Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Qupperneq 5
Þjóðviljinn ungi. 57 VIII, 14,—15. andör af Dbr. m. m., þóknast að gefa mér, og öðrum íáfróðum almenningi upplýsingar um, hvernig gengið hefir, að tína saman þessar 80—40 þús., sem misfórust úr póstsjóðnum í fyrra, eða sem þá varð, réttara sagt, uppvíst um að vantaði í kassannV Jeg geri ráð fyrir, að yður hafi tekizt, að reita töluvert inn, síðan í fyrra, fyrir utan frí- merkjahöggulinn stóra — þér skiljið! En þar sem nú er ný húið, að dæma sira Bjarna Þórarinsson á Útskálum í betrunarhúsið fyrir þessar 321 kr. til póstsjóðsins, sem liann hafði á samvizkunni, þá virðist ekki meira en sanngjarnt, að almenningur fái einnig eitthvað að vita um þessar B0—40 þúsundir, sem .... sem misfórust hjá embættismanni, er yðar há- velborinheitum bar að hafa sérstakt eptirlit með. Fyrirgéfið dirfskuna. Oskandi yðar hávelborinheitum skemmti- legrar líðunar, og að vel gangi að reita í kass- ann, er jeg yðar hávelborinheita: Með sérdeilis respekt og virðingu þénustu reiðubúinn Joclium. „Jeg fæ þau meö félagsverði“. Út af dýrtíð þeirri, sem nú er á kol- um hér i bænum, dettur mór í hug, hvernig sumir hafa talað og látið, þegar kaupfélagsskipin hafa verið hér með kol. „Jeg er ekkert upp á fólagskolin kominn; jeg get alls staðar fengið þau með félagsverði“. „Jeg held jeg f'ari ekki að ómaka mig, að sækja kol í félagsskipið, ef það liggur svona utarlega í Sundinu; þau mega fara mín vegna til fj...........> jeg fæ kolin eins billega hjá Arnau. „Það er sami sk.........., eins og vant er í þessic fólagi“. Þessar og þvílikar ræður hefir stund- um mátt heyra hór, þegar skip kaupfó- lagsins hafa verið hér með kol, og hefir mér opt ofboðið að heyra þær. Það er eins og sumir hafi gert sór að reglu, að setja sína skömmina í hvað í kaupfólaginu, og hafa kolin ekki hvað sízt orðið fyrír. En þegar það nú í ár, í fyrsta skipti á æfi félagsins, ber við, að félagið ekki fær kol, þá barmar sór hver í kapp við annan, og það ekki hvað sízt sumir þeirra, er allt af þóttust áður geta fengið nóg kol með félagsverði utan fólags. Hve margir þeirra nota það nú í ár ? Sjálfsagt enginn. Og hvers vegna? Af því að samkeppni kaupfélagsins hefir vantað. Kola dýrtíðin, sem nú er, ætti því að kenna mönnum, að tala ögn minna, og byggja ekki um of uppá „félagsverð“ stórverzlananna. „Enginn veit, hvað átt hefir, fyr en misst hefir“, og vel gæti svo farið, ef félagið hætti, eða yrði mjög framkvæmdar- lítið, að raunin yrði þá svipuð, eins og með kolin i ár, að „félagsverðið“ yrði ekki alltaf á boðstólum. Kaupfélagsmaður. Fyrirspurn. í félagi einu, sem eg er í, er svo ákveðið í félagslögunum, að allar skaða- bætur og fjársektir, er stjórnarvöld félagsins ákveða, fyrir, einhverjar yfirtroðslur á félags- lögunum, megi, ef þörf þykir, taha lögtalci á kostnað hlutaðeiganda. — Nú vil eg fræðast um, hvort þetta er landslögum samkvæmt, og hvort fógeti gegnir kröfu félagsstjórnarinnar um lögtak á slíkum fjárkröfum? Álfur. Srar: Slíkt ákvæði i lögum félags yðar er allscndis þýðingarlaust, þvi fógeta brestur heim- ild til, að taka slik gjöld lögtaki, nema félags- stjórnin hafi áður fengið dóm fyrir kröfunni, eða þér hafið fyrir"[sáttanefnd eða rétti sam- þykkt greiðsluna. JRitstj. ---— Hr. ritstjóri! Er ekki rétt að vara almenning við þeim verzlunarhnikk, sem farinn kvað vera að tíðkast við stöku verzlanir, að setja afar-lágt peninga- verð á 2—8 vörutegundir, en selja allar aðrar vörur því dýrari, til þess að ná þannig fyllilega upp lækkuninni? Ginningin virðist mér fólgin í þvi, að þessar örfáu (2—3) lágu vörutegundir eru notaðar, sem agn, til þess að fá menn jafn- framt til að kaupa dýrari vörurnar í þeirri trú, að verðið sé að sínu leyti eins lágt á þeim. — Þetta þarf almenningur að varast. -- Sc. * * * Almenningi, sem peningaráð hefir, er ekki ofætlun, að gœta þeirrar hagsjmi, að kaupa hverja vörutegund, þar sem hún er ódýrust. Þó að kaffið sé t. d. lœgst (setjum 53 a. gegn peningum) í einni verzlaninni, þá leiðir ekki þar af. að rulluverðið (2 kr.—2,20) í sömu verzl - aninni, eða stumpasirzverðið 2 kr., o. s. frv. o. s. frv., sé einnig lœgsta verðið, sem hœgt er að fá á þeim vörum. — Bezt, að taka þar gœs, sem hún gefst, kaupa þar hverja vöru, sem hún er ódýrust. Rif.stj. ísafirði 12. As. ’98. Tíðarfar. Norðangarðurinn, sem hófst 30. f m., stóð í samfleytta viku, og stillti fyrst að- faranóttina 7. þ. m., en reif sig upp aptur að- faranóttina 8. þ. m., svo að blindbylur var hér þann dag. — 9. var gott veður að morgni, en barómeterstaðan afar-lág, enda skall þá á út- synningsstormur um hádegisbilið og er tíð rosasöm. Kol kosta nú 4—5 kr. hér í kaupstaðnum, og er það all-tilfinnanlegt verð fyrir fátækling- ana. — Margir voru og farnir að kvíða pví, að kola- laust yrði, þar sem „kaupfélagi ísfirðinga11 brást kolafarmur, er það átti von á, og kolaskip til Ásgeirsverzlunar töldu margir farið, þótt betur rættist úr. trufuskipið „Nordlyset11 kom hingað 9. þ. m., eptir 11—12 daga fex-ð frá Skotlandi. — Hafði skipið hreppt veður mikil í hafi, og hent það slys að einum skipverja skolaði xxtbyrðis, og 00 Jeg klæddi mig því i snatri, og skundaði til ráð- hússins. Þar var þá allt á tjá og tundri. Liðsforingjar sambandshersins voru ýmist á hlaup- um, eða stóðu hór og hvar i smáhópum. Mór heyrðist einhver í einum hópnum nefna von Haegel á nafn, og með því að jeg var kunnugur sumum liðsforingjunum, fór jeg að draga mig nær. Heyrði eg þá þá voðafregn, að kapteinn von Haegel hefði verið myrtur um nóttina í ráðhúsinu, megninu af fó hersins stolið, og að morðingjarnir höfðu komizt undan. Jeg fór strax á fund hershöfðingjans, og sagði hon- um, hvað fyrir mig hafði borið um nóttina. Hann hlýddi sögu minni með athygli, hrissti höf- uðið, og sagði þetta kynlegan draum. Að svo mæltu bandaði hann með hendinni, og gaf mér þannig að skilja, að áheyrnin væri á enda, og hafði jeg mig þá á burtu. Þegar eg kom heim, sagði eg svo Húsar minum, hvað skeð hefði, og fastréðum við þá, að reyna að finna morðingjana, sem við hugðumst mundu þekkja, samkvæmt sýninni um nóttina. Til byrjunar ásettum við okkur, að leita í öllum veitingabúsurn, bæði af betri og verri sortinni, með þvi að vér bjuggumst við, að þorparar þessir myndu nú þykjast, þurfa að gæða sér, er þeir hefðu fengið svo mik- ið fé i hendur. Yið fórum fyrst til K a t h a n s -kjallara, og svo á tvö veitingahús önnur; en ekki vorum við fyr komnir inn á veitingahúsið „Schiffergesellschaft“, en Húsar kleip 53 Klausturglugginn. Eins og kunnugt er, koma farfuglarnir aptur, þegar vorið er komið og grundirnar gróa. Og svipað er því einnig háttað með mennina, að þvi er sveitirnar snertir, að þegar hlé verður á sukkinu og skemmtununum i stórbæjunum, þá leitar þaðan allt, sem lif og anda hefur, upp i sveitirnar, eða út að sænum. I flestum löndum er því svo háttað, að stór eða lítil höfðingjasetur, og bændabýli, fyllast þá af ættingj- um og vinum húsráðanda. Ófeimnir koma þeir, og setjast upp, drekka vín hins gestrisna gestgjafa, ríða hestunum hans, og fara á dýraveiðar, — já, hlifa jafn vel ekki alifuglum hans, svo sem öndum og gæsum, heldur koma heim hreiknir yfir því, að hafa skotið þessar fallegu endur, og þessa gullfögru, villtu álpt. Það var á einu sliku höfðingjasetri, að ofursti von H—z átti heima, og var hann nú nær sjötugur, er saga þessi gerðist. Hann fór ekki varhluta af gestunum, gamli mað- urinn, og sátu nú i kringum hann, sumarkvöld eitt fag- urt, fyrir á að gizka 20—30 árum, smáhópar af börnum hans, barnabörnum og vinum, og var glatt á hjalla. Unga fólkið hafði sér það til skemmtunar, að segja livort öðru draugasögur, og var þó nú orðið hlé á, með þvi að enginn þóttist þá muna eptir fleiru í þann svipinn. Kom þá eptirlætisgoð ofurstans, dálitil ofur-snotur ■telpa, hlaupandi, nam staðar hjá hnjánum á gamla mann-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.