Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1900, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1900, Blaðsíða 4
120 ÞjÓöVILJI.VN'. XIV. 30. Strandl'erðaskipið „Laura“, kapt. Kristjanse/n, kom hingað að sunnan 1. þ. m., og iagði aptur af stað héðan, norður um Iand, 2. þ. m. Ei fæst betra búmannsþing, en þyrilskilvindan (Kronseparatorer). Hin alkunna „Record“ (No. 0) er nýlega end- urbætt, og skilur nú 40 pt. á klukku- stund (áður 25 potta);kostar aðeins 80 kr. — Hún borgar sig íijótt. (Sjá að öðru leyti augl. i „ísaf'oldu í júli og ág. þ. á.) Aðalseljendur: Islandsk Han- dels & Fiskeri Compagni Kjöbenhavn C. Nýbýlið Tjaldtangi. Nýbýli það, sem eg undirritaður hefi reist í landi jarðarinnar Folafótur, nefni eg Tjaldtanga, og bið eg þvi alla þá, er við mig eiga bréfa- eða reikninga-við- skipti, að skrifa mig hér eptir á Tjaldtanga. Staddur á ísafirði 3. sept. 1900. Þórður Kristjánsson. Fjármark Árna Gislasonar á ísa- firði er: hlusfdregið framan hægra, fjöður aptan vinstra. í 6 árin siðustu hefi eg þjáður verið af geðveiki, alvarlegs efnis, og hefi að á- rangurslausu neytt ýmsra meðala gegn henni, unz eg fyrir 5 vikum siðan byrj- aði að brúka Kina-lífs-elexir frá Valde- mar Petersen í Frederikshöfn. — Fékk jeg þá strax reglulegan svefn, og eptir að jeg hafði notað af elexírnum úr 3 flöskum, tók jeg að verða var töluverðs bata, og er það því von tnín, að jeg fái fulla heilsu, ef jeg held áfram að brúka hann. Staddur í Reykjavík. Pétur Bjarnason, (frá Landakoti). Að ofan rituð yfirlýsing sé gefin af frjálsum vilja, og að hlutaðeigandi sé með fúllu ráði og óskertri skynsemi, vottar: L. Pátsson, (prakt. læknir). Iiíiia-lifs-elexii*irm fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að lita vel eptir þvi, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á ftöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Tapazt hefur litið leðurveski á Isafirði kjörfundardaginn með 8 fiskiseðl- um í. — Skilist til Hannesar Sigurðsson- ar á Iðavelli. S It nndlnnvls lx. Exportkaffe Surrogat fæst nú alstaðar á Islandi. Kjebenhavn. — F. Hjortli & Co. Ýmsar jardir fást til kaups, þar á meðal höfuðbólið Hagi á Barðaströnd, stóreignin Svefneyjar á Breiðafirði, og hið alþekkta sýslumannasetur Auðsliaugur og Auðnir í Barðastrandarhrepp, og enn fl. jarðir. Lysthafendur snúi sér til Björns kaupm. Sigurðssonar i Flatey. Ný liói! - Nýlega er full-prentað nýtt leikrit, eptir síra Matthías Jochumsson, sjónleikurinn „Jón Arasonu. Fæst hjá ritstjóra „Þjóðv.u. — Bezt að tryggja sér bókina sem fyrst. Eptir að hafa brúkað nokkrar flöskur af Kína-lífs-elixir frá hr. Valdemar Pet- ersen í Frederikshavn, finn eg mér skylt að votta það opinberlega, að eg hefi fengið mikla bót á brjóstveiki þeirri og svefnleysi, sem eg áður hefi þjáðst svo mjög af. Holmdrup pr. Svendborg. P. Rassmusen, (bóndi). Kina-liís-elexirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera víssir um, að fá hinn ekta Kina-lifs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að lita vel eptir því, að * standi á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- urn: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. PRKNTSMIÐJA HJÓÐVILJANS 74 En meðan eg var að bysa við þetta, hvarf mér öll hræðslan, og fannst mér nú aptur Jíða vel. Klukkan var nú orðin 10 mínútur yfir þrjú, og slökkti eg þvi ljósið, hallaði mér út af, og sofnaði brátt væran. Það var komið langt fram á dag, þegar eg svo vaknaði loks aptur. Eg snæddi mér nú góðan morgunverð, þakkaði sið- an húsráðendum góðan beina, og lagði aptur af stað, án þess að hugsa neitt frekar út í það, sem borið hafði íyr- ir mig um nóttina. Nokkrum dögum síðar barst mér svo sú voðafregn, að vinur minn hefði verið myrtur um nótt, og fór eg þá aptur að glöggva mig á því, sem borið hafði íýrir mig nóttina þá. Rikarður hafði verið á ferð, í verzlunarerindum, og haft með sér talsverða fjárupphæð í bankaseðlum, en fannst þá myrtur i járnbrautarvagni, og vissi enginn, hver morðinginn var. Hann hafði mælzt til þess, að fá að vera einn sér í vagni, og þar fannst hann svo dauður, og fljotandi í blóði sinu, morguninn eptir. Hann hafði verið lagður ígegn með rýtingi, og peningarnir, sem hann hafði haft meðferðis, voru auðvit- að horfnir. Morð þetta sló óhuga miklum að mönnum, svo að heita mátti, að allt væri í uppnámi. Jeg harmaði vin minn sáran; en hvað var þó það, í samanburði við sorg þá, er gagntók fóður hans, sem nú stóð barnlaus uppi. Allt líf hans og hugsun virtist nú að eins stefna að því einu, að koma fram hefndum fyrir son sinn. 75 En þó að hann héti háum verðlaunum, og enda þótt lögregluliðið gerði, hvað það gat, kom það þó allt fyrir ekki. Vantaði það þó sízt, að menn reyndu að aðstoða hann í þessu efni eptir mætti, þar sem öllum fannst, sem yfir sér vofði einhver voði, meðan ekkert varð upp- víst um morðið. Gramli maðurinn lifði eigi lengi eptir það, er harm- ar þessir höfðu yfir hann dunið, og beiddi hann mig þess á banabeð sínum, að minnast þess lengstra orða, að gera, hvað eg gæti, til að hafa upp á morðingjanum, enda þótt draga kynni úr áhuga almennings á málinu, eptir þvi sem tímar liðu. Jeg lofaði þessu hátíðlega, og gerði eg það með því ljúfara geði, sem eg taldi það sjálfsagða vinar-skylda mína, að láta einskis ófreistað í þvi efni. Nokkuru síðar frétti eg svo, að gamli maðurinn,. faðir Bíkarðar sáluga vinar mins, var látinn, og kom það þá upp úr kafinu, að hann hafði í erfðaskrá sinni. ánafnað mér talsverða fjárupphæð. Var svo að orði kveðið i arfleiðsluskránni, að hann teldi dánargjöf þessa í fullu samræmi við vilja sonar síns. Jeg mátti nú heita vel að efnum búinn, og gat þvi helgað málara-íþróttinni óskipta krapta mína, laus- við allar peninga-áhyggjur. Ed einmitt þetta sjálfstæði mitt minnti mig dag- lega á hann, sem eg átti það að þakka. Var það þá eitt sinn, er liðnir voru fullir 6 mán- uðir frá því, er morðið var framið, að eg lagði af stað’ i ferð til Suður-Austurríkis, og voru menn þá talsvert hættir að minnast á morðið, þar sem svo langt var um liðið-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.