Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Blaðsíða 3
Þjóðviutnn ungi. 51 VIII, 13. hafa drepizt sex, — Kindur þessar drápust strax. en siðan hefir ekkert farizt, og telur heimildarmaður vor það óvanalegt, þar sem á þessum bæjum hafi vanalega verið dautt fleira og færra um þetta leyti. ■— Annars er sagt, að lítið heri á hráðafári í Inndjúpinu enn sem komið er. Síldveiðiilelag Hnífsdælinga hólt aukafund í Hnífsdal 27._ nóv. síðastl., og skýrði formaður félagsins, Arni kaupmaður Sveinsson, þar frá því, að 1 nót (aðalnótin) hefði verið seld í haust fyrir innkaupsverð, og flutningskostnað hennar hingað, og myndi söluverðið liklega verða greitt félaginu nú um nýjársleytið. Fé- lagið samþykkti að kaupa 40 faðma langan vað- il og 8 faðma djúpan, til aukningar á 70 faðma iangri nót, sem félagið á. — Stjórn félagsins var og falið, að leita samkomulags við síld- veiðafélag Casperg o. fl. á ísafirði, svo að félög þessi ynnu saman á komanda sumri. Fundur- inn samþykkti og, að allir, sem greitt hefðu 150 kr. upp i hlutabréf sín, skyldu fá 4°/0 vexti af 50 kr. til næstk. nýjárs. — Maður sá, er sent hefir „Þjóðv. unga“ fram- an ritað ágrip af gjörðum fundarins, bætir þessu við: „Merkilegt þykir mér, að engum skyldi til hugar koma, að slá botni í félag þetta nú á fundinum, því ílla hefir það reynzt, það sem af er, og verra er útlitið nú, þar sem aðal-varp- an er seld, og engan „nótahassa" kvað eiga að ráða, nema útlit verði fyrir góðan síldarafla í vor. Tap er víst þegar orðið all-inikið, og allt útlit fyrir, að félag þetta afli að eins lítið fram- vegis, þó að eitthvert síldarslangur kynni að verða í vor, þar sem langtum betri og öflugri síldarfélög eru hér á staðnum, svo sem síldar- útvegar þeirra Arna factors Jónssomr og L. A. Snorrasonar, og enn fremur Caspersfélagið, sem hefir mjög góðan og íullkominn litveg, og er hæpið, að eigendur þess fýsi til samvinnu við Hnífsdalsfélagið, þar sem aðai eign þess er nú að miklu leyti innifalin í liálf-ónýtum báta- ræflum, sem seldir hafa verið félaginu með all- háu verði. — Eg vil alls ekki spá neinu íllu um þetta Hnífsdalsfélag, en eptir fyrirkomulagi þess nú, lítur allt annað, en gróðvænlega rit fyrir því, og liefði því verið betra, að slíta því i tíma, með nokkrum missi, en að tapa ef til vill öllu. „Betri hálfur skaði, en allur“. Gipting. 24. f. m. voru gefin í hjónaband í Eyrarkirkju: ungfrú Hólmfríður Arnadóttir, hús- manns Símonarsonar á ísafirði, og skósmiður Jón Samúelsson á Isafirði. — H. S. BJARNABSON kaupir hana. lörð til ábúðar. Strandsel í Ögurhreppi, 12 hndr. f. m., fæst til ábúðar í næstu fardögum. Jörð þessi liggur vel til sjóar, og er hæg til allra afnota. Beitutekja fyrir landi hennar, sem leiguliði getur notið góðs af. Nákvæmari upplýsingar hjá undir- skrifuðum eiganda jarðarinnar. Ögri 27. nóv. 1898. Þuríður Ólafsdóttir. *Í1 SÖlu hjá undirritaðri: mikið af * fallegum og ódýrum barnaleikföng- um, jólatrés-stássi, jóla- og nýjárs-kortum. Enn fremur: Kvenn- og karlmanns-slipsi. Gummi- kragar. Flibbar. Brjósthlífar. Karl- manna-skyrtur á 2,50 og 3 kr. úr ull. Prjónaðir barnakjólar. Skyrtur. Húfur. Ofnburstar. Þvottaburstar. Klemmur, og margt íleira. Allt þetta selst ódýrara, en annarstaðar hér á staðnum. jÆmalic ||horsteinson. Uppboðsauglýsing. Það auglýsist hér með, að eptir beiðni G. B. Guðmundssonar kaupmanns, verð- ur haldið í sölubúð hans opinbert upp- boð á ýmsri álnavöru laugardaginn 10. þ. m. — Skrá yfir það, sem selja á, er til sýnis í sölubúð seljanda. Söluskil- málar vera birtir á uppboðsstaðnum. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. Bæjarfógetinn á ísafirði, 2. des.br. H. Hafstein. fjförð til dbuðar.' Svarfhóll í Súðavíkurhr eppi, 2 4 hun dr. f. m., fæst til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin hefur all-gott tún, miklar og góðar slægjur, góða sumarhaga og landrými. Byggingarskilmálar góðir. Semja má við undirritaðan, sem gefur nánari upplýsingar. Vigur 12. nóv. 1898. Sigurður Stefánsson. Ekknasjóðurinn. Ekkjur sjódrukknaðra manna í Isa- fjarðarsýslu eða kaupstað, er sækja vilja um styrk úr „Styrktarsjóði ekkna og barna Isíirðinga, er í sjó drukkna“, eru beðnar að senda umsóknarbréf sín fyrir lok næstk. janúarmánaðar til einhvers af stjórnendum sjóðsins (síra Sig. Stefáns- sonar í Yigur, Skúla Thoroddsen eða Þorv. prófasts Jónssonar) Biðjið ætíð um Fmcsto sli.aiiclmavisk Export Kaffe Snrrogat, ódýrasti og bezti kaííibætir. F. Hjoi-tli &, Co. Kjebenhavn, K. 52 Hún var alvarleg sýnum, og klædd í brúðarskraut, svo sem tíðkast hjá bændafólki í Noregi. Slíkri alvöru og fegurð, sem mynd þessi bar, hefði enginn málari getað náð. Bláu augun, gula hárið, og i stuttu máli, öll þessi fagra, unglega mynd var, sem lifandi væri. Menn kölluðu upp af aðdáun, og við köll þau varð Elfring litið upp. Og í speglinum stóra gat þá að líta myndina fögru; sem ummynduð væri. Allir litu við, til þess að koina auga á þá, er mynd- in væri af; en hana var hvergi að sjá. Þessi fagra mynd var rnyndin af Kristínu Törvestad. Brúðguminn rak upp hljóð, og hné aptur á bak i fangið á einum marskálkinum. Hviti kjóllinn brúðurinnar litaðist blóði. Ungi kapteinninn hafði fengið blóðspýju, og var örendur í sömu svipan. Það var sem hulu drægi yfir myndina i speglinum, og jafn skjótt og Carl Elfring gaf upp öndina, hvarf hún með öllu. - Sögu þessa hefir sonur eins ma> ikálksins sagt, og hafði faðir hans, ofursti K .. ., sagt frá þessum atburðum. En í kirkjugarði einum í Noregi steruiur steinkross a leiði, og er letrað á hann: „Kristín Törvestad. Fædd 18. febrúar 1794. Dáin G. janúai 1816“. Og brúðkaupsdagnrinn, sem getið var un>. einmitt sami dagurinn - 6. janúar 1816. 49 „Gjörið það þá í dag“, mælti Jakob, og gekk síðan burtu.------ Hvað þrösturinn heyrði, og spörfuglarnir sáu, rétt á eptir, úti í birkiskóginum, þar sem ungur maður og fagurt fljóð stóðu, og héldust í hendur, vitum vér eigi; en stundu síðar stóðu þau bæði frammi fyrir fóður Krist- ínar, og er Elfring þá hóf bónorð sitt til hennar, svar- aði faðirinn: „Jeg hefi nú spurzt fyrir hjá yfirmanni þínum, og öðrum, sem þig þekkja, og að eins heyrt gott af þér sagt. — Þú ert að vísu ekki eins vel efnaður, eins og jeg hefði kosið; en Kristín getur fært í búið um 20 þús. spesíur. — Jeg vil því biðja guð að blessa ykkur, og hring- ina kaupi jeg strax i dag“. Að svo mæltu gekk bóndinn út úr herberginu, og skildi unga fólkið þar eptir. Nú leið ekki á löngu, áður en sænski herinn sneri aptur heimleiðis, eptir að sambandið milli bræðraþjóðanna var á komið. Daginn fyrir brottför hersins kom Elfring til bónda- garðsins, til að kveðja, og er hann hafði kvatt Jakob bónda, fylgdi Kristín unnusta sínum nokkuð á leið. En er skilnaðarstundin var komin, mælti hún við unnusta sinn: „Jeg ætlaði að segja þér nokkuð, Carl Elfring! Móðir min, sem nú er látin, var frá bæ einum, er ligg- ur langt fyrir norðan Þrándheim, og hafði hún af for- feðrum sínum numið íþrótt eina, er hún kenndi mér, áður hún lézt. — Minnztu þess, að ef þú gleymir mér, þá skaltu, áður en þú fáir faðmað að þér konu þá, er þú

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.