Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Side 7
Þjóðviljinn unöi.
59
YIII, 14.—15.
Hvað á jeg að gefa
konunni á jólunum?
Eitthvað, sem hún hefur gaman af, að
blaða í í frístundunum. —
,sGrrettisljóð44 síra Mattlú-
asar Jochumssonar er t. d. prýðileg gjöf.
Fást hjá ritstjóra „Þjóðv. ungaw.
mr TAKIÐ EPTIR!
Þeir menn, sem hafa beðið mig fyrir
reiðtýgi til aðgjörðar, eru vinsamlega
beðnir, að koma þeim til min, það allra
fyrsta eptir hátíðarnar.
Sömuleiðis geta menn fengið hjá mór
flest það, er tilheyrir reiðskap, svo og
töskur, mittisólar, snjósokkaólar, o. fl.
ísafirði 10. des. 1898.
Jóh. E. Þorsteinsson,
(söðlasmiður).
Þegar íi*ostin fara að bíta
eptir nýárið, þá er álveg ömissandi, að
hafa áður fengið sér skjólgóðu háls-
klútana, sern fást í verzluninni í Læknis-
götu; og á höfðinu er hezt að hafa, annað
hvort oturskinnskúfu, eða storm-
húfu, og fcest hvorttveggja meðgóðuverfi
á sama stað.
Það auglýsist hér með, að aðal-árs-
fundur „kaupfélags Isfirðinga“ verður
lialdinn á Isafirði í húsi hr. Sölfa hafn-
sögumanns Tliorsteinsen fimmtudaginn
2. febrúar næstk. (á kyndilmessu), og
hefst kl. 12 (á hádegi). —
Vörupantanir deilda fyrir næstk. ár
eru deildarfulltrúar beðnir að hafa með
sér á fundinn, þar sem áformað er, að
senda pantanirnar utan með febrúarferð
póstgufuskipsins. — Sömuleiðis er þess
vænzt, að deildarfulltrúar á fundinum
leggi fram skýrslur um fiskloforð deíld-
armanna.
Skyldi veður baga, svo að fundurinn
eigi verði haldinn hinn ákveðna fundar-
dag, verður hann haldinn fyrsta dag, er
fært veður kemur.
ísafirði 10. des. 1898.
Skúli Tliox*ocLclsen
p. t. kaupfélagsstjóri.
t Notiö tímann:
svona tilboð fást ekki opt.
Nú til jóla sel jeg vörur, sem til eru
i verzlaninni, með eptirskráðu vöruverði;
þar er sýnt, hvað vörurnar hafa kostað
áður (innan sviga), og hvað jeg sel þær
nú; en að eins mót peningum út í hönd.
Hvergi á Islandi fást eins ódýrar vörur,
og þar eptir góðar, og utanbæjarfólk,
sem ekki gat haft gott af auktioninni,
ætti að nota þetta tækifæri; kann ske bjóð-
ist ekki opt svona tilfelli.
Lesið og takið eptir.
Jeg pakka nú út mörgum nýjum vör-
um, hentugum jólagjöfum.
Slaufur og hálstau.
Millumskirtutau al. (45) 0,25. Erma-
fóður (0,45) 0,25. Svuntu- & kjóla-tau
(2,00 1,50 1,00) 1,10 0,80 0,60. Óblegj-
að lérept (35, 25) 0,20 0,14. Casehimir
(1,50) 0,80. Sherting (50) 0,25. ítalskt
klæði (1,40) 0,80. Sirz (30) 0,20. Flöj-
el, svart (2,50 1,50) 1,65 0,85. Fatatau
(5,00 4 sortir 4,00 2,50) 2,75 2,25 1,25.
Karlmannafatnaðir og jakkar. Hálsklút-
ar (60) 0,35. Axlabönd (1,00) 0,65.
Skraddaraskæri (4,00) 2,25. Skólatöskur
(1,25) 0,65. „Primus“ (12,00) 7,00. The
(2,00) 1,10. Reyktóbak (2,00) 1,10. Email.
þvottastell (4,00 3,35) 2,50 1,75. Emaik
Fötur (2,50) 1,75. Gólfmottur (0,80) 0,55.
*** Cognac fl. á (2,50) 1,75. Portvin
(3,00) 2,00. Svenskt Banco (3,00) 2,00.
Rauðvin (2,00) 1,25. Cacao-Likör. Musk-
atslynetto 2,00. Baierskt öl á 1 /j2 flösk-
um. Kirsebervín 0,90. Brennivín 0,55.
Bitter margar sortir.
Rio-kaffe, bezta sort á 50 aur.
Ennfremur fæst í verzlan minni:
Bankabygg. Hrísgrjón. Haframól
Ertur. Sagogrjón. Semolinegrjón. Rús-
ínur. Sveskjur. Gráfíkjur. Chocolade.
Email. pottar, könnur, katlar o. fl.
Mikið úrval af alls konar verkfærum
handa járn- og tré-smiðum, vönduðum, en
þó ódýrum. Skrár, lásar, skrúfstykki,
zinkplötur, blikkplötur og tin.
Sauðakjöt o. fl.
ísafirði 22. nóv.br. 1898.
M. S. Árnason.
58
kaptein, von Haegel að nafni, er sambandsherinn hafði
fengið oss til fylgdar.
Hann lá i rúmi sínu, og sneri til veggjar, og. var
stórt svöðusár á brjósti hans.
Yið rúmið stóð hár maður, ljós á hár og skegg,
töturlega til fara, og skammt frá honum stóð annar
maður, nokkru skár til fara, dimmur yfirlitum.
Báðir voru þeir að hampa stórum bankaseðlabunk-
um í höndum sér.
í einu hendingskasti gripum við Húsar sverð okkar,
og stukkum fram á ganginn.
Rétt fyrir framan dyrnar á herbergi okkar stóð
hermaður á verði, og skriðbyttuljós bar birtu um ganginn.
„Hefurðu heyrt nokkurn hávaða?“ spurði eg dátann.
„Nei, hr. lautenant“, svaraði hann.
„Láttu engan komast fram ganginn“, sagði eg, og
stökk siðan inn i herbergi mitt, og snöruðum við Húsar
okkur þar í fötin.
Jeg stóð síðan fyrir dyrunum á hliðarherberginu,
en lét Húsar fara, að kalla á dyravörðinn.
Hann kom að vörmu spori.
„Hver býr i herberginu því arna?
„Enginn, náðugi lierra“, svaraði dyravörðurinn
felmtsfullur.
„Þú lýgur, lagsmaður!“ svaraði jeg.
nNei, náðugi herra! Svo var til ætlast, að kapteinn
einn byggi þar, en svo komu þau boð, að hann yrði í
ráðhusinu, og liefir hershöfðinginn að líkindum sagt
svo fyrir".
„Opnaðu dyrnar“, skipaði jog.
55
Jeg hefi lofað, að segja frá kynjaviðburðinum, manstu
ekki, sem kom fyrir okkur í Lúbeck árið 1812?“
„Hm! ætli það só vert, að vera að þvi, hr. ofursti?“
mælti Húsar gamli, og ræskti sig.
„Gamla skræfa! Er mér ekki, sem þú sért hrædd-
ur við drauga?“
„Nei, hr. ofursti, en-- “
„Ekkert en—, en minntu mig nú á, ef jeg gleymi
einhverju.
Og þór, vinir mínir, nú verðum vór að skreppa
kippkorn aptur í timann, og staðnæmast við árið 1813.
Jeg var nýlega orðinn lautenant, og hafði tekið
þátt í orustunum við Grossberen, Donnervík og Leipzig“.
„Já, þar sem ofurstinn tók tvo frakkneska liðsfor-
ingja til fanga“, greip Húsar fram í.
„Þegiðu, eins og þorskur, — og þar sem þú, Hús-
ar, bjargaðir lífi minu —, en nú held jeg sögunni áfram:
Það voru lítt fáanleg herbergi í bænum, og var
þvi mér, og þjóni mínum, visað til gistingar í klaustri
einu gömlu.
Nunnuklefunum hafði verið breytt á þann hátt, að
annaðhvort þil var rifið burtu, og gluggarnir stækkaðir,
og var þó töluverður klausturblær á þvi öllu; en tveim-
ur ungum hermönnum, eins og okkur Húsar, þótti nú
ekki margt að þvi. — Er ekki rótt Húsar?“
„Hi hí, ónei hr. ofursti; ofurstanum fannst mikils
í misst, þar sem nunnurnar höfðu flæmzt burtu“, svaraði
Hús(• g gjörðist að hlátur mikill hjá áheyrendunum.
iltu þór aptur, skúmurinn þinn! — En hvar
vorum við nú aptur? — Já, það er satt, við vorum í