Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1902, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1902, Síða 3
XVI, 23. Þ JÓÐYILJINN. 91 arsóknina, þar sem fundurinn er á miðvikudag, i stað þess að hafa hann á mánudag eða laug- ardag, svo að nota mætti sunnudaginn aðra hvora leiðina, og „Ásgeiri Jitla“ hvergi ætlað að koma við í Djúpinu, nema á Snæfjallaströnd- jnni — þar, er sýslumaður væntir sér helzt at- kvæða. En ólíkt er það Djúpmönnum, ef þeir láta slíkar aðfarir halda sér heima, þott örðugt sé þeim gjört fyrir“. ísafirði 26. maí 1902. „í nótt hefir dyngt hér niður miklum snjó, svo að útlitið er her nú fremur vetrarlegt. Þiljuháturinn „Fríða“, eign Alberts Brynjólfs- sonar, húsmanns hér i kaupstaðnum, skipstjóri Jón Þórarinsson, varð að höggva mastur á Að- alvík í rokinu 24. þ. m., og kom annað fiski- skip hingað inn með „Fríðu“ í dag. --i. -- t Heimastjórn Finnsdóttir. í aprílmánuði síðastl. andaðist i Kaupmanna- 'höfn, eptir all-langa uppdráttar-vesöld, ungfrú Heimastjórn Finnsdóttir, prófessors Jónssonar. Hún var hortugt, illmálugt, ósannort, grobbið og heimskt rægitól, meðan hún lifði; hún níddi alla sór betri menn, og kom jafn vel þvi óorði á prófessor Finn, föður sinn, að eigi mun hann þess bætur bíða, þótt bann næði aldrinum hanns Metúsalems sáluga, og minntist aldrei á politík framar. Sönn og einlæg fyrirlitning allra betri manna þjóðarinnar fylgir þvi þessu afhraki hans til grafar. Síldar-alli var ágætur á Eyjaíirði ura miðjan fyrri mánuð. Fengust um 5000 tunnur af síld á tæpri viku. Vikið írá embætti. Hinn 21. f. m. hefir landshöfðingi, eptir tillög- um biskups, vikið síra Filippusi Magnús- syni á Stað á Reykjanesi frá embætti um stundarsakir, vegna megnrar grun- semdar um legorðsbrot o. fl. Heiðursmerki. Skáldið Beni- dikt Gröndal er orðinn riddari af Dbr. Sjálísmorð. Maður hengdi sig í Bolungarvík 12. f. m. Hann hót (xuð- mundur G-uðmundsson, aldraður maður. Mannalát. Látinn er í Reykja- vík 27. f. m. Þorkell Þorkellsson, vindla- gerðarstjóri. Hann var sonur Þorkells prests Bjarnasonar frá Reynivöllum, 28 ára gamall. 11. f. m. andaðist að Olafsdal í Dala- sýslu ungfrú Sigríður Torfadóttir, dóttir Torfa skólastjóra, efnisstúlka um tvítugt. Vesta kom til Reykjavikur norðan um land 29. mai. Hafði komizt á aliar hafnir eptir á- ætlun. Þó er enn nokkur is á Húnaflóa og norðlenzk þilskip sögðu hafþök af ís vestur undan Horni. Er því mjög bætt við, að norð- anstormarnir að undan förnu hafi aptur rekið ísinn að norðurlandinu. Kuldaveðrátta var hér síðustu vikuna, hvassir norðan stormar með talsverðu frosti. Um helgina brá aptur til sunnanáttar með hvassviðri og rigningu. ---■«#«-----— Stórvirki. Það hefur komið til orða að byrja innan skamms á því verki að grafa neðanjarð- argang með tvöföldu járnbrautarspori milli Skot- lands og írlands. Skotlandsmegin á gangurinn að byrja við Stranraer, á nesinu milli Clyde- og Solway-fjarðanna, en á írlandi á hann að koma upp rétt fyrir utan Belfast. Fjarlægðin milli Stranraer og Belfast er c. 4300 faðrnar og er helmingur þeirrar vegalengdar undir hafsbotni. Frá hafsbotni og niður að ganginum eiga að | verða 24 faðmar. Báðgjört er, að verki þessu megi ljúka á 10—12 árum og að kostnaðurinn verði um 180 milljónir króna. Santos Dumont, loptfarinn nafnkunni frá Brasilíu hefir verið sæmdur 87000 kr. heiðurs- gjöf af þinginu þar í landi fyrir afrek sin í þarfir vísindanna. Hann er maður stórauðugur og er honum hJotnuðust há verðlaun fyrir það að sigla loptbát sínum umhverfis Eiffelturninn í París, þá gat' hann aðstoðarmönnum sínum helminginn, en fátæklingum í París hinn hlut- ann. — En landar hans þóttust eigi betur geta sýnt honum viðurkenningu sína á annan hátt. — Nýlega hefir Dumont lýst því yfir, að hann geti fyrir tvær milljónir dollara gjört loptskip, er flytja megi á 1000 manns i senn yfir Atlanz- hafið. Forstöðunefnd sýningar, er haldin verð- ur næsta ár i st. Louis i Ameríku, hefur lofað 750000 kr. verðlaunum fyrir bezt og auðstýrðast loptskip, er þangað verði sent og búast menn við, að Dumont verði þar hlutskarpastur. Oldrykkjan í heiminum nemur árlega um 23000 milljónum potta. 1 Bayern er öldrykkj- an 235 pt. árlega á hvert mannsbarn, þar með taldar konur og börn; í Belgíu 170 pt., í Bret- landi 150 pt., í Þýzkaiandi öllu 116 pt., í Dan- mörku 88 pt., í Sviss 55 pt., i Bandaríkjunum 47 pt., Frakklandi 24 pt., Noregi 16 pt., Svíþjóð 12 pt., en í Rússlandi að eins 5 pottar. Dýrt rit. Bóksali einn í New York er að gefa út rit enska skáldsins Dickens. Eiga þau að korna út í 130 bindum og hvert bindi að kosta 1000 dollara, eða ritin öll 485000 kr. Upp- lagið er að eins 15 eintök. Á næstliðnu hausti var mér undir- skrifuðum dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: sneitt fr. hægra, sýlt vinstra. Þetta lamb á jeg ekki. Rcttur eigandi vitji andvirðisins, semji við mig um markið og borgi auglýsingu þessa. Tröllatungu 17. mai 1902. G u ðj ó n J ó n s s o n. 104 Hr. Heiwald hlaut og að geta sagt sjálfum sér það, að hann myndi missa virðingu stéttarbræðra sinna, er það kvisaðist, að hann hefði neitað. að heyja einvígi við hr. Scharnau, og þvi var honum ánðandi, að sja fyrir honum til fulls. Steinert hefði gjarna viljað spyrja ungu stúlkuna um ýmislegt, en gat omögulega fengið sig til þess, að ginna dótturina, til að segja frá ýmsu, er gæti orðið iföður hennar að skaða. Hann gekk þvi þegjandi og hugsandi við hlið 'hennar, og gengu þau nú um stig einn, er lá gegnum fagran blómgarð, unz þau komu til aðal-byggingarinnar á Grombergi. Hr. Heiwald var á gangi í sandgötu einni, er gekk yfir garðinn þveran. Hann var að reykja vindil. og horfa á þá blómreit- ina, er honum þóttu fegurstir. Hann heyrði garðhliðið opnast og lokast, og leit ,þá upp- En er hann kom auga á hr. Steinert, sá hann, að það var ókunnugi maðurinn, sem hann hafði séð i „Stjörnunni“, og gekk því á móti honum, og hneigði sig. Hr. Steinert þekkti og þegar hr. Heiwald, enda var andlit hans eitt af þeim andlitum, sem menn eigi gleyma, er menn hafa einu sinni seð það. En honum kom einnig strax til hugar, að þetta væri morðingi hr. Scharnau’s! Og þegar hann leit á föt hans, og sá, hve hann var hirðuleysislega klæddur, þótti honum þessi grunur sinn svo sennilegur, að það var naumast, að hann gæti setið svo á ,sór, sem þurfti. 101 gjörð“, svaraði Ida „sýnist mér óviðkunnanleg, og heið- virðum manni osamboðin. En hvað gerir yður það til, þótt jeg hafi andstyggð á lögregluliðinu? Þér eruð kaupmaður, segið þér, og ekkert við þá illræmdu stétt riðinn. En nú erum við ekki langt frá Gromberg, svo að það er vist kominn tími til ]æ s, að eg segi yður, hvað föður mínum og hr. Scharnau lór á milli, ef úr því á að verða“. „Enn þá einusinni, ungfrú, skoðið mig, sem einn þessara lögreglumanna, sem yður er svo ilia við“, mælti Steinert, „og segið mér ekki annað, en þér mynduð segja þeim“. „Þér eruð slæmur við mig, hr. Steinert, og það á jeg ekki skilið“, svaraði Ida hálf-mæðulega, „en af því að eg þarf hjálpar yðar, ætla eg þó að segja yður það, sem eg veit um hr. Scharnau og hvarf hans“. Ida hóf nú frásögu sína. Hr. Steinert fékk nú staðfestingu á því, sem Brun, og aðrir, höfðu sagt honum. Hr. Scharnau hafði komið næstum daglega á heim- ili hr. Heiwalds, og hafði svo byrjað á vinsamlegum samningum um kaup á jörðinni Gromberg. Idu hafði frá byrjun verið lítið um mann þenna gefið, sem var all-ómenntaður í háttum, svo að hann gætti sín opt svo lítt, að hann kom með miður sæmandi spaugsyrði. En þegar hann hóf bónorð sitt til hennar, óx þó andstyggð hennar á manni þessum um allan helming, því að enda þótt hún gæfi honum skýlaust afsvar, þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.