Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.03.1899, Blaðsíða 2
98
Þjóðviljinn ungi.
YIII, 25.
og af því sprettur vantraust landsmanna
á alþingi, og margir sleggjudómar um
það. —
Það er ekki af því, að alþingismenn
íslendinga sóu yfirleitt ver vaxnir stöðu
sinni, en menn almennt gjörast annar-
staðar, að stærstu málin, eins og stjórn-
arbótamálið, fer í ólestri bjá þinginu ár
eptir ár, heldur sökum þess, að þeir eiga
við ofurefli sitt að etja, þar sem stjómin
er, sem auk þess notar opt og einatt
áhrif sín til að sundurdreifa kröptum
þingsins, til þess þá þegar að koma í
veg fyrir nokkurn árangur af starfi. þess-
Það er ekki af illvilja til Islands, að
ráðherrar Islands í Kaupmannahöfn hafa
verið svo móthverfir og andstæðir mörg-
um hinum mestu nauðsynjamálum þess,
heldur af því, að þá hefur því nær al-
gerlega brostið þá þekkingu og kunnug-
leik á högum Islands og þörfum, auk
þess sem þeir hafa litla sem enga ábyrgð
haft á gjörðum sínum gagnvart Islandi.
Vanþekkingin, ókunnugleikinn og á-
byrgðarleysið hafa því fremur stýlað
flestar gjörræðisályktanir stjórnarinnar í
Kaupmannahöfh, en persónuleg var-
mennska, eða sú vísvitandi viðleitni, að
tálma vexti og viðgangi Islands.
Þegar alþingi ár eptir ár ekkert verð-
ur ágengt í stórmálum vorum, þá verður
mörgum, sem einhliða lítur á ástandið,
það fýrir, að kenna það ódugnaði þings-
ins, og skella því skuldinni á þingmenn,
gætandi þess ekki, að þingið stendur
máttvana og ráðþrota gagnvart ábyrgðar-
lausri stjórn, sem ónýtt getur að ósekju
alla viðleitni þess.
Svo langt getur þetta ástand leitt
hugsunarlitla menn, að þeir telja engu
arðandi upp á þetta þing, sem lítið geri
annað en rífast, sem þeir segja.
Þeir eru ótaldir, sem af þessum og
líkum ástæðum telja sér vítalaust og enda
heiður að sitja heima, er lögin og borg-
araleg skylda kveðja þá til að sækja
kjörfundi, og vanrækja þannig eina
hina helgustu skyldu sína við þjóð sína
og ættjörð. Þessir þjóðlestir eiga vissu-
lega að miklu leyti rót sína að rekja til
hins öfuga stjórnarfyrirkomulags.
Osigrar þingsins fyrir stjórninni verða
til að vekja vantraust og lítilsvirðingu á
því hjá athugalitlum mönnum, hversu
góður sem málstaður þess er, en ala apt-
ur á móti fleðuskap og hræsni gagnvart
stjórninni, og þeim, sem völdin hafa.
Deilurnar og sundurlyndið, hringlið,
tortryggnin, og hinar lúalegustu eigin-
hagsmunahvatir þrífast ágætlega í þeim
þjóðlífs-jarðvegi, sem hlýtur að skapast af
þessu stjórnarfyrirkomulagi, en andlegt
sjálfstæði á mjög erfitt með að iifna þar
og dafna. —
Gæti alþingi sýnt þjóðinni það, að
það hefði krapta í kögglum til að fram-
fylgja vilja sínum gagnvart stjórninni,
og liði það ekki bótalaust, að tillögum
þess væri traðkað af gjörræði einu ár
eptir ár, þá myndi það brátt afla sér
þess álits og virðingar hjá þjóðinni, sem
hvert fulltrúaþing þarf að hafa, ef vel á
að fara. —
Þingið þarf að verða sá dýrgripur i
augum þjóðarinnar, er hún á beztan i
eigu sinni, en til þess verður hið svo
nefnda þingræði að vera meir en á papp-
írnum. —
Að því skapi, sem þjóðin finnur sér
aukast mátt og megin til að koma fram
vilja sinum i hvívetna, er að hagsæld
hennar lýtur, eptir því vex og áhugi
hennar á öllum þjóðmálum, en einræn-
ingshátturinn, kúgunaramlinu ogafskipta-
leysið um allt, nema sinn eigin hag,
hverfa smá saman. —
En til þess að þetta verði, þarf stjórn-
arfyrirkomulagið alveg að breytast.
Yér getum rifist fram og aptur um
þingræði, þjóðfrelsi og stjórnarbót á
hverju þingi, stundum upp í skýjunum,
og stundum niður við jörðina, en þrátt
fyrir allt það skvaldur, hvort sem það er
kallað „Benedizka“, „miðlun“ eða „Val-
týzka“, verðum vér aldrei herrar i voru
eigin húsi, meðan vér höfum þá stjórn
að samverkamanni í löggjafarmálum vor-
um, er lítið sem ekkert þekkir til þarfa
vorra, og alls ekkert tillit þarf að taka
til þess, er vér segjum. —
Það er þetta fyrirkomulag, sem vér
nefnum „undirrót allra lastau, þinglasta,
stjórnlasta og margra þjóðlasta.
Hvert spor, sem liggur í þá átt að
komast úr þessum ógöngum, er sannar-
legt happaspor á þjóðferli vorum.
A þinginu 1897 bauðst stjórnin sjálf
til þess, að stíga slíkt spor; bauðst til að
bæta mjög verulega úr tveimur stærstu
agnúunum á stjórnarfyrirkomulaginu, á-
byrgðarleysinu og ókunnugleikanum, en
------alþingi Islendinga þáði ekki boðið.
Þeir, sem er það sannarlegt alvöru-
mál, að komast eitthvað áleiðis til sann-
arlegs sjálfsforræðis, munu jafnan telja
undirtektir meiri hlutans á alþingi 1897,
undir tilboð stjórnarinnar, eitt hið sorg-
legasta atriði í þingsögu íslands. —
En einnig þær undirtektir áttu rót
sina að rekja til stjórnarfyrirkomulagsins
öfuga. Það voru áhrifin frá þvi valdi,
sem það hefur skapað, er að lokum
réðu niðurlögum stjórnarbótamálsins á
þinginu 1897. — S. St.
FTá Titlöndum
komu með pósti að sunnan þessar fróttir
helztar til 14. f. m.
Brottrekstur Dana úr Slósvík. Hm
það mál snarpar umræður á þingi Þjóð-
verja i Berlin, sérstaklega beinst að lands-
höfðingjanum í Slésvík, er mest gjörræði
hefur sýnt gagnvart Dönum. Stjórnin
varði aðfarir hans, og hafði meiri hluta
þingsins með sór.
Dreyfus-málið enn á dagskrá í París;
rekur hvorki né gengur, en rifrildi nóg.
Dreyfus enn ekki kvaddur heim, en verst
allra sagna; vill ekkert bera öðru vísi en
munnlega og heima í París.
Priðarráðagerð Rússakeisara er tíð-
rædd á fjölmennum fundum á Englandi;
mælist yfirleitt mjög vel fyrir, og hlýtur
samsinningu og lof þorra manna þar í
landi.
Landskjálftar hafa gengið á Pelops-
eyjarskaganum á Grikklandi; hafa hús
víða hrunið og laskast og menn slasast,
einkum börn; lá fólk víða úti. í Mexiko
sömuleiðis vart við landskjálfta, og um
sama leyti og hór varð vart við land-
skjálftana, varð þeirra og vart í Noregi
vestan verðum.
Morð. Landshöfðingi Spánverja á
Borneo var myrtur í janúar ásamt föru-
neyti sínu á leið úr kirkju, en konum
þeirra og börnum rænt; gjörði það þar-
lendur óaldarlýður, sem siðan flýði til
fjalla. —
Orusta stóð í Pilippseyjum við Manila
4. og 5. febrúar milli Bandamanna og
uppreistarhers eyjarskeggja, sem eins og
áður er skýrt frá ekki vilja hlýta yfir-
ráðum eða afskiptura Bandamanna þar á
eyjunum. Eyjarskeggj ar höfðu upptökin,
en urðu undan að hörfa eptir langa og
harða viðureign; höfðu þó 20,000 liðs, en
Bandamenn að eins 13,000. Af uppreistar-
mönnum féllu og urðu óvígir 4000, en
af Bandamönnum fóllu 25, en 125 særð-
ust.
Eptirmaður W. Harcourts, foringi
framfaraflokksins brezka á þingi er kos-
inn Campbel Bannerman fyrrum her-
málaráðherra.
Caprivi, fyrrum rikiskanzlariÞjóðverja
og eptirmaður Bismarcks, er dáinn. —
Andróe, loptfarann sænska, ætlar
kapt. Daniel Bruun, er hér hefur verið
að ferðast, að reyna að leita uppi i sumar.
Kemur hann fyrst til Austfjarða og læt-
ur þaðan i haf til Jan Mayen, og svo
þaðan til Grænlands skemmstu leið og
ætlar að taka land þar í Scoresby-sundi.
Bæði á Jan Mayen og Grænlandi austan-
verðu eru vistir geymdar frá fyrri is-
hafsferðum, og telur Bruun ekki ólíklegt,
að Andróe, sem um það var kunnugt,
haldi sig á þessum stöðvum. Hann ætl-
ar af stað í júnímánuði, og gerir ráð
fyrir að koma aptur i septbr.
Nýlega gaus sú frétt upp, að líkið
af Andróe og félögum hans hefði átt að
finnast einhversstaðar i Síberíu ásamt
slitrum af loptfarinu, en sú fregn talin
óáreiðanleg.
Eriðarsamningurinn við Spán undir-
ritaður af forseta Bandaríkjanna 10. f. m.
eptir langar og harðar umræður á þing-
inu, er loks samþykkti þó samninginn.
---->«>-<3SS33S>-<*-—
Brimbrjóturinn í Bolungarvík.
í liaust stóð grein í „Þjóðv. unga“
með fyrirsögninni: „Landlegurnar i Bol-
ungarvík“; þótti mór vænt um grein
þessa, þar sem hún hreifir einu hinu
mesta nauðsynjamáli fyrir hórað þetta,
að gera við lendinguna í Bolungarvík.
Það er vissulega stórt nauðsynjaverk,
að byggja brimbrjót í Bolungarvík; hún
er ein af allra stærstn veiðistöðum lands-