Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.01.1903, Page 2
14
.Þ.JÓÐVIJjJINN.
XVII, 4.
Óður þinn á Orra tungu mælti,
Andi þinn er vigðnr stórri tíð;
Orra hreysti strengi þína stælti,
Stríð þíns lifs er sannleiks Orrahrið!
Þjóðmæringur, þökk af bjartans grunni,
Þér var gefin h'fsins stóra trú!
Aldrei féll þér orð frá sjúkum munni,
Efans, dauðans hrakspá smáðir þú.
Vorrar þjóðar tign og afli treystir,
Tímans meðan dæmdir syndagjöld.
Hjartans þökk, að þú i ljósi leystir
Lífsins draum, og fægðir Noregs skjöld!
Það er satt, að sjón hins rétta, góða,
Sigrar óðum forna myrkratíð;
Óðum siga saman hýlin þjóða,
Sama nauðsyn jafnar heipt og stríð.
Og þótt, meðan dróttir dufti klæðast,
Dynji stöðugt ramur heljarfoss:
Betur, betur guðlegt vit mun glæðast:
Ouð er sá, er lifir, býr í oss!
Njót því heiðurs, Noregs skáldaspillir!
Norðurlöndin verða bráðum eitt.
Dofrafjöllin fegri roði gyllir:
Fylgjumst vel, og hræðumst ekki neitt! —
Hróðrardrottinn, sterki boga bendir,
Braga niður, sittú ern og frjáls!
Dofrafóstri, frændi kær, þér sendir
Prægðarkveðju landið Heklu báis!
Matth. Jochumsson.
Drukknað i bæjarlœknum.
í siðastl. desembermánuði vildi það slys til
að Borgum í Þistilfirði, að drengur datt út af
brú, sem var yfir bæjarlækinn. — Festisthann
með annan fótinn i brúnni, en datt á höfuðið í
] ækinn, og kafnaði.
Skemindir at yeðri.
8. des. síðastl. fauk hjallur og bátur i Barðs-
vík á Hornströndum, og brotnaði.
í saraa veðri fauk einnig róðrarbátur, er síra
Kjartan á Stað í Grunnavík átti, og brotnaði
nokkuð.
Skotliylki sprungið.
í Seyðisfjarðarkaupstað voru drengir tveir, í
síðastl. desembermánuði, að leika sér að hlöðnu
skothylki (patronu), og kveiktu í því, og skað-
skemmdust báðir í andliti, svo að hætta var
talin á þvi, að annar drengurinn myndi missa
sjónina á öðru auganu.
Skæður kígliðsti
hefir gengið i sumum hreppum í Eyjafjarðar-
sýslu, og i Skagafirðinum.
í Ölafsfirðinum voru dáin 5 börn úr veikinni,
og önnur fimm í Siglufirði, að því er „Norður-
land“ skýrir frá.
Útgerðarmenn við Eyjafjörð
héldu fund 13. des. siðastl., til þess að ræða
um sildveiðar Norðmanna hér við land, og um
„leppmennsku" þá, sem í þeim efnum er orðin
svo algeng.
Á fundi þessum var kosin 5 manna nefnd,
til að undirbúa málið, og leggja það fyrir al-
mennan kjósendafund.
Væri mikils um vert, að fundin yrðu hyggi-
leg ráð, til að útrýma ósómanum.
Kvennfélag
hafa konur í Seyðisfjarðarkaupstað nýlega
stofnað.
Drukknanin á ísafjarðardjúpi.
Eins og getið var um i 2. nr. „Þjóðv.“, fórst
sexæringur frá Hnífsdal 8. des. — Formaður
var Halldór Ag. Halldórsson, bróðir Páls Hall-
dórssonar, forstöðumanns stýrimannaskólans í
Reykjavík, kvæntur maður, og hafði Halldór
einnig numið stýrimannafræði; en hásetar voru:
tveir bræður konu Halldórs: Jón og Kristján
Elíasarsynir, báðir ókvæntir, enn freniur Ólafur
Guðmundsson úr Onundarfirði, Kr. Bjarnason frá
ísafirði, og Guðm. Björnsson úr Beykjavík, allir
ókvæntir menn.
Veður var hvasst út Djúpið, svo að ýms skip
hleyptu þenna dag í Skálavík ytri, og er talið,
að þeir Halldór hafi farizt á siglingu, og bátinn
svo rekið til hafs, því að ófundinn var hann, er
siðast fréttist.
Hvalafriðunin.
Eundir hafa verið haldnir á Hjalteyri og
í Dalvík við Eyjafjörð, til þess að ræða um
hvalveiðamálið, og hefir niðurstaðan orðið sú
sama, sem á Akureyrarfundinum, og fundum ’í
Múlasýslum, að heimta algjörða friðun hvala.
Norskur kláðalæknir.j
Hr. O. Myldestad, hinn alkunni norski kláða-
læknir, kom i des. til Akureyrar, til þess að
kenna mönnum fjárkláðalækningar, og hefir þeg-
ar ferðazt um i Eyjafirði.
Hann telur kláðann hér á landi munu vera
líkari þvi, sem var austanfjalls í Noregi, og var
hann þar miklu betri viðfangs, en vestan fjalls,
og hefir þó tekizt að útrýma honum gjörsamlega
í Noregi.
Hr. Myklestad telur því engan vafa á þvi, að
auðvelt sé, að útrýma fjárkláðanum hér á landi
gjörsamlega.
Akureyrarbúar
voru i síðastl. nóvembermánuði 1489 að tölu,
samkvæmt manntali, er þá fór fram.
Legið úti 3 sólarliringa.
Yinnuhjú tvö, karlmaður og kvennmaður,
lögðu af stað frá Bakka í Vatnsdal i Húnavatns-
sýslu 27. des., og ætlaði annað þeirra að Stóru-
borg, en hitt að Söndum i Miðfirði. En um
kvöldið, er dimma tók, skall á svartur norðan-
bylur, og komst karlmaðurinn loks til bæjar, að
Jörfa í Víðidal, að morgni 30. des., og skömmu
síðar fannst kvennmaðurinn einnig, þar sem
hann vísaði til.
Var stúlkan svo ílla leikin, að talið var mjög
hæpið, er síðast fréttist, að hún héldi lífi; en
karlmaðurinn var svo kalinn, að álitið var, að
naumast yrði hjá því komist, að taka af honum
báða fætur.
Það fylgir og fregn þessari, að faðir vinnu-
mannsins hafi, fyrir 17 árum, legið úti, og misst
þá báða fætur af kali. Hann er enn á lifi, og
á heima á Söndum í Miðfirði, og var sonur hans
að fara i kynnisför til hans.
Kátbrosleg undirskripta-smölun. Þess hef-
ir áður verið getið hér í blaðinu, að „em-
bættisflokkurinnu i Reykjavík vildi nú
fyrir alla muni koma landshöfðingja að
þingmennsku í Rangárvallasýslu.
En ekki þykir það hlýða, að slíkur
höfðingi bjóði sig fram, nema hann sé
nokkurn veginn viss um kosninguna.
í því skyni hefir þvi verið gripið til
þeirra ráða, að reyna að fá kjósendur til
þess, að skrifa undir áskoranir til lands-
höfðingja, þar sem þeir jafn framt skuld-
binda sig til þess, að greiða honum at-
kvæði, ef hann verði i kjöri.
Það er vissulega í m.eira htgi all-óvið-
urkvasmílegt, og gagnstætt tilætlun kosn-
ingalaganna, að gripið skuli til slíkra
bragða, og það í þvi skyni, að afla æðsta
valdsmanninum hér innan lands atkvæða-
fylgis, og ekki sízt þegar litið er á að-
ferðina, sem sagt er, að beitt sé.
Fáráðlingum þar eystra talin trú um,
að landshöfðingi sé sjálfsagður ráðherra,
og só það þá ekki amalegt fyrir sýsluna,
að eiga hann að, þvi að þangað muni þá
landssjóðsfénu rigna, til hvers sem ósk-
að verði!
Og þá verði það ekki heldur einstök-
um mönnum þar í sýslunni neinn afslag-
ur, sem gerðir verði hópum saman að
dbr. mönnum — eins og Sighvatur gamli
—, fái stórum meira álit, og lánstraust
i landsbankanum, o. s. frv.
Það er því engu líkara, en hór sé að
ræða um mútutilraun í störum stgl, og
það á opinberan kostnað.
Um hitt er auðvitað þagað, hve valt
er að styðjast við fallandi eik, og hve
sára litlar líkur eru til þess, að frjálslynda
stjórnin i Danmörku taki afgamlan Estr-
ííjös-liða inn í ráðaneyti sitt, og að auð-
velldlega gæti því svo farið, að Rang-
vellingar keyptu sér köttinn í sekknum,
fengju minna af landssjóðsregni, og færri
„í hnappagatið", en atkvæðasmalarnir þar
eystra hafa hljóðskraf um, um þessar
mundir.
Að minnsta kosti væri hyggilegra, að
eiga ekki að öllu leyti eptirkaupin, því að
„krossa-glingrið“ ætti landshöfðingi t. d.
vel að geta útvegað, áður en stjórnar-
skrárbreytingin dettur á, og það er þó
jafnan vissara, sem víst er.
Mælt er, að atkvæðasmölunin hafi
þegar gengið all-vel í austurhreppum sýsl-
unnar, einkum hjá Eyjafjalla-körlunum,
og í Fljótshliðinni (í prestaköllum þeirra
riddaraefnanna sira Kjartans í Holti og
síra Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað),
en öllu lakar í vestur-sýslunni, t. d. að
eins 9 látið ánetjazt á Rangárvöllunum.
En auðvitað verður nú undirskripta-
skuldbindinga-smölunin látin ganga stanz-
laust fram að kosningunum, og mætti þá
vertíðin ganga all-báglega, ef ekki bætt-
ust við einhverir „drættir“ innan þess
tima, ekki sízt þar sem beitan er jafn
fágæt.
---*-<8SS3e=-«*--
Úr Strandasýslu er skrifað 14 des. síðastl.:
„Mikil varð fannkoman hér í hretinu, er „Skál-
holt“ var síðast á ferðinni, og fennti þá kindur
hér og hvar, en stórskaðar urðu engir. — í mikla
veðrinu, aðfaranóttina 1B. f. m, fuku 3 bátar á
Melum, og brotnuðu í spón, og á Kúvíkum 2
bátar, og víða urðu skemmdir á húsum og heyj-
um. — Síðan hefir verið öndvegistið, og er nú
alls staðar orðið blóðautt við sjóinn.
A Gjögri hefir til þessa verið góður afLi,
þegar gefið hefir, en langróið síðast. — Beztu
hlutir þar, síðan um leitir, um 250 kr.“
Úr Onundarfirði er skrifað 23. des.: „Síðan
kosningarnar gerðu enda á hinum politisku óeyrð-
um og æðisgangi, sem hér var i fyrra vetur og
vor, hefir mátt heita, að himneskur friður og
kyrrð hafi hvílt yfir öllum hlutum til lands og
sjávar, og enginn heyrist enn á næstu kosning-
ar minnast
Sumarið var hér, sem annars staðar, blessað
og blítt, að því er hreinviðri og veðurblíðu snerti,
einlægir þurrkar og staðviðri, og grasspret.ta þar
af leiðandi all-víða í lakara lagi, og heyskapur
því mun minni hjá flestum, en að undanförnu.
Hafa margir því orðið að lóa all-miklu af skepn-
um sínum í haust, vegna þess hve lítill varð
heyforðinn. — Svo kom nú veturinn, og storm-
arnir, sem allt hafa ætlað sundur að tæta, og
hafa þó orðið furðanlega litlar skemmdir hér í
firðinum. í samanburði við það, sem víða hefir
orðið annars staðar.
Að öðru leyti hefir veðráttan verið ágæt,
hvað landið snertir, — nema þessi eini kafli,
sem hann gerði um veturnæturnar —, svo að
enn hefir all-viða lítið þurft að gefa fé.
Á haustvertíðinni varð hér lítill afli, af því
að haustið var svo rosafengið“.
Úr Norður-ísafjarðarsýslu er skrifað 2. jan. þ.
á.: „1 des. hefir verið storma- og íllviðrasamt,