Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Blaðsíða 6
126
ÞJÓÐVILJINN UNGI.
VI, 31—32.
er nefndin ræður til, að gerðar séu á fjár-
lagafrumvarpi stjórnarinnar:
Til búnaðarfélaga vill nefndin veita 18
þús. kr. á ári, og enn fremur 4000 kr. til
búnaðarfélags fyrir allt landið síðara árið,
ef það kemst á. — Til sjávarútvegs vill
nefndin veita: 5000 kr. til ábyrgðarfélags
Eyfirðinga, og allt að 10,000 kr. til út-
gerðarmannafélagsins í Rvík, til þess að
gera skipakvi, enda leggi félagið til álíka
upphæð; vill veita 30,000 kr. lán úr við-
lagasjóði til þilskipakaupa, eða helmings-
verð skipa, ef vátryggð eru, og ávaxtist
með 3°/0. sé afborgunarlaust í 3 ár, en
endurborgist síðan á 5 árum. — Enn vill
og nefndin veita 30,000 kr. lán til íshúsa
með svipuðum kjörum. — Til kvennaskola
vill nefndin hækka styrkinn til kvenna-
skólans í Rvík, til þess að bæta þar við
éinum bekk, og veita 10,000 kr. tilbygg-
ingar kvennaskóla á Norðurlandi, ef skól-
arnir á Laugalandi og Ytri-Ey verða sam-
einaðir. Vegabötafénu vill nefndin út-
hluta nokkuð öðru vísi, en stjórnin: verja
til flutningabrauta 75,000 (i stað 100,000),
til þjóðvega 75,000 (í stað 50,000), og
10,000 til fjallvega (í stað 7000). Sem
þjóðvegi. er sérstaklega þurfi viðgjörðar,
nefnir nefndin : Grjótháls i Mýrasýslu, með
fram Hrútafirði að austan, Vatnsskarð, í
Suður-Þingeyjarsýslu einkum veginn milli
Skjálfandafljóts og Laxár, og vegina í syðstu
hreppum Suður-Múlasýslu; Þorskafjarðar-
heiði verði og að varða rækilega svo fljótt,
sem unnt er. — Til sýsluvega telur og
nefndin rétt að veita Strandasýslu 6000
og Snæfellsnessýslu 3000, með því að eng-
ir eru þjóðvegir í þossum sýslum, enda
leggi þá sýslurnar fram helmingstillag.
Til vörðuvita á Gerðatanga vill nefnd-
in veita 250 kr.
Til tóvinnuvéla vill nefndin veita heim-
ild til að lána sýslufélögum 30,000 kr.
gegn 31/20/0 vöxtum, afborgunarlaust í 1
ár, en endurborgist síðan á 25 árum.
Um bitlingana svo nefndu eru helztu
tillögur nefndarinnar þessar: Hún vill
fella styrkinn til íshússmannana, OttaGuð-
mundssonar og Guðm. Jakobssonar (sbr.
25. nr. „Þjóðv. unga“), veita Jóni sagn-
fræðing Jón*syni 600 kr. á ári, til að
rannsaka og rita um sögu íslands á síð-
ari tímum, veita Páli skáldi Ólafssyni 600
kr. á ári, og landshöfðingjaritara Brynj.
Purlákssyni 600 kr. til utanfarar, til að
fullkomnast í hljóðfæralist, og Sigurði Þor-
lákssyni 500 kr. utanfararstyrk, til að nema
leikfimi. — Iðnaðarmannafélaginu í Rvík
vill nefndin veita 500 kr. á ári, til að
styrkja efnilega iðnaðarmenn til siglingar,
til að fullkomnast í iðn sinni. — Jóni
Ólafssyni, fyrrum alþm., vill nefndin veita
3000 kr. fyrra árið, og 2000 kr. síðara
árið, til að gefa út fræðandi tímarit, og
Birni Þorlákssyni á Álafossi 1000 kr., til
að fullkomna tóvinnuvjelar sínar.
Loks vill og ncfndin verja 600 kr. á
ári, til þess að læknar geti farið utan, og
fullkomnast í mennt sinni, veita 5000 kr.
til endurbyggingar spítala á Akureyri, og
láta útgerðarmannafélagið í Rvík fá 500
kr., til þess að fá erlendan skipasmið, til
að setjast hér að.
Fjölda margar breytingatillögur eru
fram komnar frá ýmsum þingmönnum, svo
að sumt af hinu ofan nefnda mun óefað
breytast.
------<XEE>ó----
Frá
náttúrufélags-fundinum seinasta.
Nokkrir menn — ekki mars'ir, sem betur fer —
hafa óskað að fá að sjá nokkur orð nm þennan
fund, en jeg er nö ekki sem bezt fyrir kallaður,
til að skýra frá honnm, þvi hér er allt á tjá og
tnndri, ensku herskipin ligsja hér á höfninni, og
skotin drynja í þessu augnabliki frá erkidrekanum,
svo húsin skjálfa og fjöllin endurkveða, en fullt á
götuuum af Bnglendingum, þessum brteðrum „troll-
aranna“, sem fiskifræðingurinn sagði hérna um ár-
ið, að ekki væri nein hætta hér fyrir okknr; það
var sú fyrsta kenning í fiskifræði, sem við fengum
— alþingið borgaði kenninguna. Allir þessir karlar
trufla mig nö, flestir bláklæddir og sumir rauð-
klæddir, eins og Sigmundur Lambason, — hvárt
sjáit ér nú rauðálfinn, sveinar? sagði Skarphéðinn
— svo bætir nú ekki um, að nú er sunnudagur,
og allir eru á merarrössunum, hver sem betur get-
ur, bara einhver drðg fáist til að pína og berja
allan daginn — hön fæst, allt fsest fyrir pening-
ana og ekki er miskunsemin — hvar er dýravernd-
unarfélagið? Humbug! Jeg hefði aldrei dugað til
að vera böðull eða hrossaeigandi! Jeg hefði aldrei
dugað, til að eiga naut, og láta selja þau hér í
bænum, svo menn geti dæmt um meðferðina af
ketinu, sem optast nær liggur við að sé ðæti —já,
súpurnar af þessu íslenzka nautaketi! tíuð hjálpi
okkur öllum! Og að sjá þessa aumingja hesta und-
ir þessum ensku botnvörpubræðrarössum, lúbarða
og dauðþreytta, hlaupandi og másandi, kðfsveitta
fram og aptur — raunar erum við sjálfir líka góð-
ir, því mér var sagt, að um daginn hefði einn
landinn sprengt einn klárinn, og skorið hann á háls,
hvort satt er, veit jeg ekki, relata refero, segja
þeir, sem ekki vilja latínuna. Nærri má geta, hvort
allt þetta ekki truflar mig, og gerir mig illa hæfan,
til að segja frá fundinum, sem hér átti að vera
umtalsefuið; hvað ætli hefði orðið úr mér, hefði
jeg átt að segja frá einhverjum alþingisfundi! En
nú dngar ekki að dvelja lengur, f'undurinn var á-
kveðinn hinn 3. júií, og „sverk viðr Lofn og sverk
viðr Var", hann var haldinn þatn 3. júlí núna
seinast, með þeim ut'.dirbúniugi og ðsköpum, sem
sannarlega voru samboðin þeirri dæmafán hluttekn-
ingu, sem vorir ástkæru Iandar sýna náttúrusafn-
inu, því að þeim hlýtur að vera öllum kunnugt
að varla er til svo ðmerkileg staðarnefna, hvað þá
heldnr höfuðborg, að eltki eigi náttúrusafn, þó ekki
sé svo mikið haft við það, að stæla eptir helvíti
eða þeim yztu myrkrum, þar sem ekkert heyrist
nema ðp og tannagnístran, að því er ritningin
segir, því á engu útlenzku náttúrusafni munu
menn vera látnir gánga í gegnutn koldimmt hel-
víti og inn á sælunnar útstoppaða fuglaland. En
í von um nýjan og hæfilegri samastað, létu stjðrn-
endur náttúrufræðisfélagsins, sauikvæmt lögunum,
boð út gánga i blöðunum, marg ítrekað boð um
fundinn, stund og stað, og svo var engillinn Ga-
briel, sendur öt með lista, með gleðiboðskapnum
á, til allra þeirra félagsmanna, sem hér voru þá í
bænum, um flmmtíu að tölu, — það er auðséð, hvað
tímanum ter aptur, „fuimus Troes“ segir Virgilíus
skáld, „det gaar tiibage med de gatule Guder“,
segir Oehlensláger — nú er engillinn Gabriel
ekki lengur á þeim buxunum, að hann fari til
Mariu meyjar með evangeliunt, nú gerir hann
eklti annað, en boða fund fyrir náttúrufræðisfélag-
ið. Jeg beið nú fullnr af von um fagra daga,
þangað til sú eptirþráða stnnd kæmi, er vorir
heiðtuðu félagsbræður áttu að safnast saman, til
þess að minnast einu sinni á árinu þessa félags,
sem fyrr meir var stofnað með því fjöri og þeim
ðsköpum, að menn skyldu halda, að himinn mundi
rifna, einB og fornmenn voru stundum hræddir um,
á meðan þeir trúðu, að himinhvolfið væri úr eir
eða aluminium. Jeg tók þá bækurnar, gjörðabðk-
ina og skrásetningabókina um náttúrugripina, og
þðttist jeg ekki lítið merkilegur og var nú viss
um, að fjöldi manua mundi koma til að gleðjast
yfir þvi, hvað náttúrusafnið væri nú þó orðið stórt,
að segja, eptir því, sem á stendur fyrir okkur hér;
jeg var hræddastur um, að leikfimishús barnaskðl-
aus, sem okkur hafði gððfúslega verið léð, ekki
mundi taka alla þessa fimmtiu menn, því að þó
hver maður sé ekki svo ýkja stðr eða digur í sjálfu
sér, þá verður hann helmingi stærri og fyrirferðar-
meiri, þegar honnm er mikið niðri fyrir, og hann
er uppbólginn af ákefð og umhugsun, út af því,
sem honum liggur á hjarta og er umhugað um, og
svona ímyndaði jeg mér, að mundi verða með fé-
lagið og safnið, einknm af því, að safnið er eign
Iandsins og opinber stofnun; en vér erum allir
kunnir af því, að hrærast og lifa í pðlitíkinni og
öllum þeim greinum, sem standa út úr voru póli-
tiska tré. Nú nú, þarna hélt jeg nú áfram; — á
götunum voru ekki margir, og ekki varð jeg var
við neinn félagsmann — þeir eru heima enn, hugs-
aði jeg, þeir ern sj&lfsagt að greiða sér, eða láta
á sig hreinan flbba, áður en þeir koma á fundinn.
Svo komst jeg loksins að hliðinu, sem er fyrir fram-
an leikfimishúsið, að þessu hliði, þar sem ótal nám-
fús og efnileg ungmenni hafa gengið inn til að
læra stripl-Gymnastik, verður það að heita, það er
útlent og miklu betra en íslenzkan — og svo inn