Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Side 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.12.1898, Side 8
60 Þjóðviljinn ungi. VIII, 14,- 15. fíl IÍII6ÍIII. rr “— --------------------—;-------------------—1 “ ‘l.’að má mæla með þessu til jólagjafa: Manntafl. — Domínotafl. — Kotrutafl. — Album (handa dótturinni). — Jersylíf úr alull (handa konunni, eða unnustunni). — Postulíns-sykurkar og rjóma- kanna — Postulíns bollapör. Kökudiskar úr postulíni. — Smá postulínsdiskar. — Ullarslagklútar. — Peningabuddur. — Plet-teskeiðar (finar). —- Plet-matskeiðar (mjög fallegar). — Natt- lampar (grænir, rauðir eða gulir), ómissandi fyrir konur, sem sýsla um ungbörn. — Jólakökuform. — Fallegir munir úr gleri, svo sem sykurkar, rjómakanna, chocoladekanna, eða smádiskar. — Kvennslipsi, falleg, koma sér einatt vel hjá stúlkunum. — Snmir gefa líka konunni fallegt vetrarsjal, og þykir slíkt góð gjöf. — Borðdúkar, hvítir eða mislitir. — Brunelskór. — Barnastígvél. Líttu inn í verzluninni í Læknisgötu, áður en þú ferð annað; þar sérðu þetta, o. fl. o. fl., og mun þig ekki iðra, að hafa skroppið þar inn. ■ViÆVr-O VTIQJ? ’.XŒrn — Notið tœkifocrið. = Hér með gjörist heiðruðum almenn- ingi kunnugt, að jeg undirritaður sel nú skófatnað, og aðgerðir á gömlum skófatn- aði, með niðursettu verði til janúarmán- aðarloka, með því móti, að borgað sé í peningum við móttöku. AUt verður fljótt og vel af hendi leyst, eins og áður. Enn fremur hef eg til sölu mjög ó- dýra skósvertu, stígvélaáburð o. fl. ísafirði 9. desbr 1898. Magnús Guðmundsson. Barnanna Mííö. Jólin eru sérstaklega kölluð hátíð barnanna; öll böm hlakka til jólanna, og vænta þess, að fá þá einhverja fallegu gjöfina, svo þau fari ekki í jóla-köttinn, sem þau eru svo hrædd við. — Vana- legast er, að gefa þeim einhverja nýja, og fallega flík; en sum vilja lika fá fall- eg leikfóng, svo sem: Örkinahans Nóa, með öllum dýrunum í. — LúSur. — Munn- liörpu. — Ofurlítið úr. — Farvastokka. — Brúður, fallega klædda. — Barnabyssu og hvéllhettur. — Gufuvagn. — Hest, sem dregur vagn. — Kassa með kubbum, til að byggja úr hús. — Fiska eða fugla, sem synda. --- Barna-vasa/mf/’. — Dálitlapen- ingabuddu. — Sjnl. — Járnskauta, o. fl. Hvar fæst nú þetta? 1 verzluninni í Læknisgötu allra-ódýrast. lörð iil ábúðar. Strandsel í Ögurhreppi, 12 hndr. f. m., fæst til ábúðar i næstu fardögum. Jörð þessi liggur vel til sjóar, og er hæg til allra afnota. Beitutekja fyrir landi hennar, sem leiguliði getur notið góðs af. Nákværnari upplýsingar hjá undir- skrifuðum eiganda jarðarinnar. Ögri 27. nóv. 1898. Þuríður Ólafsdóttir. Kærkomnasta jólagjöfin er enn, sem fyr, nýja útgáfan af skáld- sögunni „Piltur og stúlkau. — Lestrar- fúsum unglingum verður eigi gefin kær- komnarigjöf. — Pæst hjá ritstjóra „Þjóðv. unga“. Hvernig fá menn bragðbeztan kaffi- bolla? Með því að nota Export Kaffe Snrrogat, sem engir bria til, nenm I ’. Iljor-tli & Co. Kjebenhavn, K. PEENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA 56 klaustrinu, höfðum snætt kvöldverð í veitingahúsinu, og — —“ „Ofurstinn hafði bjargað ungri og laglegri konu úr faðmlögum Prússans“, greip Húsar aptur fram í. „Hvað nú! Kemurðu þama ekki aptur með þvað- ur, Húsar! En bíddu við, bráðum set eg þig í fangelsi -— eg verð aldrei búinn með söguna, ef þessu fer fram“, kallaði ofurstinn. „En satt var það, að þegar við vorurn á heimleið, heyrðum við neyðaróp, og jeg flýtti mér þangað. - Það voru þá nokkrir prússneskir dónar, sem voru að áreita hefðarmey eina, og þernu hennar, er bar stærðar-ljósker; og eptir dálitlar skilmingar — —“ „Hafði ofurstinn sært þrjá af þessum kurnpánum, og tekið i hönd fallegu stúlkunni“, sagði Húsar. „Tröll taki þig! Tekur þú enn til! Þú ert mesti málaskúmur, Húsar“. „En ofurstinn sagði, að ef hann gleymdi einhverju, þá ætti jeg að-------“ „Ef, já ef! Ef jeg gleymdi einhverju af s ögunn i. — En biddu nú við! Bezt, að þú fáir þá að heyra á- framhaldið, að eptir að Húsar hafði lúbarið hina tvo, sem eptir voru, þá fýlgdum við stúlkunum heim; og það segi jeg ýkjalaust, að þar beiddi Húsar litlu, laglegu herbergisþernunnar, sem hét Greirþrúður“. „Hm! en hr. ofurstinn — —“, greip Húsar fram í. „Hægan vinur, hefndin er ínndæl, máttu vita“, bætti gamli maðurinn við, og hló; en Húsar sat þar dreyrrauður, og horfði í gaupnir sér. „ Jæja þá, þegar við höfðum fylgt stúlkunum heim, héldum við heim í klaustrið okkar; og með því að ekki 57 var þar mikið um húsrúm, þá svaf Húsar þar inni í her- berginu hjá mér. ' Við sofnuðum brátt, og veit eg eigi gjörla, hve lengi eg hefi sofið, en jeg vaknaði við það, að gripið var um vinstri úlnliðinn á mér, svo sern ætti að draga mig fram úr rúrninu. Jeg hélt auðvitað, að það væri Húsar, og sagði: „Hvað viltu, Húsar?“ „Hvað skipar lautenantinn“, heyrði jeg nú glöggt, að svarað var hinumegin i herberginu, þar sem Húsar svaf. „Hefurðu ekki farið frarn úr, og tekið í handlegg- inn á mér?“ spurði eg. „Nei, það er öðru nær; jeg vaknaði, þegar lauten- antinn kallaði í mig“, anzaði Húsar. „Það er skrítið“, sagði eg „því mér fannst fyrir víst, að einhver gripi í handlegginn á mér, eins og til að draga mig út úr rúminu; — en hvaðan kemur glamp- inn, sem er yfir rúminu mínu? — Jú, nú sé jeg það, það er bogagluggi yfir þínu rúmi, og ljós í næsta lier- bergi. Plengdu kápu fyrir gluggann“. Húsar stóð nú upp, og náði i kápuna, en mælti síðan: „Það er að vísu skot hérna; en hafi fiér verið gluggi, þá er að minnsta kosti löngu búið að klaða upp í hann“. „Má vera; en Ijósið skín þar þó gegnum. — Littu hérna á þilið! Þar sést greinilega skugginn af mönnum, sem eru á einkverju iði þar inni“. „Já, það er hverju orði sannara, hr. lautenant; komið hingað í öllum bænum, og litið á“, kallaði Húsar allt í einu. Jeg stökk fram úr, og sá þá ungan prússneskan

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.