...........Við vitum
það öll, að þér voruð lang-bezti lúðurþeytarinn við fót-
gönguliðið, og að enginn stóð yður á sporði í því, að
leika á lúðurinn..........“
„ Já, og að þér hafið þeytt lúðurinn í höll konungs,
51
og í áheyrn lielztu tónsnillinga", bætti annar við. „Og
að þér nú liafið fengið eptirlaun........“
„Nú jæja, börn mín! Þetta er nú allt satt, sem
þið segið; jeg hefi leikið á lúður, jeg liefi verið sérlega
fær í þeirri íþrótt, eins og þið tókuð fram áðan. En það
er eigi að síður satt, að jeg hefi. fyrir tveim árum síðan
gefið lúðurinn minn gömlum lúðurþeytara; og síðan hefi
jeg ekki leikið á, og ekki einu sinni snert á, neinu
hljóðfæri“.
„Það er skaði!.......Annar eins snillingur!..........
En hér, úti á landi, er sjálfsagt óhætt, að gera eina
ofur-litla undantekningu?“
„Þú verður að muna eptir því, afi minn, að það
er afmælisdagurinn minn í dag!“
„Hérna er lúður..........leikið þer nú vals eða
polka á hann fyrir okkur
„Nei, fandangó heldur ..........u
„Já, fandangó, þjóðdansinn okkar!“ kölluðu allir
í senn.
„Mór þykir það slæmt, börn, að verða að segja nei;
en mór er ómögulegt, að snerta á lúðri framar“.
„Þér, sem annars eruð svo elskulegur allt af, og
reiðubúinn að gera allt fyrir okkur..........“
„En þegar hún systurdóttir þín, og hann dóttur-
sonur þinn, biðja þig um það?............“