Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Page 3
XVII, 25.
Þjóðviljinn.
99
Fallega og nærgætnislega hugsað!
En hvort þeir uppskera svo „launin“
á eptir, um það hefir þjóðin alls ekki
látið þá einráða, þar sem framfaramenn-
irnir, úr framsóknar- og „heimastjórnar14-
flokkunum gömlu, verða í miklum meiri
hluta á þingi.
Milli þeirra ríkir ekki ágreiningur
um eitt einasta málefni, er þjóðina varð-
ar, þar sem stjórnarskrármálið, er flokk-
unum skipti fyrri, er nú úr sögunni, —
allir orðnir sammála um það.
Olagni, eða samvinnuleysi þeirra
verður það því að kenna, ef vér ríðum
úr garði með apturhaldsstjórn í farar-
broddi, þegar stjórnarskrárbreytingin
kemst á.
Til sliks gefa kosningarnar alls ekk-
ert tilefni, heldur þvert á móti.
Hin sanna flokkaskipting á þinginu
talar beint á móti þvi.
En engum þarf að koma það á óvænt,
þótt reynt verði nú af fremsta megni, að
villa hr. Albertí, núverandi ráðherra vor-
um, sýn, eða gjöra honum sjónhverfing-
ar, að þvi er hinn sanna vilja þjóðarinn-
ar snertir, eins og hann lýsir sér í kosn-
ingunum í vor, og í yfirlýsingum í ýms-
um kjördæmum landsins, er krafizt hafa
einbeittrar frarn faras}jórnar.
„Launin“, og embættin, verðaþeirað
hafa, apturhaldsliðshöfðingjarnir, hvað
sem tautar; annað má ekki nefnast.
Til þess eins var kapphlaupið hafið.
Vill hafa framsóknarstjórn.
Á kjörfundi Vestur-ísfirðinga, 3. júní
síðastl., beindi sira Þörður Olafsson á
Grerðhömrum fyrirspurn til þingmanns-
efnisins Jöh. hreppstjóra Olafssonar á
Þiugeyri, er var á þessa' leið:
Ætlar þingmannsefnið, af hann verður
kosinn, að styðja hina núverandi inn-
lendu stjórn, eða vill hann styðja að
því, að landið fái framsóknarstjórn, og
ljá henni fylgi sitt?
Hr. Jöhannes Olafsson svaraði fyrir-
spurn þessari eindregið á þá leið, að hann
vildi ekki styðja hina núverandi innlendu
stjórn vora, heldur stuðla að því að land-
ið fengi framsóknarstjórn, og myndi hann
ljá henni fylgi sitt.
Dánar Ivæv breiðlirzlíar merkiskonur.
9. þ. m. audaðist á Bildudal frú Katrín Ól-
afsdóttir. Hún var fædd á Blatey í Breiðafirði
3 júní 1823, og voru foreldrar hennar þau Ólafur
próf.Sívertsenogkona hans Jóhanna Eyjólfsdóttir,
Kolbeinssonar, prests að Eyri í Skutilsfirði.
Arið 1843 giptist hún Guðmundi prófasti
Einarssyni, og hjuggu þau fyrst í Skáleyum á
Breiðafirði siðan á Kvennabrekku og síðast á
Breiðabólstað á Skógarströnl. Þeim hjónum
varð 15 barna auðið, en aðeins 3 þeirra eru á
lífi: Asthildur, kona Péturs Thorsteinsonar kaup-
manns á Bildudal, Oafur, læknir á Stórólfshvoli
og Theodára, gipt Skúla Thoroddsen á Bessastöð-
um, hin dóu öll í æsku.
Mann sinn missti frú Katrín 1882, fluttist
hún þá til Asthildar dóttur sinnar, og dvaldi
hjá henni það, sem eptir var æfinnar.
Allir, sem kynni höfðu af frú Katrínu, munu
sammála um, að hún hafi verið kvennskörungur
og merkiskona í hvívetna. —
Nýlega er dáin á Akureyri húsfrú Sigurborg
Olafsdóttir, Guðmundssonar í Innstabæ á Flatey
og Guðrúnar Oddsdóttur Hjaltalíns.
Sigurborg sál. var gipt Eyjólfi kaupmanni
Jóhannssyni á Platey, og var Olafur kaupm. á
Akureyri einkabarn þeirra.
Botnverpil
handsamaði varðskipið „Hekla“ 8 þ. m., var
hann við ólöglegar veiðar. Varðskipið eltist
lengi við hann og skaut jafnvel á hann, áður
hann næðist
Botnverpill þessi, sem hlaðinn var af afla,
var fluttur til Vestmanneyja og honum dœmd
hærri sekt en áður hefir dæmd verið fyrir slík
lagabrot: 150 pd. sterling =2700kr. Auk þess
var afli og veiðarfæri gert upptækt.
Prói' i í'orspjallavísindum
tóku 9. þ. m. stúdentarnir Lárus Thorarensen
og Halldór G. Stefánsson með eink. dável -A-
en Eiríkur Stefánsson og Sigvaldi Stefánsson
með eink. vel -|-
Eins og áður befir verið getið um í
blaði þessu, andaðist merkisbóndinn Guð-
mundur Bjarnason í Botni í Mjóafirði i
Isafjarðarsýslu 28. okt. f. á., á 74. aldurs-
ári, og skal hér nú minnzt stuttlega á
lielztu æfiatriði hans.
Guðmundur sálugi var fæddur að
Miðhúsum í Glufudalssveit í Barðastrandar-
sýslu í júnímánuði 1829, og voru for-
eldrar hans Bjarni heitinn Jónsson, er þá
bjó að Miðhúsum, og kona hans Ingi-
björg Nielsdóttir, systir Jóns sáluga Niels-
sonar, er lengi bjó í Þúfum í Vatnsfjarð-
arsveit í Isafjarðarsýslu. — Guðmundur
sálugi ólst upp í Gufudalssveitinni, en
misstiföður sinn er hann var áunga aldri, og
var eptir það með móður sinni, en réðist síð-
an, 27 ára að aldri, sem vinnumaður, til
móðurbróður síns, fyr nefnds Jóns bónda
100
gömlum skjöium, og sagðist hann þá vera þreyttur, og
ætla að fara snamma að háttau.
„Hann er ekki í rúininu“, mælti jeg.
„Ekki í rúminu?“ spurði Mitchell. „En, guð hjálpi
mér! Hvað er að sjá rúmið!“
Jeg ruddist nú fram.
Var þetta rúm? Jeg hafði að minnsta kosti aldrei
séð jafn kynlegt rúm.
Frá höfðalaginu til fótagafllins lá þykk dýna, og
héngu bönd niður úr henni.
Enginn maður lá á dýnunni, og í rúminu voru
hvorki línlök, né annað, sem vant er að vera í rúmum.
Jeg leit til loptsins, og veitti þvi þá eptirtekt, að
rúmstólparnir stóðu, sem siglutré, upp í loptið.
Jeg sá nú þegar, hvað um var að vera.
Himininn, sem var yfir rúminu, hafði sígið ofán í
rúmið!
Lá Cressley þarna undir?
Jeg beiddi Mitchell gamla að hjálpa mér, og tog-
uðum við nú báðir í þykku þýnuna af öllum kröptum,
til þess að ná henni ofan af rúminu.
Það vildi saint ekki takast, að ná henni burt, og
og veitti eg því þá eptirtekt, að böndin, sem í henni
voru, héldu henni niðri.
Jeg greip þá hníf í snatri, skar á böndin, og vörp-
uðum við svo dýnunni ofan á gólfið.
Þarna lá Oressley hreifingarlaus, og sem dauður væri.
Jeg lagði hendina á hjarta honum, og kallaði þá
upp yfir mig af gleði, því að hann var enn á lífi.
Jeg hafði komið nógu snemma til að frelsa líf
hans.
97
að eg sagði satt, enda varð eg að gjöra hana all-órólega,
til þess að vinna hana til þess, að sinna mér eitthvað.
Hún hugsaði sig því um stundarkorn, og kvaðst
svo skyldi gjöra það, sem eg óskaði.
„Mér er kunnugt, hvar Mitchell sefur“, mælti hún
„gamli þjónninn, sem árum saman hefir haft umsjá húss-
ins, og getum við hæglega vakið hann, ef við köstum
steinuin upp í gluggann.
Ef þér bíðið hér ögn, skal jeg ná mér í sjal, og
koma svo með yður“.
Að svo mæltu gekk hún inn, en tom svo út aptur
að vörmu spori.
Við gengum nú kringum aðal-bygginguna, aptur
fyrir húsið, og var jeg þá, sem á nálum.
Til allrar hamingju leið þó ekki á löngu, unz kon-
unni tókst að vekja Mitchell.
Hann lauk upp glugganum, rak út höfuðið, og
mælti:
„Hvað gengur á?“
„Það er herra Bell, maðurinn, sem þú veizt, að
herra Cressley átti von á í gærkveldi. Hann er nú kom-
inn, og vill fá þig til þess, að ljúka upp fyrir sér“.
Gamli maðurinn svaraði, að hann skyldi brátt koma
til dyra, og rétt á eptir lauk hann upp hurðinni, og
kom til mín,
„Er það satt, að þér séuð maðurinn, sem herra Cress
ley átti von á?“ spurði hann.
„Svo er víst“. svaraði eg. Jeg varð of seinn á
járnbrautarstöðina, og varð því að fá mér vagn. En nú
verð eg fyrir alla muni að fá strax að tala við húsbónda
yðar. Hvar er hann?“