Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1899, Page 3
VIII, 26.
Þjóðviljinn IJIíGI.
103
um. Til þess þarf að eins, að nota betur
tímann, en nú gjörist.
A Suðurlandi hefur garðj’rkjan haldið
liíinu í fjölda fólks í undanförnum íisk-
leysisárum. Miljónir manna lifa aí henni
í hinum menntaða heimi. En vérDjúp-
menn viljum ekki taka þessa björg upp
undan fótunum á okkur, með tiltölulega
litilli fyrirhöfn.
En aflaleysið getur minnt oss á fleira;
það getur minnt marga á, hvernig þeir
hafa opt farið með það, sem guð hefur
gefið þeim lir sjónum. Þar er vissulega
að minnast margs málsverðar, sem fyrir
handvömm og hirðuleysi hefir svo gott
sem f'arið i sjóinn aptur. Og þess má
margur hér við Djúp minnast með kinn-
roða með sjálfúm sór, að hann gæti verið
betur staddur fyrir sig og heimili sitt, ef
hann hefði jafnan hirt vel það, sem honum
barst í bætur úr sjónum, og farið að öðru
leyti sparlega með efni sín. —
I vetur þótti það stórhapp í Reykja-
vík, höfuðborginni sjálfri, að nokkur
hundruð tunnur veiddust af smáupsa, og
honum þó mjög smáum: þótti hann ágætur
til manneldis.
Hvað gjörum vér Djúpmenn við þessa
veiði? Vér köstum henni vanalega i
sjóinn aptur, þegar hún, móti vilja vor-
um, verður fyrir síldarnótum vorum, og
•oss liggur við að blóta henni, þegar mik-
ið er af henni í vörpunum, i stað síld-
arinnar, sem vér líka reyndar köstum
stundum heldur í sjóinn aptur, heldur
en að selja hana fyrir nema geypiverð.
Arlega mætti veiða hér við Djúp
mörg hundruð tunnur af vænum smáupsa,
svo mikið er af honum upp í landstein-
um; en hór er hann naumast talinn manna
matur.
Að vísu rny'rxi i margt heimilið verða
fegið, að eiga málsverð af vel verkuðum
smáupsa um þessar mundir.
Svona er það með margt fleira, skort-
urinn kennir bezt, hvers virði hver máls-
verðurinn er; en hér við Djúp þekkja
menn ekki, hvað verulegur skortur er,
fyr en ef menn læra það nú.
Sú ósk er að vonum ríkust í hvers
manns brjósti hór við Djúp um þessar
mundir, að fiskurinn komi inn i Djúpið;
en bæði þetta og önnur aflaleysistímabil
ætti að kenna oss, að fara sem bezt með
efni vor, og hagnýta oss sem bezt þau
gæði, sem land vort hefur í sór fólgið,
og minnast þess, þótt vér búum við
Djúpið okkar fiskisæla, að „svipull er
sjáfarafli‘£. — S. St.
Oriis.i5.iir.
Þegar stjórnin hafði hvað eptir annað
þvertekið fyrir, að hún nokkurn tíma
myndi ljá liðsinni sitt til þess, að hin
endurskoðaða stjórnarskrá yrði lögleidd,
matti telja það árangurslaust, að halda
því máli til streytu.
Við þetta könnuðust líka æ fleiri og
fleiri, er athuguðu málið með stillingu,
og var það sannarlegt alvörumál.
I augum þeirra varð þessi barátta án
allrar vonar um sigur, og því ekki rótt
að eyða til hennar tíma og fó þjóðarinnar.
En svo voru aðrir, sem að vísu gátu
ekki sýnt nokkrar minnstu líkur til þess,
að stjórnin stæði ekki við orð sin, en
vildu þó ekki annað heyra, en halda á-
fram að samþykkja á hverju þingi þau
frumvörp, sem stjórnin hafði margsagt,
að aldrei yrðu staðfest, og þegar allur
þorri þjóðarinnar var horfinn frá þeirri
aðferð, ætluðu þeir, sumir hverjir, hreint
að ærast.
„Hvílík fádæmi“, sögðu þeir, „að ætla
nú að heykjast i baráttunni fyrir hinum
helgustu réttindum þjóðarinnar“.
„Við komum engu fram með þessari
aðferð“, sögðu hinir, „betra að reyna,
hvort ekki fæst nokkuð, þótt ekki fáist
allt“.
Hinir rauðustu rauðu urðu því æfari.
Að leita nokkuð hófanna hjá stjórn-
inni, hvort hún væri ekki fáanleg til
neins samkomulags, neinna endurbóta á
stjórnarfýrirkomulaginu, það töldu þeir
landráðum næst.
Já, landráðum næst, allt nema halda
áfram að berja höfðinu við steininn, tala
nógu borginmannlega um „sórstöðu Is-
lands, sögulegan og lagalegan rótt þess“,
en kæra sig kollóttann, hvað stjórnin
segði. Þeim var stjórnbótamálið ekkert
alvörumál, sem ekki vildu fylgja þessari
aðferð.
Von um sigur var auðvitað svo sem
engin.
Svo fær Dr. Valtýr Guðmundsson
stjórnina einn góðan veðurdag til sam-
komulags um mjög verulegar bætur á
stjórnarfyrirkomulaginu, og þessar bætur
standa þinginu til boða. —
„Samkomulag við stjórnina“, „leyni-
makk“ „slettirekuskapur“, og þar fram
eptir göt.unum, sögðu stjórnmálagarparn-
ir fokvondir. „Hvað vill þessi maður
vera að grauta í stjórninni um þetta mál,
það á hann ekkert með, við höfum lands-
hölðingjann okkar. Nei þessa stjórnarbót,
sem þannig er undir komin, viljum við
ekki, vér kærum oss ekkert um þessa
auknu ábyrgð stjórnarinnar, því minna
um meiri kunnugleik á högum vorum,
og þessa minnst um þennan sérstaka
ráðherra, sem í boði er; þótt aldrei nema
hann só Islendingur, þá er dómsmálaráð-
herrann danski nokkuð betri. Burt með
alla Valtýzku“.
Það var von þeir segðu það, doktor-
inn hafði gjört þeim ónota grikk.
Hann hafði komið því upp um þá,
að þeim væri ekki meiri alvara með
stjórnbótamálið, en svo, að þeir vildu miklu
heldur láta allt sitja við sama, en taka
all-verulegum bótum á stjórnarfyrirkomu-
laginu, er þær buðust.
Þetta var Ijótur grikkur. —
Og ekki þar með búið, nú mátti lita
svo á alla sjálfstjórnarbaráttu þeirra, að
hún hefði ekki verið svo mjög háð til
þess, að ávinna ættjörð sinni sem allra
bráðast stjórnarbót, heldur eins mikið til
þess, að gjöra sjálfa sig dýrðlega með
stórum orðum um frelsi og jafnrótti, þar
sem lítill hugur fylgir máli.
Og þó versnar sagan enn þá meir.
Þegar þessir garpar taka að óttast
fyrir, að stóryrðunum röklausu um stjórn-
arbótina frá 1897 verði ef til vill lítill
gaumur gefinn, og Valtýzkan kunni að
leiða til samkomulags, og hinni vonlausu
baráttu verði þannig lokið óðar en varir, þá
koma þeir með það ráðið, sem þeir sjálfir
töldu áður næstum landráð.
Og það er að hœtta, að leggja stjórn-
arskrármálið á hylluna, svo víst só, að
allt sitji við sama. —
Meðan engin von var um að komast
eitt hænufet áleiðis, vildu þeir óvægir
halda áfram, en þegar útlit er til, að kom-
ast megi vænan áfanga, þá vilja þeir
leggja sig til hvíldar. —
Svo mikil alvara er þeim að fá stjórn-
arbót.
Það er von þeim sé ílla við Val-
týzkuna, hún hefur gjört þeim ljótan
grikk. S. St.
——
Slysfarir. 12. þ. m. vildi það slys til, að
Jporsteinn bóndi Arnnson á Lundi í Fnjóskadal
hrapaði ofan í gil á Vaðlaheiði, skammt fyrir
ofan bæinn Skóga, og beið bana af. — Hann
var á heimleið úr kaupstað, og ætlaði að fara
fyrir ábui’ðarhest, er farið hafði út af' veginum.
— Þorsteinn heitinn var í röð merkari bænda
í sínu byggðarlagi.
Húsbruni. Aðfaranóttina 2. þ. m. kom eldur
upp í íbúðarhúsi Arna prests Björnssonar á
Sauðárkrók, og brann búsið til kaldra kola á
2 kl.tímum. — Manntjón varð eigi, en mjög
litlu af innanstokksmunum varð bjargað. —
Hafði prestur leigt Jóhannesi kaupmanni Stef-
ánssyni (frá Arney) nokkurn hluta hússins, og
er það ætlun manna, að eldurinn hafi kviknað
af þvi, að einhver hans manna hafi kastað óvar-
lega frá sér eldspítu í vörugeymsluklefanum.
Húsið var vátryggt hjá félaginu „Commercial
union“ fyrir 5000 kr., og lausafé prests fyrir
2000 kr., en vörur br. J6h. Stefánssonar fyrir
10 þús. krónur.
Jarðskjálftakippirnir, er fundust hér í sýslu
26.—28. f. m.; fundust og víða á Norðurlandi,
og voru sumstaðar all-snarpir, þó að hvergi
hlytist tjón af, að því er til hefur spurzt. —
Hreifingin virtist mönnum nyrðra koma úr
norðaustri.
Prestskosning fór fram að Hofi í Vopnafirði
20. f. m., og féllu atkvæði svo, að síra Sigurður
P. Síi'ertsen á Útskálum hlaut 62 atkvæði, síra
Grexr Sœmundsson á Hjaltastað 60 atkv. og síra
Kristinn Daníelsson á Söndum í Dýrafirði 1 atkv.
— Kosningin var sótt af afar-miklu kappi, svo
að fá munu þess dæmi, að kjörfundur hafi bet-
ur verið sóttur. — Prófastur Norðmýlinga síra
Einar Jónsson i Kirkjubæ stýrði kosningunni.
— Sagt er, að ýmsar óhróðurssögur liafi verið
út breiddar um síra Geir á undan kjörfundi.
og vildi þó enginn við faðerni þeirra gangast,
er á kjörfund var komið. — Kært. kvað og liafa
verið j'fir kosningargjörðinni, með því að nokk-
urum kjósendum þyki sér bafa verið ranglega
sleppt af kjörskrá, og því synjað um kosningu,
og kemur sú kæra nú til úrskurðar stjórnar-
innar.
Taugaveiki gengur í Akureyrarkaupstað, og
voru því allar samgöngur bannaðar við 10 liús
þar í bænum, er sýkin var í. —■ Veikin var þó
talin fremur væg.
Aftabrögð bafa verið afar-treg, bæði á Norð-
ur- og Austur-landi í vetur; enda á Eyjafirði,
þar sem síld hefur þó til þessa veiðzt öðru
hvoru í lagnet, var að kalla gjörsamlega aflalaust.
-----------------------------