Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.06.1900, Blaðsíða 3
XIV, 20.
Þjóð viljinn.
79
kaupmaður Á. G. Ásgeirssnn, frú hans og fóst-
ursonur, kaupmaður Michael Riis, og hans frú,
•og prestsfrúin Sigr. Þorsteinsdóttir frá G-laumbæ.
— Héðan tóku sér far með skipinu til Reykja-
víkur: frú Ingibjörg Bjarnarson, og til lækninga:
hreppsnefndarmaður Guðm. Oddsson á Hafrafelli
og útvegsmaður Bemódus Ornólfsson í Bolung-
arvik.
f 23. maí þ. á. andaðist að Garðstöðum í
Ögurhreppi Guðmundur Runólfsson, sonur Run-
ólfs hónda Jónssonar í Heydal i Vatnsfjarðar-
sveit og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.
G-uðmundur heitinn var í vetur við sjóróðra i
Bolungarvík, en sýktist þar á þorranum, og átti
síðan að flytja hann heim rétt fyrir páskana.
en varð þá eigi komið lengra, en að Garðstöð-
um, og lá hann þar, unz hann andaðist, sem
fyr segir, 25 ára að aldri. — Hann var talinn
mannvænlegur piltur, en tæring dró hann til
dauða.
24. s. m. lézt að Kirkjuhóli í Langadal hér
í sýslu Halldór Amundason, Halldórssonar á
Kirkjubóli. kominn á áttræðisaldur. Kona hans
var Jómnn Sreinsdóttir (j- 1878), og bjuggu þau
hjón mörg ár á Kirkjubóli, og eru þrjú börn
þeirra á lífi: Amundi, lausamaður á Kirkjubóli,
Steinunn, ógipt á Bakkaseli, og Sigríður, gipt
Árna húsmanni Pálmasyni við Berjadalsá.
Síld og aílabrögð. Á Skötufirði aflaðist tölu-
vert af síld í ádráttarvörpur vikuna, sem leið,
og hefur verið seld til beitu á 24 kr. tunnan.
— Prýðisgóð aflabrögð hafa fengizt á síldina i
ytri veiðistöðunum, all-optast hlaðafli hjá öllum
almenningi, og eigi ótítt, að sexæringar í Bol-
ungarvík hafa orðið að róa fyrir seilum, eða
orðið að skilja eptir lóðir, af' því að skipin hafa
eigi borið. — I innri verstöðunum hefur og
yfirleitt verið mikið góður afli síðustu vikuna.
f 2. des. síðastl. andaðist í Látravík á
Hornströndum Stefán Agúst Jóhannsson, 27 ára
að aldri, sonur Jóhanns Halldórssonar refa-
skyttu og konu hans Hölmfríðftr Þorvaldsdótt-
ur. — Stefán heitinn var all-vel greindur, og
fékkst nokkuð við rímnakveðskap, en hafði, sem
vonlegt var, lítillar menntunar orðið aðnjótandi
í uppvextinum.
Slys. Norðmaður einn, verkmaður á hval-
veiðistöðinni á Meleyri í Veiðiieysufirði, dó ný
skeð all-vofeiflega. — Hann var á ferð frá
Hesteyrarverzlunarstað, ásamt félögum sínum
tveimur, og voru allir dauðadrukknir, að sagt
er. Tók þá einn þeirra þá upp á því, að því
er þeir tveir segja, sem lifs eru, að hann kast-
aði sér útbyrðis, en var þó draslað aptur inn
í bátinn, líklega hálf-dauðum, og slörkuðu hinir
svo bátnum til lands, en lótu félaga sinn eptir
í bátnum, og lá hann þar eptir, og fannst þar
svo örendur morguninn eptir. Var þá þegar
sent hingað vestur, eptir sýslumanni og hér-
aðslækni, með því að grunsamt mun hafa þótt,
að vera kynni af manna völdum; en ekki kvað
þó líkið hafa borið með sér nein þess konar
merki.
YikupóstferÖir til útlauda. í sumar, lík-
lega til ágústmánaðarloka, ganga í viku hverri
gufuskip frá Flateyri í Önundarfirði til Hull á
Englandi, og koma þau á leiðinní frá útfénd'
um við á Patreksfirði. — Skip þessi flytja póst-
bréf, og eru þvi bréf send héðan frá póstaf-
greiðslunni í viku hverri, degi áður, en skipin
fara frá Flateyri.
Strandbúturinn „Skálholt" kom hingað að
norðan 2. þ. m., og lagði aptur af stað héðan
aðfaranóttina 4. s. m.
Verkfræðingur Sigurður Thoroddsen fór nú
suður með „Skálholti“, eptir að hafa lokið brim-
garðsmælingunum i Bolungarvik. — Hyggur
hann verk það vel framkvæmanlegt, en ærið
kostnaðarsamt, og væntir blað vort að geta síð-
ar skýrt frá þvi nákvæmar.
Ýinsir helztu bændur vir Aðalvík, er hingað
komu með „Skálholti11, segja Aðalvíkinga flesta
eindregna gegn fiskisamþykktarbreytingunni í
þá átt, er sýslunefndin fer fram á, og vilja
ekki leyfa skelbeitu i Út-Ðjúpinu, eða á sínum
fiskimiðum. — Á undirbúningsfundi, er haldinn
var fyrir sýslufund að Hesteyri, varð og niður-
staðan sú, að láta samþykktina vera óbreytta
og er þvi svo að heyra á ýmsum Aðalvíkingum,
sem þeim þyki sj’slunefndarmaður hreppsins,
Brynjólfur hreppstjóri Þorsteinsson k Sléttu,
hafa gætt hagsmuna Aðalvíkinga miðlungi vel
á sýslunefndarfundinum i vetur.
Vikuna fyrir hvítasunnu hafa sumir í Bol-
ungarvíkinni féngið yflr 100 kr. til hlutar, eptir
blautfisksverði, en hlutir almennt eigi undir
50—60 kr. vikuna, sem leið. — Suma dagana hafa
fengizt 25—30 kr. til blutar í ytri verstöðunum.
Ætli canadiskum vesturfaraagentum yrði
ekki matur úr slíku, ef i Ameriku væri?
Leitt var það, að Aðalvikingar þeir, er hing-
að komu með „Skálholti", skyldu flestir verðá
heim að hverfa á undan héraðsfundinum, og
hafa þó stofnað ferðina mestmegnis, eða með
fram að minnsta kosti, til þess að vera á þeim
fundí.
En það var síldin, er breytti áformi þeirrá,
er hingað vestur kom.
f í maímánuði andaðist amtsráðsmaður
Eyjólfur Jólmnnsson, bóndi í Flatey á Breiðafirði,
og fyrrum kaupmaður þar. — Mun hafa verið
rúmlega fimmtugur.
Viðarreki hefur i vetur og vor verið ómuna-
lega mikill hvívetna á Hornströndum, bæði á
fjörum einstakra manna og á almenningum. —
Mest kvað þetta þó vera smáviður, en fremur
lítið af flettandi trjám.
Úr Súgandafirði er skrifað 24. þ. m., að þar
hafi í vor verið all-vel um steinbítsafla, komn-
ir hundrað steinbítar, og þar yfir til hlutar á
sumum bátum.
Dýrir peningar. Englendingurinn mr.
Ward ætlar í ár, sem að undanfórnu, að kaupa
hálfþurran smáfisk hér við Djúp, og borgar 30
kr. í peningum fyrir sk®, að sagt er, svo sem
hann hefur verið vanur.
Mælt er, að ýmsum þyki all-mikill slægur
í þessum smáfiskskaupum hr. Ward’s, þar sem
all-miklir peningar komi þá inn í héraðið, sem
sizt er vanþörf á.
En verði nú þurr smáfiskur í svipuðu verði;
eins og í fyrra, þá verða peningar Ward’s saiin-
arlega ærið dýrkeyptir almenningi.
52
Það var ekki óhugsandi, að svo kynni að vera, og
þá var allt örðugra viðfangs.
En „þolinmæðin þrautir vinnur allaru, og svo fór
einnig hér.
Allt í einu keyrði hann marra í hurðinni, og sá,
að farandkonan, gamla Ludka og Fitzka komu út.
Það var svo fyrst í stað, sem drægju þau þungt
að sér andann; en siðan gengu þau þegar greitt á stað,
og héldu rakleiðis til hallarinnar.
En hvað var orðið af ungu stúlkunni? ,
Hafði hún verið skilinn eptir í hólnum, sem fangi,
eða lá þaðan má ske einhver leynigangur, sem henni
hafði verið hleypt út um?
Og hver var meiningin með öllu þessu?
En er Lajos stóð nú þarna, í þfcssum hugleiðingum,
bar honum vonuin bráðar annað fyrir augu, er vakti
mjög athygli og forvitni hans.
Það hét varla, að þokkahjúin þrjú væru horfin, er
hann heyrði fótatak í nánd, og sá greifafrúna koma.
Ludka gamla fylgdi henni, og hlutu þær því að
hafa mætzt þar í grenndinni.
Þær gengu nú rakleiðis að leynidyrunum á hólnum,
og hurfu þar inn.
Lajos fannst, sem hanD yrði rolegri, er hann sá
þetta, því að honum datt þá eigi annað í hug, en að
greifafrúin væri komin í þeim erindum, að sækja ungu
stúlkuna, og ætlaði að fylgja henni til hallarinnar.
En er greifafrúin, rúmum hálfum kl.tíma siðar,
kom aptur út úr hólnum, og gamla Ludka fylgdi henni
ein, þá fór Lajos að gruna margt, og ásetti sér því, að
49
hélt Lajos áfram; „þar segja menn, að ungu stúlkurnar
séu fluttar til hallarinnar Czei, en annað ekki“.
Gamli maðurinn leit vantrúarfullum augum á
son sinn.
„Hvað ættu þær þangað að erinda?“ spurði hann.
„Greifafrúin hefur gefið ýmsum hallar-jungfrúm- sínum
heimfararleyfi, og látið þær frá sér fara, og þar sem allar
aðalsættir hér í grenndinni keppast um, að koma til
hennar dætrum sínum, sé henni nokkur þægð í því, hvað
ætti henni þá svo sem að geta gengið til þess, að láta
flytja stúlkur til liallarinnar með nauðung og valdi?u
Lajos þagði, og sat, sem í þönkum, en gamli mað-
urinn fór að dotta, og sofnaði að lokum.
Ungi skógarvörðurinn var og þreyttur, eptir þessa
örðugu veiðiför, og fór því vonum bráðar að koma sér
í rúmið.
Ljósið í húsi skógarvarðarins var nú slökkt, og
allir hvildu þar sem í fasta svefni.
En úti fyrir lét hátt i vindinum, og regnið lamdi
utan rúðurnar.
Hálf-raunaleg og tilbreytingalítil voru vögguljóð-
in þau.
,, *
* *
Morguninn eptir reis Lajos árla úr rekkju, til þess
að geta í tækan tima komið veiði sinni í eldhúsið í höllinni.
A heimleiðinni frá höllinni gekk hann svo eigi
gegnum blómgarðinn, heldur fór hann aðra leið, ef ske
kynni, að eitthvert dýr, sem meiri slægur væri í, yrði
þar á vegi hans.
Héraðið var þar hæðótt, og þegar nokkuð var kom-