Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 4
JÞ.lÓfiVILJINN UNOI. VIII, 14.--15. 56 Fari vimmlýðurinn ekki burt úr land- inu, þarf hann að fá atvinnu í landinu, engu síður þótt hann só sjálfum sór ráð- andi; þangað, sem atvinnu er að fá, streymir því verkafólkið, alveg eins til landbóndans, eins og sjávarbóndans. Rýmkvun vistarbandsins gjörir það að verkum, að bændur nota meira dag- launamenn, en áðurþosast við óþarfa fólks- hald mikinn hluta ársins, læra fremur, en hingað til, að gjöra réttlátan mun á dug- lega verkmanninum, og hinum óduglega, og eru lausir við mörg óþægindi, sem leiða af miklu hjúahaldi. Rýmkvun vistarbandsins er því vel- gemingur, bæði fyrir vinnuveitendur i Jandinu og verkamennina, og mun þegar frá líður, og allt hefir jafnað sig, verða talin goð réttarbót. Eitt hið mesta áfall, sem landbúnað- urinn á Islandi hefir orðið fyrir, er fjár- kláðinn. Síðan Jóni heitnum ritara tókst að eyða honum á Suðurlandi, hefir hans ekki orðið vart til muna, þar til nú fyrir fáum árum. Það er varla hægt að hugsa sér meiri voða fyrir landbúnaðinn, en þessa plágu. Ekkert væri líklegra, en að landbændurnir tækju feginsamlega öllum þeim ráðum, er miða til að frelsa atvinnuveg þeirra frá þessari eyðilegg- ingu. Útrýming fjárkláðans er meira virði fyrir landbúnaðinn, en hundrað þúsund króna fjárveiting úr landsjóði á hverju ári. Alþingi hefir fj'rir löngu síðan samið lög, er innilialda ráðstafanir til útrým- ingar kláðanum. Það er og nú orðið fullsannað, að lækna má kvilla þennan með rækilegum böðunum á sauðfénu. En til þess út- heimtist eindreginn áhugi, samtök og félagsskapur fjáreiganda sjálfra, og skil- yrðislaus hlýðni við allar þær fyrirskip- anir yfirvaldanna, sem miða til þess, að lækningarnar f'ari reglulega og samvizku- samlega fram. Þetta ætti hver maður að telja ljúfa skyldu sína, þar sem bjargræðisvegur mikils liluta þjóðarinnar getur verið í veði. En hvað segir reynzlan svo ? Síðan kláðans varð vart nú í seinna sinni, hefir landstjórnin hvað eptir annað gjört það, sem gildandi lög heimta af henni, til útrýmingar kláðanum, en í stað þess að bregðasf fúslega og vel undir fyrirskipanir yfirvaldanna, og f'ramfylgja þeim samvizkusamlega, hafa bændur ekki svo óvíða, ýmist framkvæmt þær með hangandi hendi, eða trássast algjörlega við þær, og auk þess sumstaðar hreytt ónotum í yfirboðara sína, er trúlega vildu framfylgja lögunum og embættisskyldu sinni. Ef fyrirskipunum yfirvaldanna hefði undanfarin ár verið trúlega fylgt af'bænd- um, má telja víst, að kláðanum væri nú algerlega útrýmt; en í stað þess lifir hann enn að líkindum góðu lífi í margri sauð- kindinni fyrir tómlæti, hirðuleysi og ó- löghlýðni fjáreigendanna sjálfra. - Svo heita þeir sömu á þing og stjórn, sér til bjargar, sem sýna svo staka ó- mennsku og hirðuleysi, þar sem líf þeirra sjálfra liggur við, og þingið og stjórnin gjöra sitt, til að bjarga þeim. Hin yngstu lög, er einkum snerta landbúnaðinn, eru horfellislögin nýju. Þessi lög miða einkum tii þess, að gjöra hægra fyrir, að fá lögfullar sannanir á hendur þeim, er kvelja skepnur sínar. Hingað til hafa horkóngarnir skákað í því skjólinu, að svo örðugt hefir verið að sanna upp á þá horfellinn. Verði lögum þessum samvizkusamlega fram- fylgt, verður töluvert hægra, en áður, bæði að koma í veg fyrir grimmdarfulla meðferð á skepnunum, og lika að sanna hana, þar sem hún hefir átt sér stað. Lögin miða því beinlínis tii að vernda landbúnaðinn fyrir horfellissvívirðing- unni, og þvo af honum þennan ljóta blett, sem svo lengi hefir á honum verið. Það getur enginn sýnt nó sannað, að fyrirmæli þessara laga séu óframkvæm- anleg. En til þess að framfylgja þeim, þarf góðan vilja, samvizkusemi og áhuga, á þessu mikla velferðarmáli fyrir land- búnaðinn. En þessa þurfa öll lög, eigi þau að verða að nokkru liði í framkvæmdinni. Þær raddir hafa þegar heyrzt, sem úthúðað hafa þinginu fyrir þessi lög. Svo virðist, sem þessir vandlætarar, er manni ósjálfrátt dettur i hug, að vera muni gamlir horkóngar, hafi annaðhvort alls ekki lesið þessi lög, eða þá misskil- ið algerlega ákvæði þeirra; þeir fjargviðr- ast um þau atriði, sem hvergi eru nefnd nó fýrirskipuð í lögum þessum, svo sem heyásetning, valdboðinn niðurskurð, o s. frv. Sjálfsagt er sumum mjög illa við lög þessi, af því að þeir óttast fyrir, að þeir geti þó ekki, eins rólegir og óhræddir, murkað lífið úr skepnum sínum, er lög þessi eru komin í gildi, eins og undir gömlu horfellislögunum. — Því fer reyndar betur, að þeir bændur munu þó vera í meiri hluta í flestum hreppum landsins, sem kannast af alvöru við, hvílík skömm og skaðræði fyrir land- búnaðinn horf'ellirinn er, og hafa því hug á, að afstýra honum i sveit sinni. Árangur laganna er að mestu undir því kominn, að skoðunarmennirnir hafi siðferðislegan kjark, til að ganga í berhögg við skepnu- níðingana, og hylma því ekki með þeim lagabrotin. Verði lögum þessum jafn lítill gaum- ur gefinn, og gömlu horfellislögunum, þá er það sorglegt vitni þess, hve lágt vór Islendingar enn þá stöndum, bæði i mannúð við blessaðar skepnurnar, sem vór lifum af', og hagfræðislegri þekkingu á þvi, hve afar áriðandi það er fyrir landbóndann, að fara vel með skepnur sínar. ----ooO^OCo----- Buddha, liinn mikli tvúarhöfundur Buddha- trúarmanna, kennir, a<5 ölJ verk manna, góð eður vond, liafi sín laun í för með sór, og að lán eður óJán manna í þessu Jííi sé afleiðing þess. hver breytni þeirra hafi verið í næstu til- veru á undan. Hamborg: er, sem kunnugt er, ein af stserstu verzlunarborgum í heimi, enda námu aðfluttar vörur árið 1896 alls 1,541,772,000 króna. Xotkun lijólhesta fer ákaflega í vöxt, svo sem meðal annars má sjá af þvi, að 1893 nam skattur af lijólhestum í Frakklandi að eins 781 þús. franka, en 1897 varð hann 3.336,200, frankar. Hér á landi eru og stöku menu farnir að nota hjólhesta, þótt hægt. fari það, sem fleira, enda eru vegagjörðir enn víða svo skammt komnar, að hjólhestar verða eigi að notum. \ám forninálanna, latínu og grisku, sætir nú í flestum löndum megnustu áráaum, sem von er. — I Frakklandi hefir rithöfundurinn Júles Lemaitre meðal annars ritað fjölda greina i blaðið „Fígaro" gegn forntungunáminu, og segir, sem er, að þeir, sem vilja kynna sér rit Grikkja og Kómverja, geti notað þýðingar. — Telur hann Frökkum þariara, að leggja meiri stund á nýju málin, en þessi dauðu tungumál, og mega fleiri þjóðir, ekki sízt vér Islendingar, taka undir það. --------------- Davíðs sálma, í íslenzkum sálma- búningi eptir Valdímar Briem, hefir bók- sali SigurSur Kristjánsson í Reykjavík gefið út í ár, og má ganga að því vísu, að almenningur taki bók þessari vel, jafn þjóðkunnur sem höfundurinn er þeg- ar orðinn fyrir sálma kveðskap sinn. Sálmarnir eru 150 að tölu, svo sem sálmar þeir í biblíunni, er kenndir eru við DavíS konung, af því að talið er, að hann liafi látið safna þeim saman, og ort ef til vill nokkra þeirra. Um meðferð síra Valdimars á efninu, er það að segja, að hann hefir ekki fylgt frumsálmunum nákvæmlega, heldur víða gripið að eins eina eða fleiri hugsanir úr hverjum sálmi, og ort út af þeim, svo að sálmarnir, i búningi síra Valdimars, mættu í raun og veru engu síður kennast við hann, en DavíS konung. Margir af sálmunum eru prýðisfagrir, og sýna hina alkunnu skáldsnilld síra Valdimars, en sumir eru aptur á móti tilkomulitlir, svo sem opt vill verða hjá þeirn, er mikið kveða, þvi að ljóðadísin er dutlungafull við biðla sína, og veitir þeim inisjafnt. Það verður ekki sagt, að þörf hafi verið á bók þessari, eða að frumsálmarn- ir í biblíuþýðingunni hefðu ekki mátt nægja þeim, sem hafa gaman af að grúska í sögu G-yðinga, og kynna sór trúarhug- myndir þeirra; en vera má þó, að hinn skáldlegi búningur, sem síra Valdimar liefir klætt þá í, og sórstaklega trúarlind- in frá lians eigin brjósti, geti orðið til þess, að glæða góðar og guðrækilegar hugleiðingai í brjóstum sumra lesendanna í svip, svo að verk höf. sé eigi með öllu unnið fyrir gýg. Kt|rirspurn til, hárelbori'iis landshöfSinffjans, hr. Magn- úsar Magaíssonar Stephensen, c.ommandörs af Danuhr V m. m. Mætti yðar hávelborinlH'itum, hr. landsböfð- ingjanum Magnúsi Magnússyni Stephensen, comm-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.