Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1902, Qupperneq 2
90
Þ TÓÐVILJIS(Í.
XVI, 23.
aðeins borin undir kjósendur í eyjunum
og verða síðan lögð fyrir ríkisdaginn.
Var síðan kosin sameiginleg nefnd úr
báðum þingdeildum, 15 menn úr hvorri,
og málinu vísað til hennar.
Verkfallinu í Kaupmannahöfn og víðar
í Danmörku, er getið var um síðast, er
nú lokið. Tóku verkamenn til starfa apt-
ur 6. maí, án nokkurrar ivilnunar af
hálfu vinnuveitenda.
Rússland. Óeyrðunum siotar eigi
enn þar í landi. Eru stór héruð í upp-
námi og hafa orðið allharðir bardagar
milli hersins og verkmanna og mannfali
nokkurt. I mörgum héruðum er hung-
ursneyð og dregur það ekki úr óánægj-
unni. A einum stað brutu bændur korn-
forðabúr stjórnarinnar og drápu lögreglu-
þjóna, er ætluðu að skerast í leikinn. —
Morðingi Ssipjagins ráðgjafa hefir verið
dæmdur af lífi og skotinn.
Holland. Hollendingar hafa verið
mjög áhyggjufullir út af veikindum
drottningar sinnar, eigi sízt vegna þess,
að hún var með barni, er til stóð, að yrði
ríkiserfingi á Hollandi. En nú hefir
drottningin fætt barnið andvana, og var
sjálf komin að dauða, en nú.er hún þó
talin úr allri hættu.
Búaófriðurinn. Eigi er enn kom-
inn friður á, en þó eru nú taldar allgóð-
ar horfur á því, að það dragist eigi lengi.
16. maí ætluðu foringjar Búa að hittast
i Vereeniging í Óraníu og bera saman
ráð sín. Attu þeir síðan að fara á fund
Kitcheners lávarðar i Prætoríu og skýra
frá árangrinum af málaieitunum sínum.
Landskjálftar og eldgos. I lýð-
veldinu Guatemala urðu landskjálftar
miklir og eldgos seint i apríl. I mikl-
um hluta fylkisins hrundu bæir og þorp
til grunna og akrar eyðilögðust. Mörg
hundruð manna misstu lífið.
Voðalegt eldgos varð 8. þ. m. á eyj-
unni Martinique, sem er ein af Vestur-
heims-eyjunum og er eign Erakka. Þar
er fjall, sem heitir Mont Peleé, og stóð
höfuðborg eyjarinnar, st. Pierre, við ræt-
ur þess. Úr þessu fjalli kom eldgosið
og fórust bæjarbúar nálega allir, um
30000, og öll skip, er lágu á höfninni,
nema eitt, er undan komst, en missti þó
12 menn. Liggur nú margra feta þykkt
öskulag, þar sem höfuðborgin stóð áður.
Ey þessi er um 17 ferh. mílur og íbúa-
talan var um 200000 áður en þessi ósköp
dundu yfir.
Hvirfilbylur, mjög ákafur, gekk
yfir hérað eitt á Vestur-Indlandi nýlega.
Eórust þar um 500 manns, en öll upp-
skera eyðilagðist.
L á t i n n er Bret Harte, eitt hið nafn-
kenndasta skáld Bandaríkjanna, f. 1839.
----ooc>§§0Oo - -
Yalda-barátta apturhaldsliðsins.
Ófögur kosninga-aðferð.
Ef þingkosningarnar baustið 1900
hefðu eigi gefið þjóðinni nokkurn for-
smekk þess, er vænta mátti, þá hefði
I
enginn trúað því, að apturhaldsliðið
myndi beita jafn auðvirðilegum meðul-
um, til þess að koma sínum mönnum á
þing, eins og raunin hefir á orðið í vet-
ur og í vor.
Við þingkosningar eiga hugir þjóðar-
innar, ef allt fer með felldu, að hefjast
yfir hið hversdagslega og smáa.
Baráttan á að snúast um þær hug-
sjónir, sem vaka fyrir beztu mönnum
þjóðarinnar, og bezt þykja til þess falln-
ar, að hefja hana á æðra framfara- og
menningar-stig.
Séu fieiri stjórnmálaflokkar í landi,
og sé pólitiska þjóðlífið ósjúkt, þá sigr-
ar að jafnaði sá flokkurinn, er berst fyr-
ir göfugustum hugsjónum, eða sýnir ein-
lægasta umbóta-viðleitni.
Kosninga-tíminn á því að hafa vekj-
andi, fjörgandi og lyptandi áhrif á þjóð-
ina; allir andlegir lífsstraumar, er hjá
henni bærast, renna þá óðar, en ella.
Það eru málefnin og röksemdirnar,
sem þá heyja baráttuna, og með kosn-
ingunum ákveður svo þjóðin þá stefnuna,
er hún vill, að fylgt sé í löggjöf og
stjórn landsins, um kjörtímabilið næsta.
Svona á það að vera; því getur eng-
inn neitað.
En hvernig hefir nú apturhaldsliðið
hagað sér í kosningabaráttu þeirri, sem
háð hefir verið hér á landi í vetur og
í vor?
Hefir það reynt að afia sér atkvæða
og trausts þjóðarinnar með því, að benda
á ýms framfaramálefni, er það beri fyrir
brjósti og vilji fá framgengt, ef það ráði
meiri hluta atkvæða á þingi?
Það nefnir ekkert slíkt; það er ekki
sýnilegt, að neitt slíkt vaki fyrir því.
í stað þess að halda sér við málefn-
in og reyna að vekja hjá þjóðinni göf-
ugar hugsjónir, þá hefir apturhaldsliðið
á hinn bóginn reynt að slá á verstu
strengina, æsa lægstu hvatirnar, og koma
svo sínum mönnum að, í skjóli rógs og
lyga-
I allan liðlangan vetur hefir það eigi
linnt á ósanninda- og róg-sögum í garð
vor framsóknarfiokksmanna, borið á oss
mútuþágur, prettvísi, eigingirni, óþjóð-
rækni o. s. frv., allt i því skyni, að reyna
að vekja tortryggni almennings.
Þetta eru meðulin, sem það hefir
beitt sér til kosningafylgis, og hvað opt
sem rógurinn og ósannindin hefir verið
rekið ofan í þá, þá hafa þeir jafnharðan
endurtekið þetta aptur.
Á þenna hátt ætlast þeir til þess, að
sigurinn verði þeirra megin við kosn-
ingarnar.
Að eins með því móti, að beita o-
heiðarlegum vopnum, skjóta í sífellu
eitruðum örvum, vænta þeir ser sigurs.
En sigurinn er þeirra brennandi þrá,
ekki vegna þess, að þeir ætli að beita
honum til gagnlegra framkvæmda, held-
ur að eins til hins, að hafa œðstu völdin.
Það er valdafýsnin þeirra, sem spunn-
ið hefir róginn og ósannindin.
ísafirði 24. mai L902. „Héðan er að frétta
góða líðan almennings og tíð all-góða, unz 21.
þ. m. gerði norðan kuldakast, sem enn stendur
yfir, með all-miklu sjóróti. í kasti þessu hafa
fjöllin á ný klæðzt hvítum skrúða, og i morgun
var alhvít jörð. Þykir mjög hætt við, að veðrið
keyri nú hafísinn aptur að landinu, og er það
illa farið.
Síld fékkst nokkur í vörpu á Seyðisfirði 13.
þ. m., og skömmu síðar á Aiptafirði, og hér á
Pollinum hafa fengizt nokkrir góðir drættir,
síðan á annan í hvítasunnu (19. þ. m.). — Síld-
in hefir verið seld til beitu á 24 kr. tunnan,
og hefir aflazt fremur vel á hana hvfvetna hér
við Djúpið, en aflinn þó mest verið smáfiskur,
ísa og smálok; var þess og sízt vanþörf, að
nokkuð réttist úr í verstöðunum innan Arnar-
ness og á Snæfjallaströndinni, þvf að mjög urðu
þær veiðistöður útundan á vetrarvertíðinni, þó
að vel væri þá um aflabrögðin í ytri verstöðun-
um. — Fjöldi þiJskipa hafa komið hér inn á
fjörðinn uudanfarna daga, sumpart vegna veð-
urs og Sumpart til að afla sér siidar.
Hvalveiðamaður Odland, er staðið hefir fyrir
hvalveiðistöðinni í Tálknafirði, gekkst í vetur
fyrir því i Noregi, að þar var stofnað nj'tt hval-
veiðafélag, er hr. Odland veitir forstöðu, og hefir
það reist hvalveiðast.öðvar sínar á Hesteyri í
Jökulfjörðum, þar sem Bull hafði hvalveiðistöð
sína, áður en hann flutti til Austfjarða i fyrra.
Eins og undanfarin sumur hafa ísfirðingar
nú tiðar póstsamgöngur til útlanda, þar sem
gufuskipið „Cimbria11 fer fwá Flateyri í Önund-
arfirði til Hull á hverjum hálfsmánaðarfresti.
Brottfarardagar skipsins ffá Flateyri eru: 22.
maí, 5. júní, 19. júní, 3. júli, 17. júli, 31. júlí
og 14. ág., en frá Hull fer skipið á leið til Flat-
eyrar: 28. maí, 11. júni, 26. júní, 9. júlí, 23.
júlí, 6. ág. og 20. ágúst. — Póstur er sendur
frá ísafirði daginn fyrir brottför skipsins frá
Flateyri.
Gufubáturinn „Asgeir litli" byrjaði ferðir
sínar um Djúpið rétt fyrir hvítasunnuna, en
kynlegt þotti mörgum, að að eins var birt, feiða-
áætlun til maíioka, og vissu menn því eigi,
hvort ferðunum fyrri part júnímánaðar yrði svo
hagað, að kjörfundarmenn gætu notað hann tii
farar á kjörfundinn 11. júní næstk. Sumir
stungu því saman nefjum um það, að einhver
útispjót yrði sýslumaður að hafa, til þess að
koma fylgismönnum sínum á Hornströndum á
fundinn. Sagt er, að sýslumaður hafi og gjört
ýtarlegar tilraunir til þess að fá hvalveiðabát
léðan, til kjósendaflutnings, en muni hafa feng-
ið beldur daufar undirtektir, enda hafa hval-
veiðar lánazt illa, sem af er, og gæti því hval-
veiðamönnum orðið það all-tilfinnanlegt, að hafa
báta sína í kjósendaflutningum, þótt fráleitt sæi
nú sýslumaður í leiguna, slíkt kapp sem í hon-
um sýnist vera, að þvf er til kosninga þessara
kemur.
En 23. þ. m. gengu menn úr skugga um
ferðir „Ásgeirs litla“ um kjörfundarleytið, því
að þá var út býtt hlaupaseðli frá útgerðarmanni
bátsins, þar sem svo er mælt fyrir „með sam-
þykki oddvita sýslunefndarinnar í ísafjarðar-
sýslu“, að ásetlunarferðir bátsins til Grunna-
víkur- og Sléttuhreppa, er áttu að gjörast 29.
og 31. þ. m. skuli falla burtu, en báturinn í
þess stað fara til Snæljalla, Grunnavíkur og
Hesteyrar 10. júní, svo að kjörfundarmenn það-
an geti notað hann; en, eins og menn muna,
fékk sýslumaður nær þriðjung allra atkvæða
sinna úr Grunnavíkur- og Sléttuhreppum, er
síðast var kosið, sakir hræðslu ýmsra við „ber-
þjónustuna og herskattinn1, ef stjórnarskrár-
breyting yrði samþykkt, svo sem Valdimar sál.
Ásmundarson getur um í alþingisrímum sínum,
og mun hann því enn vænta sér þaðan talsverðs
fylgis, enda á hann sér þar örugga aðstoðar-
menn, þar sem þeir síra Kjartan og factor Sig.
Pálsson á Hesteyri gangast fyrir liðsafnaðinum
sinn J hvorum hreppi.
Á hinn bóginn mun Djúpmönnum eigi þykja
sýslumaður gjöra sér hægra fyrir um kjörfund-