Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1896, Blaðsíða 2
94
ÞjÓÐVILJINN t'NOI
V, 24
um skólanefnurn í þeirri von, að geta
síðan dembt þessum vanskapningum að
mestu leyti upp á landsjóðinn. Afleið-
ingarnar af sliku háttalagi eru þær, að
landsfé er brytjað niður í srná skammta
handa öllum þessum skólafjölda, en eng-
inn þeirra fær hálft né heilt til þess, að
hann geti sarnsvarað tiigangi sinuni.
Kennslan verður eintómt kák, og af slík-
um skólum koma þvi hópum saman hálf-
menntaðir ónytjungar og montarar, sem
þykjast fínni og meiri menn, en fólk
flest, ef þeir liafa í fáeina mánuði fund-
ið þef af þessari svo kölluðu skóla-
menntun.
Eg hef áður látið þá skoðun í ljósi,
að tveir búnaðarskólar væru nógir fyrir
oss, og þá ættum vér að gjöra svo vel
úr garði, að þeir gætu gert sem flesta
nemendur sina að duglegum, „praktisk-
um“ og menntuðum bændum; jegersömu
skoðunar um kvennaskólana; oss nægja
tveir kvennaskólar, annar fyrir Norður-
og Austur-land, en hinn fyrir Suður- og
Yestur-land; en jeg vil láta'styrkja þessa
skóla ríflega, og heimta meiri tryggingu,
en hingað til hefir gjört verið, fyrir því,
að náms-stúlkur læri á þeim það, sem
hver bóndakona og húsmóðir á Islandi
þarf mest á að halda í lifinu. Vér þurf-
um ekki kvennaskóla til þess, að gjöra
dætur vorar að „fínum kaupstaðardöm-
um“, heldur „praktiskum“, heimilisrækn-
um og þrifnum húsmæðrum.
Það er vonandi, að Norðlendingar
geti komið sér saman um einn kvenna-
skóla, og þá ætti þingið líka að veita
þeim skóla ríflegan styrk; og slægjust
Austfirðingar svo líka í hópinn, þá ætti
ekki að skera við neglur sér styrk til
slíks skóla. Menn verða í þessu máli að
hafa fyrir augum sér, hvað landinu er
hollast í heild sinni, og þess vegna iná
enginn héraða-kritur, eða hreppa-politik,
eiga þátt í tillögum og afskiptum manna
af þessu máli. Eyfirðingar ættu ekki að
hraða skólahúsbyggingu sinni meira, en
svo, að þeir geti hagað henni eptir því,
hvernig næsta þing tekur í mál þetta, og
allra sízt hrapa að henni, fyr en öll von
er úti um samkomulag við Húnvetninga.
Vigur 8. apríl 1896.
SlGURBUB StEPÁNSSON.
----ooogoo*----
ítalir hafa á orði, að lögleiða það nýmæii,
að þegar 100 kr séu liðin, fra því er rit hafa
prentuð verið i fyrsta skipti, skuli ríkið hafa
einka-rétt til útgáfu þeirra, og ágóðinn renna í
styrktarsjóð handa rithöfundum og listamönnuin.
í veizlu einni, er Viotoria Breta drottning
hélt í vetur, voru, meðal annars, ýmsar hefðar-
frúr saman komnar, sem sagt er, að borið hafi
ýmislegt gimsteina-skart á búningi sínum, sem
kosta myndi um 1,500,000 pund sterling.
Til borgarinnar New York kom fyrir skömmu
maður nokkur, Witt að nafni, sem ætlar þaðan
tötgangandi til Prince of Wales-höfðans, austasfa
tangans í Ameriku; þaðan lætur hann svo ferja
sig yfir Behrings-sundið, og heldur svo áfram
fótgangandi yfir Síberiu þvera til ktthaga sinna
i Evrópu.
Þeir menn, sem orðið hafa fyrir eldingum,
hafa, sem kunnugt er, borið þess mjög misjafn-
ar menjar; vanalegast verður þar blár blettur
eptir á hörundinu, sem eldingin hefir snortið;
en þess eru einnig dæmi, að bletturinn hefir
verið rauður, grænn eða svartur; svertingi nokk-
ur, sem einu sinni varð fyrir eldingu, varð t. d
ekki lítið forviða, er hann raknaði við, og sá.
að annar handleggurinn var orðinn hvítur á
hörund, en að öðru leyti var líkami hans allur
jafn svartur, sem áður. — Opt hafa þeir og
orðið hræðilega limlestir, sem fyxir eldingum
hafa orðið, eða máttlausir í likamanum að meira
eða leyti; en þess eru líka dærai, að eldingar
hafa að eins sviðið af mönnum hár eða skegg,
en ekkert mein unnið þeim að öðru leyti; og
það hefir jafn vel koinið fyrir, að peningar,
lyklar og úr, hafa bráðnað í vösum manna, en
eldingin látið þá ósnortna að öðru leyti.
Fyrstu jarðgöngin, sem grafin voru gegnum
Alpa-tjöllin, kostúðu 379 dollara fetið; en sfðan
hafa menn það betur komizt upp á lagið, að
jarðgöngin, sem síðast voru grafin, og kennd
eru við Arlberg, kostuðu að eins 154 dollara
fetið.
Síðan í byrjun ársins 1890 bafa ýmslr for-
kólfar „socialista11 á Þýzkalandi samtals verið
dæmdir í 150 þús. rigsmarka sektir. og í 434
ára fangelsi, eptir þvi sem blöðum þeirra sagð-
ist frá í vetur; en þrátt fyrir ofsóknir þessar
tjölgar þó „socialistum“ i þýzka rikinu jafnt
og stöðugt.
----------
Beykjavíkur-blöðin voru
ný skeð að spá því, að það stæði til, að
skipaður yrði bráðlega sérstakur ráðlierra
Islandsmála í Khöfn, og er oss skrifað
að sunnan, að Magnús Stephensen liafi
jafn vel verið farinn að lyptast á lopt
af tilhlökkuninni, að fá að setjast að í
Kaupmannahöfn, og geta svo, sem hinn
reiði Zeifur, sent þaðan synjunar-„fleig-
ana“, og útbýtt embættum og „bitling-
um“ að eigin vild sinni, enda var það
og haft eptir honum í ferðasögu einni
frá Islandi, sem gefin var út í Frakklandi
fyrir fáum árum, að hann skoðaði sig
hér, eins og í „útlegð!“
Vera má og, að sá Verði árangurinn,
— eða árangursleysið —, af „þingsálykt-
unartillögunni“, að vér fáum sérstakan
ráðherra; en verði lagt af stað ineð Magnús
sem ráðherra, þá mun mörgum sýnast
það svipað, eins og byrjunin með „Vestu“,
þó að ólíku sé auðvitað saman að jafna,
því að „Vesta“ getur fengið nýtt stýri,
þegar minnst vonum varir, en rnennina
er síður hægt að um skapa.
í hinni umliðnu 10 ára landshöfðingja-
tíð hr. Magnúsar Stephensen’s hefír ekki
sézt, að hann hafi haft eitt einasta poli-
tiskt áhugamál fyrir að berjast*; en hvaða
ógagn hann hefir unnið landinu með
tillögum sínum til Kaupmannahafnar
stjórnarinnar í þessi 10 árin þekkist enn
má ske ekki til fulls, meðan embættis-
bréfin liggja almenningi hulin í skjala-
söfnunum.
Og dauflegri, eða öllu tiUcomimmni
politiska frammistöðu nokkurrar stjórnar,
en frammistöðu hr. Magnúsar Stephensen
á síðasta þingi fyrir stjórnarinnar hönd,
ætlum vér hæpið að finna.
Að skipa Magnús sem sérstakan ráð-
herra Islands, myndi því ekki vera heppi-
legur vegur, til þess að friða hugi manna
hér á landi, eða gera þá stjórnbota-kröf-
unum fráhverfa, lieldur öllu heldur vera
vegur til hins gagnstæða, að skapa hér
erm ineiri oánægju, en nú er.
--------------
Til Þorsteins skálds Erlingssonar.
Þú skæra harpa, þjóðarinnar þing,
á þína strengi hættu ekki’ að reyna,
þar svalkalt hrím og svell er allt um kring,
þú syngur líf í holulausa steina.
Þú búann fossa fram í kletta þraung,
og fornan landvætt upp af drunga veliur..
Hún inamma þekkir sinna barna saung,
i sínum tötrum undir lagið tekur.
*) Það er eptirtektavert, að þegar „Sunn-
anfari11 flut.ti mynd af hr. Magnúsi Stephensen.
eigi alls fyrir löngu, og þurfti auðvitað, eptir
venjunni, að segja eitthvað manninum til hróss,
þá hugkvæmdist honuin ekkert annað, en vega-
spottarnir fyrit- sunnan, og þá sérstaklega vagn-
vegurinn til landshötðingja-mágsins á Þing-
völlum! Ilitstj.