Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1899, Blaðsíða 7
XIV, 1,—2. Þjóðviljinn. 7 sýslumaður í Snæfellsnessýslu, og bjuggu þau þar, unz þau fluttust að Skarði 1838, er Kristjáni var veitt Dalasýsla, með þvi að Skúli kammerráð, faðir hans, hafði þa látizt árinu áður. A. Skarði bjuggu þau hjón síðan rik- is- og rausnar-búi, byggðu þar upp stað og kirkju, og umbættu jörðina stórum; en mann sinn missti Ingibjörg heitin 3. júli 1871, og bjó hún síðan á Skarði, sem ekkja, eða var þar í húsmennsku siðustu árin. Af börnum þeirra hjóna náðu 5 full- orðinsárum, þrír synir: Ebenezer, Skídi og Bogi, sem nú er einn þeirra bræðra á lifi, og tvær dætur: Elínborg, er giptist Jónasi skólakennara Guhnundssyni, síðast presti að Hítardal, og Kristín, kona Bövings héraðsfógeta á Jótlandi. Frú Ingibjörg sáluga var friðleiks- kona á yngri árum, gáfuð, og einkar vel mönnuð. — Hún var hjartagóð og góð- gjörðasöm, og í hvívetna mesta merkis- kona. Tákneski Jönasar Hallgrimssonar. íslenzku stúdentafélögin i Reykjavík og í Kaupmanna- höfn hafa á þessu ári sent áskoranir í flest héruð landsins, þar sem farið er fram á, að ís- lendingar skjóti saman fé, til þess að gera líkn- eski Jónasar Ildllgrhnssonar i fullri stœrð er afhjiipað verði í Reykjavík 16. nóv. 1907, þégar liðin eru rétt 100 ár frá fæðingu þessa uppáhalds skálds þjóðarinnar. Samskotunum veita þeir dr. Finnur Jónsson háskólakennari og Halldðr Jónsson bankagjald- keri móttöku. ---E—;-------- ísafirði 30. dcs. ’99. Tíðarfar. Síðan um miðjan þ. m. hafa gengið sifelldir suðvestan rosar. og skipzt á rigningar og kafaldshríðir. — Hafa veðrin opt verið af- taka hörð, sérstaklega síðara hluta dags 21. þ. m., og nóttina næstu, enda fauk þá um koll hjallur einn hér í iiaupstaðnum, og fjögramanna- far brotnaði. — Á aðfangadaginn sneri þó til frosta og norðanáttar. — ý 1. þ. m. andaðist húsfrú Þorgerður Björns- dóttir í Súðavík hér í sýslu. liátt á sjötugs aldri, kona Hjalta bónda Sveinssonar í Súðavík, og verður hélztu æfiatriða hennar getið hér í blað- inu bráðlega. Guíuskipið „Pervie“ lagði af stað héðan til útlanda. lö. þ. m., fermt Spánarflski frá verzlun Á. Ásgeirssonar. •f 5. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum Kristín Soebeck, kona Arna Jónssonar húsmanns, systir Hjálmars kaupmanns Johnsen, er fyrrum rak verzlun á Flateyri í Önundarfirði. — Börn þeirra hjóna, sem lifa, eru: M. S. Árnason kaup- maður, Sigváldi skósmiður og Sigríður. — I þ. m. lézt að Lauglandi í Skjaldfannardal hér í sýslu stúlkan Halldóra Kristjánsdóttir, bónda Olafssonar á Laugalandi, ung stúlka og mannvænieg. — Hún dó úr tæringu. Kvöldsöng flutti Þorv. prófastur Jðnsson hér í kirkjunni á aðfangadagskvöld jóla. — Kaup- maður Árni Sveinsson tónaði. Hralvciðamaður hr. Hans Ellefsen á Sólbakka í Önundarfirði, sem dvalið'hefur í Kristiauiu, síðan hann sigldi í síðastl. septembermánuði, hefur með sinni vanalegu rausn og höfðing- lyndi verið skjótur til hjálpar, og hefur sent 200 kr. til styrktar skylduliði manna þeirra, er drukknuðu á Dýrafirði 10. okt. síðastl., út af aðfórum botnverpinga. Hr. Leonli. kaupmaður Tang í Kaupmanna- höfn hefur og sent 50 kr. 1 sama skyni, og h.afa báðar þessar upphæðir verið fengnar i hendur hreppstjóranum og sóknarprestinum í Mýra- hreppi til ráðstöfunar. Áður höf'ðu og ýmsar frúr og ungfrúr hér í kaupstaðnum sent ekkju Jóhannesar heitins Guð- mundssonar 100 kr., sem voru eptirstöðvar af tombólufé, síðan í hitt eð fyrra. Ttö hafnarleiðarljés voru reist á Kirkju- bólshlíðinni sfðastl. haust, er vísa innsigling- una hér inn til kaupstaðarins, og slá björtu ljósi út fjörðinn. Hafnarljós þessi, og skýlin fyrir þau, hef- ur hafnarsjóður Isafjarðarkaupstaðar kostað, og annast að öllu leyti tendran þeirra og gæzlu. Nýju hrenniyínslögin öðlast gildi 1. janúar, og kvað það þá eiga að kosta krónu, að „fá sér á glerið“, í stað 65—70 aura, sem brennivíns- flaskan hefur kostað hér í kaupstaðnum að und- an fornu. Dýr gerist nú „dropinn". Bœjarfulltrúakosningar. 5. janúar næstk. á hádegi verður kjörfundur settur í bæjarþing- stofunni hér í kaupstaðnum, til þess að kjóSa 8 menn í bæjarstjórnina,ístað þeirra þriggja bæjar- fulltrúa (próf. Þorv. Jónssonar, skipstjóra Jóns Brynjólfssonar og Bjiirns Pálssonar Ijósmynda- smiðs), er nú hafa setið sinn lögákveðna tíma. Kosninga-áhuginn sýnist enn ekki vera vaknaður, þó að farið sé að styttast til kjör- dagsins, því að enn heyrist enginn nefna kosn- inguna á nafn. ý 27. þ. m. andaðist Jón Einarsson, bóndi á Garðstöðum í Ögurhreppi, einn af mestu dugn- aðarbændum hér við Djúp, að eins rútnlega fimmtugur. — Hann hefur legið rúmfastur, og sárþjáður, á heimili sfnu, síðan í júífmánuði, og mun banamoin hans hafa verið krabbamein innvortis. Helztu æfiatriða hans verður síðar getið hér í blaðinu. Húsbruni. Aðfaranóttina 15. þ. m. varð hús- bruni í Hesteyrarverzlunarstað í Jökulfjörðum, og brann þar til kaldra kola íbúðarhús Bárðar Guðmundssonar búfræðings, en fólk bjargaðist fáklætt og nauðuglega. — Sagt er, að bæði hús og innanstokksmunir hafi verið i oldsVoða- ábyrgð. _________ Aflahrögð. Meðan vestanrosarnir héldust fyrir jólin, mátti heita, að aldrei væri til sjó- róðra farið; en 28. þ. m. reri almenningur f ver- stöðunum hér við Út-Djúpið, og aflaðist þá al- mennt mikið vel. 4 skurðinn, og þokuSust eptir sefvöxnu lautunum, að at- fluga, hvernig þunglamalegu barskipunum var lagt und- ir nottina, hvernig hegrinn sveif yfir himinhvolfið dimm- hlátt, og að sja vagnaraðirnar halda heimleiðis í hægðum smum, því að yfir heiðarflæmið fóru allir sér liægt. Og þegar allt var orðið hljótt, var jeg svo vanur því, að taka fram bækurnar mínar, og sökkva mér niður í ýms leyndardómsfull rit. Voru það einkum hinar torskildustu ráðgátur mann- legrar tilveru, sem eg hafði gaman af að grufla út í. Fn er eg hafði dvalið í höllinni um hálfan rnánuð, og setið við bækur mínar venju frernur lengi eitt kvöld- ið, þa var, sem mér opnuðust nýjar brautir, til að skyggn- ast mn í andageiminn, sem vér fyr eða síðar hliótum allir að læra að þekkja. Mér vaið litið upp bókinni, og sogaði um hrið að mér næturloptinu, er andaði inn um gluggann, sem stóð opinn. Ln er eg sat nú þarna, sokkinn oían í hugsanir minar, barst mér allt í einu ómur að eyrum; jeg heyrði hijóðlegt fotatak, sem reif mig út úr draumórum mínum. Mér gramdist, að hafa verið truflaður með þessu, einsetti mér því að harðbanna vinnufólkinu, að vera framvegis svo síðla á ferli, og reyndi svo að finna aptur þráðinn í fyrri liugsunum minum. En allt í einu flaug mér svo í hug, ag jeg hefði eigi heyrt gengið í burtu aptur. Dyrnar á herbergi minu vissu út að stiganum, og voru rétt við stigagatið. Jeg leit á klukkuna, og var hún hálf-tvö. Það gat ekki verið, að neitt af vinnufólkinu ætti Draugahöllin. Tveir ættliðir^voru gengnir til grafar, og í hvorugt skiptið hafði höllin Thurnau gengið að erfðum til lífserfingja. Síðasti eigandinn, Breidenstein fríherra, hafði að vísu verið hraustbyggður maður, og hafði eignazt þrjá stálhrausta syni; en þó fór það svo, að enginn þeirra varð hallarinnar aðnjótandi. Elzti sonurinn hafði látizt í ófriði, annar dáið úr kóleru, og um þriðja soninn vissi enginn, hvað varð, því að hann hvarf, og spurðist aldrei til hans. Mæðu þessa tók fríherrann sér svo nærri, að hann náði sér aldrei upp frá því, og dó skömmu síðar. Þessi voru þá tildrögin til þess, að höllin kom í mína eigu, sem var þó fjarskyldur útarfi. Og það er enginn efi á því, að séu þetta álög, eða bölvun, sem höllinni fylgir, þá slepp jeg ekki undan, fremur en hinir. Það liggur ekki fyrir mér, að sjá börnin mín varpa gleðiblæ á einmunalegu herbergin hérna, eða heyra í þeim hlátrana og kátínuna. Það skiptir hér ekki máli, af hverju jeg ræð þetta, ‘Onda er það ekki saga mín, sem segja skal; og mér er nóg, að jeg veit þetta. Sögunnar vegna sýnist mér nóg, að jeg láti þess .getið, að lífsgleðin mín var horfin, áður en jeg varð

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.