Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 3
Loks fékk Hólmgeir Jensson k Vöðíum styrk sinn, sem auka-dýralæknir, hækkaðan um 200 kr. árlega (úr 300 kr. í 500 kr.) þá voru og Asgeiri Torfasyni veittar 1500 kr. á ári, til að stunda verklegar æfingar í efna- rannsóknum erlendis. Sem eptirlasmastyrk fékk læknisekkja Magnea Asgeirsson 200 kr. á ári. t Jónas Helgason, organistí. I síðasta nr. „Þjóðv.u gátum vér frá- falls Jónasar Helgasonar organista, er andaðist snögglega af hjartaslagi á heim- ili sínu í Reykjavík aðfaranóttina 2. sept., hálfum kl.tíma eptir miðnætti, en hafði gengið alheill í rekkju tæpum kl.tíma áður. Jbnas sáiugi var fæddur 28. febr. 1889, og var því á 65. árinu, er hann andaðist. — Foreldrar hans voru: Hélgi trésmiður Jónsson í Reykjavík, ættaður úr Þing- eyjarsýslu, og kona hans Quðrún Jöns- dóttir, ættuð úr Arnessýsiu. Jónas sál- ugi var snemma hneigður til smiða, og lærði því járnsmíði, og stundaði hann þá atvinnu í Reykjavík af miklum dugnaði í 25 ár, frá 1856—1881. Jafnframt hneigðist hann snemma að sönglistinni, og stofnaði söngfélagið „Harpa“ árið 1862, og stýrði því félagi með stökum dugn- aði í 30 ár. Árið 1875 sigldi Jónas heitinn Hélga- son til Kaupmannahafnar, til þess að fullkomna sig í söng og organslætti, og tók árið eptir að sér söngkennsluna í barnaskóla Reykjavikur, og í kvennaskól- anum þar, og hafði þau kennslustörf á hendi til dánardægurs. — Eptir lát Pét- urs sál. Guðjohnsen’s varð Jónas sálugi einnig organleikari við dómkirkjuna i Eeykjavik, og hafði þann starfa einnig á hendi til dauðadags, auk þess er hann í fjöldamörg á'r hafði á hendi kennslu i organslætti, svo að heita má, að allur þorri þeirra, er nú stýra organslætti í kirkjum landsins hafi numið hjá honum. En auk þessara starfa Jónasar sáluga í þágu sönglistarinnar, átti hann eigi litinn þátt í útbreiðslu söngiistarinnar hér á landi með hinum mörgu söngheptum, er hann gaf út, og er því óhætt að full- yrða, að næst Pétri sál. Guðjohnsen hafi enginn átt meiri þátt í útbreiðslu söng- þekkingarinnar á landi voru, en Jónas sálugi, og er það því virðingarverðara, þar sem hann var ólærður maður, er hafði brotizt i að mennta sig sjálfur, þrátt fyrir annað annríki. — Mun hann hafa tekið sér það mjög nærri, er alþingi í sumar kippti í burtu af fjárlögunum styrk þeim, er hunn hafði notiö árum saman, sem kennari í organslætti, án þess að þingið ætlaði honum nokkurn eptirlaunastyrk í ellinni, enda þótt þing- ið mýkti að vísu nokkuð þá meðferð með því, að veita honum 1000 kr. (þ. e. eins árs laun) i viðurkenningarskyni. Jónas sálugi var sæmdur gullmedalíu á þjóðhátíðinni, 1874, og síðar veitt heið- ursmerki dannebrogsorðunnar. Með konu sinni, Margréti Árnadbttur, er lifir hann, eignaðist hann 3 sonu, og eru tveir þeirra á lífi, báðir i Vestur- heimi. Jónas sálugi var sparsemdar- og dugn- aðar-maður, og græddist þvi fé nokkuð. Jarðarför hans ter íram í dag (12. sept.) ,i Reykjavik. Störkostleg’ur heybruni. Nýlega varð Einar bóndi Guðmundsson í Rifs- halakoti i Rangárvallasýslu fyrir þeim stórskaða, að 700 hestar af heyi, er hann hafði komið f hlöðu, brunnu til ösku. Það er þvi miður ekki ný saga, að sumum hætti til þess, að hirða djarft í þurrkatíð, og gæta þess eigi, hve kraptmikið heyið er, svo að jafnan er öruggara, að láta það standa nokkurtt tíma í göltum. Þingvallahellirinn. Milli Skógarkots og Þingvalla hefir ný skeð fundizt stór hellir í Þingvallahrauni, skammí frá Þingvöllum, og hefir mönnum verið ókunn- ugt um helli þenna, unz drengir tveír frá Skóg- arkoti rákust á hann. Hellir þessi er mjög stór, með mörgum göng- um og afkimum, og svo hár, að víðast má ganga uppréttur, og ætla menn, að hann muni eigi öllu minni, en Surtshellir, þó að eigi sé það að visu fyllilega rannsakað enn. Grjó tgarður var hlaðinr, þvert yfir helli þenna, og sýnir það, að mönnum hefir áður verið kunn- ugt um hann, þótt bann hafi nú lengi verið gleymdur. Dr. Jón Stefánsson, og enska skáldið Hall Caine frá Mön, sem dvalið hafa um tima þér 4 iandi í sumar, hafa komið í helli þenna, og láta mikið af fegurð hans, og telja víst, að fáir út- lendingar, er tii Þingvalla fara, muni forsóma að skoða helli þenna. Væntanlegar kj ötsöl uti 1 raunir. Landbúnaðarfélagið hefir samið við alþm. Her- mann hónda Jónasarson á Þingeyrum, að fara i haust tii útlanda, og gjöra tilraunir með sölu á íslenzku kjöti. Tilrauna-kjöt þetta verður sent utan frá 4 stöðum á landinu: frá Reykjavík og Blöndu- 160 mig íurðaði það stórum, og spurði því Raven, hvort gróðurnum hefði verið hagrætt svona árlega af manna höndum ? „Jeg hefi aldrei komið hingað“, svaraði Raven, „og naumast nokkur af forfeðrum mínum. G-röf þessi, sem bölvunin hvíldi yfir, hefir aldrei verið gjörð að umtalsefni hjá ættmönnum mínum. Þetta var veiki punkturinn, sem enginn vildi minn- ast á“. „Gruð má vita, hvernig þar er umhorfs“, mælti eg; _„en gröfina verðum við að rannsaka, Raven“. „Já, það verðum við að gera“, svaraði hann. „Það er siðasta raunin, sem örlögin leggja á mig“. Yið svipuðumst mi um alls staðar, til að vita, hvort við finndum hvergi smugu, eða stíg, er komast mætti inn í kjarrið, því að þyrnar voru þar hvívetna um- hverfis. Loks fundum við króka-stíg, er við gátum skriðið, eða farið eptir, fremur á höndum, en fótum. Innst inni í kjarrinu — jeg taldi það vera hér um bil i miðjunni — var autt svæði, svo að við gátum nú loksins gengið uppréttir. Svæði þetta var ferhyrnt, og í miðjunni var dálít- ið hús. Það var nú orðið svo hrörlegt, og fallið, að það mátti heita í rústum, og veggirnir, sem voru rifnir hér og hvar, voru alþaktir ýinis konar vafnings- plöntum. Engu að síður mátti þó sjá, að húsið var byggt í kross. Raven veitti því eptirtekt, og hvíslaði þá að mér: 157 „Það veit jeg vissulega ekki“, svaraði Raven; „en ætt mín hefir sannarlega verið töluvert hrakin og hrjáð af Skollanum, því skal eigi neitað“. „En reyndar segja menn“, mælti Raven enn frem- ur, „að Kölski flýi krossmarkið, og aldrei hefi eg heyrt getið neins krossmarks, er standi í sambandi við hann“. . „Ekki það, Raven?“ Raven hafði minnzt á ógæfu ættar sinnar, og datt mér þá allt í einu eitt í hug. Raven sá, livað eg hugsaði, fölnaði allur í framan, og barði saman höndunum. „Gruð minn góður, getur það verið?“ mælti hann „ Jeg sé, að þér dettur sama í hug, sem mér, og þú hefix rétt fyrir þér, vafalaust alveg rétt“. Hann forðaðist að nefna nafnið, sem honum var svo illa við, og nefndi eg það því: „Laufa-ásinn“. Yesalings maðurinn, er spila-fjandinn ofsótti svo freklega, greip höndtmum fyrir andlit sér. „Laufa-ásinn — kross Kölska! Hve napurt háð! Krossinn á að frelsa oss, Prits, að því er trúarbrögðin kenna oss, og þó er þetta tákn frelsisins svívirt! En þú hefir rétt að mæla, Frits; þetta hlýtur að vera, sem þú segir“. Að svo mæltu starði hann eyrðarlaus kringum sig, en kom þá hvívetna auga á þetta sama merki, sem alls staðar var greipt inn í þiljur og lopt. „Hvar eigum við að leita þess?“ mælti hann. „Það er hér hvívetna“. „Biddu ögn við!“ mælti eg. „Þú blandar tveimur hugmyndum saman. Alls staðar, þar sem mynd þessi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.