Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1900, Síða 2
98
Þjóðviljinn.
inn að málum, er þoka vill sjálfstjórnar-
máli voru nokkur fetin áleiðis, eða halda
tryggð við ábyrgðarlausa embættis- og
skrifstofu-valdið í Reykjavík og í Kaup-
mannahöfn, hvers föðurlegu(!) umhyggju
og handleiðslu vér erum orðnir svo
kunnir.
Milli þingvaldsins og skrifstofuvalds-
ins stendur deilan, það vita allir.
Og um þenna ágreining hljóta nú
kosningarnar eingöngu að snúast í haust,
því að afdrif þessa eina máls, stjórnar-
skrármálsins, eru þýðingarmeiri fyrir
þjóðina, en allt annað.
Takist skrifstofuvaldinu, og leigusvein-
um þess, að vinna sigur við kosningarn-
ar að þessu sinni, þá er ekki um neina
stjórnarbót að ræða 6 árin næstu að
minnsta kosti.
Það er því ærinn ábyrgðarhluti, að
styðja áhangendur embættis- og skrif-
stofu-valdsins við kosningarnar í haust.
Aldrei hefúr þjóðin staðið nær því,
en nú, að geta rykkt sér upp úr allra
verstu fenunum, og því ríður á, að nú
verði menn samtaka.
Þetta vita stjórnbótaféndur einnig of-
ur vel, og eru því með lífið í lúkunum.
Má því búast við, að þeir muni eigi
óvíða reyna að draga huga manna frá
stjórnarskrármálinu við. kosningarnar, og
leitast við að gera héraðsmál, eða minni
háttar þingmál, að kappsatriðum, og
lauma þannig sínum mönnum að.
Hér reynir því eigi lítið á politiskan
þroska og glöggskyggni kjósanda, að láta
ekki blekkjast af þessum og þvílíkum
brögðum.
Nýtt frá útlöndum.
Yoðafréttir. — Blóðbað í Peking.
Allir hvítir menn myrtir.
I enskum kvöldblöðum 5. júlí kvað
þær fregnir vera hermdar frá Peking, að
allir sendiherrar útlendra ríkja
þ a r í borginni hafi verið myrt-
ir, og að Kínverjar hafi ekki látið þar
við sitja, heldur hafi slíkur tryllingur
gripið lýðinn, að allir hvítir menn í
Peking hafi verið drepnir, svo
að enginn standi lífs uppi.
Reynist fregn þessi eigi orðum aukin,
— og ensk blöð kvað flytja hana, sem
sanna og áreiðanlega í alla staði —, þá
er hér um sUIm oliœfu og svívirðu, að rœða,
elcki sízt að því er dráp friðhelgra sendi-
herra snertir, að stórveldin hljóta þegar
að láta öll sín ágreiningsefni niður falla
að sinni, og sameina til þess krapta sína,
að berja alvarlega á Kínverjum, og setja
frá þá stjórn, er gerir það auðið, eða er
má ske beinlínis eða óbeinlínis orsök til
þess. að slikt siðleysi fer fram.
Er svo helzt að sjá, sem Kínverjar
hafi nú einsett sér, að ganga á milli bols
og höfuðs á öllum hvítum mönnum þar
í landi, og gjör-hreinsa land sitt.
Og rísi „guli kynflokkurinnu, um 400
milj. Kínverja upp, sem einn maður, þá
hafa stórveldin ærið að starfa, áður friði
verði á komið.
Hún sýnist að vera í meira lagi köld
í þeli til útlendinga, og ekki láta allt
fyrir brjósti brenna, gamla konan, ekkju-
drottningin Tsu-Tsí, sem nú ræður rikj-
um í Kína.
Þingmannaefni.
Það verður enginn hörgull á þingmanna-
efnum í haust, þykjast menn vita.
Margir eru þegar nefndir, sem hug hafa á
þingmennsku, bæði gamlir þingmenn, og ó-
reyndir menn, og skulu hér nokkrir nefndir:
í Reykjamk gefur yíirdómari Jón Jensson apt-
ur kost á sér, og munu íteykvíkingar eigi að
svo stöddu breyta um þingmann til batnaðar.
— í sumum málum, t. d. i fréttaþráðarmálinu,
hefur framkoma Jóns yfirdómara að vísu verið
all-einstrengingsleg og óheppileg, eins og hann
yfir höfuð hneigist um of í ihaldsáttina i mörg-
um málum, og hættir til þess, að vera nokkuð
óþýður og samvinnustirður stundum, sem má
ske stafar af veikindum; on þar sem hann er
stjórnbótinni fylgjandi, maður vel glöggur og
einarður, vill þó blað vort leggja honum með-
mæli, enda munu Reykvíkingar seint fá þann
þingmann, er betur gæti hagsmuna þeirra á
þingi, þvi að ýmsum hefur jafn vel þótt Jön
yfirdómari beita þar þráinu um of, t. d. í
kirkjugarðsþrefinu o. fl.
Hverjir verða kunna í kjöri i Reykjavík, auk
Jóns yfirdómara, mun enn í óvissu; en gizkað
er á, að bankastjóri Tryggvi Gunnarsson, sem
nú mun treysta Árnesingum miðlungi vel, hafi
nú helzt augastað á Reykjavik, og byggi þar á
fylgi útgerðarmanna, ishúsfélaga, skrifstofu-
valdsdýrkanda og bankaskuldunauta. En vegna
stöðu hr. Tr. G. verður þó blað vort enn, sem
fyr, að vera þeirrar skoðunar, að hann sé sá
maður. er sízt œtti á þingi að vera; nógu ræður
nú auðvaldið þar samt, enda er hann ýmsum
þjóðarinnar mest varðandi áhugamálum, svo
sem stjórnbótinni. fréttaþráðarmálinu o. fl. hinn
andvígasti. og i hvivetna á bandi landshöfð-
ingja, og honum háður. — —
í Gullbringu- og Kjósarsýslu munu menn
vera einráðnir í þvi. að kjósa að eins stjórnbóta-
menn; öðrum tjáir ekki að bjóða sig þar fram.
Hvað gömlu þingmennina snertir, ber öRum
saman um, að lækni Þórði J. Thoroddsen i Kefla-
vik sé endurkosningin alveg vís, en að mjög
hæpið sé, að skólastjóri Jón Þórarinsson í Flens-
borg verði endurkosinn, vegna ágreinings við
kjósendur i ýmsum minni háttar málum, enda
hafa þar margir augastað á Birni kaupmanni
Kristjánssyni í Reykjavík, sem sagður er ein-
dreginn stjórnbótamaður, og hefur marga þing-
mannskosti.
Þar er og enn tilnefndur, sem þingmanns-
efni, Guðmundur bóndi Magnússon i Elliðakoti,
gáfu- og hæfileikamaður; en um skoðanir hans
í stjórnmálum er-oss ekki kunnugt, eins og
nú stendur. —
í Borgarfjarðarsýglu keppa tveir um þing-
mennskuna, eins og síðast: leotor Þórhallur
Bjarnarson og búfr. Bjórn Bjarnarson á Reykja-
hvoli, annar úr stjórnbótaflokknum, en hinii úr
mótflokknum, og fylg.ja því meðmæli blaðs vors
að sjálfsögðu hinum fyr nefnda.
En þar sem Bj'rírn búfr. er gagnkunnugur í
kjördæminu, og sagður fram úr hófi áleitinn
víð kjósendur i kosningaundirróðri sínum, þá
mega stjórnbótamenn i Borgarfjarðarsýslu sízt
liggja á liði sínu, og engir sitja heima á kjör-
degi, ef vel á að fara. fMeira.)
--
Politíkin og blöðin á íslandi.
I grein einni, sem birtist í blaðinu
XIV, 25.
„Lögberg“ 17. maí síðastl., farast ritstjór-
anum þannig orð um apturhaldsmálgagn-
ið „Þjóðólf“, eptir að bann hefur áður
stuttlega drepið á framfarablöðin hér á
landi, og stefnu þeirra:
„Þjóðólfur“ er aðal-málgagn apt-
urhaldsflokksins á Islandi, sem ekki
hefur neitt prógram, að því er sést á
blaðinu, annað en það, að úthúða mót-
stöðumönnum sínum fyrir framfara-
tilraunir þeirra, og vilja halda öllu und-
ir gamla farginu. I rauninni bendir
margt til, að „Þjóðólfur“ sé í all-mik-
illi fyrirlitningu hjá betri og vitrari
hluta manna á Islandi, enda mætti
mikið vera, ef jafn durgslegt, ofstækis-
fullt og óvandað dónablað væri mál-
gagn fyrir skynsamari og sanngjarnari
hluta þjóðarinnar. „Þjóðólfur“ vill
einangra Islendinga í öllum efnum, og
er mein-ílla við allar hreifingar, sem
miða i þá átt, að koma þeirn í nokkurt
samband við framfara-strauma heims-
ins. Þess vegna bölsótast blaðið, eins
og það gerir, út af Vaitýsku og vestur-
förum, telegraf til útlanda, og tilraun-
um að stofna öflugan banka. Blaðið
vill hlaða eins konar Kína-garð um Is-
land — eins og apturhalds-menn hér
um Canada — halda við gömlu verzl-
unar-einokuninni, og vesaldóm almenn-
ings. „Þjóðólfuru skammar fólkið í
landinu fyrir slóðaskap, og úthúðar
þeim, sem eru orðnir móðlausir, eptir
langt og árangurslítið strit, og langar
til að reyna að bæta kjör sín með því
að flytja til Ameríku. Hið eina, sem
blaðið gerir, til að seðja hina hungruðu,
og létta byrði hinna örmögnuðu, er að
reyna að troða þá út með visnunar-
politík sinni; en hún reynist léttari og
gagnsminni, en nokkurt gaddhestafóður.
Vér nefnum apturhaldspolitíkina visn-
unar-politík, því bæði hafa framfara-
blöðin á Islandi kallað hana það, og
svo hefur hún reynzt sumurn blöðun-
um það. Reykjavíkur-blöðin „Dagskráu,
„íslandu eg „Nýja Öldinu vesluðust
upp og dóu úr henni árið, sem leið.
Blöðin, sem nú fylgja apturhalds-stefn-
unni á íslandi, auk „Þjóðólfsu, eru
„Fjallkonanu í Reykjavík, „Stefniru á
Akureyri, og „Austri“ á Seyðisfirði; en
síðastnefnd þrjú blöð eru ekki nærri
því eins ofstækisfull, eins og „Þjóð-
ólfuru.
Ef nokkur politísk stefna reisir
efnahag fólksins á íslandi við, þá verð-
ur það stefna framfara-flokksins þar.
Nihilismus apturhaldsmanna dregur
þjóðina vafalaust niður í enn meiri fá-
tækt, og hún siglist enn lengra aptur
úr hinum menntuðu þjóðum heimsins,
ef hann verður ofan áu.
Þetta eru hörð orð í garð „Þjóðólfsu,
en þvi miður allt of sönn, eins og blaðið
í seinni tíð er orðið.
Hvað vesturflutningana snertir, þá eru
að vísu margir „Þjóðólfiu sarndóma um
það, að jafn miklir vesturHutningar, eins
og átt hafa sér stað t. d. í ár, séu þjóð-