Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1900, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1900, Blaðsíða 1
Verð nrgangsins (minnst 52 arlcir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. — |== Fjórtándi árganGur. =| RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. Vppsögti skrifleg, ogiht nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúní- j mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir blaðið. M 22. ÍSAFIRÐI, 21. JÚNÍ. 19 0 0. Útlönd. í enskum blöðum, er ná til 6. júní, sést þessara frétta getið: Eptir að Roherts lávarður hafði tekið Johanneshurg, og haldið þar innreið sína 80. maí, svo sem getið var í siðasta nr. blaðs þessa, hélt hann liði sínu viðstöðu- laust til Prœtoriu, og þangað hélt einnig Hamilton hershöfðingi með stórskotalið það, er hann stýrir. I Prœtoriu var Botlia, aðal-hershöfð- ingi Búa, fyrir, og lið nokkurt, og skipt- ust herliðin nokkrum skotum á, fvrir utan borgina, 4. júni, áður Búar létu undan síga inn í borgina, og skipuðu Bretar þá liði sínu umhverfis borgina, og ætluðu að bíða svo til næsta dags, og greiða þá atlögu að borginni. En skömmu fyrir miðnætti komu tveir sendimenn frá Botha hershöfðingja, og beiddust fundar Roberts lávarðar. Var erindi þeirra þess efnis, að Botha óskaði vopnahlés, til þess að semja um, með hvaða skilmálum borgin gæfist upp, og sendi Roherts þá aptur þau boð, að hér þyrfti ekki til neinna samninga að koma, þvi að borgin yrði að gefast upp skil- málálaust, og myndi hann ella hefja skot- hríð á borgina að morgni 5. júni. Botha sendi þá litlu síðar ný boð, að þar sem við slíkt ofurefli væri að etja, sæi hann eigi til neins, að verja borgina, en kvaðst vænta þess, að Roherts lávarð- ur sæi konum, börnum, og eignum manna fyrir fullkominni vernd. Næsta dag, 5. júní, hélt svo Roberts lávarður innreið sína í Prætoriu, og lét draga þar upp brezka fánann á allar opin- berar byggingar, sem merki þess, að Bretar hefðu tekið borgina. En af' Botha hershöfðingja er það að segja, að hann hafði þegar um nóttina haldið öllum Búa-her, sem þar var, burt úr borginni, áleiðis norður til Lydenhurg héraðs, og ætla Búar að verjast þaðan i lengstu lög, og sameinast þar öðrum her- sveitum sínum, sem eru á leið þangað norður. Ekki var Kriiger gamli í Prætoriu, er Bretar tóku borgina, og vita menn nú ógjörla, hvort hann er í liði Botha hers- höfðingja, eða hefst annars staðar við; en bæði frú Kriiger og frú Botha dvelja enn í Prætoriu, og verður þar auðvitað eng- inn óskundi gjör, enda myndi Bretum það hin mesta smán, er aldrei yrði af þvegin. Búar höfðu, sem vænta mátti, flutt með sér öll nýtileg hergögn, er þeir héldu burt úr Prætoriu, og sömuleiðis tekið með sér ríkisfjárhirzluna, og fjölda af brezkum föngum, sem í gæzlu hafa ver- ið í Prætoriu, en skilið þó ýmsa band- ingja eptir, er minnstur þótti slægur í, og voru þeir auðvitað þegar leystir úr haldi, er Bretar komu þangað. A Bretlandi ætlaði lýðurinn rétt að rifna af fagnaðarlátum, er fregnir þessar bárust þangað, þó að ekki gengi reynd- ar alveg eins mikið á, eins og þegar fréttist um lausn Mafeking úr umsátrinu 17. maí. Annars sýnist svo, sem Bretar hafi ekki mikið að láta, þar sem hernaðarað- ferð Búa hefur nú upp á siðkastið jafn- an verið sú, að hætta eigi til aðal-orustu, þar sem ofurefli var fyrir, og engum fær það dulist, að það var mjög hyggilega gert af Búum, að leggja eigi út í það, að verja Prætoriu, því að þegar Bretar hefðu svo tekið borgina, sem hlaut að verða fyr eða síðar, þá hefði verið úti um ófriðinn, og Bretar þá átt fullum sigri að fagna, í stað þess er Búar geta nú enn varizt lengi, og gert Bretum margan ógreiða. Aðal-her Breta er nú kominn langt inn í óvina land, og getur svo farið, að þeim veiti full-örðugt, að tryggja sér vista-aðflutninga þangað, sem þarf, alla leið sunnan úr Kapnýlendu, eða vestan frá Delagóa-flóa; en aðal-von Búa er nú sú, að geta þreytt Breta, og haldið ófrið- inum áfram sem lengst, ef ske kynni, að' stjómarbreyting heima á Bretlandi, eða viðburðir í öðrum rikjum, yrðu þeirra málstað að einhverju liði. Sagt er, að French hershöfðingi sé nú á leið norður til Lydenburg héraðs, og gera Bretar sér vonir um, að honum muni ef til vill takast, að stemma stigu fyrir, að hersveitir Búa komist þangað alla leið; en fremur er þó að heyra, sem von sú muni völt. 31. mai varð ensk hersveit að gefast upp fyrir Búum í nánd við borgina Lindley, og tóku Búar þar um 500 fanga, og herfang nokkuð. — Methuen lávarði var ætlað, að koma þeirri hersveit Breta til hjálpar, en varð of seinn í förum, og hafði þó farið náttfari og dagfari. Uppreisnin i Kína heldur enn á- fram, og hafa uppreisnarmenn viða eyði- lagt járnbrautir, brotið brýr, og stútað ýmsum evrópeiskum kristniboðum, enda er markmið þeirra hvorki meira né minna, en að reka alla útlendinga burt úr Kína, og segir sagan, að ekkjudrottningin, sem þar ræður nú öllu, sé undir niðri mjög hlynnt þeim. Engu að síður hefur þó Kína-stjórn sent herlið nokkurt gegn uppreisnar- mönnum, og sló í bardaga á einurn stað við járnbrautina milli Peking og Tíentsin, og lögðu hermennirnir á flótta, eptir mann- fall töluvert. Sendiberrar stórveldanna, sem sitja í Peking, búast því við, að uppreisnarmenn ráði þá og þegar á höfaðborgina, og hafa skorað á stórveldin, að skerast í leikinn, og telja ýmsir eigi annað munu hlíta, en að stórveldin taki Peking, og viki ekkjudrottningunni, og helztu trúnaðar- mönnum hennar, prinzunum Kang-Yí og Ching- Titan, úr völdum, og setji þar nýja stjórn á stofn. Úr bréíi frá norðlenzkum bónda til ritstjóra „Þjóðviljans“. Mikið þæfið þið blaðamennirnir um þetta stjórnarskrármál, og lítt skiljanlegt virðist mér, hvernig jafh einfalt mál getur staðið þveröfligt í höfðinu á sum- um ykkar. Það virðist þó ekki þurfa nema örlitla heilbrigða skynsemi, til þess að sjá, að eins og því máli nú horf- ir við, er ekkert sjálfsagðara, en að ganga að tilboði stjórnarinnar frá síðustu þingum. Yér erum sífellt að kvarta um ókunnugleik stjórnarinnar á öllum hög- um vorum; vór teljum samvinnuleysi hennar við þingið óþolandi, og ábyrgðar- leysi hennar stór-hneyxlanlegt. A þessu höfum vér verið að klifa nú í næstum fjórðung aldar, og ekkert væri því lík- legra, en að vér tækjum feginshendi hverjum þeim bótum, sem fáanlegar væru á þessum stór-göllum á stjórnarfari voru. En hvað skeður? Þegar þinginu býðst sórstakur ráðherra, sem vinnur saman við það að öllum þjóðmálum vorum, á kost á, að verða landi og þjóð nákunn- ugur, og ber ábyrgð allra sinna gjörða fyrir alþingi, þá ætla sumir þjóðmála- garpar vorir alveg að ganga af göflun- um, og telja sjálfsforræði voru hinn mesta voða búinn, og þá menn varga í véura, sem fá vilja þessa breyting. Þetta gengur yfir minn skilnÍDg, og þess vegna er eg alveg hissa á gauraganginum í ritstjóra „Þjóðólfs“, sem me3t hamast gegn þess- ari breytingu. Maðurinn þykist vera fjarskalega þjóðrækinn, það heyrir maður í hverju blaði, og þó vill hann heldur, að þjóð vor só ofurseld um óákveðinn tíma ókunnugleik, ábyrgðarleysi og gjör- ræði þessa danska dómsmálaráðherra, sem kallaður er ráðgjafi íslands, en að sú breyting komist á, sem tryggir þjóðinni samvinnu þingsins við stjórnina, kunn- ugleik stjórnarinnar á högum hennar, og ábyrgð gagnvart þingi þjóðarinnar. Þessa þjóðrækni skiljum við sumir bænd- urnir ekki. Sjálfsforræði vort á að líða undir lok, ef þessar breytingar eru lög-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.