Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Blaðsíða 1
Verö árgangsins (minns t 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. -— :|= FlMMTÁNDI ÁÍ8AN9US. =- g3re|= RITSTJÓRI: SKÚLI T H O R 0 D D S E N. »— Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sétil útgef- anda fyrir 30. dagjúní- mánaöar, og kaupandi samhliöa uppsógninni borgi skuld sína fyrir blaðið. Ast 3.—4. ÍSAFIRÐI. 31. JAN. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst nja Kaupmöiiiiiiiiiim. Ritgjörð Páls Briems í „ísafold", og nokkrar athugasemdir um búnað íslands, (Framh.) Verði fjárveitingar til land- búnaðarins stórum auknar frá því, sem nú er, sem telja má bæði sjálfsagt og nauðsynlegt, þá virðist sjávarútvegurinn ekki mega verða eins á hakanum eins og hingað til. P. Br. minnist á íshús og lendingar; telur hann, eins og rétt er, beituna eitt aðal-skilyrðið fyrir fiskiafl- anum, Og því riði á, að tryggja sjómönn- um hana sem bezt. Til þess eru íshús- íd auðvitað ógætt ráð, og virðist því sjálfsagt, að útvegsmenn væri styrktir, til að koma þeim upp, með ódýrum, eða helzt vaxtalausum lánum, af opinberu fé; mjög víða þarf og að gjöra við lending- ingar, sem útvegsmönnum er ofvaxið af eigin rammleik, og landsjóður því ætti að styrkja; þá virðist og sjálfsagt að af- nema útflutningstollinn af fiskinum, og það því fremur, sem nú er búið að lögleiða verðlaunaveiting á einni afurð landbúnað- arÍDs, smérinu. Aðrar siðaðar þjóðar veita verðlaun fyrir að flytja út fisk, en vér Islendingar látum sjávarbænduma borga fyrir það; sýnir það eitt með öðru, hve langt vér erurn á eptir öðrum þjóðum í efling atvinnuvega vorra. Þ*ótt það se æskilegt, að þilskip um fjölgi sem mest, má þó gjöra ráð fyrir, að batautvegurinn eigi aór enn langan aldur hjá oss, enda er sá útvegur engu óarðsamari, meðan fiskur gengUr á grunn- mið umhverfis landið; en hann er engu minni hættum og áföllum undirorpinn, en þilskipaútvegurinn, og væri því fup þörf ó, að tryggja hann betur, en gjört hefúr verið hingað til. Með samtökum og felagsskap meðal útvegsmanna mætti mikið gjöra, til að koma á fót vátrygg- ing á opnum bátum; en til að flýta fyr- ir slíkurn féiagsskap, væri æskilegt, að landssjóður legði fram nokkurt féí byij- un; hér er um mjög mikið nauðsynjamál að ræða. Til þilskipakaupa ættu laDds- menn og að geta fengið ódýr lán, eins °g gjörður hefur verið kostur á nú síð- nstu árin. En til alls þessa þarf fé. Vilji því Islendingar efla aðal-atvinnuvegi sína meir, en hingað til, með fjárframlögum af landsfé, þá verða þeir líka, að leggja á sig meiri gjöld til landsjóðs, en hing- að til. £>að er bæði óviturlegt og ósann- gjarnt, að ætlast til þess af þinginu, að það leggi stórfé til búnaðarins, eða hverra helzt fyrirtækja sem eru, án þess að nokk- uð verulegt sé gjört, til að auka tekjur landsins. Siðasta þing fór víst full-langt í þvi, að auka útgjöldin, þegar litið er á fjórhag landsins. Eptir nú gildandi fjár- lögum vantar hart nær 100,000 krónur til þess, að tekjurnar hrökkvi fyr- ir útgjöldunum, og getur auðveldlega orðið miklu meira, og má það alls ekki teljast glæsilegur fjárhagur eptir því, sem hér hagar til. Vilji þjóðin ekki bera meiri gjöld, en hingað til, þá er það sama, sem hún segði, að hún kærði sig ekkert um nein frekari framlög af landsfé, til eflingar atvinnuvegum sinum, og hvað er þá annað fyrir hendi, en að dragast sífellt lengra og lengra aptur úr öðrum þjóð- um í flestum greinum, láta gæði lands og sjóar liggja ónotuð fyrir fótum sér, og stökkva síðan af landi burt, af því að hér sé ekki lifandi. — Þótt eg sé ekki P. Br. samdóma um, að ráðlegt sé, að auka útgjöld landssjóðs eins stórkostlega allt í einu, eins og hann tekur í mál, þá sé fjarri mér, að telja þjóð vora ófæra, til að bera miklu þyngri gjöld til landsþarfa, en hingað til, og það því síður, ef hinum auknu tekj- um er mestmegnis varið til eflingar at- vinnuveganna; í raun og veru er það ekki annað, en taka féð úr öðrum vas- aoum, og láta það með góðum vöxtum í hinn. Það, sem einkum ríður á í þeim efnum er, að umbótunum sé hagað þann- !g» að árangur þeirra geti sem fyrst komið í Ijós, svo að landsmenn sjái, að þeir hafi eitthvað í aðra hönd; auðvitað er slikt ohægra með litlum, en miklum fjárframlögum, en fyrst í stað verður líka að taka nokkurt tillit til, hve hugsunar- háttur alls þorrans er dauðans lítilsigld- ur, er um stórkostleg fjárframlög til al- mennra þarfa er að ræða. Því verður það heppilegra, að fara ekki mjög geyst af stað í fyrstu, en síga heldur á með timanum. Nágrannaþjóðir vorar hafa ekki allt í einu, heldur smátt og smátt, komið opinberum gjöldum, til eflingar atvinnuveganum, í þær upphæðir, sem þau nú eru í; þær hafa smáhækkað út- gjöldin ár frá ári, og ávextirnir eða ept- irtekjan hefur að því skapi aukizt árlega, í vaxandi velmegun einstaklinga þjóð- félagsins. Þegar litið er á það, hve miklu vér eyðum árlega til þeirra útgjalda, sem vér að miklu eða öllu leyti getum án verið, þá verður ekki sagt, að vér högum oss fátæklega. Yér, þessar fá hræður, kaup- um árlega vinföng fyrir 400 þús. krón- ur og þar yfir. Tóbak fyrir 3 til allt að 400 þús. kr., kaffi fyrir 4—600 þús., og sykur fyrir 4—500 þús. í þessar mun- aðarvörur eyðum vér því árlega hátt á aðra miljón króna, auk margra annara munaðarvörukaupa, sem vér getum meir og minna án verið. Þótt útgjöldin, til eflingar atvinnuvegum vorum, væru hækk- uð um 200 þúsund krónur á ári, sem mörgum myndi þykja nóg um, þá þyrft- um vér ekkert af þeirri hækkun að vita, annað en að draga tæpan fjórða part úr vínfanga- og tóbaks-kaupum vorum, og ánægjulegra væri það vissulega fyrir sjálfa oss, og gagnlegra fyrir oss og niðja vora, að fórna því fé til viðreisnar at- vinnuvegum vorum, en eyða því sjálf- um oss, og niðjum vorum, til andlegs og líkamlegs tjóns. Yér ættum í raun og veru að fyrirverða oss að tala eins mik- ið um fátækt vora, í samanburði við aðr- ar þjóðir, eins og vér gjörum; það væri víðar miklu meiri örbirgð, en hér þó er, ef eins ráðlauslega væri farið með efni sín. Það er vonandi, að þessi nýja öld þoki þjóð vorri áleiðis til sannrar menn- ingar og siðgæðis, svo að við lok hennar lifi hér á landi bæði stærri og sælli þjóð, en oss, sem nú lifum, dreymir um. En eitt er víst, að til þess þarf sú kynslóð, sem nú lifir, að leggja fram krapta sína, með einlægri trú á landinu og gæðum þess, hafandi það hugfast, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. — S. St. ----oOO^OOo--..- Tvær stór-merkar uppgötvanirí Gaman að Boga! Hr. cand. Bogi Th. Melsted, sem kunn- ur er orðinn af kjánalegum tillögum sín- um í stjórnarskrármálinu, hefur í síðastl. desembermánuði birt all-langa stjórnmála-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.