Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1898, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1898, Blaðsíða 1
Verð nrgangsins (minnst 48 arka) 3 kr.; erlendis 4 kr .,og í Ameríku doll.: 1.20. Borgistfgrir júní- mánaðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGrl. . ...1= SjÖUNDX ÁSHANflUK, ==- --.f__RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. -!-- Upps'ógn skrifleg, 6- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar. M 40. ÍSAFIRÐI, 7. JÚLÍ. 18 0 8. trtiöndi Á Þýzkalandi eru kosningar til ríkis- þingsins nýlega um garö gengnar, og haia þær yíir' höfuð gengið kaþólska flokknum („centruma eða miðflokks- mönnum) og „socialistumu í vil, þó að enn verði að vísu eigi sagt með fullri vissu, hvernig flokkaskipun nýja þingsins verður, af því að i mörgum kjördæmum þarf að kjósa aptur. — -— Hjá Frökkum reyndist ráðaneytið Mé- Hne eigi svo fast i sessi, sem inargir hugðu, með þvi að fulltrúadeildin lýsti í f. m., með meiri hluta atkvæða, van- trausti á ráðaneytinu, eða stjórnmála- stefnu þess, svo að það beiddist þegar lausnar. — Sneri þá Fúure forseti sór til Sarrien, og fal honum, að setja nýtt ráða- neyti á laggirnar; en hann treystist eigi, og var því enn óvíst, er síðast fréttist, hver eptirmaður Meline’s yrði. — Um uppreisnina í Terghana-héraði í Turkestan eru nú komnar greinilegri fróttir. — Laust fyrir sólaruppkomu 30. maí réðu um 1000 vopnaðir mahomets- trúarmenn á herstöðvar iiússa í Andisj- an. — Á undan flokknum reið Ischan sá, er nefndur var í síðasta nr. blaðsins, og fleiri foringjar uppreisnarmanna, ogveif- aði einn þeirra grænum fána, en annar las upphátt kafla úr kóraninum (biblíu niuhametstrúarmanna; komu þeir að her- mönnum Rússa óviðbúnum, og gátu því tokið herstöðvarnar, eptir mannfall nokk- urt. Sagt er, að uppreisn þessi hafi ver- ið all-vel undirbúin, og stefnt að því marki, að ná Mið-Asiu undan valdi Rússa. — í vörzlum íschan’s, forsprakka upp- reisnarmanna, sem nú situr í varðhaldi, kvað hafa fundizt bréf, ér menn telja að stafi frá Abdúl Hamíd, soldáni Tyrkja, og or Ischan þar nefndur „ráðgjafi kalífans11, og hann hvattur til þess, að beina huga þjóðarinnar í rótta stefnu. — Mörg hundr- uð muhamedstrúarmanna, er við uppreisn þossa eru bendlaðir, hafa verið höndum teknir, og talið víst, að ekki verði vægi- lega á þeirra sökum tekið. — — Stórping Norðmanna hefir ný skeð samþykkt 400 þús. króna fjárveitingu úr ríkissjóði, til þess að Norðmerm geti tek- ið sem mestan og beztan þátt í Parísar- sýningunni árið 1900. — -— Norrænir málfræðingar ætla í sumar að eiga fund með sór i Kristianiu 12.—15. ágúst.------ Uppþot all-mikil hafa gjörzt í Serbiu á ýmsum stöðum, út af ósamlyndi milli kristinna manna og muhamets-áhangenda, og kveður svo rammt að, að 40 þorp þar í landi kvað nú vera komin í eyði. — Síðustu fróttir segja þó frið á kominn. Slys vildi til á Englandi í f. m., er ný smíðuðu herskipi, „Albíonu að nafni, var hleypt af stokkunum; urðu þar 34 menn undir, er skipið fór, og mörðust þegar til bana.------ Skipting Kínaveldis. Svo er að sjá, sem Bretar þykist eigi hafa krækt i nóg frá Kínverjum, þótt þeir fengju hafnar- bæinn Weiliaíwei, og héraðið þar umhverf- is, þar sem þeir hafa nú á ný fengið hjá Kína-stjórn 200 ferh. milna stórt land- flæmi umhverfis Hongkong, sem þeir auð- vitað ætla sér aldrei að sleppa, þó að látið só heita svo, sem landið só að eins selt þeim á leigu í 99 ár. — Japanar eru nú einnig farnir að læra þessa svivirðilegu ágengni og yfirgang við minni-máttar þjóðir af Evrópu-stór- veldunum, og hafa því krafizt þess af Kínverjum, að ætlað verði land í hóruð- unum Futchau, Vussung, Schachí, Tyning, Jotschau og Tschingveita, þar sem Japan- ar einir megi taka sér bólfestu, og þykir vist, að Kínverjar þori eigi á móti því að mæla. En á hinn bóginn má þó sjá, að Kína- stjórn getizt litt að nágrenninu þár aust- ur frá, og er því fullyrt, að fastráðið sé, að keisari flytji aðseturstað sinn vonum bráðar frá Pélcing til bæjarins Singanfu, sem er 600 mílur enskar frá Peking, og hefir 1 milj. íbúa. — — í Suður-Wales á Englandi lenti að- faranóttina 21. júní í ryskingum milli lögregluliðsins og ýmsra atvinnulausra kolanema, og fóru ýmsir særðir af þeim fundi. — — Á ítalíu hefir Rudíní orðið að láta af stjórnarformennsku, með þvi að þingið vildi eigi samþykkja ýmsar tillögur hans um hepting eða takmörkun funda- og fé- laga-frelsis, sem honum þótti nauðsyn til bera, eptir að uppþotin urðu þar í sumar. Af ófriðinum berast enn fremur litlar fróttir. — Á Manitla hafa uppreisnar- sveitir nú allt landið á valdi sinu, nema höfuðborgina, og hafa átt orustur við Spánverja þar í grenndinni í fleiri daga samfleytt. — Fóll Monet, einn af foringj- um Spánverja, í einni af þeim orustum. Þjóðverjar hafa nú herskip nokkur á vakki við Filippíeyjar, og gefa Banda- menn þeim gestum íllt auga, enda þótt Þjóðverjar hafi lýst yflr því, að herskip- um þeim sé það eitt ætlað, að vernda rétt Þjóðverja þeirra, er búsettir eru þar á eyjunum. Mælt er, að uppreisnarmenn gætu þeg- ar fyrir löngu verið búnir að taka Man- illa, ef Dewey foringi hefði eigi bannað þeim það, með því að hann mun vilja unna Bandamönnum einum þess heiðurs, og væntir á hverri stundu hersveitanna heiman að. Á Cuba hefir einn af herforingjum Bandamanna, Shafter að nafni, skotið nokkru herliði á land við Guantanamo, í nánd við bæinn San Jago, og kom upp- reisnarforinginn Garcia þar til móts við liann með 3 þúsundir manna. — Hafa þeir síðan átt þar nokkrar sraáorustur við Spánverja. Nú er mælt, að Bandamenn muni ekki senda landgöngulið það, er Havana skal vinna, til Cuba, fyr en á komanda hausti, þegar árstið „gula febersinsu er um garð gengin; en þá er líka sagt, að þangað verði sendar 200 þús. hermanna. — — Heima fyrir á Spáni gengur flest á tréfótum, og herma það jafn vel sumar sagnir, að drottningin vilji helzt hætta stjórnarformennskunni íyrir son sinn, og fela öðrum þann veg og vanda.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 40. tölublað (07.07.1898)
https://timarit.is/issue/155359

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

40. tölublað (07.07.1898)

Aðgerðir: