Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Blaðsíða 2
82
ÞjÓÐVILJIN'X ungi.
Vlir, 21.
með útlenrlan róman í barminum, venju-
lega um ástarbull, og annað þaðan af
verra, og í lestur þessara bóka er sumt
ungt fólk svo sólgið, að það þykist hafa
himinn höndum tekið, ef það nær í ein-
hvern eldhúsrómaninn, þótt lestur bókar-
innar kunni að hafa bæði siðspillandi og
veiklandi ábrif á hugsanir þess og til-
finningar. —
Það getur verið nokkurt álita-mál,
hvort þessi breytta uppfræðingaraðferð
æskulýðsins, er eins holl fyrir þjóð vora,
eins og orð er af gjört. Og vist er um það,
að hin vaxandi vanþekking á fornsögum
vorum er einkis góðs viti i þjóðmenning
vorri. —
Þingið hefir þegar leitast við að koma
betra lagi á kennsluna við hinn eina
lærða skóla vorn, en þar verða umbóta-
tilraunir þess að lúta í lægra haldi fyrir
geðþótta útlendrar stjórnar. Það ætti
ekki lengi að dragast úr þessu, að það
tæki öll skólamál landsins til rækilegrar
meðferðar; má vera, að stjórnin verði þar
ekki eins öndverð þörfum umbótum, eins
og í lærða skólamálinu. —
]\T^ ’OÓK.
Oegrnum briin og: boða. Skáldsaga um ís-
lenzkt efni eptir Karl Andersen. A íslenzku hefir
snúið Janus Jónsson. ísafjörður 1898. 344 bls.
812. — Hinn alkunni og ötuli bókaútgeíándi,
hr. Sigurður Kristjánsson í Iteykjavík, hefir enn
á ný auðgað bókamarkað vorn með mjög eigu-
legri og skemmtilegri bók, þar sem hann hefir
kostað til þess ærnu fé, að fá skáldsögu Karls
Andersens, „Over Skjær og Brænding“, snarað á
islenzku. Um þýðinguna hefir prófastur Janus
Jónsson annazt, og yfirleitt tekizt sá starfi mik-
ið vel, og er það þó ekki vandalaust verk, að
þýða útiendar bækur, þar sem bæði verður að
hafa það i buga, að víkja sem minnst frásetn-
ingaskipuninni í frummálinu, og hafa þó málið
sem Jiprast og íslenzkulegast, svo að iesandinn
verði þess eigi var, að það er þýðing úr öðru
tungumáli, sem hann er að Jesa.
Bók þessari verður því vafalaust vel tekið
hér á Jandi, ekki sízt þar sem skáldsagan er
um íslenzkt efni, tilefnið tekið úr æfi Þuríðar
formanns, onda þótt skáldið reki þar ekki sögu-
lega atburði, heldur hafi vikið ýmsu, svo sem
onum þótti bozt fava í skáldsö gu sinni.
Frá dögum forfeöranna.
Frá Danío! presti Jónssyni og drukknun liuns.
Séra Daníel var sonur Jóns prests á Auð-
kúlu, er týndist i Svínavatni 1S17, Jónssonar
prófasts á Staðí Steingrímsíirði,Sveinssonar. Móð-
ir síra Uaníels var Ingibjörg Oddsdóttir, prests í
Miklabæ, er hvarf 1. okt. 1786, Gíslasonar bisk-
ups á Hól um, Magnússonar. Síra Daníel er fædd-
ur á Auðkúlu í Húnaþingi 25. nóvember 1805.
Þegar faðir hans drukknaði í Svínavatni, var
Daniel 11 ára gamall, og var hann þá byrjaður
að læra latínulærdóm bjá föður sínum. Síðan
var hann Iijá móður sinni; en ái'ið 1322 fékk
hann skóla á Bessastöðum. í fyrstu mátti hann
kosta sig ajálfur, eptir 2 ár fékk liann hálfa
ölmusu, og eptir 3 ár alla; 7 ár var liann i
skóla. Síðasta veturinn var hann svo veikur,
að hann tók ekki próf, fyr en 24. júlí 1829, á-
samt öðrurn, er þá útskrifaðist, og var það Brynj-
ólfur stúdent Bogason frá Staðarfelli. Bene-
diktssonar; var hann síðar kaupmaður í I'latey,
og þjóðkunnur merkismaður. Höfðu þeir Daníel
og Brynjólfur kynnzt á námsárum sínum, og
voru jafnan vinir síðan. — Næsta vetur eptir
það Daníel útskrifaðist, var hann hjá síra Jóni
Þorsteinssyni í Reykjahlíð við Mývatn, og hafði
þá 7 sonu prests til læringar. Síðan var hann
4 ár hin næstu við barnakennslu í Gut'unesi,
hjá þáverandi assessor Bjarna þjóðskáldi Vigfús-
syni Thorarensen, síðar amtmanni Norðlendinga.
Að þeim árum liðnum fór hann suður á Hvals-
nes, var þar 1 ár, og giptist þar Olöfu, dóttur
Tómasar Jónssonar, merkisbónda á Hvalsnesi,
og Sigríðar Sighvatsdóttur, systur Jóns ríka
Sighvatssonar í Njarðvík. Bjuggu þau bjón 1
úr í Moshaus, sem er hjáleiga hjá Hvalsnesi,
og áttu þau þar saman tvö börn, sem dóu ung.
Eptir það vígðist hann af Steingrími biskupi
Jónssyni, á 3. sunnudag eptir Trínitatis 19.
júní 1886, og varð þá kapeián sira Gísla Auð-
unnssonar í Húsavík; þjónaði liann þar um 4
ár, til vordaga 1840, en 11. desbr 1839 fékk hann
Kvíabekk í Ólafsfirði, fiutti hann þangað vorið
1840, og var þar síðan 20 ár; en Ögurþing fékk
hann 21. nóvember 1859, og flutti hann þangað
vorið 1860: bjó hann þar á Eyði í Hestfirði.
En það varð nú, eptir það er Hálfdán prófastur á
Eyði andaðist, haustið 1865, að Daníel presti
var falið að þjóna Eyrarbrauði, ásarnt Ögurþing-
um. og fór hann út til Eyrar, til embættisgjörð-
ar og annara prestsverka, en á heimleið þaðan
drukknaði hann við þriðja mann á báti, á
fimmtudagskveldi siðla, þann 14. desbr 1865; þá
var hann 60 ára gamall, en hafði verið prestur
29 ár. — Þeir menn. sem týndust með Daníel
presti, voru: Jóhann Erlendsson, húskarl Guð-
mundar bónda Bárðarsonar á Eyri i Seyðisfirði:
en annar var Magnús Pétursson, bónda frá Ós-
landi nyrðra, Jónssonar bónda á Enni í Við-
víkursveit; en foreldrar Jóns á Enni voru síra
Þorvaldur Jónsson í Hvammi í Laxárdal, og
Málfríður Grímólfsdóttir, prests frá Glaumbæ,
Illugasonar. Magnús fluttist ungur á Vestur-
land, og giptist þar Ingibjörgu Jónsdóttur af
Barðaströnd; en móðir hennar var Asgerður
Gunnlaugsdóttir, prests frá Beynistaðarklaustri,
alsystir Þóreyar á Reykhólum, móður Jóns
Tboroddsen sýslumanns og þjóðskálds. Magnús
bjó að Saurum i Álptafirði, en síðast var hann
á Hesti í Hestfirði; var hann maður vel mennt-
aður, og afbragðs skrifari. Hann var um eitt
ár settur fyrir ísafjarðarsýslu, eptir drukknun
Erlendar sýslumanns. — Daginn eptir það, er þeir
Daníel pi-estur týndust, fannst lík prests á Súða-
víkurhlíð, innan til við Hafnirnar, en skammt
fyrir utan Götu; var lílt prests fyrir ofan flæð-
armál, og ætluðu menn, að hann heföi lifandi
á land komizt, því nokkuð hafði hann numið í
sundi á yngri árum; en dáið hofir hann þar úr
vosbúð og kulda, þvi vegur er þar íllur og lang-
ur til bæja á báðar hliðar; veður var íllt þann
dag, og þá orðið kol-dimmt af nóttu, er þeir
fóru fyrir Arnardal. Þá var tungl 6 nátta. og
nýlýsi ekkert, en þýðviðri og liláku myrkur;
vissu menn það síðar, að þeir hafa róið upp á
stein einn. sem þar er all-nærri landi, en djúpt
í kring, og hefir þar hvolft undir þeim, því
kringum steininn, á sjáfarbotninum, sáust lik
þeirra tveggja, er fóru með presti, og svo pok-
ar, sem í bátnum voru. — Síra Daníel var söng-
maður góður, en ekki þótti hann rnikill klerkur,
og smásmuglegur þótti hann í sumum háttum.
Hann ritaði smáa hönd, og opt ílla aflestrar.
Ólöf kona hans var dáin nokkrum árum á und-
an honum, og bjó hann eptir það með ráðskonu,
Guðrúnu Sturludóttur, er síðar varð seinni
kona Jóns bónda í Heydal og Þernuvík, Jó-
hannssonar frá Hanhóli, Jónssonar. — Meðal
barna Daníels prests voru: 1. Ingibjörg. 2.
Tómas, mannvœnlegur og góður drengur,
drukknaði á heimleið úr Bolungarvík, með
Steindóri Arasyfii á Skarði, og fleiri mönnuim
þann 24. júní 1861; hann var ógiptur og barn-
laus. 8. Sigríður, varð þriðja kona Jens bónda
á Hóli í Hvammssveit, Jónssonar í Glerárskóg-
um, Magnússonar skálds á Laugum.
Sighv. Gr. Borgfirðingur.
---i—'ÍH- ---
Blaðafárið. Af Roykjavíkur blöð-
um, er út komu í öndverðum þ. m., er
svo að sjá, sem blað J'ons Ólafssonar,
„Nýja öldin“, só hætt að koma út, og að
blaðið „Island“, sem cand. Þorsteinn
Gíslason hefir gefið út tvö undanfarin ár,
liggi fyrir dauðans dyrum. —- Hefir þetta
síðast nefnda blað þau tvö árin, sem það
hefir verið á kreiki, komizt í afar-miklar
skuldir, sem sagt er, að nemi um 7 þús.
króna, svo að ritstjórinn sér sér nú ekki
lengur fært, að halda útgáfu þessari á-
fram af eigin rammleik.
Ekki var þó enn fyllilega afráðið, er
síðast fréttist, hvort blaðið hætti, með
því að skuldheimtumenn blaðsins höfðu
gert tilraun til þess, að fá stofnað hluta-
félag, er tæki að sér útgáfuna, að minnsta
kösti þetta árið, ef ske kynni, að skuld-
um yrði þá fremur borgið.
Vandræðin og skuldabaslið, sem
blaðið „ísland“ er komið í, eru hverjum
manni skiljanleg, er þekkir nokkuð til
erfiðleika þeirra, sem blaðaútgáfa hér á
landi er háð. Blaðið byrjaði með því,
að heimta borgun af kaupendum sínurn
fyrir frarn, svo sem siður er blaða í öðr-
um löndum; en þar sem efnahagur al-
mennings hér á landi er svo afar-bágbor-
inn, að allur fjöldi manna jetur fyrir
sig fram, eða lifir upp á ófenginn afla,
leiddi þessi krafa um fyrirframgreiðslu
til þess, að blaðið náði eigi þeim kaup-
andafjölda, er nægt gæti til þess, að
standast kostnaðinn við útgáfu þess.
Við enda fyrri árgangsins sá ritstjór-
inn sér þvi eigi annað fært, en að taka
upp sið hinna íslenzku blaðanna, að láta
blaðið upp á „krit“, og eiga svo undir
manndyggð kaupandanna, hve skilsamir
þeir reyndusfi.
En þá komu óskilin, sem öllum út-
lánum fylgja meira eða minna, til sög-
unnar, og hafa sett ritstjóra „íslands“,
félausan manninn, i þennan bobba.
Það er sem sé föst reynzla allra blað-
útgefanda, og liklega flestra annara, sem
útlánsviðskipti hafa hór á landi, að þeir
verða, ef vel á að fara, að hafa í hönd-
um að minnsta kosti tvöfalt til þrefalt
fó við það, sem blaðútgáfan, eða láns-
fyrirtækið, útheimtir árlega.
Fyrst eptir 3—4 ár getur blaðstjóri
vænzt þess, að fara að fá inn árlega, af
eldri og nýrri blaðaskuldum, sem svarar
einum árgangi blaðsins, og þó naumlega
það i sumum árum.
Það er þessi meinlegi agnúi við blaða-
útsöluna hér á landi, sem ritstjóri „Is-
lands“, eigi hefir séð fyrir, og því er nú
komið, sem komið er.
Sem frétta- og samtínings-blað mun
blaðið „ísland“, þrátt fyrir sinn annáls-
verða politiska hringlanda og hrærigraut,
hafanáð eigi all-lítilli útbreiðslu í sumum
héruðum landsins, og þvi er ekkert óhugs-
andi, að takast megi að rétta það við
með hvggilegri fjárstjórn, og drjúgu fjár-
frarnlagi i eitt skipti fyrir öll.
En að hugsa sér, eins og hið ný
stofnaða hlutafólag virðist gera, að einar
2 þús. krónur megi nægja í því skyni,
það er barnaskapurinn einber, þvi að til
þess myndi, eptir blaðstærðinni, eigi veita
af 5—6 þús. krónum að minnsta kosti,