Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Blaðsíða 2
66 í?JOB VILJINN. XVIIL, 17. einkum í borginni Odessa, hai'a hafizt á- kafar æsingar gegn gyðingum, og hafa yfirvöldin látið það alveg afskiptalaust, svo að búist er við manndrápum þá og þegar. — Rússneskur ritstjóri, Krushevan að nafni, ákafur gyðingahatari, hefir ver- ið á ferðinni þar syðra, og reynt að æsa lýðinn, og segir sagan, að það sé sami maðurinn, er var frumkvöðull morðanna í Kisbenew i fyrra. — Indland. Þar geysar nú pestin (,,svarti dauðÞ), og er mælt, að húnhafi á einni viku, frá 12.—19. marz, banað alls 40,527 mönnum; í héraðinu Bornbay iétust 8,50<J manna á nefndum vikutíma. Thibet. Af leiðangri Breta til Thibet, má geta þeirra tiðinda, að þegar Younghus- band, foringi Breta, var á leiðinni milli bæj- anna Tuna og Gyangte, komu 3 þús þarlendra hermanna á móti honum, og skoruðu á hann. að hverfa aptur, en kváð- ust ella mundu banna honum leið, og lauzt þá þegar i bardaga á skírdag (31. marz), er lyktaði svo, að Thibetsmenn lögðu á flótta, eptir að hafa misst 500 manna, er féllu eða urðu sárir, en 200 voru handteknir. — Bretar misstuáhinn bóginn að eins 9 manna, enda höfðu þeir miklu betri vopn, enda þótt.Thibetsmenn notuðu rússneskar byssur. — A Sumatra-eyjunni hafa eyjarskeggj- ar gert uppreisn gegn Hollendingum, og misstu eyjarskeggjar yfir 500 manna í orustu, er Hollendingar áttu við þá ný- lega, og er talið víst, að uppreisnin verði bráðlega kúguð. — Ófriðurinn. Af honum er fátt stór- tíðinda, og getur enn orðið töluverðrtr dráttur á því, að til stórorustu korai á iandi. — 28. marz lenti þó Japönum og Rússum saman hjá borginni Chungyn i Koreu, og urðu vopnaviðskipti, og aðal- orustan 31. marz (á skírdag), og lyktaði svo, að Rússar urðu að höri’a úr borg- inni; en um mannfall í þeirri viðureign eru fregnir mjög óljósar. Yfir höfuð hafa Rússar nú þokað liði sínu burt úr Koreu, enda áttu þeir þar við illan kost að búa, sakir kulda og vista-skorts, og fóru því víða með rán- um, brutu telegraf-staura sór til eldsneyt- is o s. irv., og hestar þeirra drápust þar hópum saman, sakir fóðurskorts. Mælt er, að Japanar ætli aðhaldaliði sínu inn í Mandsjúrí á þrem stöðum, og á þeim stöðvum verður því höfuð-orustu að vænta; en þar sem uppvíst kvað hafa orðið, að japanskur liðsforingi hafi selt Rússa-stjórn ýmsar upplýsingar um hern- aðar-tilhögun Japana, hafa þeir orðið að breyta henni til muna frá því, er í fyrstu var fyrir hugað. 30. marz var þingi Japana slitið, ept- ir að þingið hafði einhuga veitt stjórn- inni fé til ófriðarins, og iagt á ýmsa nýja skatta í því skyni. 27. marzmánaðar reyndu Japanar enn á ný að loka hafnarmynninu i Port-Arth- ur, og sökktu þar fjórum gufuskipum, en tókst þó eigi að sökkva þeim öllum ná- kvæmlega á þeim stað, sem til ætlað var, sakir skothríðar frá köstulum Rússa, svo að innsiglingin tepptist eigi algjörlega. — I viðureign þessari féllu af Japönum 5 liðsforingjar, og 8 menn urðu sárir. — Norðurfarir. Kapphlaupið, að komast til norðurheimsskautsins, sýnist vera byrjað, en ekki endað, þar sem þrjár norðurfarir eru enn í undirbúningi. Einn þessara norðurfara er hinn nafnkunni norðurfari Peary, sem ætlar að halda norð- i^r í Smith-sund í næstk. júnimán., og freista svo, að komast þaðan norður á bóginn. — Annar heimskautsfarinn er Albert, fursti í Monaco, sem er að búa sig tiL norðurfarar; en hinn þriðji er kapt. Berner, sem Canadamenn styrkja til far- arinnar, og er áformað, að hann leggi af stað í júlímán. 1905. — Yíir Atlantshafið á bát. Amerískur maður, Ludvig Eisenbraun að nafni, lenti ný skeð í hafnarborginni Cette á Frakk- landi, og hafði farið einn á báti yfir At- lantshafið, og var báturinn að eins 19 feta langur, en 6 feta- breiður. — Hann lagði af stað frá Boston í Bandaríkjunum 11. ág. f. á., kom til Halifax 20. ág., en 20. okt. til Madeiru, og loks 19. janúar þ. á. til Barcelona á Spáni. Nú ætlar hann á bátkænu sinni til Hamborgar, og þaðan til Lundúna, og telur þá ferð sinni lokið. — Eins og nærri má geta, hefir hann opt komizt í mikinn lífsháska á þessu glæfralega ferðalagi sínu. 9i.in.rXi i....• Skipun nýja ráðherrans. Lögleysa Danastjórnar. Það er nú orðið hljóðbært, og ráðherra vor, hr. H. Hafstein, sjálfur borinn fyrir því, að skipun hans, sem ráðherra ís- lands, hefir farið fram á þann hátt, að danski forsœtisráðherrann, hr. J. H. Deuntz- er, herfir ritað undir skipun hans, með kon- ungi. Flestum munu koma tiðindi þessi all- óvænt, þar sem vér Islendingar alls eigi getum viðurkennt, að danski forsætisráð- herrann eigi atkvæði um sérmál vor, eða að undirskript hans, með konungi, geti gefið ályktunum um sérmál vor gildi. Skipun nýja ráðherrans átti að sjálf- sögðu, hvort sem litið er til gömlu stjórn- arskrárinnar, eða til stjórnarskrárbreyt- inganna, að fara fram á þann hátt, að ráðherra Islands, annað hvort frá farandi ráðherrann, hr. Álberti, eða nýi ráðherr- ann, hr. H. Hafstein, átti að rita undir („contrasignera“), með konungi, því að öllum öðrum ráðherrum, en Islandsráð- herranum, eru sérmál vor, og þá ekki sízt skipun sérmálaráðherra vors, allsend- is óviðkomandi. Eptir almennum stjórnfræðilegum reglum, ber ráðherra sá, er undir ein- hverja áiyktun ritar, með konungi, ábyrgð á henni; en eptir stjórnarskrá vorri, get- ur alþingi engri ábyrgð komið fram á hendur forsætisráðherranum danska; það er ríkisþing Ðana, sem hann stendur reikningsskap gjörða sinna. Menn sjá af þessu væntanlega, hve afar-hættulegt það getur orðið þjóðfrelsi voru, og sjálfstæði iandsins, að óviðkom- andi ráðherra, sem er ábyrgðarlaus gagn- vart alþingi, riti undir skipun hins ís- lenzka sérmálaráðherra. Og geti danskir ráðherrar ritað undir skipun sérmálaráðherra vors, má þá ekki alveg eins vænta þess, að þeir þykist eiga rétt. á því, að hafa afskipti af öðrum sérmálum vorum, eða hvar verða tak- mörkin ? A alþingi kom sá skilningur á stjórn- arskrá vorri einnig mjög ljóslega fram, að eigi gæti annað komið til neinna mála, en að ráðherra Islands yrði skip- aður af konungi, með undirskript ráð- herra Islands. Þetta kom skýlaust fram í báðum deildum alþingis, og stjórnarskrárnefnd neðri deildar, er hafði hr. II. Hafstein sjálfan, sem framsögumann, kvað jáfn vel svo djarft að orði um þetta efni, að hún segir i álitsskjali sínu: „enda göngum vér að því vísu, að hann verði skipaður af konunginum með undirskript ráð- gjafans fyrir I?land“. En hvernig stóð þá á þvi, að hr. H. Hafstein áskildi það eigi, er hann tók að sér ráðherrastöðuna, að skipun hans væri svo hagað, sem hann taldi sjálfur sjálf- sagt á þingi? Honum gat þó eigi dulizt, hve afar- áríðandi það var fyrir sjálfstæði og sér- stöðu landsins, að þeim skilninginum yrði þegar slegið föstum, samhliða því er stjórnarskrárbreytingin gekk í garð, að undirskript ísl. sérmálaráðherrans eins, með konungi, getur gefið isl. sérmála-á- lyktunum gildi, en eigi undirskript neins annars ráðherra. Og hafi ráðherrann, er hann dvaldi erlendis í nóv., gleymt að slá þenna var- naglann, út af fögnuðinum yfir ráðherra- tigninni, þá átti hann, er hann sá, hvern- ig litnefningunni var hagað, að mótmæla slíkri lögleysu, og fá skipunarbréfi sínu breytt í löglegt form, til þess að gjörast eigi samsekur í lögleysunni. Að nefna það til afsökunar, að líkri aðferð hafi verið fylgt við skipun hins svo nefnda Islandsráðherra áður, tjáir ekki, því að bæði er það, að Islendingar hafa jafnan skoðað það, sem skýlaust stjórnarskrárbrot, og svo var ráðherrann þá að eins brot af öðrum ráðherra, dóms- málaráðherranum danska, er að sjálfsögðu var, sem slíkur, skipaður eptir dönsku grundvaliarlögunum. Vilji íslenzka þjóðin eigi láta fótum troða réttindi landsins, má þvi eigi láta lög- leysu þá afskiptalausa, er framin hefir verið, er nýi ráðherrann var skipaður. Ræktunarsjöðar Norðurlands. Kaupmaður einn í Gautaborg í Svíþjóð, AI. Fraenkel að nafni, hefir ný skeð sent ræktunar- sjóði Korðurlands 300 kr. að gjöf, sem ætlaðar eru til ræktunartilrauna. Lundbúnaðarnefndin. f þá nefnd befir stjórnin ný skeð skipað þessa: Jj©cto,r Þórhall Bjarnarson, formann,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.