Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1896, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1896, Blaðsíða 2
30 Þjóbviljinn unoi. VI, 8. hlátur og grát, og feigð og raun: Dauði, eg drekk þitt erfi! Olafur, skemmt þér enn með mér og ítruin silkireinum! Fríðari menn, og fremri þér, fáa eg leit af sveinum. Þegar þið nafnar* þeystuð jó þóttu færri um land og sjó frægri í flestum greinum. Saman mína sveit og þig sjmg eg nú í elli: hún skal ekki harma mig, halda mun eg velli; minnast okkar, mín og þín, má hún þó, er sólin skín frán af Vaðalfelli. Mattli. Jochumsson. ■ <00^000---- Dómur „Samemingarinnar“ um ??Kirkjublaðið6í m. m. —■■<*»•— I 7. nr „Sameiningarinnar“ er all-langt mál um íslenzku kirkjublöðin, og er þar farið mjög ólíkum orðum um „Kirkju- blaðið“ og „Verði ljós“; en þar eð mér finnst grein þessi hafa meðferðis töluvert af ósanngirni og hleypidómum, vildijeg leyfa mér að gjöra við hana ofurlitla athugasemd. Ritstjóri „Sam.“ lofar mjög sira Jón Helgason og „ljós“ hans. Jeg hefi nú enn ekki orðið svo fræg, að sjá þá Ijóstýru, en lesið liefi jeg blaða- greinar eptir síra J. H., lofdýrð um vestur-íslenzku postulana, hallmæli um lestrarbók síra Páls Sigurðssonar, og á- minningar hans og hnútur til síra Matth. Jochumssonar. Beri nú „ljósið“ líka birtu, eins og greinar þessar, þá er sizt að undra, þó þær eigi vel við augu síra Jóns Bjarnasonar, því alknnnar era skoðanir hans á ritum síra P. S., trúarskoðunum síra Matth., og svo sjálfum sér, og öðrum fylgifiskum sín- um þar vestra. En þó síra Jóni Bj. þyki gómsætt lofið um sjálfan sig, og vilji borga nafna sinum það í sömu mynt, þá hefði honum átt að vera það hægt, án þess að áfellast ritstjóra „Kirkjublaðsins“, eða væna hann *) Síra Olat'ur próf. Einarsson á Stað var aldavin Ólafs læknis. trúleysi, þó hann hafi sýnt frjálslyndi og sanngirni í kirkjumálefnum, ekki lok- að dyrum himnaríkis fyrir breiskum bróð- ur, sem ekki hefir getað fallizt á allar kreddur og kenningar Luthersku kirkj- unnar, eða varnað mönnunum rúms, til að verja málefhi sín. Síra Jón segir í orðastað einhvers prests hér heima, að trúmálastefna „Kirkjublaðsins“, að því er til ritstjórans hafi komið, hafi helzt einkennt sig með því, að það „alla sína æfi hafi varazt, eins og eldinn brennanda, að koma nálægt því, sem er lijarta og sál hinnar kristnu trúar“. Þetta eru hörð og ósanngjörn orð. Jeg man ekki betur, en að höfundur trúar vorrar hafi kennt, að hið fyrsta og æðsta boðorð væri, að „elska guð aföllu hjarta, og náungann, eins og sjálfan sig“, og þessu boðorði álít jeg, að ritstjóri „Kirkjublaðsins“ hafi leitazt við að fylgja, með því að „redigera“ blað sitt með sanngirni, umburðarljmdi og frjálslyndi. Jeg er þess líka fullviss, að það, sem sérstaklega eflir vinsældir „Kirkjublaðs- ins“, er, hvað frjálslega það er „redigerað“. Það virðist annars einkenna síra J. B., að hann á bágt með að lofa einn, án þess að lasta annan, því að i sama nr. „Sam.“ er önnur lofgreinin uin síra Jón Helgason fyrir það, að hann hefir kornið á prent bréfum síra Tómusar Sœmnnds- sonar. Sira Jón lofar og mjög sira Tómas, og er það sízt um of, þótt slíkum manni sé hrósað, en óþarft er í því sambandi, að níða gamla Sigurð Breiðfjörð og kvæði hans. Sig. Breiðfjörð hefir lengi verið uppá- halds skáld íslenzkrar alþýðu, og þvi var það þarft fyrirtæki, að gefa út kvæði hans í einni heild. Enginn hefir neitað Sigurði um lipurt rím, og mörg af kvæð- um *hans hafa í sér fólgnar svo fagrar kenningar og viðkvæmar hugsanir, að töluvert raeiri uppbygging er í að lesa þau með athygli, heldur en ofstæksrit vestur-íslenzku prestanna. Á þriðja i jólum 1896. (d -•) * * * Þetta „hjarta og sál hinnar kristnu trúar“, sem ritstjóra „Samein.“ finnst, að ritstjóri „Kirkjublaðsins“ hafi ekki gefið nógan gaurn, mun sjálfsagt eiga að skilj- ast aðallega um „kredduna“, eða kenn- inguna, um „eilífa útskúfun“, og um djöfla-trúna yfir höfuð, sem þeir nafnarn- ir síra Jón Bjarnason og síra Jón Helga- son sýnast, eins og „innri-missions“-prest- arnir í Danmörku, að setja öllu ofar. — En hafi ritstjóri „Kirkjublaðsins“ þökk fyrir það, að hann liefir ekki misbrúkað málgagn sitt til þess, að troða í menn þess koriar bábyljum, ósamboðnum rétt- læti og gæzku guðs, heldur lagt aðal- áherzluna á elskuna til guðs og manna, sem kristindomsins aðal-kjarna, eins og greinarhöfundurinn hér að framan rétti- lega bemlir á. Þráttið um „endurlausnina“ — í þeim bókstaflega skilningi, sem „oftrúarmenn“ taka hana —, og um „guðdóm“ eða „' kki-guðdóm“ Krists, má og vera, að síra Jóni finnist ekki hafa fengið það pláss í „Kirkjublaðinu“, sem vera átti, eptir hans nótum. — En þar sem þetta eru vafa-atriði, sem valdið hafa megnasta ágreiningi meðal sjálfra kirkjunnar rnanna, allt frá fyrstu öldum kristninnar, — er guðdóminum var slegið föstum með at- kvæðagreiðslu á kirkjuþingi —, sýnist ritstjóra „Kirkjubl.“ síður en ekki sök á því gefandi, þótt hann — hvað svo sem hans persónulegu sannfæringu líður — sé ekki sí-þráttandi um þessi atriði, sem sí og æ halda áfrain að vera jafn vafa- söm, jafn persónulegt trúar- eða ekki-trúar- atriði, hvað rnargar ritgjörðir, sem Yest- urheims prestarnir þar urn rita. Að vilja leiða trú manna hér á landi inn í saina einstrengings og ofstækis sporið, eins og „innri-missions“ prestarnir í Danmörku, álitum vér yfir höfuð allt annað, en heppilegt. — „Reactionin“ í trúarefnum, sem bítur sig fasta í æva- gamlar kirkjuþinga-samþykktir og „kredd- ur“, og vill einskorða trú allra manna þar eptir, en vísar þeim til helvítis ella, er engu háskaminni, en „reactionin“ í borgaralegum málum, og þvi er vonandi, að bæði „Verðiljósinu“ og síra Jóni mis- takist að veita hingað þess konar straum- um. Bitstj. ------------------ Ragasynjun. Synjað hefir kon- ungur staðfestingar á lögum síðasta al- þingis um ný frímerki, svo að ekki fá nú Islendingar miklu að ráða. Það er sjálfsagt, að blað vort minnist nánar á þetta, þegar ráðherra- og lands- höfðingja-bréfin, sem að synjun þessari lúta, verða birt í B.deild Stj.tíðindanna.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.