Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Qupperneq 4
176
Þ JÓÐVII-JINN.
XVII., 44.
stökvi formerm luma á einhyerju af smokkflski,
síðan í fyrra. A hinn hóginn eru menn betur
settir í verstöðunum innan Arnarness, þar sem
skelfisksbeitan er notuð, og er þó víða orðið sára-
litið um hana, og mikið útslit á mönnum og
skipum að ná henni með plógunuro.
Stöku menn, er stundað hafa haldfœra-róðra,
einkum úr Isafjarðaikaupstað, fengu dálitla fisk-
reitu seinni hluta septembermánaðar, og framan
af þ. m., meðan gœftir voru, en yfirieitt hefir
sumarið verið fjöida manna mjög óarðsamt, svo
að ýmsir munu nú eiga fremur þröngt, og hafa
lítið fyrir sig að leggja upp á veturinn, og
afia-horfur því miður mjög bágar, þó að vonandi
sé, að betur rsetist úr. — Kúfiskur hefir i sum-
ar fundizt í Bolungarvik, fram undan Ósvör, og
hafa stöku menn beitt honum á handfeeri; áHnífs-
dalsvikinni Hiefir og verið plógað upp dálitið af
kúfiski, og þykirhekki ósennilegt, að hann sé
viðar i Út-Djúpinu aö vestanverðu, þótt örðugt
sé að ná honum.
Mikið kapp var á ferðum hér i kaupstaðnum
3. þ, m., er kosnir voru þrír menn (meiri hlut-
inn)í niðurjöínunarnefndina. - Ásgeirsverzlun hef-
ir að undanförnu ráðið öllu við kosningar til
þeirrar nefndar, og ekki haft óhaginn af því, að
því er mörgum hefir fundizt; en enda þótt stór-
verzlun þessi leggði nú allt kapp á það, að ráða
kosningum þessum, sem fyr, þá fóru svo leikar,
að Ásgeirsverzlun fór algjörlega halloka, og náði
enginn þeirra manna Tcosningu, er hún studdi, en
kosnir voru: Jóhann Þorkelsson trésmiður, Helgi
Sveinsson félagsstjóri, og Arni Gíslason formaður;
en því miður hefir þó sigur þessi minni þýð-
ingu, meðan bæjarstjórnin er skipuð, eins og
nú er“;
Sumarið, sem nú hefir kvatt oss,
má teljast eitt af beztu sumrnm, að því
er suðurland snertir, lengstum saman-
hangandi þurrviðra, og sólskinskafli.
Að því er norður- og austurlandið
snertir, og sumar sveitir á vesturlandi,
munu menn á hinn bóginn minnast sum-
arsins, sem eins hins óblíðasta og óhag-
stæðasta, er menn muna, og telja jaf’n
vel hið orðlagða mislingasumar eigi hafa
verra verið.
^ mörgum sveitum lands vors eru
menn því ílla við því búnir, að mæta
hörðum vetri, enda eigi vert að kvíða
honum, fyr en á dettur.
Bessastöðum 23. okt. 1903.
Yeðrátta
hin hezta sem fyr, má heita að daglega [sé
sól og Bumar, þó komnar séu veturnætur.
Fornkunningi suðurlands, haustregnið mikla,
hefir að þessu sinni farið fyrir ofan garð og neð-
an, og munu fáir sakna.
Strandferðaskipið
„Laura“ kom til Reykjavíkur, af Vestfjörðum,
21. þ. m. Með henni komu, auk annara, sýslu-
maður H. Hafstein og kaupm. Lárus Snorrason
á leið til útianda.
Mannalát. 16. sept. síðastl, and-
aðist í verzlunarstaðnum Ólafsvík í Snæ-
fellsnessýslu húsfreyjan Karólína Sigurð-
ardóttir, Jósepssonar, Jónssonar prests
Hjaltalíns. — Hún var kona Lárusar Lár-
ussonar verzlunarmanns, er lifir hana, á-
samt 4 börnum þeirra, sem öll eru í æsku.
— Karólína sáluga varð að eins 37 ára
gömul.
Hæð fjallvega og hæða í Isaijarðarsýslu. í
ritgjörð um „hæð fjallvega, bæja og jökla á ís-
landi“, sem prentuð er í tímaritinu „Andvara"
þ. á., telur prófessor Þorv. Thoroddsen hæð fjail-
vega og hæða i ísafjarðarsýslu, sem hér segir:
Steinanesháls við Arnarfjörð . . 669 fet
Kirkjubólsheiði við Geirþjófsfjörð . 1664 —
Rafnseyrarheiði................... 1728 —
Gemlufallsheiði.................... 749 —
Klúka við Gerðhamra............... 1830 —
Klofningsheiði.................... 1932 —
Botnsheiði.........................1571 —
Breiðadalsheiði................... 1906 —
Dalsheiði við Snæfjallaströnd . . 2104 —
Snæfjallaheiði.................... 1383 —
Staðarheiði í Grunnavík .... 389, —
Staðarheiði í Aðalvík.............. 838 —
Tunguheiði við Aðalvik ('Kjölurj . 1488 —
Skorarheiði við Furufjörð . . . 781 —
Almenningsskarð hjá Horni . . . 826 —
Axarfjall hjá Bjarnanesi .... 704 —
Smiðjuvíkurháls.................... 733 —
Barðsvíkurskörð....................1135 —
Svartaskarðsheiði..................1281 —
Reykjarfjarðarháls................. 392 —
Sigluvíkurháls við Geirólfsgnúp . 682 —
Glámujökuli :..................... 2872 —
Drangajökull...................... 2837 —
Af því að fæstir #f lesendum „Þjóðv.“ í ísa-
fjarðarsýslu munu hafa „Andvara" í höndum
— sem sízt er reyndar lhandi, þó að ýmislegt
fróðlegt slæðist þar stundum innan um sorann —,
þótti oss rétt að taka ofan nefndar fjallahæðir
upp í blaðið.
Kaupendur „Þjóðv.“ eru beðnir að
minnast pess, að gjalddagi blaðsins var í
síðastl. júnímánuði.
Borga má blaðið við verzlanir, efinn-
skriptarskírteinin eru send útgefanda.
Þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga
af blaðinu, eru vinsamlega beðnir að
sendaborgun sem fyrst, að öllu eða nokkru
leyti.
PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS.
178
af fyrir sér, ferðaðist hún þá um veturinn um ýms béruð
Austurrikis, þar á meðal um Máhren.
I för hennar var að eins fátt hirðmanna, og í raun
og veru að eins ein manneskja, greifadóttirin CeliaYan-
cíni, er hún bar fullt traust til.
Þessi ríka, ítalska greifadóttir hafði gengið í hirð
hinnar ógæfusömu keisarafrúar, og unnið vinfengi henn-
ar, sakir gáfna sinna og ástúðar.
Hin nána vinátta þeirra, og samrými, verður að
eins skýrt á þann hátt, að þær voru báðar sorgmæddar,
fundu báðar til þess, að þær stóðu á rústum gæfu sinnar.
Það var að eins sá munur þeirra, að sorg greifa-
dótturinnar var þögul og dulin.
Það var þráin eptir eina manninum, sem hún vissi
ekki, hvort var lífs eða liðinn.
Þessir kvennmenn, er báðar voru í sorgarbúningi,
voru staddar hjá gullsmið einum í Spielberg, er hér var
komið sögunni, og voru að kaupa þar eitthvað.
Þær höguðu svo ferðalagi sínu, að einginn vissi,
hverra manna þær voru, og þekkti gullsmiðurinn þær
því eigi.
En þar sem fjórir þjónar, allir í einkennisbúningi,
biðu þeirra við dyrnar, var þó auðsætt að þær væru af
tignum ættum.
I þessum svifum komu tveir hermenn inn í búðina.
Annar þeirra dró hríng upp úr vasa sínum, sýndi
gullsmiðnum hann, og spurði, hve mikils virði hann væri.
„Hringurinn er mikils virðiu, svaraði gullsmiður-
inn. „Gullið er í raun og veru minnst af verði hans,
efi steinninn er egta, og á honum er ítalskt smíði afar-
179
vandað, og aðalsmerki. — Þarna stendur nafnið, Carlo
Molínariu.
Yngri kvennmaðurinn hálf-hljóðaði upp, og studdí
sig við borðið, til þess að detta ekki.
„Lof mér að sjá hringinnu, mælti hún.
Gullsmiðurinn rótti henni hringinn, og hólt hún
honum lengi upp að ljósinu, og hrisstist þá á henni
hendin.
„Mér geðjast vel að hringnumu, mælti hún. „Ger-
ið svo vel að virða hann, því mig langar til að kaupa
hann, hvað sem hann kostaru.
Gullsmiðurinn nefndi all-háa upphæð, og sneri stúlk-
an sór þá að hermönnunum, og mælti:
„ Jeg borga þessa upphæð fyrir hringinn. Eruð þið
ánægðir með hana?u
Hermennirnir urðu svo forviða yfir þessum óvæntu
auðæfum, að þeir voru nær orðlausir, en samþykktu þó
auðvitað boðið.
„Komið þá með okkur til veitingahússinsu, mæltí
stúlkan enn fremur, „því að jeg hefi eigi nægilegt gull
á méru.
Hálfum kl.tíma siðar voru hermennirnir leiddir inn
í herhergi það, er Marie Louise keisarafrú, og Celía
Yancíni greifadottir, satu i.
Greifadóttirin var mjög fól í framan, og varð að
taka á öllu, sem til var, til þess að geta talað stillilega.
Hermennirnir voru feimnir og vandræðalegir, því
að þjónarnir höfðu sagt þeim, hverjar stúlkurnar væru.
„Komið nær,u mælti greifadóttirin, „og verið ó-
hræddir; hórna eru peningarnir, sem þið eigiðaðfá! En