Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1904, Blaðsíða 2
'26
lesið nóturnar, eða með höfuðið heygt niður, til
að horfa á finguma, þar sem þetta geti orsakað
ýmis konar veikindi.
Enski lávarðurinn Goschen hólt nýlega ræðu
í háskólabænum Oxford, um frí-bókasöfn handa
alþýðu. og kvaðst eigi þekkja neitt málefni, er
maklegra væri opinbers styrks, eða fremur ætti
það skilið, að lagður væri á 7—8 aura nefskatt-
ur, til að koma því í gott horf.
Þegar Cleopatra, drottning í Egyptalandi ("fædd
69, en dáin 30 f. Kr.ý, sigldi frá Egyptalandi til
Tarsus, til þess að hitta Antoníus, vin sinn, voru
seglin á skipi hennar ofin úr silki og purpura,
árarnar úr silfri, og stýrið gull-rekið, en legu-
bekkir gull-stirndir, og annað skraut á skipinu
að sama skapi.
Drottningin var sjálf klædd, sem Venus, og
meyjar hennar, sem gyðjur.
Keykelsi var og brennt á skipinu, svo að sæt-
an ilminn lagði upp á strendurnar, er skipið fór
fram hjá.
•Ii.: m-i.j-rrrrTT.0
Um Strandamanna þinggarpinn,
monsjör Ouðjón Guðlaugsson, ritar hr.
Guðm. Pétursson, hreppsnefndaroddviti i
Ófeigsíirði, „Þjóðv.“ 14. janúar síðastl. á
þessa leið:
„Leitt þykir oss, sem héðan fórum á
kjörfimdinn á síðastl. vori, að verða að
hafa það bótalaust, að þingmaður vor, hr.
Guðjón Guðlaugsson, skuli í fyrstu þing-
ræðum sínum á síðastl. alþingi hafa not-
að þinghelgina, til þess að bera á borð
fyrir þing og þjóð ýmis konar ósannindi
um oss, sem vér myndum hafajlátið hann
sæta ábyrgð fyrir, ef annars staðar hefðu
verið töluð.
Það er ósatt, er þingrnaðurinn segir,
að vér höfum haldið fund, áður en vér
lögðum af stað á kjörfundinn, og sömu
ósannindin, er hann segir, að eg hafi út-
hlutað hverjum manni 6 kr. — Ekki fór-
um vér heldur neitt leynilega um hrepp-
inn, eins og þingmaðurinn gefur í skyn;
vér fórum að heiman um morguntíma, og
fórum með bæjum undir heiðina; en yfir
heiðina, sem er alfaravegurinn, fórum rér
vitanlega um næturtíma, og er það sami
vegurinn, sem þingmaðurinn hefir sjálf-
ur ávallt farið, og getur því eigi kallazt,
að vér höfum kornið, sem stigamenn, af
fjöilum ofan, nema þingmaðurinn kjósi
sér þetta nafnið, þegar hann hefir farið
sömu leiðina.
Þrir af fundarmönnum fóru auk þess
alla leiðina rneð byggð, því að þeir
treystu sér eigi fjailveginn, enda voru
það menn á sextugsaldri; en þó fóru þess-
ir þrír Trékyllingar, sem hann nefnir, yf-
ir Steingrímsfjörð, þar sem hann, sjóhetj-
an(!), sat eptir.
Annars höfum vér fulla ástæðu til að
ætla, að hr. Guðjón Guðlaugsson hafi alls
eigi ætlað sér að sækja fundinn, því að
vér geturn hugsað. að hann hafi áiitið, að
hann myndi verða þar í minni bluta, sem
er mjög sennilegt, að orðið iiefði, ef
Staðarsveitungar hefðu mætt.
Það er þvi í meira lagi hlægiiegt,
þegar hann er að grohba af því á þingi,
að hann hafi fyJgi 9/íft kjósanda í kjör-
dæminu, enda er það kunnugra, en frá
þurfi að segja, að i þessi tvö skipti, er
aðfir liaí'a géfið kost ú sér til þingmennsku,
PJOÐV1Í.J1MN .
hefir hann orðið full smeikur um sig, og
að minnsta kosti ekki dregið af sér, að
prédika fyrir kjósendum, hversu ófull-
komnir keppinautar hans væru; en þrátt
fyrir alla þá®miklu mælsku hans, hafa þó
mótstöðumenn hans náð -jf> kjósanda, svo
að þingmaðurinn hefir eiginlega ekki haft
ástæðu, til að grobba mikið, eða stæra
sig af trausti og fylgi kjósandanna.
Að þvi er snertir málaferli okkar J.
J. Thorarensen’'s, þá voru þau hvorki
sprottin af fúleggjum, eða selskrokkum,
eins og þingmaðurinn vildi láta heita,
og mátti hann vel láta það mál alveg
afskiptalaust, því að það sýnir að eins
sjálfs hans strákskap, að vera með slíkar
slettur.
Jeg gæti látið vildustu vini þing-
mannsins — ef nokkrir eru hér — bera
um það vitni, að löngu áður, en það mál
kom á prjónana, og næstum ári áður, en
jeg átti nokkurt tal við hr. Skula Thor-
oddsen, var jeg kominn á þá skoðun, að
hr. Guðjón Guðlaugsson væri ekki heppi-
legur, sem þingmaður, fyrir bændastétt-
ina á þingi, og gat því hver maður skil-
ið, að jeg vildi breyta til, og fá þing-
mann, er væri óháðari höfðingjaflokknum
í Beykjavík.
Að lokum skal jeg geta þess, að mála-
ferli okkar J. J. Thorarensens eru nú
dottin úr sögunni, þar sem við höfum
sæzt á þau, án þeas það yrði Arneshreppi
nokkur hagur; en á hinn bóginn mun
dómsmálabókin í Strandasýslu bera það
með sér, að þingmaðurinn hefir verið
dæmdur, til að greiða sveitarsjóði 10 kr.
fyrir ósæmilegan rithátt í máli hans við
síra Arnór Arnason á Felli.
Fleiru nenni jeg eigi að svara þess-
um ómerkilega tilbúningi þingmannsins,
sem að líkindum verður honum, fyr og
siðar, til sama sóma, eins og „heima-
stjórnar“-flokknum að samþykkja lögleysu
þá, sem beitt var hér á kjörfundinum“.
'iinnnmnniMHHi i'Hij’ i i i i i i i i i
Em Mýrdalsþingrin,
sem nú eru laus, hafa þessir sótt: síra Þorsteinn
Benediktsson í Bjarnanesi, síra Jes A. Gíslason í
Eyvindarhólum, og eand. theol. Jón Brandsson.
Eldur í Vatnajökli enn.
Fregnir úr Skaptafellssýslum segja, að eldur-
inn í Vatnajökli, milli Hágangna og Grænafjalls,
hafi enn eigi verið sloklmaður nú um áramótin,
og 12. janúar síðastl. gengu 2 menn frá Jrlörgs-
landi á fja.ll, og sáu eldinn, að því er „ísafold11
er skrifað þar að austan.
Ii'dstjóri Björn Jórisson,
et- sigldi sér til lækninga i síðastl. júlimánuði,
og tvívegis hafa verið gjörðir á hættulegir hold-
skurðir, er nú orðinn uokkurn veginn hraustur,
eptir veikindin, og er væntanlegur til Reykja-
víkur með „Skotlandi“ þessa dagana, og tekur
þá væntanlega aptur við ritstjórn „lsafoldar“
innan skamms, i stað Olafs Bósinkranz biskups-
skrifara, er haft hefir ritstjórnina á hendi, siðan
B. J. sigldi.
Um lausn frá prestskap
hefir sira Jón Magnússon á Ríp í Slsagafirði
sótt ný skeð, frá næstk. fardögum að telja, sakir
hilunar í raddfærunum.
l)ýr liúslóð.
Trésmiður Haraldur Miiller befir ný skeð selt
Sveini kaupmanni Sigjússyni i Reykjavík ióö þá,
AV7.
móti landsbankanum, er hið gamla hús Guðnýj-
ar sálugu M’öller stendur á. — Lóðin er tæpar
1200 ferh. álnir að stærð, en kaupverðið þó 13
þús. króna. — Gamla húsið, sem nú stendur á
lóðinni, er undan skilið kaupunum.
Dýr gerist nú malarkamburinn í Reykjavík
í meira lagi.
Sýslumannsembætti laust.
Sýslumannsembættið i Isafjarðarsýslu, og bæj-
arfógetaembættið á ísafirði, er auglýst til um-
sóknar, og eiga umsóknarbréfin að vera komin
til stjórnarráðsins fyrir 17. maí næstk.
Starfstíminn á ráðherra-skrifstofunum
er ákveðinn frá kl. 10—4, eða alls 6
kl. stundir á dag, og mun þó þar frá
ganga nokkur tími til morgunverðar, að
mælt er.
Það er auðsætt, að ráðherrann hefir
tekið ráðaneytis-skrifstofurnar í Kaup-
mannahöfn til fyrirmyndar í þessu efni,
því að þar er starfstíminn að eins til kl.
4 e. h.
A hinn bóginn var það látið klingja
á síðasta alþingi, þegar um laun skrif-
stofustjóra og aðstoðarmanna var að ræða,
að ekki mætti ætia þeim lág lauD, þar
sem ætlast væri til þess, að allur starfs-
kraptur þeirra yrði notaður, svo að þeir
eigi gætu uunið sér neitt inn aukreitis.
Það er því naumast að furða, þó að
þurft hafi þegar að bæta við einu nýju
embættinu, „fulltrúa“-stöðunni, þar sem
starfskraptarnir eru eigi notaðir meira.
„Flísin og bjálkinn“.
Það er gömul saga, og þó einatt ný,
hve auðvelt mörinum veitir, að koma
auga á flisina í auga bróður síns, en
missa sjónar á bjálkanum i eigin auga.
13. febr. síðastl. er „Þjóðólfur“ t. d.
að reyna að spilla fyrir kosningu Páls
Briem’s í Akureyrarkaupstað með því,
að gefa i skyn, að hann só „ekki alveg
gersneiddur þeim eiginleika, er valda-
fikn heitir“.
En skyldi hr. H. Hafstein vera „alveg
gersneiddur þeim eiginleika“?
Og hví skyldi þessi eiginleiki vera
saknæmari hjá hr. Páli Briem, ef hann
hef ði hann til að bera, en hjá hr. H. Haf-
stein, og fólögum hans, sem farnir eru
að „gera sér matinn“ úr stjórnarsKrár-
breytingunni?
Fyrir vort leyti skiljum vér það eigi.
Mannalát. Látinn er ný skeð
skipstjóri Petur Björnsson á Bíldudal, stak-
ur dugnaðar- og atorkuroaður, er fyrrum
var við gullgröfc i Australiu, og væntir
„Þjóðv.“ að geta getið helztu æfiatriða
merkismanns þessa siðar. —
1 síðastl. desembermán. andaðist á Isa-
firði Sigurður H. Jónsson, fyrrum bóndi
að Tungu í Skutilsfirði í tsafjarðarsýslu,
sonur Jóns hreppstjóra Halldorssonar á
Kirkjubóli Hann mun hafa verið um.
þrítugt, og lætur eptir sig ekkju, og 2
börn, sein cru í æsku. Hann var dugn-
aðarnmður, vanduður, og vel látinn, —
10. janúar síðastl. audaðist að Kirkju-
landi i Austur-Landeyjuni í Rangárvalla-
sýslu Guðmundur Þorkelsson, 75 ára að
aidri, þjóðkunnur siniður þar eystra.