Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.07.1896, Blaðsíða 2
122
JÞjóðviljinn ungi
V, 31.
og gera þjóðinni vanvirðu, og þar á
ofan væri slík skuldbinding allsendis
þýðingarlaus, rueð því að kjósendur gætu
kollvarpað slíkum samningum þegar við
næstu kosningar.
En eiga Islendingar vist, að þessi
breyting yrði spor fram á leið, eða gæti
hún ekki eins vel í reyndinni orðið spor
aptur á bak?
Fyrst er að atiiuga, að sérstakur Is-
lands ráðherra, búsettur í Kaupmanna-
liöfn, er mætti á a-lþingi, myndi draga
úr, en ekki auka, vald það, sem nú er
hér innan lands; og þó að innlent ábyrgð-
arlaust vald, eins og landshöfðingjadæm-
ið íslenzka. sé auðvitað ekki mikils virði,
og mörgu útlendu valJinu verra, þá er
það þó óneitanlega óviðfelldið, og spor
í öfuga átt, að vald það, sem nú er hér
innan lands, dragist að nokkru leyti apt-
ur út fyrir pollinn.
Og eru nokkrar likur til þess, að sér-
stakur ísl. ráðherra í Khöfn, bundinn í
einu og öllu við ríkisráð Dana, yrði
stjórnbótakröfunum, og öðrum áhugamál-
um landsbúa hlynntari, en danski tví-
kleyfi ráðherrann nú er?
Yæri ekki líkast, meðan stjórnar-
stefnan breytist ekki í Danmörku, að ísl.
ráðherrann yrði t. d. Marjnús Stephensnn,
eða einhver annar dansklundaður dansk-
ur-íslendingur?
Eða myndi ekki við þá útnefningu far-
ið eptir „hræsnis-upphefðar-lögmálinu?14
Harla trúlegt.
En þá yrði breyting þessi engan veg-
inn það, sem hún í bezta tilfelli gæti
orðið, dálítil bót í svip.
íslendingar stæðu engu nær, að fá
stjórnbótakröfum sínum fram gengt, en
óspart rnyndi þeim þá slegið því í nasir,
áð þetta væri stjórnarbótin, sem þeir
hefðu gert sig ásátti með, og hana yrðu
þeir að reyna nokkra ára-tugina, áður en
þeir fengju henni breytt.
——---------------
Fiskverð segir sagan, að L. A. Snorrason
kaupmaður hafi upp kveðið á ,,spekulants-túr“
sínum i Dýi afirði nú ný skeð: 40 kr. tyrir málfisk,
35 kr. fyrir sináfisk, og 23 kr. f'yrir ísu, og mun
það vera það fiskverð, sem vestfirzkir kaupmenn
hafa komið sér saman um í ár, og sjalfsagt lítil
von um, að það hækki, þar sem engir „speku-
lantar" munu nú væntanlegir hingað, og kaup-
,menn vita, að þurri fiskurinn, — að kaupfélags-
fiskinum frá töldum —-, gengur til þeirra, hvað
sem verðinu líður, þar sem almonningur mun
nú, eins og að undan fornu f’ylgja þeirri hyggi-
leguf!) reglu, að skipta fiskinum bróðurlega
milli stórverzlananna þriggja hér við Djúpið, til
þess að forðast. að vekja samkeppnina.
-----------------
Gííurleg krafa. 100 kr. — segi
og skrifa eitt hundrarí krónur(!!!) —vildi
factor A. Asgeirssonar verzlunarinnar, að
sögn .Tensens skipstjóra á „Amarant“, fá
fyrir það 1—2 kl. tima viðvik, að draga
skip hans hér úr sundunum inn á Pollinn,
og út af honum aptur, og má slíkt þykja
fáheyrt, enda kvað verzlunin að undan
förnu hafa látið sér nægja 40—50 kr.
fyrir sams konar starfa, og má þykja
full mikið; en svo er að sjá af þessu,
sem verzlunin kunni að gera sér manna-
mun, og kemur það þá óneitanlega harla
óheppilega niður, að láta slíkt koma fram
við eitt af skipum „kaupfélags ísfirð-
inga“, því að muna mættu þó eigendur
og ráðsmenn verzlunar þessarar það, að
það eru héraðsbúar, sem með stöðugum
viðskiptum sínum hafa átt eigi lítinn
þátt í þvi, að gjöra verzlun þessa að því
peninga-stórveldi, sem hún nii er. — En
„sjaldan launar kálfur of-eldið“, segir
málshátturinn, og færi betur, að það sann-
aðist ekki á verzlun þessari, er timar líða.
Annars er og sýslunefnd vor naumast
vítalaus í þessu efni, því að þar sem
gufubáturinn „Asgeir litli“ hefir nú hátt
á 4. þús. krónur af opinberu fé fyrir
fremur litinn starfa, fáeinar snöttu-ferðir
hér um Djúpið, og norður á Höfri í Sléttu-
hceppi, til blautfiskstökumanns verzlun-
arinnar þar, þá hefði mátt ætla, að sýslu-
nefndin sæi um, að gufubáturinn fylgdi
einhverjum ákveðnum sanngjörnum taxta,
er hann dregur skip inn eða út firði, úr
því bátnum var geymdur réttur til slíks
starfa í samningunum.
-----OOO^OOO-----
Stutt svar.
Dinu sinni verður allt fyrst, og svo er fyrir
mér, að rita í blöðin.
í 30. nr. „Þjóðviljans unga“ stendur grein
með fyrirsögninni „Skrítin aðferð“, og mætti
svo kalla, ef greinin væri sönn; en það er bót í
mkli, að hún fer með ósannindi, og virðist rit-
uð einungis til þess. að sverta mig i augum
alþýðu; en sannleikurinn er sá, að á næst liðnu
hausti beiddi hr. Guðm. Oddsson uni skólahúsið
i Hnífsdal til leigu handa Oddi bróður sinum,
því Guðm. mun hafa grunað, að Oddur væri
ekki svo vel kynntur, að hann fengi skólann
leigðan, ef hann beiddi sjálfur um bann. —
Sem skólanefndarmaður var jeg þá leigingu
þessari mótfallinn, og það, eins og jeg sagði
Guðmundi, af þeim ástæðum, að skólahúsið befði
að minu áliti aldrei verið jafn ílla þrifið, eins
og þegar Oddur fyrir nokkrum árum skilaði
því, og það annað, að hann, þrátt fyrir marg-
ítrekuð loforð sín, hefði ekki enn borgað alla
skólaleiguna frá þoim tíma.
Hvað snertir vottorð frú Sigríðar í>. Thorla-
cíus, þá væri mór kært, ef hún vildi votta það,
að hún hefði skoðað allt húsið vandlega, svo
sem háa-loptið og kjallarann.
Þann áburð Odds, að jeg hafi tekið mér það
vald, að halda skólalyklinum fyrir honum á næstl.
vori, lýsi jeg hrein og bein ósannindi, og
skora á hann að sanna, eða heita ósanninda-
maður; og því til sönnunar set jeg eptir fytgjandi
vottorð:
„Við undirritaðir, sem heyrðum á samtal
Guðmundar Jónssonar á Hrauni, (nú á Brekku)
og Odds Oddssonar, vottum hér með, að það
eru hrein ósannindi, að fyrnefndur Guðm. hafi
haldið lyklunum að skólahús nu 18. apríl síðast-
bðinn tyrir Oddi Oddssyni. eða verið valdur
að þeirri hindrun, er Oddur Oddsson segir í
grein sinni, að hann hafi orðið fyrir, er hann
flutti í skólahúsið.
Hmfsdal G. júlí ’9G.
Jón Elíasson, búfræðingur,
Páll Halldórsson (Heimabæ)“.
Hvað aðra framkomu mína snertir gagnvart
Oddi, tala jeg ekki um hana; nábúar okkar Odds
þekkja okkur báða.
Annars hygg jeg, að það væri bezt fyrir hr.
Odd Oddsson, að vera ekki opt að rita ósannar
greinar um mig í blöðin, þvi má ske þá læðist-
eitthvað tram í birtuna, sem nú er í myrkruni
hulið.
Brekku 8. júlí 1S9G.
Oiiðm. Jónsson.
ísafirði 11. júli ’96.
Tíðarfar. Rigningar og óþerrar hafii nú
gengið hór vestra um nokkurn tíma.
Grasið hefir þotið upp undan farna daga, og
eru horfur hjá landbændum því mun betri, «n
á horfðist. ,
Yöruverðlag. Matvara er i ár dýrari hér í
verzlununum, en í fyrra: rúgur á 14 kr., rúgmél
á 16 kr., bankabygg á 20—22 kr., og hrisgrjón
á 22—24 kr., tunnan. — Kaffi er nú selt á 1 kr.
10 a., eða 5 aurum lægra, en i fyrra, kandís á 35
aur., melis á 30—35 a., og önnur vara flest með
svipuðu verði, eins og í fyrra.
f 25 f. m. andaðist í Bolungarvík Bárður
Magnússon lausamaður, 46 ára að aldri.
Ensld iiskikaupmaðiirinn mr. Ward fór béð-
an 2. þ. m á skipi sínu „Gertrude'* með yfir
400 sltpd af hálf-þurrum smáfiski, er hann batði
keypt af bændum og sjómönnum hér við Djúp
fyrir 30 kr. skpd., og borgaði hann megnið af
fiski þessum í peningum við móttökuna, en þó
nokkuð í vörum. — Mega skipti þessi teljast
liéraðsbúum hin hagkvæmustu, sérstaklega i ár,
er smáfiskur verður hór í injög lágu verði, og
er vonandi, að skipti þessi geti haldizt framvegis.
Heldur gerði mr. Wartl Hnífsdælingum lágt
undir hiifði, lét þá sitja á hakanum með fisk
þann, er þeir höfðu verkað lianda lionum, og
vildi að lokunum engin kaup við þá eiga, ltvað
þá hafa prettað sig i fyrra, enda hefði hann nú
þegar t'engið full-fermi annars staðar. — Ætti
þetta að kenna mönnum, að efna jafnan loiorð
sfn, hvort sem við innlenda eða útlenda er að