Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.02.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.02.1900, Blaðsíða 2
26 Þjóðviljinn. maður. Jeg rengi það eigi. En þvi sorglegra er, að hann skuli eigi bera skyn á það, hve mikils virði gott mál og skyn- samleg stafsetning er á bókum, sú staf- setning, sem löguð er eptir eðli máls- ins, og samkvæm sjálfri sér, svo sem verða má, — að hann skuli eigi skynja, hve mikla þýðingu það hefur fyrir við- hald tungu vorrar, og hver áhrif það getur haft, til að laga málið og bæta það, þar sem hins vegar óvandað mál, og heimskuleg stafsetning, er vísasti vegur- inn, til að spilla tungu vorri, aíiaga hana, og koma henni fyrir kattarnef. Það er sorglegt, að nokkur Islendingur skuli kalla þetta smámuni. En jeg vona, að þótt þessi brófritari haíi þessa skoðun, þá sóu þeir þó fáir, er séu jafn blindir i þessu efni, sem hann. Bréfritarinn segir, að almenningur viti e/clci af þessu. Hann gerir ráð fyrir, að almenningur taki ekki eptir því, þótt honum sé boðin sú stafsetning, sem er bandvitlaus og spiilandi fyrir tungu vora; hann virðist ætla, að almenningi megi allt bjóða; almenningi megi bjóða hverja fæðu, sem vera skal; hann haíi ekkert vit á, hvort hún sé holl eða óholl, og þá sé nóg. Hann vill ekki láta finna að vitlausri og skaðlegri stafsetningu af þeirri ástæðu, að almenningur taki ekki eptir því, hvern- ig stafsetningin er. Þetta er slæm ástæða, og skyldi enginn búast við, að slík hugs- un kæmi fram hjá merlcum manni. Ef al- menningur tekur eigi eptir því, að stafsetn- ing sú, sem höfð er á bókum, er röng og skaðleg, þá er bein skylda, að benda á það, svo að almenningur viti af því, og hin skaðlegu áhrií verði minni. En þó að bréfritarinn kunni að vera i tölu þeirra manna, er eigi bera skyn á stafsetningu, og sé því sama, hvernig ritað er, þá er þó hitt vist, að allur þorri þeirra manna, er les Bókmenutafélagsbækurnar, hefur vit á stafsetningu, eins og eðlilegt er, þar sem flestir þeirra eru menntaðir menn, og getur eigi hjá því farið, að fábjána- leg stafsetning á bókum Bókmenntafó- lagsins kasti rýrð á félagið í augum slikra manna, og getur það orðið skað- legt fyrir þrif félagsins, vöxt þess og viðgang. Þvi að þess er engin von, að inenn vilji styrkja félagið og styðja það, er svo er komið, að mönnum þykir það eigi gæta sóma síns, og bregðast tilgangi sínum. Það er því sjálfsagt, að benda á það, er þykir ver fara hjá félaginu, svo að það geti snúið á betri braut, er þvi er sýnt fram á gallana, og á þetta við um stafsetninguna. Brófritarinn kallar þá menn alla staf- setningar-þrœla, er vit hafa á stafsetn- ingu, og viija, að hún só sem bezt og vönduðust. Jeg öfunda hann eigi af þeim heiðri, er hann hefur af þessu orði. Það vill svo vel til, að maðurinn er merkur maður, þvi að varla mun þetta orð gera hann að merkismanni í augum þeirra manna, er kunna að meta þetta orð rétt. Þetta orð sýnist benda á, að bréfritarinn sé einhver íll-lyndis-ónota- karl; en það ætla jeg víst, að hann hafi ekkert vit á stafsetningu; hafi enga hug- mynd um, hvort hann sjálfur, eða aðrir, rita rótt eða rangt, og só þvi harðánægð- ur með hverja þá stafsetningarblöndu, sem að honum er rétt; drekki það allt með beztu lyst, og hafi enga hugmynd um, hvað það er, sem hann lætur í sig. Og hversu merkur, sem hann kann að vera, þá ætla jeg, að hann só að öllu ó- merkur, er um stafsetningu er að ræða; og þvi fer fjarri, að hann geti réttlætt fávizku sína i þessu efni, eða dulið hana með orðinu: stafsetningar-þrœlar. Bréfritarinn segir, að „Islandsfróttirn- ar í Skirni séu einskis virði, ófullkomnar og gauðrangar“. Jeg ætla ekki að verja þær. En jeg vil spyrja: Yeit almenn- ingur af því? Tekur almenningur eptir því? Gildir þá ekki einu, þótt þær séu „einskis virði, ófullkomnar og gauðrang- ar?“ Er það ekki nógu gott fyrir al- menning? Yill ekki bréfritarinn skáka í þessu efni í sama hróksvaldinu, eins og með stafsetninguna? Séu Islandsfrétt- imar eins og bréfritarinn lýsir þeim, þá hefði hann átt að taka sig til og „kritisera“ þær rækilega, en ekki kasta fram þess- um dómi sínum órökstuddum. Jeg efa eigi, að honum hefði tekizt það, því að hann get.ur verið all-vel að sér í frótta- fróðleik, þótt hann só eigi vel að sér í stafsetningu. Jeg stend við það, sem jeg sagði um fyrri ritgerðina í Safnsheptinu. Hún er ekki fyrir aðra, en sérstaka sagnfræðinga. Til að hafa fullt gagn af henni, nægir ekki, að vera kunnugur Sturlungu, eins og bréfritarinn segir. Ef bréfritarinn hefur full not af ritgerð þessari — og það virðist mér hann vilja gefa i skyn —, þá er hann sérstakur sagnfræðingur, þá er hann okki að eins Jcunnugur Sturl- ungu, heldur hefur liann þá „stúderað“ hana vel og rannsakað hana rækilega- Hver skyldi efast um það? — 19/j 1900. Vale. Taug'avcikis-„bakterían“. Yið rannsóknir. er gjörðai' hafa verið, hefur það sannazt, að þvi er skýrt er frá í þýzka blaðinu „Centralblatt fiir Bakteriologie11, að taugaveikis-„bakteriur“. þró- ast ágætlega i súrri mjólk, og geta iifað 3 mán- uði í ósúrri nýmjólk. — Sé „bakterían11 iátin í saltað smér, deyr hún þar eptir 10 daga; en hafi hún verið í rjómanum, áður en strokkað var, getur hún lifað í smérinu i 3 mánuði, en þróast þar eigi og margfaldast, nema mysa sé í því. Að Ijósmyuda liljóðbylgjur. Tvoir enskir háskólakennarar, E. L. Nichols og E. Merritt að nafni, hafa fundið upp aðferð til þess, að taka myndir af sveiiium þeim, er hljóðið gjörir, þeg- ar það berst um loptið, og geta þeir lesið úr myndunum, er merkin þekkja. 500 ára afmæli. í næstk. júnímánuði verða bátíðahöld mikil í borginni Mainz á Þýzkalandi í minningu þess, að þá er talið, að liðin séu 500 ár frá fæðingu Jóhanns Gutenbergs, sem er höfundur prentlistarinnar, og verður þá jafn framt haldin þar alþjóðleg sýning á ýmis konar prentáhöldum. XIY, 7 Fréttir. Skipstraud. Síðasta gamlársdag strandaði gafuskipið „Víking“ á Sauðárkrók í ofsa norð- an veðri og sjávarróti. —• Skipið, sem var eign stórkaupmanns Tlior. E. Tuliníusar í Kaup- mannahöfn, var ný komið frá útlöndum, með ýmis konar vörur, og var uppskipun skammt á veg komin, er strandið varð. — Menn björg- uðust allir, en vörur, sem náðust, voru meira og minna skemmdar, með því að skipið færðist upp í fjöruna nóttina eptir strandið, svo að tvö stór göt komu á framhlið þess, og skolaðist þar út nokkuð af vörunum, sem síðan rak i land. Hætt er við, að öll þessi gufuskipaströnd, sem orðið hafa hér við land, síðan í haust, geri það að verkum, að óhægra verði að fá skip í útlöndum til íslandsferða hér eptir um há- vetrarmánuðina, eða að sjóábyrgðargjaldið verði enn hækkað að mun, þó að full hátt sé þegar. Ljötur siöur er það, sem sumir landar vorir hafa, þegar strandferðaskip- in leggjast á hafnir. Skipin hafa stundum jafn vel naum- ast varpað atkerum, er ýmsir koma ró- andi í skorpunni, sem ekki eiga neitt annað sýnilegt erindi út á skipið, en að fá sór í staupinu. Má þá heyra köllin um skipið: „Bajer“, „G-amle Carlsberg“ o. s. frv., og eigi er það allsendis ótítt, að sumir gjör- ist svinkaðir, og fari jafn vel nestaðir af áfengi í land. Útlendingar, sem ferðast með strand- ferðaskipunum, og ekki þekkja til hér á landi, mega sannarlega írnynda sér, er þeir sjá þessar aðfarir, að Islendingar séu í meira lagi sólgnir i áfengi. En ætli menning vor Islendinga sé nú yfirleitt í svo háu áliti erlendis, að vór megurn við því, að draga úr því á þenna hátt? Strandferðaskipin eru í raun og veru sá staður, er sizt skyldi til þess valinn, að fá sér í staupinu. Að drekka sig þar blekaðan, er í reyndinni það sama, sem að auglýsa sig opinberlega óreglumann. Menn ættu því, bæði sjálfra sín vegna, og vegna orðstýs þjóðarinnar í lieild sinni, að reyna að leggja af þenna ósið, að fara út á strandferðaskipin, til þess að fá sór i staupinu. Það eru sannarlega meira en nóg tök á því, að afla sér áfengis í landi. A siðasta alþingí lýsti og landshöfð- ingi þvi ótvírætt yfir, að öll áfengissala á skipunum til annara, en skipsmanna og farþegja, væri allsendis ólögleg Það er því vonandi, að liann leggi fyrir lögreglustjórana, að líta betur eptir þessu hór eptir, en hingað til. Bindindisfólögin ættu og að láta þetta til sín taka, og veita lögreglustjórninni aðstoð sína til þess, að fá þessum óvanda af komið. ----»00§§0v>o--- ísafirði ó'. febr. 1900. Tíðari'ar enn einatt mjög óstöðugt, ýmist norðan hret, eða suðvestan rosar, nema stillviðri um undan genginn vikutíma. ý Látinn er 20. þ. m. Halldór Magnússon, fyrrum bóndi í Þjóðólfstungu, 72 ára að aldri. — Hefur hann síðustu árin dvalið í húsum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.