Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1903, Blaðsíða 2
138 Þ JÓÐVILJINN. XVII, 35. skólann á Akureyri, í stað þess er neðri deild hafði ákveðið þær 60—70. Kostn- aðurinn við skólahússbygginguna verður þá einnig nokkru minni, nefnil. að eins 57 þús., í stað 70 þús., er frv. neðri deild- ar hafði ákveðið. Biskupsembættið. Nefnd sú, er kosin var í efri deild, til að íhuga frv. um sameining forstöðumannsembættisins við prestaskólann við biskupsembættið, hefir eigi orðið á eitt mál sátt. — Meiri hlut- inn (Hallgr. biskup og síra Eir. Briem) telur sameininguna athugaverða, þar sem hér sé um „störf að ræða, sem hvort um sig útheimtir sérstaka hæfileika, sem ekki er víst, að fari saman, og störf biskups- ins, sem kennara við prestaskólann, mundu takmarka að ýmsu leyti það verksvið, sem annars væri heppilegt, að fela hon- um á hendur, og hafa verulega þýðingu fyrir stöðu hans yfir höfuð“. Meiri hlutinn telur og heppilegt, að skipun biskupsembættisins sé ekki að öllu leyti komin undir landstjórninni, svo sem verið hefir, síðan einveldið komst á, en sé landsmönnum ætluð hluttaka í bisk- upskosningunni, þá myndi „erfitt, að sam- rýma slíkt fyrirkomulag því, að biskup- inum væri falið svo sérstaklegt starf, sem kennsla við prestaskólann“. Meiri hlutinn vill því eigi, að málinu sé ráðið til lykta, að svo stöddu, en láta íhuga það af milliþinganefnd þeirri, er væntanlega verður skipuð um kirkjumál landsins. Minni hluti nefndarinnar (Gutt. Vig- fússon) ræður á hinn bóginn til þess, að frv. sé samþykkt óbreytt, eins og það var samþykkt í neðri deild. — Tillaga meiri hlutans var samþykkt 14. ág., með 7 atkv. gegn 4. Á fundi sameinaðs alþingis 13. ág. voru kosnir í nefnd, til að úrskurða f erðakostnaðarreikninga alþingismanna: 01, Briem, Guðl. Guðmundsson, Klemenz Jónsson, (xutt. Vigfússon og Guðjón Guðlaugsson. A sama fundi var kosin nefnd til að dæma um ritgjörðir, er æskt kynni að verða verðlauna fyrir af gjafasjóði Jóns sál. Sigurðssonar forseta, og voru kosnir: Eir. Briem, dr. B. M. Olsen og M. Step- hensen. Lántaka fyrir landssjóð. Fjárlaga- nefnd neðri deildar ber fram frv., er heimilar landstjórninni að taka bráða- byrgðalán fyrir hönd landssjóðs, allt að ‘/2 milj-, gegn tryggingu í eignum eða tekjum landssjóðsins. Lántaka þessi er sérstaklega fyrirhug- uð i því skyni, að landssjóður geti veitt ýms lán, sem ætluð eru atvinnuvegunum til eflingar. Kirkjumálanefndin. Þingsályktunar- tillagan um skipun milliþinganefndar, til að íhuga kirkjumál landsins, var til fyrri umræðu í neðri deild 14. ág., og var þá vísað til 5 manna nefndar. Kennaraskólinn. Nefndih i efrí deild, er fjallaði um frv. þetta, vill hafa skól- ann í Flensborg í Hafnarfirði, og verja allt að 15 þús. úr landssjóði til endur- byggingar hinu núverandi skólahúsi, og leikfimishúsi, sem þar er. Mun mega telja nokkurn veginn víst, að ekkert verði af þvi, að kennaraskóli verði stofnaður í Reykjavik að þessu sinni, og trúlegast, að kennaraskólamálið bíði næsta alþingis. í’járlaganefnd efri deildar var kosin 12. ág., og hlutu kosningu: Eir. Briem, Kr. Jónsson, Jón Jakobsson, Guðjón Guðlaugsson og dr. Valtýr Guðmundsson. Lög, afgreidd ;i f alþingi. Þingið hefir enn fremur samþykkt þessi lög: XXII. Lög um frestun á framkvœmd laga 25. okt. 1895, um leigu eða kaup á eirnskipi, og útgerð þess á kostnað lands- sjóðs. XXIII. L'óg um kosning fjögurra nýrra þingmanna. (Þingmennirnir eiga að kjós- ast eiiin i hverjum kaupstað: Heykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði). XXIV—XXV. L'ög um löggilding verzlunarstaða á Ökrum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, og að Grenivík við Eyjafjörð. XXVI. Lög um ráðstafanir til út- rýmingar fjárkláðanum, og eru þau lög svo hljóðandi: 1. gr. Landstjórninni veitist heimild til að gera ráðstafanir til algerðrar út- rýmingar fjárkláða og ráða til þess starfa einn framkvæmdarstjóra fyrir land allt. En hann tekur sér aðstoðarmenn eptir þörfum. 2. gr. Eptir tillögum framkvæmdar- stjórans semur landstjórnin reglugerð um framkvæmd verksins, og má þar ákveða sektir fyrir brot á reglugerðinni. 3. gr. Baðlyf þau og baðpottar, er með þarf í hvern hrepp, skal flutt þang- að frá næstu kauptúnum á kostnað fjár- eigenda í hreppnum. Hreppsnefndin ann- ast um flutninginn og jafnar flutnings- kostnaðinum niður á fjáreigendur eptir fjártölu og innheimtir hann. Gjald það má taka lögtaki. Húsbóndi hver leggur ókeypis til baðker, nægilega aðstoð við böðun og skoðun fjár á heimili hans og flutDÍng baðlyfja og böðunaráhalda til næsta bæjar. Allur annar kostnaður við ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum greiðist úr landssjóði. 4. gr. Framkvæmd tilskipunar 5. jan. 1866, tilskip. 4. marz 1871 og laga 8. nóv. 1901, skal frestað að því leyti, sem tilskipanir þær og lög samrýmast ekki lögum þessum. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er það tölublað af B-deild Stjórnar- tíðindanna kemur út, sem skýrir frá stað- festing þeirra. XXVII. Lög um liafnsöguskyldu í ísafjarðarkaupstað. (Öll skip, sem eru 40 smálestir að stærð, eða meira, eru skyld að greiða hafnsögugjald í fyrsta skipti á árinu, er þau koma til Isafjarðarkaupstaðar frá útlöndum, hvort er þau nota hafn- sögumann, eður eigi, ef þau leggjastfyr- ir innan línu, er hugsast dregin úr Norð- urtanganum. i stein á Kirkjubólshlíð, sem er hafnarmerki. Undanþegin eru þó her- skip, skemmtiskip og fiskiskip, sem eru innanrikis eign. — Endranær greiða skipin að eins hafnsögugjald, er þau nota haf n sögumann). XXVIII. L'óg um heimild tillóðarsölu fyrir Reykjavíkurkaupstað. (Bæjarstjórn- inni veitt heimild, til að selja lóðir und- ir hús i landareign kaupstaðarins, og á- kveður hxin söluverðið, eptir tillögum byggingarnefndar. Sé ekki reist hús 4 lóðinni, áður en 2 ár eru liðin, fellur hún aptur endurgjaldslaust til kaup- staðarins, en kaupandi fær endurgoldnar umhæt- ur á lóðinni, eptir mati óvilhallra manna). XXIX. Lög um heilhrigðissamþykktir fyrir bæjar- og sveita-félög. XXX. L'óg um bráðabyrgða þingsköp fyrir alþingi. (Stjórninni heimilað að gera til bráðabyrgða, með kgl. tilskipun, þær breytingar á þingsköpum alþingxs, er leiða af þingseturétti ráðherrans). XXXI. Lög um að stjórninni veitist heimild, til að makaskipta þjóðjörðinni Norður-Hvammi i Hvammshreppi við prests- setnrsjörðina Fell í Dyrhólahreppi. XXXII. Lög um viðauka við lög 9. jan. 1880, um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á Islandi og breyting á lög- um 9. ág. 1889 við nefnd lög, og eru þau lög svo hljóðandi: 1. gr. Á hvalveiði og á síldarveiði með nót, svo og á laxveiðiafnot utan- hreppsmanna má leggja aukaútsvar, þótt fyrirtæki þessi eða at-vinna sé rekin styttri tíma en 4 mánuði af gjaldárinu. 2. gr. Sömuleiðis má leggja aukaút- svar á ábúð á jörð eða jarðarhluta og leiguliðaafnot af jörðu, þótt engin ábúð fylgi, og þó rekin séu skemur en 4 mán- uði af gjaldárinu. XXXIII. L'óg um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn íslands, og eru þau lög svo hljóðandi: 1. gr. Samkvæmt stjórnarskipunar- lögum, dagsettum í dag, um breyting á stjórnarskrá um hin .sérstaklegu málefni íslands 5. janúar 1874, skal stofna stjórn- arráð fyrir ísland í Reykjavík, og skipa í það landritara og 3 skrifstofustjóra, og veitir konungur þau embætti. 2. gr. Ráðherra íslands skal hafa að launum 8000 kr. á ári, og skal honum auk þess látinn í té embættisbústaður og 2000 kr. á ári til risnu. Þangað til ráð- herrann fær embættisbústaðinn til afnota, skal honum veitt 2000 kr. uppbót fyrir hann á ári. Kostnaður við embættisferðir ráðherr- ans til Kaupmannahafnar og dvöl hans þar greiðist af landssjóði. 3. gr. Eptirlaun ráðherra skulu á- kveðin samkvæmt hinum almennu eptir- launalögum. Konungi skal þó heimilt að ákveða ráðherranum allt að 3000 króna eptirlaun, ef honum ber minna samkvæmt eptirlaunalögunum. 4. gr. Landritari hefir 6000 kr., og hver skrifstofustjóra 3500 kr., í laun á ári. Til aðstoðar og skrifstofukostnaðar má ferja 14500 kr. á ári.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.