Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1901, Blaðsíða 3
XV 39.
Þjóðviljinjst.
155
Fundurinn var mjög fjölsóttur, og þótti góð
skemmtun.
A Vestfjörðum varð graspretta í sumar í góðu
meðallagi, en sumarið óvanalega votviðrasamt,
•og nýttist þó hey þolanlega.
Aptur á, móti gekk fiskþurrkunin lakar, og
verður því óvanalega mikill fiskur að bíða i
■salti næsta 4rs.
Við ísafjarðardjúp, og viðar á Vestfjörðum,
var í sept. afar-mikill smokkfisksafli, svo að
útvegsmenn hafa nú miklu betri beituráð, en
mörg undanfarin ár. og vænta þvi góðrar vetr-
.arvertiðar, ef gæftir verða þolanlegar.
„Dýrafirði 20. sept. 1901. — Vofeiflegar
fréttir. Það eru fáheyrð tíðindi — sem betur
fer — sem urðu hér á bæ einum að kvöldi
þess 18. þ. m., á bænum Brekku í Sandasókn í
.Þingeyrarbreppi. Þar er tvíbýli. Hjá öðrum
bóndanum, Steindóri skipstjóra Eigilssyni, var
smalapiltur, nálægt 12 ára að aldri, Guðmund-
ur Asgeirsson, húsmanns í Arnardal, Kristjáns-
sonar. Piltur þessi átti að tjóðra hross eitt
afar-styggt. þar skammt frá bænum, og vissu
menn á Brekku ekki til t'erða hans, eptir það
bann fór frá bænum, því fólk var inni, — en
Jón bóndi Jónsson á Granda. sem þar er mjög
nærri, var á ferð heim til sín. framan með ánni,
frá slætti, og sonur hans með honum. Sá Jón
þá, að hrossið hljóp ofan túnið á Bre.kku, niður
-að á, og þaðan ofan fyrir Granda, alla leið ofan
á eyrar. Hann sá, að hrossið dró tjóður, og að
oitthvað drógst með í tjóðrinu, en sá ekki, hvað
það var; en þegar hrossið hljóp ofan hjá Granda,
var Guðmunda, dóttir Jóns, úti, og sá hún, að
hrossið hljóp með afar-hraða, og að pilturinn
drógst í tjóðrinu. Var nú brugðið við, og náð-
ist hrossið að síðustu; var pilturinn fastur f
tjóðrinu, þannig að það hafði brugðizt yfir um
annan fótinn fyrir ofan hnéð; var pilturinn
.allur sundur fiakandi, og meðvitundarlítill, að
því er séð varð; að eins sást, að iiann dró and-
ann nokkra stund á eptir, þar til um nóttina^
að hann var orðinn liðið lík. Jafn skjótt var
sent upp að Brekku, — - túnin liggja saman á
þeim bæ.jum — brá Steindóri skipstjóra Egils-
syni mjög við fregn þessa, og fór hann þegar ofan
;að Granda, og með honum Gísli sonur hans.
,Lét Steindór Gísla son sinn bera piltinn heim
að Brekku, en sjálfur drógst hann á eptir,
þenna örstutta veg, með hvíldum, og komst
heitn í dyrnar á bæ sinum, og hneig þar niður
örendur.
Steindór skipstjóri Egilsson var merkismað-
ur að ýmsu leyti, hjartagóður og dugnaðarmað-
ur mikill. Hann var langa æfi sjómaður, og
fór það vel og hamingjulega, sá jaf’nan vel fyr-
ir heimili sínu, og var yfir höfuð drengur góð-
ur í hvívetna. — Hann var giidur og karl-
.mannlegur vexti, og hraustmenni til burða.
.E ptirlifandi ekkja hans er Ólavía Gisladóttir
frá Gemlufelli, Jónssonar bónda í Hjarðardal^
Gíslasonar. Þau hjón eiga þrjú börn á lífi,
uppkomin og mannvænleg. Steindór skipstjóri
mun hafa verið á 60. aldursári, er hann lézt.
i
Fréttir frá aíþingi.
Lög, afgreidd frá alfinrji. Auk laga
-þeirra, er getið var í 37.—38. nr. blaðs-
ins, samþykkti alþingi enn tremur þessi
lög:
XXXXYI. Lög um heilbrigðissani-
þykktir í kaupstöðum, kauptúnum og sjö-
þorpum. (Bæjarstjórnum heimilað, að gera
heilbrigðissamþykktir í kaupstöðum, með
ráði héraðslæknis, en staðfestar skulu þær
af landshöfðingja. — Sams konar vald
bafa og sýslunefndir, að því er til kaup-
túna og sjóþorpa kemur, og skulu amts-
ráðin staðfesta þær samþykktir. Jafnan
skal uin slíkar sam þykktir leita álits land-
lækni-, áður staðfestar séu).
XXXXVII. Lög um skipun sótara í
kaupstöðum, öðrum en Reykjavík. („I
kanpstöðunum Akureyri, Isafirði og Seyð-
i<fi.rði geta bæjarstjórnirnar krafizt, að
húseigendur láti sótara, er bæjarstjórnin
skipar, hreinsa reykháfa í húsum þeirra,
s • o pt, sem iögreglusamþykkt kaupstað-
ai nis ’kveður. Gjald fyrir hreinsun reyk-
hálá ákveður bæjarstjórnin með gjaldskrá,
er landshöfðingi staðfestir, og má taka
gjaldið lögtaki, sem önnur bæjargjöld.
Bæjarstjórnin setur, með ráði slökkviliðs-
stjóra, hinar nánari reglur um störf sótarau).
XXXXVIII, Lög um bann gegn verð-
merkjum og vöruseðlum. („Enginn má
búa t.it. flytja inn, eða gefa út neins kon-
ar verðmerki, hvorki myntir né seðla, er
gongið geti manna milli, sem gjaldeyrir,
hvort sem ætlast er til, að verðmerkin
séu iunleyst með peningum eða vörum.
Þó i-r brauðgjörðamönnum heimilt, að
gefa út brauðseðla, eins og tíðkazt hefur
til þessa“).
Jatnframt ákveða lögin, að eldri verð-
rnerki skuli, eptir 1. júli 1902, innleyst
ineð peningum, eptir ákvæðisverði.
XXXXIX. Lóg um að landsjöður Is-
lands haupi jörðina Laug (fyrir allt að 3
þúe kr.).
L. Lög urn viðauka við lög um borg-
un til hreppstjóra og annara, sem gjöra
réttarverk. (Um borgun fyrir áteiknun á
skipaskjöl).
LI. Lög um kirkjugarða og viðhald
þeirra. (Lagabálkur í 9 greinum um
skyldur kirkjueigenda og sóknarmanna í
þeim efnum).
LII. Lög um viðauka við tilskipun
fyrir Island 12. febr. 1872 um síldar- og
upsa veiði með nbt. („Þilskipum má
ekki, án samþykkis iandeiganda eða
ábúanda, leggja við festar að haustinu,
eða í vetrariegu, þar sem tíðkast síldar-
eða upsa-veiði með nót, þannig, að þau
á nokkurn hátt tálmi veiðinni“ o. s. frv.).
LIII. Lög um síldarnætur. (Bannað,
að flytja úr iandi síldarnætur, sem eitt
sinn hafa til Islands verið fluttar).
LIV. Lög um geðveikra stofnun. (Land-
stjórninni heimilað, að láta eina af jarð-
eignurn landssjóðs í té til leigulausra af-
nota fyrir geðveikra stofnun, eða verja
allt að 5 þús. króna, til að kaupa jörð,
eða jarðarhluta, í því skyni.
„Þegar geðveikra stofnun er kornin á
fót, er að minnsta kosti geti veitt mót-
töku 16 sjúklingum í senn, má greiða úr
landssjóði kostnað við rekstur stofnunar-
innar, eptir reikningi eiganda, en þó eigi
meira, en 10 þús. krónur á ári.
Landshöfðingi ákveður, i samráði við
eiganda stofnunarinnar, hvað greiða skuli
með sjúklingi hverjum, og rennur gjald
það i landssjóð“.
Umsóknir um inntöku á spítalann
sendist amtmönnum).
Þá eru talin öll lög þau, er náðu
samþykki síðasta alþingis.
----000^00»-----
Bessastöðum 11. oht. 1901.
Tíðarfar. Eptir eitt hið kaldasta og vot-
viðrasamasta sutnar, er yfir suðvestur-kjálka
landsins hetur geriitið, sneri loks til norðanátt-
ar og frosta 6. þ. in., og 8. þ. m. var bér hvit
jörð að morgni.
Strandl'erðaskipið „Geres“ kom til Reykja-
víkur að morgni 6. þ. m., og hafði tafizt af brim-
um fyrir norðan lan l. — Á Blönduós varð hvorki
vöruin né farþegum komið í land, og kom það
sér mjög bagaiega fyrir kaupafólk o. fl., er þar
biðu skipsins.
•j- 1. þ. m. andaðist að Grimsstaðaholti við
Reykjavík ekkjan Elín Þorsteinsdóttir, fædd 7.
mai 1821, dóttir Þorsteins heitins Bjarnasonar
lögregluþjóns og konu hans Ragnheiðar Ólafs-
dóttur yfirsetukonu. — Elín sálugagiptist fyrst
27.júní 1841 Jóhanni h/Vir/iasymJormanni i Reykja-
vík; en samvistir þeirra urðu skammar, með
því að hann drukknaði á sumardaginn fyrsta
1844. Tvö börn eignaðist Elín sáluga með
þessum manni sinurn: Magdalenu, er giptist
Páli Jóhannessyni amtsskrifara, og Jóhann
Bendrik, tosturson Geirs Zoéga kaupmanns, er
lengi var í siglingum, og er nú búsettur í San
Francisko.
í annað sinn giptist Elín sáluga 17. des.
1850 merkisbóndanum Tómasi Gíslasyni á Ey-
vindarsröðum hér í sýslu, og bjuggu þau bjón
þar góðu búi i 40 ár, unz hún missti mann
sinn árið 1890. — Þau bjónin eignuðust alls 5
hörn. og dó eitt þeirra í æsku, Kristján að
nafni, en 4 eru á lífi: Þorsteinn, járnsmiður i
Reykjavík, Jón, fyrrum bóndi að Eyvindarstöð-
um, en nú á Grímsstaðaholti, og Sigurður og
Guðrún, er b eði íluttust til Austfjarða, og það-
an til Ameríku.
Eptir lát seinni manns síns dvaldi Elín
sáluga hjá Jóni syni sínum, fyrst að Eyvind-
arstöðum, og síðan á Grímsstaðaholti, og var hún
að vonum orðin ail-ellihrum síðustu árin.
Elín sAluga var, að dómi þeirra, er kynni
höfðu af henni, dugnaðar- og myndar-kona, og
ýmsum góðum kvennkostum búin.
Hún var jarðsungin að Bessastaðakirkju
8. þ. m.
Af því að þeir, sem húa í grennd við
kaupstaðina, vita opt og tíðum betur, hvað þar
fer fram, en margir þeirra, sem þar eiga beima,
þá væntir „Þjóðv.“ þess, að geta eptirleiðis
flutt lesendum sínum fullt eins glöggar fréttir
úr höfuðstaðnum, eins og nokkurt Reykjavíkur-
hiaðanna.
Til (ÍP DiÍVP — "K Dame, som er hlevet
1 helbredet for Dövhed og Öre
susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstíge
Trommehinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til
Institut „Longcott", Gunnersbury,
London, W,, England,
Kresólsápa.
Tilbúin eptir forskript frá hinu kgl.
dýralækningaráði í Kaupmannahöfn, er
nú viðurkennd að vera hið áreiðanleg-
asta kláðamaurdrepandi meðal. Fæst í
1 punds pökkum bjá kaupmönnum. Á
hverjum pakka er hið innskráða vöru-
rnerki: AKTIESELSKABET J. HAGENS
SÆBEEABRIK, Helsingor.
Umboðsmenn fyrir ísland: F. Hjorth
& Co. Kjöbenhavn K.
SXx. audiua visi Ji
Exportliaffo Surrogat
sem vér höfum búið til í undan farin
ár er nú viðurkennt að hafi ágæta eigin-
legleika.
Kjahenhavn. — F. Hjorth & Co.