Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1900, Blaðsíða 1
Verð nrgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
.. ~|= Fjóbtándi ÁBÖANGUB. = |--
-EITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|&osS—i—
j TJppsögn skrifleg, ógild
I nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
hlaðið.
ÍSAFIBÐI, 20. JÚLÍ.
M 25.
Útlönci.
Austræni-ófriðurinn. Hvar sem
litið er í útlend blöð, þá er eigi um ann-
að tiðræddara, eD um atburðina í Kina,
sem nokkuð hefur þegar verið minnzt á
hér i blaðinu.
í síðasta nr. blaðsins var getið orust-
unnar við Taku, og eru nú komnar greini-
legri fregnir um þá atburði.
Á höfhinni við Taku lágu 5 útlendir
fallbyssubátar: „Algeríne“ (brezkur),
„Iltisu (þýzkur), „Mandsjuru (rússneskur),
„Yorktown“ (frá Bandaríkjunum) og
„Atajou (frá Japan), og með þvi að tor-
ingjar herskipa þessara sáu, að Kínverj-
ar voru i óða önn að vígbúa kastalana í
landi, og draga þangað herlið, þá gerðu
þeir kastalaverði 16. )úni þau orð, að ef
hann eigi fyrir kl. 2 aðfaranóttina 17.
júní hefði dreift liðsafnaði þessum,
myndu þeir skoða þenna liðsafnað, sem
ófriðarmerki.
Kastalavörður svaraði orðsendingu
þessari engu, en tók kl. 1 um nóttina
að skjóta á herskipin, og svöruðu þau
þá þegar með óguriegri skothríð. Lenti
þá ein af sprengikúlum Kínverja í púður-
geymsluklefa á fallbyssubátnum „Mand-
sjur“, og kveikti þegar í púðrinu, svo
að skipið flaug í lopt, með voða hvell,
og fóllu ýmsir, eða urðu sárir.
Af hinum fallbyssubátunum fengu og
2 aðrir all-slæma útreið; en á hinn bóginn
voru skotin frá herskipunum eigi áhrifa-
minni, svo að tveir af kastölum Kín-
verja gjöreyddust af skothriðinni, og að
því búnu réð herliðið til landgöngu, og
réðist, með byssustingi í höndum, inn í
kastala þá, sem staðizt höfðu skothriðina.
Féllu alls um 400 af Kinverjum í
atlögu þessari, og stóð orustan i sam-
fleytta 7 kl.tíma, unz Kínverjar lögðu á
flótta, og voru þá enn margir skotnir; en
af herliði stórveldanna er mælt, að að
eins hafi fallið 21, og 57 orðið sárir.
Mælt er, að kastalavörðurinn í Taku
hafi haft fyrir sér beina skipun frá ekkju-
drottningunni í Peking, er hann tók að
skjóta á herskipin, enda hafi Kínverjar
álitið kastalana ótakandi, þótt önnur yrði
nú raunin á.
Sannfrétt er nú, að Ketteler, sendi-
herra Þjóðverja, hefur verið nnyrtur á
götu í Peking 18. júní. Hann var á reið
þar í borginni, skammt frá sendiherra-
höllinni þýzku, er ltínverskir hermenn, og
„hnefamenn“, réðu á hann, drógu hannaf
hestsbaki, drápu liann, og hjuggu lík hans
í styklú. En að því búnu réðu hermenn-
irnir á hallir annara sendiherra, lögðu
eld í 7 þeirra, drápu marga af þjónustu-
sveinum sendiherranDa, og vörpuðu lík-
unum á bálið.
Daginn eptir, 19. júní, lét svo Kína-
stjórn það boð út ganga til sendiherr-
anna, að þeir yrðu að koma sér burtu
úr borginni innan 24 tíma, með því að
stjórnin gæti eigi ábyrgzt lif þeirra, og
hafa menn siðan engar fregnir af þeim
fengið, vita eigi, hvort þeir eru lífs eða
liðnir, hafast við í Peking, eða hafa send-
ir verið suður eða norður í land.
Þessar aðfarir við sendiherrana, sem
hvívetna eru friðhelgir, samkvæmt þjóða-
róttinum, hafa gert það að verkum, að
öll stórveldiu eru nú einhuga um það, að
ekki tjái annað, en að taka alvarlega í
taumana í Kína, til þess að tryggja líf
og eignir útlendinga, sem þar búa, eða
reka atvinnu.
Af ferð Seymour’s aðmíráls, sem getið
var í síðasta nr., bárust lengi engar frótt-
ir, og er svo að sjá, sem Kínverjar hafi
um hrið haldið honum i kreppu milli
borganna Tientsín og Peking, enda hafa
þeir gnótt hermanna á því svæði. En
síðustu fregnir segja þó, að hann hafi
komizt alla leið til Tientsín, og hafi þá
62 verið fallnir af hans mönnum (rúm-
um 2 þúsundum), en 212 verið meira og
minna sárir.
Sagt er, að Seymour aðmíráll hafi
viljað fara með liðsflokk sinn til Peking,
en einn af herforingjum Kínverja,
Tungfuhsíang að nafni, verið þar fyrir
með 10 þús. hermanna, svo að Seymour
varð frá að hverfa, enda vilja nú Kin-
verjar engum útlendingi leyfa inngöngu
í höfuðborg sina að svo stöddu.
Kinverjar kunna því ílla, að útlend-
ingar hafa kastala þeirra í Talm í hönd-
um, og búist við, að þeir sendi þá og
þegar mikinn her, til að ná kastölunum
aptur, og er þá Seymour, og útlendingar
í Tientsin, í óþægilegri kví.
Ymsar sagnir eru í útlendum blöðum
um dráp og spillvirki i Kína, svo sem
að 600 kristinna manna hafi verið myrt-
ír i héraðinu Gunnanfu; en hæpið mun
vera, hve áreiðanlegar sumar þessar sagn-
ir eru.
Ameríkanskri og rússneskri hersveit,
er send var frá Taku til Tientsin, lenti
saman við kinverskar hersveitir 21. júní,
skammt frá Tíentsin, og urðu undan að
hörfa, eptir að hafa misst nær 200 manna,
er fóllu eða urðu óvígir af sárum; en
seint í júní er þó að sjá, sem hersveit-
um þessum hafi tekizt að komast alla
leið.
ADnars er nú svo að sjá, sem „hnefa-
pennu og kínverskir hermenn haldizt
hvívetna í hendur, og að Kínastjórn sé
í fullri samvinnu við þá, og ætla menn
19 0 0.
því, að nú standi hvorki meira né minna
til, en að útrýma öllum útlendingum úr
Kína, enda kemur það nú upp úr kafinu,
að Kínverjar hafa 2 síðustu árin haft all-
mikinn viðbúnað, og flutt að meðaltali
inn í landið um 20 þús. af nýjustu og
beztu skotvopnum mánaðarlega, en látið
þýzka og rússneska liðsforingja kenna
kÍDverskum hermönnum vopnaburð.
Það er því sízt að vita, að Kinverjar,
sem eru 400 milj. að tölu, verði stór-
veldunum mjög auðsveipir, ef í íllt skerst
fyrir alvöru. — — —
Afríku-ófriðurinn er enn eigi
til lykta leiddur; en allir vita þegar enda-
lokin, sem þar hljóta að verða, svo að
blöðin eru nú farin að gefa ófriði þessum
minni gaum, einkum síðan stórtiðindin
hófust i Kína. Búar verjast þó enn ept-
ir föngum, og eiga við Breta ýmsar smá-
orustur, og hafa þá ýmsir betur. — Síðast
er getið um orustu 12 enskar mílur fyrir
austan Prœtoríu; var Botha hershöfðingi
þar fyrir, með 8 þús. Búa, og urðu Búar und-
an að hörfa, en Bretar misstu þó 120 menn.
Á Ítalíu eru þingkosningar nýlega
um garð gengnar, og gengu þær Pelloux,
og ráðaneyti hans, fremur í vil, svo að
Gállo, einn af fylgismönnum stjórnarinn-
ar, var kjörinn forseti þingsins, með 242
atkvæðum gegn 214; en engu að síður
sá Pelloux sór þó eigi annað fært, vegna
ofstopa mótstöðumannanna, en að segja
af sér völdum, og heitir sá Sacaccó, er
veitir hinu nýja ráðaneyti Itala forstöðu.
f Látinn er 16. júní prinzinn af
Joinville, þriðji sonur Ludvigs Filipps
konungs. Hann var fæddur 14. ág.
1818, og kvæntist 1843 dóttur Pedró’s 1.
í Brazilíu, og er María prinsessa, koDa
Valdimars prinz í Kaupmannahöfn, dótt-
ur-dóttir þeirra hjóna. — — —
Pinnlendingar sæta æ harðari og
harðari kostum af hálfu Rússastjórnar,
og hefur Rússakeisari 20. júní að ýmsu
takmarkað fundafrelsi þeirra, skipað að
nota rússnesku, en ekki finnsku, í ýms-
um embættisbréfum, o. fl. — Kemur þetta
allt í bága við stjórnarskrá Finnlendinga,
sem keisarar Rússa hafa, hver fram af
öðrum, staðfest. — En rétturinn verður
þar, sem víðar, að víkja fyrir valdinu.
--—«X>§§OOO-—
Kosningarimman.
Svo er að heyra, sem töluvert fjör
muni verða i alþingiskosningunum í haust.
Stjórnarskrármálságreiningurinn, sem
verið hefur tvö síðustu þingin, kemur riú
undir þjóðarinnar dóm.
Það er nú hennar, að skera úr því,
hvort hún vill heldur styrkja þann flokk-