Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.06.1898, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.06.1898, Blaðsíða 2
138 ÞjÓÐVrLJINN TJNGI. Fráleitt verðnr neitfc af Þingvalla- fundi í ár, og er jafn vel gizkað á, að fundarboðendurnir muni apturkalla fund- arboðið, til þess að gera ekki þeim örfáu kjördæmum, er fundarboðinu kynnu að vilja sinna, óþarfa kostnað og ómök. Af ífceykjavíkurblöðunum hafa og blöðin „ísafold“ og „lsland“ þegar fært ýms rök fyrir þvi, að óráð sé, að hugsa til sliks fundarbalds í ár, og „miðlara“- málgagnið „Nýja öldin“, sem hælir sér af því, að vera í politiskum skoðana- tengslum við tvo af fundarboðendunum (Jón í Múla og Pétur á Gautlöndum) lætur þess getið, að þeir muni að eins hafa skrifað undir fundarboðið í þvi skyni, að hafa fíen. Sveinsson af sér(!), og láta reynzluna færa honum heim sanninn um það, að ekkert gæti orðið af slíku fund- arhaldi í ár Markaðsfregn. Frá Khöfn er skrif- að 14. maí: „Hér var nýlega seldur fiskur frá Færeyjum, sem hefur líklega verið verkaður þar á þessu ári, og var verðið á þessaleið: svo nefndur „bank“- fiskur á 61 kr., jagtafiskur, stór óhnakka- kýldur, yfir 18 þuml., á 55 kr., miðl- ungsfiskur á 40 kr., smáfiskur á 35 kr. og ísa á 28 kr., skpd.“ Fornfræðingur einn 1 Ameríku, professor Walters, hefur ný skeð i blaðinu „New York Sun“ skýrt frá ógurlegri orustu, sem hann tel- ur, að háð hafi verið við Arkansas-fljótið í Am- eriku fyrir rúmum 20 þúsund árurn; hafa menn á þeim stöðvum fundið í jörðu um 75 þús. beinagrindur, og þykja ör, eptir spjót og örvar, sem á hauskúpunum eru, bera þess óræk vitni, að menn þessir hafi fallið í orustu, enda hafa og hjá beinagrindunum fundizt leifar nokkrar að æva-gömlum villiþjóða vopnum. —Lík þessi hafa upprunalega verið grafin í sandi, en ofan á sandinum voru tvenns konar jarðlög, og á jarðfræðislegri rannsókn þeiiTa byggir professor Walters tilgátu sina um tíma þann, er liðinn sé, síðan þessi mikla þjóðorusta hafi verið háð. Syngjandi lijólliestur. Félag eitt í Hamborg hefur ný skeð fundið upp, og látið gera, nýja tegund hjólhesta, sem syngja hátt og greini- lega ýms lög, þegar þeir eru notaðir, án þess sá, sem á hjólhestinum situr, þurfi nokkra stjórn að hafa á hljóðfæri því, sem sett er í samband við hjólhestinn. — Telja menn víst, að hjólhestar þessir rnuni brátt verða injög al- gengir, með þvf að söngurinn, eða hljóðfæra- slátturinn, veitir all-góða skemmtun. Loptför úr „aluminiumu. Það þykir auð- vitað miklu skipta, að loptför séu gjör úr sem léttustu efni, og hefur þvl maður einn á Þýzka- landi, Schwarz að naf'ni, fyrir skömmu gjört loptfar úr „aluminíum11, og er það Ifl4 f'et á lengd, en 46 fet að ummáli. — En áður Schn-arz þessi fengi reynt loptfarið, andaðist hann, og hefir því „kgl. prússneska loptsiglingaf'élagið11 tekið að sér, að haida áfraru tiiraunum hans. ------eojgaj.------ Tsafirði (i. júní ’9S. Tíðarfar. Síðan síðast.a nr. hlaðsins korn út hefur veðrátta snúizt meira til vestanáttar, og ringt lítilfjörlega öðru hvoru; að öðru leyti f'remur kalzi í tíðinni. Úr Dýrafirði er skrifað 23. f. m.: „Úr sum- armálunum gerði liér góðan bata, og leysti vel upp, en kólnaði svo aptur með kafaldi um tfma; eri nú er aplur komin hagBtæð veðrátta. — Fiskleysi er hér frámunalegt, svo að ekki fæst nokkur lifshjörg neins staðar úr firðinum, Og horfir til stórvandræða með líf margra manna, nú þegar í vor, og er það eðlileg afleiðing af athæfi dragvörpuveiðaranna dönsku, svo sem hverjum manni v&r opið í augum strax í byrj- un, er sannleikann fengust til að játa, en af hinum er aldrei að ætlast til slíks‘h Strandbáturinn „Skálholt11 kom hingað að norðan 1. þ. m., og lagði af stað héðan áleiðis til Reykjavíkur aðfáranóttina 3. þ. m. Með „Skálholt11 fóru héðan, auk margra, augnalæknir Björn Óla/sson, verziunarerindis- rekarnir Kr. ’Jónasson og Einar H. Hansen, sem kom hingað frá Christianíu með gufuskipinu „Rövingen11 1. þ. m., og verzlunarmaður A. Schoppe, allir til Reykjavíkur; enn f'remur til Flateyrar frú Soffía Holm og verzlunarmaður Soph. J. Kielsen. Nú stendur til, að héraðsfundur verði hald- inn hér á ísafirði þriðjudaginn 7. þ. m., til þess að fjalla um hreytingar á fiskivefðasamþykkt- inni í Norður-ísafjarðarsýslu. — Fiskiveiðamál- ið er að sjálfsögðu eitt af mestu velferðarmálum héraðsins, svo að iiklegt er, að héraðsfundur þessi verði all-fjölsóttur, og að helztu formenn og útvegshændur lýsi þar einarðlega skoðun sinni. Hr. Bjarni Sigurðsson í Kálfavík kvað nú hafa keypt eign ekkjunnar Asgerðar Einarsdóttur í jörðinni Borg í Skötufirði fyrir 2000 kr. — í kaupunum fylgir timburhús það, er Daði heit- inn Eggertsson hafði byggt þar á jörðinni. Hálfa jörðina Laugaból í ísafirði hef'ur nú hr. Jón Halldórsson afsalað Þórði syni sínum, sem meginhluta jarðarinnar tók til áhúðar á siðastl. vori. — Laugahólið hef'ur Jón setið og bætt svo snildarlega, að höfuðból þetta tekur nú langt f'ram öllum jörðum hér nærlendis. — í fyrra byggði liann þar stórt og vandað timb- urhús. Aiigiiiisjiíkdéinur eru, sem betur fer, að lfk- indum ekki mjög algengir hér vestra; að minnsta kosti tjáðist augnalæknirinn, hr. Björn Olafsson, hafa haft fremur fáum sjúklingum að gegna þenna tímann, sem hann dvaldi hér á ísafirði. Sjálfsinurð. 30. f. m. drekkti sér maður, Maynús Jcmsson járnsmiður, sem dvalið hefur nokkur ár i Æðey. — Hann var á ferð, með öðrum manni á hát, f'rá Æðey að Hlíðarhúsum, og virðist hafa gripið hann æðiskast, því að hann spratt allt í einu frá stýrinu, og stökk fyrir horð. — Magnús heitinn var kvongaður, og læt- ur eptir sig ekkju og 2 börn. Til erfðafestu haf'a 7 bæjarhúar þessa dag- ana látið mæla sór út stykki hér á Eyrarhlíð til túnræktunar, og væri það góð framf'ör fyrir kaupstaðinn, ef stykkjum þessum yrði komið f góða rækt. — Samkvæmt ákvörðun bæjar- stjórnarinnar, sem landshöfðingi hefur sam- þykkt, eru stykki þessi seld á erfðafestu með VII, 35. þeirn skilmálum, að þau eru eptirgjaldslaus 5 fyrstu árin, en eptir það skal greiða árloga 1 bæjarsjóð 10 kr. af dagsláttu liverri. Aflabrögð. Stöku skip úr Bolungarvik, sem beituráð hafa, og sótt hafa ofan á haf, hafa fengið all-góða róðra, síðan á hvítasunnu, en almenningur litt getað sinnt róðrum, vegna beituskorts. Af því að ýmsir hafa óskað leiðbein- ingar minnar viðvikjandi þakjárni, og gæðum þess, þá or mér sönn ánægja að geta vottað, að þakjárn það, sem hr. Skúli Thoroddsen fékk með strandferða- skipinu „Vesta“ í f. in., er ágœtt ad járngœðum og þykkt, og mun betra til encl- ingar, en annað þakjárn, sem eg minnist að hafa séð. ísafirði 3. júní 1898. Albert Jónsson, járnsmiður. Norsk Marprin fra Aug. Pellerin Fils & Co. Christiania. Sammenligning af Margarinsmör og Meierismör. Fra Stadskemikerens Laboratoriuin. Christiania, den H8d° Mai 1897. D’herrer Christiania. Ifölge Ðeres Anmodning er der ind- kjobt gjennem fíureauetpaa forshjeUige Steder í Byen Prover af iJeres Margarinsmör Kvalitet S. O. M. og af norslc Meierismör. Resultat af undersögelsen: Margarinsmör. Meierismör. L.ugt, Smag frisk Fedt 86,47 pte. 86,37 pet. Ostestof 0,75 — 0,59 — Melkhsukker 0,96 — 0,76 — Mineralskc Stoffe &H? 3,83 - 2,28 - Vand 7,99 — 10,00 — 100,00. 100,00. I>. Sohemelek. Nýtt matarsölu og kaffihús. Frá 1. júní þ. á. selur undirskrifuð, í húsi herra kaupmanns M. S. Árnaaonar li i'Ji'i iwi i irirenmTm'HTi'iiTi"iirfWTW'iiiTili'ri Moderfabriken for hele ■ | Margarin-Industrien i SCANDINAVIEN. jt iii i i i i a i ■ •••■ i uiM i M i i lii i t i inn* i lhu.i i..i i Q-uld JVtociniUox-. Fu m y i .11.11 lur 1111111111 11111

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0929
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
1177
Gefið út:
1886-1915
Myndað til:
14.12.1915
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Skúli Thoroddsen (1892-1914)
Útgefandi:
Prentfélag Ísfirðinga (1886-1889)
Nokkrir Ísfirðingar (1889-1891)
Skúli Thoroddsen (1891-1891)
Sigurður Stefánsson (1891-1891)
Nokkrir Ísfirðingar (1891-1892)
Efnisorð:
Lýsing:
Stjórnmála- og fréttablað. Málgagn Skúla Thoroddsen

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (06.06.1898)
https://timarit.is/issue/155354

Tengja á þessa síðu: 138
https://timarit.is/page/2175293

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (06.06.1898)

Aðgerðir: