Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1900, Qupperneq 3
Þjóðviljinn.
99
XIV, 25.
félagi voru til mikils skaða, að minnsta
kosti í bráðina; en ráðið til að draga úr
vesturfararhug almennings er sannarlega
eigi í því fólgið, að ausa úr sór durna-
skömmum um Ameríku, og helztu menn
Vestur-íslendinga, heldur hitt, að leita til
þess allra bragða, að bæta hag manna
hér á landi, og glæða hjá fólkinu trúna
á hin margvíslegu framfaraskilyrði, sem
ættjörð vor hefur að bjóða.
„Hnefamenn“. Þar sem 1 útlendu fréttun-
um í blaði þessu er talað um „hnefamenn“, þa
er þar átt við kínverskt þjóðvinafélag, sem að-
allega gengst fyrir óeyrðunum í Kína um þess-
ar mundir.
Félag þetta var stofnað fyrir tæpu ári, og
heitir sá Tsehuhungteng, er fólagið hefur stofnað,
ng þar ræður mestu.
Félagar þessir nef'na sig sjálfir á kínversku
„Ihofsckuen“, er merkir: „Hnefi friðar og þ.jóð-
rækni", og af því nafni hafa Bretar dregið, að
kalla þá „Boxers“, sem vér nefnum hnefamenn.
ísafirði 20. júlí 1900.
Tiðarl'ar. Síðan um miðjan þ. m. hafa hald-
ist votviðri all-optast, en tíð verið fremur hlý,
svo að t.ún og engi hafa víða tekið nokkurum
hata.
-j- Látinn er ný skeð Arngrímur hóndi Jóns-
son í Ytri-Hjarðardal í Önundarflrði, fyrrum
hákarlaveiða-skipstjóri og gildur bóndi. — Hann
mun hafa verið um sjötugt, og verður helztu
æfiatriða hans síðar getið hér í hlaðinu.
Slysfarir. Tveir unglingspiltar, annar smali
Halldórs bónda Gunnarssonar í Skálavík, en hinn
smali í Vatnsfirði, drukknuðu um miðjan þ. m.
í vatni einu i svo nefndum Þúfnadal í Vatns-
fjarðarsveit. I vatni þessu er veiði nokkur, og
hef'ur því verið hafður þar pramma-garmur, og
net lagt þar öðru hvoru. — Hafa sveinarnir að
líkindum ætlað að vitja um netið, og þáhvolft
undir þeim, því að pramminn fannst á hvolfi
á vatninu, og hestar þeirra hundnir á hakk-
anum.
Aflabrögð. Síðan um vorvertíðarlokin hafa
ýmsir öðru hvoru stundað róðra hér við Djúp-
ið, og jafnan verið reitings-afli, 1—8 hundruð,
og þar yfir, og þykir sjómönnum þó fremur
fítið til koma, þar sem beita er jafnan nóg, og
margar lóðir dregnar; en alla leið er nú fiskur
genginn inn fyrir Æðey, og hefur jafn vel ver-
ið einna bezt um afla þar inn frá nú um hríð.
Hlta- eða tauga-veikm, sem gengið hefur
hér í kaupstaðnum, virðist því miður enn eigi
um garð gengin, þar sem menn eru enn að
veikjast í sumum húsum, þótt veikin sé ekki
mjög mögnuð.
f 14. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum
ekkjan Sigurlaug Sigurðardóttir, rúmra 65 ára að
aldri, fædd 17. júní 1835. Hún var f'yr gipt
Jóhanni Guðmundssyni, bónda á Kleyfum í Stein-
grímsfirði Einarssonar, Jónssonar dhrm. á Kolla-
fjarðarnesi, og missti hún mann sinn árið 1884.
Þau hjón voru jaf'nan, sem húshjón, eða í
vinnumennsku, og eru nú þrjú hörn þeirra á lífi:
Ingunn, gipt húsm. Ben. Vagn Sveinssyni hér
í kaupstaðnum, Skarphéðinn, hóndi á Sveðjustöð-
um í Húnavatnssýslu, og Sigurður.
Sigurlaug heitin var að mörgu leyti mesta
myndarkona, stillt og ráðsett, og. dvaldi mörg
síðustu árin hjá Ingunní dóttur sinni hér i
kaupstaðnum.
-j- 4. þ. m. andaðist hér i kaupstaðnum hús-
maður Sigmundur Jómsson, 60 ára að aldri, f'ædd-
ur að Ytrihúsum í Dýrafirði 1840. — Árið 1869
kvæntist hann Sigríði Sakarmsardóttur, er nú
lifir hann, ásamt tveimur uppkomnum hörnum
þeirra: Ingibjörgu, giptri konu í Ameríku, og
Jóni, trésmið hér í kaupstaðnum.
6. s. m. andaðist enn fremur hér í kaup-
staðnum konan Ingibjörg Sigurðardóitir, systir
Ólafs bónda Sigurðssonar á Folafæti, og þeirra
systkina. — Hún var f'ædd að Bæjum á Snæ-
íjallaströnd 1856, og giptist haustið 1884 Guð-
mundi húsmanni Jónssyni, er nú lifir hana, á-
samt þremur hörnum: Hermanni, Asu og Sigrúnu.
Morði'ýsn. Undarleg ánægja er það, sem
sumir náungarnir hér í kaupstaðnum hafa af
því, að vera að skjóta meinlausar rytur, sem
eru að sækjast í síldina hér á Pollinum, og sem
ekki eru hagnýttar að neinu. Ætti það sann-
arlega að vera hverjum manni nóg, að verða að
drepa þær skepnur, sem nauðsyn krefur. Hitt
lýBÍr annað hvort stakasta hugsunarleysi, eða
miður göfugum hugsunarhætti.
the EurMBTJn&a
Roperie & Sailcloth Company Limited
stofnað 1750.
Verksmiðjur í Leitli og Glasgow.
Búa til
færi, strengi, kaðla og segldúka,
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaup-
mönnum um allt land.
Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar:
F. I I joi-f li & Co.
Kaupmannahöfn K.
Uppboðsauglýsing.
Það auglýsist hér með, að fimmtudag-
inn 26. dag yfirstandandi júlímánaðar
verður opinbert uppboð haldið á Eyri í
Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi, og þar seld-
ir ýmsir lausafjármunir tilheyrandi dán-
arbúi Gruðmundar sál. Bárðarsonar frá
Eyri, svo sem raikill sjávarútvegur, kvik-
fénaður, ýmsir búshlutir, og margt fteira.
Uppboðið hefst kl. 10 f. h. og verða
söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 18. júlí 1900.
I I. Hafstein.
64
Jeg heyrði, að sagt. var: „Vertu sælu, og rétti þá
út hendurnar; en sýnin hvarf þá þegar“. — — —
Ungfrú Pothier í Parisarborg skrifar áþessaleið:
„Það var kynlegt atvik, sem olli því, að einn af
vinúm föður míns gerðist prestur.
Systir hans var dáin, og þóttist hann þá eitt sinn
•sjá hana i draumi, styðja hendinni á hornið á matskápn-
um, og heyra hana kvarta yfir, hve miklar þjáningar
hún yrði að þola.
Enda þótt hann áliti, að þetta hefði að eins verið
draumur, þótti honum þetta samt svo kynlegt, að hann
gekk þegar rakleiðis að matskápnum morguninn eptir,
og athugaði skáphornið, sem hún hafði stuðzt við, og
handarfarið sást þar þá enn ljóslega“. — — —
Ung stúlka átti systur, sem látizt hafði fyrir þremur
mánuðum.
Atti hún þá einu sinni leið um veg einn, sem þær
höfðu opt gengið saman, og heyrði þá glöggt fótatak
systur sinnar, sá hana við hlið sér, og ganga með sér
kippkorn.
Gekk nú svo, unz bugða kom á veginn, og í sömu
andránni hvarf svipurinn. — — —
Kona nokkur í héraðinu Bosset á Frakklandi
andaðist árið 1895, og lét þá eptir sig unga dóttur, að
eins 4 ára að aldri.
Frændi hinnar framliðnu, sem var ráðvandur bóndi,
tók telpuna að sér.
Tveim árum síðar var bóndinn að vinnu á engjum,
ásamt konu sinni og dóttur, og var telpan þar einnig.
Engið lá á bersvæði, svo að ómögulegt var, að
neinn gæti komið í nánd, án .þess sæist.
61
En þegar Mo. Clintock árið 1859 fann skip, og
aðrar rnenjar Franklíns heimskautafararinnar, þá stóð
lýsing barnsins að öllu nákvæmlega heima.
En frá öllu þessu var frú Franklín sagt árið
1850, eins og áður er á vikið, og hefur hún síðar sann-
að þá sögu.
Svipir.
(Grein eptir Camille Flammaríon í tímaritinu „Revue des Revues“).
„Tilvera eða tilveruleysi ?
Það er spurningin, þessi mikla, eilífa ráðgáta, sem
á ölluin tímum, og meðal allra trúflokka, hefur valdið
heimspekingum heilabrota.
Dauðinn — er hann endirinn alls, eða breyting
að eins?
Hafa menn í höndum sannanir eða vottfestu um
framhald tilverunnar eptir dauðann?
Bannsóknir visindanna hafa enn eigi ráðið þá gátu.
En geta menn þá í þessum efnum fetað sig áfram
eptir reynzlunni, sem mannkynið á allar vísindalegar
framfarir í öðrum efnum að þakka?
Er sú aðferðin hugsanrétt?
Eða er ekki hér um leyndardóma ósýnilegs heims
að ræða, sem er svo gjörsamlega ólíkur vorum eigin
heimi, að skilningarvitum voium sé það allsendis of
vaxið, að skyggnast þar inn?
En er þó ekki rétt að íhuga, hvort stöku atburðir,