Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1904, Page 1
Terð árganqsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
—|= Atjándi ÁBGANGUB. =|—.=—
-i-gsos|= RITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =lfeoBt—
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda f-yrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 10.
JjJor f urnar.
——
Þá eru nú „heimastjórnarmennirniru
teknir við völdunum, og hafa allan veg
og vanda af stjórninni á búi þjóðar-
innar.
Þeir hafa ráðið því, í hvaða hendur
æðstu völdin komu, og taka nú út „trúrra
þjóna verðlaun“, skipta með sér embætt-
um, og öðrum tignarsætum í þjóðfélagi
voru, sem bezt þeim líkar, því að það er
einkennilegt um „heimastjórnarmennina“,
að þó að politík þeirra sé vitanlega öll
sprottin af föðurlandsást og ósérplægni,
eins og þeir hafa svo margsinnis sagt
oss, þá fer þó jafnan betur á því, að
völd, og aðrar tignarstöður, sem eitthvað
gefa í aðra hönd, lendi hjá þeim einum,
til þess að svala ekki eigingirni ogmet-
orðafýsn mótflokksins.
Og nú fara þeir að stjórna oss, og
skapa oss lögin, um gaddavírinn, þegn-
skylduvinnuna o. fl., sem þetta land
þarfnast.
Vér hinir horfum á afrekin, og getum
auðvitað sent þeim auðmjúkt bænarkvak
um hitt og þetta; en hvort þeir vilja
sinna því að nokkru, það er alveg á
þeirra valdi.
Þeir hafa meiri hlutann á þinginu,
og hafa sýnt það á tveim síðastl. þing-
um, að einir vilja þeir öllu ráða.
Eeikninga stjórnar sinnar vilja þeir
einir endurskoða, og úrskurða þá svo
eptir á, því að ekki mátti annað heyrast
á siðasta alþingi, en að endurskoðunar-
mennirnir væru báðir stækir flokkfylgis-
menn þeirra.
Að því er snertir hlutafélagsbankann,
fannst þeim það og sjálfsagt, að kjósa
alla bankaráðsmennina úr sínum hóp, og
gátu því eigi varizt þess, að þessar 4
þús. króna, sem þeim fjórum starfs-
mönnum eru' ætlaðar, rynnu og til
„heimastj órnarm annanna. “
Og að því er til landsbankans kemur,
þá er bæði bankastjórinn, endurskoðunar-
mennirnir, og annar gæzlustjórinn úr
þeirra flokki, og líklega að þvi vísu að
ganga, að hinn gæzlustjórinn verði það
og, áður en langt um líður.
Kunnugt er og, bve mikil áherzla
hefir verið á það lögð, að íslenzki banka-
stjórinn við hlutafélagsbankann verði og
úr heimastjórnarflokknum, svo að bank-
arnir geti orðið sem samhentastir, og
starfsmenn allir úr heimastjórnarliðinu.
Sumir hafa gert sér vonir um það, að
„halinn“ myndi stritast við, og halda í
móti, svo að eigi keyri stefna þessi úr
hófi, en því miður bendir fortíðin ekkert
í þá áttina, heldur öllu fremur í hina, að
BeSSASTÖÐUM, 9. MAEZ.
Beykjavíkurhöfðingjarnir, eða stjómin,
geti vingsað „halanum“, sem sýnist.
Yér höfum séð, að auk þess er „hal-
inn“ hefir trúlega fylgt bolnum í því, að
láta engan af störfum þeim, er alþingi á
yfir að ráða, ganga flokksmönnum úr
greipum, ef eitthvað var i aðra hönd, þá
hefir hann og heldur eigi hikað við, að
fylgja þeim að lögleysum og gjörræði,
sbr. t. d. samþykkt Strandasýslu-kosning-
arinnar á síðastl. sumri, og þá ályktun
þeirra á þinginu 1902, að láta hr. H.
Hafstein halda áfram rannsókninni i
kosningamálunum ísfirzku.
Nú má og ganga að því, sem vísu,
að gjört verði allt mögulegt af stjórnar-
innar hálfu, til þess að festa þenna „lausa-
hala“ enn betur, setja t. d. suma liðina í
kirkjumálanefndina, aðra i landbúnaðar-
nefndina, sem hvorttveggja eru launaðir
starfar, veita einum atvinnu við útveg-
anir gaddavírsins sæla o. s. frv., eins og
þeir líka sitja af sjálfsögðu fyrir, ef eitt-
hvert landssjóðsumboðið, eða aðrar opin-
berar sýslanir, losna, auk þess er dönsk-
um heiðursmerkjum, eða medalíum, rign-
ir á þá í skúrum, eins og þegar „manna“
féll á eyðimörkinni fyrir hinn útvalda
Israelslýð forðum.
Svona sýnast oss horfumar vera, og
sést það allt betur á sínum tíma.
En hjá oss Islendingum er því mið-
ur allt svo smátt í efnalegu tilliti, og
sjálfstæðið að því skapi.
Ef föðurlandsástin „heimastjórnar-
mannanna“ væri ofur lítið brot af því,
sem látið er i veðri vaka, ættu þeir því
helzt að fara varlega í þær sakirnar, að
misbeita mjög flokks meiri hluta sínum.
Þeim getur eigi verið það ókunnugt,
að margir meðal þjóðarinnar eru ekki á-
nægðir, og að töluverður vesturfarahug-
ur er því miður í ýmsum héruðum
landsins.
Káðherra-útnefningin hefir, sem kunn-
ugt er, eigi megnað að draga úr þeirri
óánægju, og byrji nú nýja stjórnarástand-
ið á þá leið, sem margt virðist þegar
benda á, að hér á landi eigi að koma á
gallharðri flokksstjórn, er miðar flest við
flokk sinn, þá er mjög hætt við því, að
óánægjan í landinu aukist.
Það eru, sem betur fer, eigi allir svo
gerðir, sem „hygginda“-mennirnir, að þeir
geti fengið af sér, að krjúpa, eða hræsna
fyrir þeim, er völdin hafa, eða fylla flokk
þeirra í ýmsu, er þeim fellur miður.
En eigi þetta að verða skilyrðin, eigi
að eins að því er snertir ýmis konar ern-
bætti og sýslanir, heldur má ske einnig
að því er snertir ýmis konar önnur hag-
ræði, eða fjárveitingar til almennings
þarfa, að þau kjördæmi séu í fyrirrúmi,
19 0 4.
er styðja ríkjandi flokkinn, þá viljum vér
alvarlega aðvara „heimastjórnarmennina“,
og segja við þá: „Varlega kunningjar!“
A því stígi, sem þjóðfélag vort stend-
ur, ætlum vér, að það geti orðið því til
mjög mikils hnekkis, að eiga að búa við
meiri hluta stjórn, sem byggist á þvi
einu, að nokkrir menn „hlaupa saman“,
ekki sakir samkynja skoðana á mikils-
varðandi þjóðmálefnum, heldur til þess,
að „gera sér mat úr“ ýmsum opinberum
stöðum og störfum, er þjóðfélagið hefir
að bjóða.
Yér viljum því alvarlega ráða nýju
stjóminni, og „heimastjórnarmönnunum“
frá því, að feta lengra út á þá brautina,
en þegar er orðið.
Útlöna.
Enda þótt fregnir frá útlöndurn verði
yfirleitt að bíða næsta nr. „Þjóðv.“, skal
hér þó getið þessara tíðinda:
Austræni ófriðurinn. Rússar hafa til
febr.loka hvívetna beðið lægri hluta fyr-
ir Japansmönnum á sjó, og hafa Rússar
alls misst 16 herskip, en Japanar að eins
4, auk þess er Japanar hafa tekið yfir
20 kaupför frá Rússum, en Rússar að
eins náð 2 kaupförum frá Japönum.
Keisarinn í Koreu hefir nú gengið í
lið með Japansmönnum, og hefir liðsafn-
að um allt ríkið, enda hafa Japanar heit-
ið honum, að sjá svo um, að Korea
missi engin lönd, og verði framvegis
sjálfstætt ríki.
Japanar halda áfram að flytja nýjar
og nýjar hersveitir á land, og er mælt,
að þeir ætli að senda 200 þús. hermanna
inn í Mandsjúríið, til að reka Rússa
þaðan.
I suðurhluta Koreu hafa Japanar þeg-
ar mikið lið, en Rússar hafa nokkrar her-
sveitir þar norður í landi, og er búist
við orustu þar þá og þegar.
Japanar hafa og sett lið á land í
grennd við borgina Port-Arthur, og ætla
að sækja þá borg bæði af sjó og landi,
og hafa Rússar þegar orðið að hörfa úr
hafnarbænum Dalny, í grennd við Port-
Arthur, án þess til orastu kæmi.
Að öðru leyti geymum vér næsta nr.
„Þjóðv.“ að segja glöggar frá ófriðinum.
Eldsvoði mikill varð seint i febr. í
borginni Rochester í New-York ríkinu,
sem er all-mikill iðnaðarbær, og brann
þar fjöldi verksmiðjuhúsa, svo að skaðinn
er metinn 15 milj. króna. —
27. s. m. kviknaði eldur í stjórnar-
höllinni i Madíson, sem er höfuðborg
WiscoDsin-ríkisins, og stóðu að eins múr-