Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Blaðsíða 4
204 Þjóðviljinn. XVI, 51 á síðari árum. Jeg veit ekki, hvaða sarmgirni getur mælt með því, að láta nokkurn lækni vera eptirlaunalausan, meðan eptirlaun allra embætt- ismanna eru ekki að fullu og öllu aftekin. Um politik talar nú enginn maður eitt ein- asta orð; það er rétt eins og á mönnum liggi martröð, eptir hriðina, sem gengið hefir að undan förnu; en þó munu nokkrir hugsa til kosning- anna, sem fram eiga að fara á næsta vori. Bara það verði leynikosningar í hreppum, það væri þó betra að þurfa ekki að fara margar dagleiðir, til þess að angra náungann, þvi það verður engu siður gert, þó mönnum sé gert allskonar óhagræði, til þess að neyta kosningarréttar síns. I>ú lofar okkur að vita, „Þjóðvilji11 minn, ef kosningalögin verða ekki staðfest í tæka tíð, því þá búum við okkur undir kjörfundarferð, og telj- um þá ekki á drógarnar okkar, ef því er að skipta. Vertu ætíð sæll, og velkominn, þegar þú ert á ferðinni. — Þinn vinur ...“ 01?* avallt 13 0 2^*1:, og ætti því eigi aíi yanta a neinn heimili .......,111.111... Bessastöðwm 19. des. 1902. Tíðarfarið einatt mjög stormasamt, sífeUdir beljandar nótt og dag. — 14. þ. m. dyngdi nið- ur talsverðum snjó, og hefir jörð síðan verið al- hvit hér syðra. Aukaskipið frá sameinaða gufuskipafélaginu, er „Morsö11 nefnist, kom loks til Beykjavikur að morgni 11. þ. m., hafði tafizt mjög í Færeyjum, sakir óstöðugrar veðráttu, er þar var. — Með skipi þessu kom síra Friðrik Friðriksson, prestur við holdsveikraspítalann í Laugarnesi, er dvalið hafði erlendis um tima. Bufuskipið „Pervíe" kom 10. þ. m. til Beykja- víkur, frá Halmstad i Sviþjóð; það var með timb- urfarm til verzluuar Thor Jensen’s. — Skipið fer til ísafjarðar, og þaðan til útlanda. Nýjasta leitritifl. "N ’t í Ití kaupendur ^lýSJ að 17. árg. „Þjóðv.u geta fengið ókeypis þau nr. yfirstand- andi árgangs, sem út komu frá október- mánaðarbyrjun. Sé borgun fyrir 17. árg. greidd fyrir fram, fást einnig ókeypis um 200 blaðsíður af skemmtilegum sögum. Í0F' Reykvíkingar, og nærsveitamenn, er eignast vilja, nú fyrir hátíðamar, nýja leikritið „S EIPIÐ SEKKUBf, snúi sér til umferðarbóksala hr. Sigurðar Er- lindssonar i Reykjavík. Verð bókarinnar, sem er 200 blaðsíð- ur, er 1 kr. 75 a. Einkar hentug til kunningj agj afa Nýir kaupendur geri svo vel, að gefa sig fram sem allra bráðast. á jólunuin. PRBNTSMIÐ.TA HJÓÐVILJANS 218 svaraði jeg, og gekk þegar burtu, áður en hann fengi tíma til þess, að spyrja mig frekar. Nóttina eptir fór jeg heimleiðis með járnbrautar- lestinni. Það var nú þegar send ný umsókn um leyfi til þess, að opna gröf Finlay’s, og að þessu sinni var beiðninni eigi synjað. Gröfin var svo opnuð í viðurvist votta, sem þurfa þótti, og þegar lokið var tekið af kistunni, þá fundu menn þar — í stað jarðneskra leifa Finlay’s „sálugau — mynd eina, sem var vandlega vafin innan í línlak. Höfuðið á mynd þessari var eitt af mótum þeirn, er hattamakarar nota; innyflin voru múrsteinn og járna- rusl, sem vafið var vandlega innan í heyið, sem maginn að öðru leyti var fylltur með. Þegar prettirnir voru nú þannig uppvísir orðnir, svo að enginn mátti á móti mæla, þá var ekki látið standa lengi á því, að skipa að taka lækninn fastan, sem og hr. Finlay, og konu hans. Hr. Finlay, og kona hans, voru fyrst yfirheyrð í Manchester, en síðan voru þau flutt þangað, er læknir- inn sat í varðhaldi, og yfirheyrð þar á ný, og borin sam- an við hann. Myndin, sem fannst í líkkistunni, var svo óræk sönnun, að það var hverjum málfærslumanni of vaxið, að ætla sór að hrekja hana. Finlay reyndi þó, að slá aðal-skuldinni á lækninn, er hann taldi bafa eggjað sig til glæpsins, enda hafði hann og fengið 1000 pund sterling í ómakslaun. Yið prófin sannaðist það, að áður en líkkistan var 219 smíðuð, var tekið mál af hr. Finlay, er hafði þá legið grafkyrr, sem lík væri. Þorparar þessir voru dæmdir í 10 ára typtunar- hússvinnu hvor, en kona Finlay’s í 5 ár. Telpan var dóttir hennar frá fyrra hjónabandi, því að frú Finlay var tvígipt, en fyrri maðurinn hennar hafði andazt skömmu eptir brúðkaupið. Það var leitast fyrir um það, hvort nokkur af mtt- ingjum vildi taka barnið að sér til uppfósturs, en eng- inn þeirra var fús til þess, og fór þá svo að lokum, að kona ein, er alkunn var að góðgjörðasemi, tókst á hend- ur, að sjá fyrir uppeldi telpunnar. HITT Ofi ÞETTA. Mállaus sttilka, sem fœr aptur málið, eptir 20 ár. í borgirmí Mandal í Noregi, bar svo við í baust, að stúlka, sem verið hafði mállaus i 20 4r, fékk allt í einu málið aptur, og voru atvikin þessi: Skammt frá borginni Mandal er bændabýlið Stusvíg, og þar hefir María Stusvíg alizt upp, og er nú orðin 32 ára að aldri. Hún hafði beztu heilsu fram á 10. árið, en veiktist þá mjög bættulega, með krampaköstum, og þegar benni batnaði loks aptur, eptir tveggja mánaða legu, var hún orðin beyrnarlaus, en bafði þó málið. Næsta ár kom það stöku sinnum fyrir, viku til hálfan mán- uð i bili, að bún missti málið, en fékk það þó aptur; en beyrnar- leysið töldu læknar ólæknandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.