Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Side 6
58
Þjóðviljiiyn unqi.
YIIJ, 14.- -15.
drukknaði hann. — Skipið er fermt kolum til
verzlunar A. Asgeirssonar.
Oufuskipið „Á. Ásgeirsson11 beið af sér fyrri
norðangarðinn, og lagði af stað héðan til útlanda
7. þ. m.
Frá Englandi er oss ritað 18. f. m., að kol
séu þá komin í all-viðunanlegt verð ytra, en
skipaleigur á binn bóginn mjög báar.
Ailabrögð. Eptir viku landlegutíma gaf loks
á sjóinn 7. þ. m., og var þá all-góð fiskreita
bjá almenningi, bæði i Hnífsdal og í Bolungar-
vik: hlutir í Vikinni þann dag bæztir 8 kr., og
lægstir 2 kr. — 9. þ. m. reru og nokkrir bátar
bér úr kaupstaðnum , og var þá pnjðisgóður afii.
I öðrum verstöðum einnig dágott 9. þ. m., en
kippti fljótt úr við vestanáttina. Piskurinn er
yflrleitt vænn og feitur, svo að vafalaust myndi
nú aflast vel, ef gæftaleysið væri ekki eins frá-
munalega bagalegt, eins og verið hefir í vetur.
Um snjómoksturinn á götum kaupstaðarins
befir einn af bæjargjaldendunum sent ritstjóra
„Þjóðv. unga" þessar linur: „Af því að jeg
befi beyrt, að einhver „gjaldandi11 bér í bæn-
um hafi komið upp með það, að réttast væri,
að haga snjómokstri á götum bæjarins þannig,
að hverjum lóðareiganda yrði gert það að skyldu,
að moka götur fyrir sinni lóð, þá vil eg taka
fram ,að eg álít tillögu þessa mjög vanhugsaða
og óréttláta. — Eptir reglu þeirri, sem nú tíðk-
ast, að bæjarstjórnin lætur sjá um snjómokst-
urinn á kostnað bæjarsjóðs, kemur kostnaðurinn,
sem önnur bæjargjöld, niður á alla gjaldendur
bæjarins, eptir því blutfalli, sem bver ber af
bæjargjöldum, og finnst mér þetta réttlátt, þar
sem aptur á móti tillaga „gjaldandans" fer fram
á, að leggja þessa kvöð að eins á einstaka bæjar-
búa, lóðareigendurna, en láta hina ekkert borga,
sem brúka þó göturnar engu síður. Jeg sé og
eigi betur, en að eptirlitið með þannig löguðum
götumokstri, sem „gjaldandinn" stingur upp á,
yrði mjög örðugt, auk þess sem slíkt fyrirkomu-
lag yrði í raun og veru miklu kostnaðarsamara,
en að láta framkvæma snjómoksturinn á kostn-
að bins sameiginlega sjóðs bæjarbúa. —• Sann-
ast að segja, bélt eg ekki, að kúa- og kinda-
smölunin hér í kaupstaðnum (jafnmargir smalar,
sem skepnueigendur eru) þætti takandi til fyr-
irmyndar, en mér finnst þó tillaga „gjaldand-
ans“ stefna í svipaða átt". —
Ritstjóri „Þjóðv. unga“ fellst fyllilega á
þessa skoðun, og þarf böfundur bréfkaflans frá-
leitt að óttast, að tillögu „gjaldandans11 verði
nokkur gaumur gefinn. — Annað mál er, hvort
snjómokstrinum hér í bænum hafi verið hagan-
lega fyrir komið, eða nægu til hans kostað; um
það, bvað bezt fari í því efni, má lengi þrátta,
og skal bér eigi gert að umtalsefni.
þurfa ýmsir að fá sér: Flibba. — Man-
chettur. — Karlmannaslypsi og slaufur.
— Kraga. — Stearinkerti. — Smá mislit
jólaljós handa börnunum. — Fint hveiti.
— Lyptidupt (gjærpulver). •— Rúsínur.
— Sveskjur. — Hálfa- eða heila vindla-
kassa. — Chocolade. — Confectbijóst-
sykur, og myndir úr chocolade, fyrir börn.
— Ljúffenga bindindismannadrykkinn
Chika. — Kaffibrauð. — Tvíbökur. —
Sardinur. — Lax. •— Hvitasykur. — Púð-
ursykur, og ótal margt fleira.
Hvar er bezt að kaupa?
I verzluninni í Læknisgötu.
gjgg^ Veitið þessu eptiVtekt.
Undirritaður hefir nú talsvert af til-
búnu skótaui, sérlega vel vönduðu, er
selst til janúarmánaðarloka 1899 með
svo miklum afslætti, að almenningi
mun ekki gefast kostur á betri kaupum.
Einnig smíða eg skótau eptir máli,
og sel það með sama afslœtti.
Enn fremur hefi eg til sölu skóhorn,
skbsvertu, skóhneppara, og vatnsstíg-
vóla áburðinn góða, — allt mjög
ódýrt.
Þess skal getið, að eg hefi nú góða
og mikla vinnukrapta, og leysi allar pant-
anir og aðgjörðir fijótt af hendi.
Yerkefni, og frágangur allur, mjög
vandað, sem áður.
Ísíifirði 8. des. ’98.
13- Henónýsson,
= Talilö ©ptir. =
Þeir, sem vilja panta ný og sterk
reiðtýgi úr vönduðum verkefnum, og
sömuleiðis aðgerðir, ættu að snúa sér til
min. — Pantið hjá mér, og reynið, hvort
það ekki borgar sig.
Skjaldfönn, 5. okt. 1898.
Guðjón Kristjánsson,
söðlasmiður.
Jnlíns Nielsen
Holbergsgade 17
Kjobenhavn K.,
umboðsmaður hlutafólagains „J. Marten-
sens Eftf.u í Trangisvogi á Færeyjum,
tekst á hendur umboðsmennsku fyrir
íslenzka kaupmenn, er kynnu að óska
að hafa umboðsmann, til þess að annast
kaup og sölu á vörum í Kaupmannahöfn.
54
inum, og mælti: „Nú á ofuttinn að hlýja hetthöbbÍDgja
hínum“.
„Nú, hvað skipar þá hershöfðinginn?“ sagði gamli
maðurinn, og setti hinn svo nefnda hershöfðingja á
kné sér.
„Je gipa ofuttanum, að heija eina daujahöu11.
„Draugasögu, barnið mitt; það skyldi nú aldrei
fara svo, að ofurstinn þinn neyddist til þess, að óhlýðn-
ast hershöfðingja sinum! Jeg hefi aldrei á drauga trúað,
og þó —• já, það var annars merkilegt,u.
„Hvað? Hvað er það, sem er merkilegt? pabbi,
pabbi, afi, afiu, gall nú við úr öllum áttum kringum
gamla manninn, frá gömlum og ungum.
„Jæja þá, vinir mínir, fyrst jeg kemst ekki undan,
verð eg líklega að gera það, — en það verður þá að
kalla á hann Hiísar gamla, því hann var þar líka við-
staddur, og hefir kann ske betra minni, en jegu.
Húsar þessi var gamall þjónn, er þjónað hafði of-
urstanum dyggilega, síðan hann var á tólfta árinu, og
hafði hann marga bratta með honum farið í ófriðinum
1812—1814.
Það mátti því kalla, að Húsar gamli væri fremur
skoðaður, sem einn .af meðlimum fjölskyldunnar, en sem.
hjú, og var hann í dáleikum miklum hjá æskulýðnum.
Það leið því eigi á löngu, áður „litli hershöfðing-
innu kæmi aptur, og leiddi Húsar með sér.
Húsar var maður þreklega vaxinn. — Hann kvaddi
yfirmann sinn á þann hátt, sem hermönrium er títt, og
mælti síðan: „Hvað skipar náðugur ofurstinn?u
„Settu þig hérna á stólinn, dálítið fyrir aptan mig.
59
Hann hlýddi því þegar, og við Húsar æddum þar
inn með brugðnum sverðum.
Herbergið var autt; nokkur léleg húsgögn, og eitt
rúm, var allt og sumt, sem þar var inni.
Yfir rúminu, er stóð við þann vegginn, sem að mínu
herbergi vissi, var enginn gluggi.
Yið Húsar litum stórum augum hvor á annan.
En allt í einu datt mér nokkuð í hug.
Með sverði mínu mældi jeg skilvegginn í krók og
kring, og reyndist hann vel mæld alin á þykkt.
Aptur litum við hvor framan í annan, buðum varð-
mönnunum góðar nætur, kveiktum, og fórum inn í her-
bergi okkar.
Jeg er hræddur um, að varðmennirnir hafi. álit.ið,
að við værum svinkaðir; en þvi fór þó fjarri.
Þegar inn var komið, fórum við að athuga vegginn.
Inn í hann var skot eitt, er málað hafði verið ljós-
blátt á lit.
Það var á að gizka tveggja álna hátt, álnar breitt,
og hálfa alin á dýpt, og hafði þar að likindum einhvern
tima staðið mynd af Maríu mey.
Jeg skipaði nú Húsar að segja mér, hvað hann hefði
séð, og bar þvi nákvæmlega saman við það, sem eg sjálf-
ur get svarið, að jeg sá.
Lengi lá jeg vakandi, og var að grufla út í þenna
kynja-atburð; en loks sofnaði jeg þó.
Það var orðið frainorðið, er jeg vaknaði, rétt komið
að þeim tíma, er eg átti að mæta á ráðhúsinu, til þess
að fá þar vísbendingu um, hvað starfa skyldi þann
daginn.