Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1904, Síða 4
ÞjÓSVILJIXN*
xvirr., io.
jr
«
* r\
■x-kJ
klæðaverksmiðjuimi nýju í Reykjavík á
laggimar.
Hreppstjórn hafði hann á hendi í
Mosfellssveitinni um nokkur ár, og var
yfirleitt nýtur maður, sem eptirsjá er að.
6. febr. þ. á. andaðist á sjúkrahúsinu
á Akureyri ungfrú Ingibjörg Torfadóttir,
frekra 38 ára að aldri, fædd að Þingeyr-
um í Húnavatnssýsln 14. apríl 1865. —
Hún var dóttir Torfa Bjarnasonar, bún-
aðarskólastjóra i Ólafsdal, og Ouðlaugar
konu bans, og hafði verið kennslukona
við kvennaskólann á Laugalandi i Eyja-
firði um hríð, en var síðan forstöðukona
sama skóla, eptir það er hann var fluttur
tíl Akureyrar, haustið 1896. — Ingibjörg
sáluga var hæfileika kvennmaður, og mjög
vel menntuð, enda hafði hún aflað sór
menntunar erlendis árið 1897—’98, og
sömuleiðis sumurin 1899, 1901 og 1902
— Á síðastl. hausti varð hún að íeggj-
ast á spítalann á Akureyri, sakir brjóst-
tæringar, er síðan leiddi hana til bana.
Á siðastl. sumri misstu Ólafsdalshjón-
in aðra dóttur uppkomna, og er fráfall
þetta mjög sorglegt fyrir þau, eins og
líka fyrir kvennaskóla Eyfirðinga, og
aðra, er Ingibjörgu sálugu kynntust.
Bessastöðum 9. marz. 1904.
Tíðarfar. Það, sem af er þ. m., hefir optast
verið suðlæg vindstaða, en þó útsynnings- eða
landsunnanjel öðru hvoru framan af mánuðinum.
Kvefvesöld hefir verið að stinga sér niður i
Keykjavík, og hefir á stöku mönnum snúizt upp
i hættulega lungnahólgu.
Oufuskipið „Víking“, skipstjóri L. Apeland,
kom 6. þ, m., til Reykjavikur frá Haugasundi í
Noregi,|fermt heitusíld, sem ætluð er fiskiskip-
unum við Faxaflóa, og á Vestfjörðum.
Skipið hafði komið við i Þórshöfn á Færeyj-
um 1. þ. m., og þaðan komu með því 9 strand-
menn frá „Skotiandi11, er strandaði við Færeyjar
15. f. m., svo sem getið er á öðrum stað í blaði
þessu, og meðal þeirra kaupmaður Björn Kristj-
ánsson alþm., ritstjóri Björn Jónsson, verzlunar-
stjóri Pétur Ólafsson frá Patreksfirði, verzlunar-
maður Elis Magnússon o. fl.
Enn fremur var með „Víking11 útgerðarmaður
skipsins, Strand að nafni.
Lungnapest hefir að undanförnu verið að drepa
sauðfé öðru hvoru í Hafnarfirði, og þar í grennd-
inni.
•j- 5. þ. m. andaðist í Innri-Njarðvík í Gull-
hringusýslu Ingveldur Jafetsdóttir, ekkja Áshjarn-
ar heitins Ólafssonar, óðalshónda i Innri Njarð-
vík, en móðir Ólafs verzlunarmanns Asbjörnsson-
ar í Keflavík, og þeirra systkina. — Hún var
um sextugt, og verður helztu æfiatriða hennar
getið síðar í hlaði þessu.
ísfirðingar! Þegar þér farið að kaupa
yður vefnaðarvarning, þá gerið svo vel
að lita inn í
„Nýju vefnaðarvörubúðina“,
sem getið er um i sérprentaðri auglýs-
ingu minni, dags. 16. þ. m., og athugið,
hvort yður lika ekki vörugœðin og verð-
lagið á nýja varninginum, áður en þér
festið kaupin annars staðar.
Svo er til ætlast, að „Nýja vefnaðar-
vörubúðin" geti staðizt hvers konarsam-
keppni, bæði að þvi er verðlag, vöru-
gæði og fjölbreytileik vörutegundanna
snertir.
Komið, og litið á, og dæmið svo, ept-
ir eigin sjón og reynzlu.
*" ™ Enn fremur leyfi eg mér að
minna yður á það, að þegar þér hafið
skoðað varninginn í „Nýju vefnaðarvöru-
búðinni“, sem er niðri, þá er örstutt upp
i aðal-sölubúðina, þar sem nú fæst, með-
al annars, ódýrara Jcaffi, en nokkurs
staðar annars staðar á Isafirði.
ísafirði 16. febr. 1904.
Magnus Ólafsson.
Til þcirra, sem neyta hins ekta
Kina-lifs-elexirs.
Með því að eg hefi komizt að því, að
það eru margir, sem efast um, að Kína-
lífselexír sé eins góður og hann var áður,.
er hér með leidd athygli að því, að hann
er alveg eins, og látinn fyrir sama verð,
sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og
fæst alls staðar áíslandihjákaupmönnum..
Ástæðan fyrir þvi, að hægt er að selja
hann svona ódýrt, er sú, að flutt var
býsna mikið af honum til Islands, áður en
tollurinn gekk i gildi.
Þeir, sem Kínalífselixírinn kaupa, eru
beðnir rækilega fyrir, að lita eptir því
sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn ekta
Kinalifselexir með einkennunum á mið-
anum, Kínverja með glas i hendi, og
firmanafnið Waldemar Petersen, Erede-
rikshavn, og ofan á stútnum í
grænu lakki. Eáist ekki elixírinn hjá
kaupmanni þeim, er þér skiptið við, eða
sé sett upp á hann meira, en 1 kr. 50 a.„
eruð þér beðnir að skrifa mér um það á
skrifstofu mína, Nyvei 16, Kebenhavn.
Waldemar Petersen
Frederikshavn.
PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS.
42
„Þarf jeg að tala skýrar, hr. Kynsam?“ mælti hann.
„Þér skuldið mér nálega tvær þúsundir sterlingspunda“.
„Koma yðar hefir nægilega minnt mig á það“,
svaraði Kynsam. „En hvað kemur það þessu málivið?“
„Að eins það, að ef þér fáið frænda yðar til þess,
að láta mig hafa hringinn, þá gef eg yður upp skuld-
ina“.
„Jeg skil yður enn eigi“, mælti William, og ein-
blíndi um leið á Durrant, „nema þér ætlist til þess, að
eg steli hringnum“.
„Nei, og langt‘frá!“ greip Durrant mjög fljótlega
fram í. „Jeg óska að eins, að þér komið mér, sem vini
yðar, á framfæri við frænda yðar“.
„Vinur minn — þér blóðsugan! Þá kastar nú fyrst
tólfunum“.
„Hægan, hægan, hr. Kynsam. Þér vitið, að það er
á mínu valdi, að velgja yður dálítið“, svaraði Durrant.
Kynsam sneri sér undan, og stundi við, þvi að hann
vissi, að þetta var því miður hverju orði sannara.
Hann minntist þéss og, að Píers lávarður hafði á-
skilið það mjög skilmerkilega, er hann samþykkti trú-
lofun hans og Eleonoru, að William væri skuldlaus.
Honum var og i raun og veru eigi gefandi sök á
því, að hann hafði flækzt inn í víxilskuld þessa, þar sem
henni var þannig varið, að hann hafði gengið í ábyrgð
fyrir gamlan vin sinn, er eigi gat borgað á gjalddaga,
svo að William komst i vandræðin.
„Ilefði þetta verið sjálfs min skuld“, sagði Willi-
am við sjálfan sig, „þá hefði eg sagt frænda mínum,
eins ,og var; en nú verð jeg að þegja“.
„Já, það var skammarlegt, að hr. Jexton skylditjá
48
sig svo óáreiðanlegan“, mælti okurkarlinn. og brosti um
leið all-ógeðslega; „en eins og komið er, að hann er
hlaupinn til Ameríku, þá verð jeg að halla mór að yður,
til þess að fá fé mitt“.
„En þér þurfið þó ekki að ganga svona hart að mór“,
mælti William gramur. „Þetta er ekki min skuld, held-
ur ritaði eg nafh mitt á vixilinn í augnabliks-fljótfærni,
og eins og þér vitið, get eg ekki borgað hann núna, ef
þór eruð svo ósanngjarn, að krefjast þess“.
„Píers lávarður tók það skýrt fram, er hann sam-
þykkti trúlofun okkar Eleonoru“, mælti William enn
fremur, „að hann áskildi það, að jeg væri skuldlaus, eins
og jeg líka var þá, því að mór kom þá eigi til hugar,
að Jexton myndi hegða sór, sem fantur; og færi eg nú
að segja honum frá þessu, þá yrði trúlofuninni slitið,
og jeg rekinn hóðan úr húsinu, og færi svo, þá fengjuð
þór aldrei einn eyri af fó yðar, hr. Durrant“.
„Mór er allt þetta full-ljóst“, svaraði Durrant rólega,
„en vil þó fá víxilinn borgaðan nú þegar“.
„Það eru ekki peningarnir, sem þér viljið fá, held-
ur hringinn helga“, mælti William.
„Alveg rótt til getið“, svaraði Durrant, „og býð eg
yður tvö þúsund pund sterling, ef þér komið mór, sem
vini yðar, i kynni við Píers lávarð, og hefi eg þá trú á
verzlunarhyggindura minum, að eg nái þá kaupum á
hringnum“.
„Yfir höfuð að tala“, mælti Durrant enn fremur, með
ákefð. ;,skil jeg eigi, hvað hik þetta á að þýða, þar sem
eg þykist þó vera full-álitlegur maður, og eg býð yður
tvær. þúsundir sterlingspunda, til að koma mór á fram-