Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.06.1904, Blaðsíða 2
90
i3 J óö v'ILJiJN N
XVIII., 28.
sein hollur vinur, er styður hana í öllum
góðurn áfórmum, en vítir hitt, sem miður
þykir fara.
Frá íssilirði
er „Þjóðv.“ ritað 30. maí síðastl.: „Ekki var
uppstigningardagshretið mjög ómyndarlegt hér
vestra, þar sem það stóð yfir i freka viku (12—
20 þ. m.) mað óslitnum norðangaiði, og fann-
komu, svo að sauðfé stóð allsstaðar inni, þó að
sumir bændur ættu þá lítið hey, eða ekkert, til
að hára því. — Margur fagnaði því batanum, er
loks sneri til rigninga, og sunnanáttar, seinni
part dags 20. þ. m., og hefir siðan haldizt bezta
tíð, svo að tún eru víða farin ögn að grænka.
En þó að landbændur yndu uppstigningar-
dagshretinu illa, sem von var, fyigdu því þó
þau gæði, að mikill fiskur gekk þá inn í Djúpið,
inn undir Ögurhólma, og hefir síðan verið bezti
afli hjá öllum, er skelfisk hafa haft til beitu;
einn daginn var t. d. minnst B hundruð fiska á
skip hjá bátum þeim, er ganga úr Ögurnesinu,
en hæðst 8—9 hundruð, og er það góð björg,
enda margur, sem orðinn var þurfandi. — Út-
Djúpið, þar sem skelbeitan er bönnuð, hefir á
hinn bóginn náð í lítið af fiskhlaupi þessu, þar
sem lítið var farið að verða um hrognkelsaaflann,
en fiskur mjög beituvandur, þar sem vel er um
átu í Djúpinu.
Mun nú margur farinn að hneigjast að þeirri
skoðun, að réttast sé, að breyta fiskiveiðasam-
þykktinni, og afnema skelfiskibeitubannið, ekki
sizt þar sem „motor“-bátarnir ieggja óátalið lóð-
ir í Út-Djúpinu, með skelfisksbeitu, þar sem
þeir teljast eigi til opinna báta, er fiskiveiða-
Samþykktin gildir um.
Mjög er nú tekið að verða lítið um skelfisks-
beitu hér við Djúp, þar sem kúfiskurinn má
heita uppurinn á Staðareyrum í Jökulfjörðum,
og mjög farinn að minnka við Melgraseyrarodd-
ann, svo að það kostar bæði mikinn tíma, og
fyrirhöfn, að ná honum þar, og hafa „motor“-
bátar því sótt hann til Vestfjarða (Önundar-
fjarðary.
Því miður hefir síld enn eigi náðst, sem
neinu nemur, að eins fengnar 5 tn. í vörpu i
Álptafirði aðfaranóttina 28 þ. m., og fengu Hnifs-
dælingar hana til beitu, og öfluðu vel, 3 —6 hundr-
uð á bát, á lj.2—Vi skeppu af sild. — Sýnir þetta
að fiskur er mikill í Djúpinu, og afla horfur því
góðar, ef síld fæst.
Fiskiskipin, sem ganga héðan frá ísafirði,
komu flest inn um hvítasunnuna, og höfðu aflað
óvanalega illa, sakir hins sífellda veðrahams úti
fyrir. — Hjá skipum, sem fóru til fiskiveiða um
páskana, er aflinn, hjá mörgum skipum, að eins
5 þús., eða þvi líkt, og að eins eitt skipið með
11 þús., enda eru á því 17—18 manns. — Fiski-
skipið „Sigríður11, eitt af skipum Ásgeirsverzl-
unar, kom inn með rifin segl, bátlaus, og nokk-
uð skemmd, hafði laskazt af stórsjó í uppstign-
ingardagshretinu, fram undan Kópnum, og var
lán, að skipstjórinn, hr. Ebenezer Ouðmwndsson,
fórst okki, því einn sjórinn tók hann útbyrðis,
og vildi honum það til iífs, að hann náði i enda,
og gat dregið sig upp á skipið aptur. — Má og
geta nærri, að ekki muni skemmtilegt á sjónum,
er slík veður ganga.
Á fiskiskipinu „Emma“, eign Leonh. Tang’s
verzlunar, skipstjóri Helgi Andrésson á Flateyri,
sýktust margir skipverjar af mislingum, er bár-
ust með ísl. manni, er kom frá Noregi með
norskum hvalveiðamönnum. — Skipið hefirverið
einangrað hér á höfninni um tíma, og skipverj-
um bannað, að koma i land“.
Íjj§f stríðinu.
Japanar eru nú einnig farnir að kenna
á hörðu af ófriðnum, með því að þeir
hafa nýlega misst 2 herskip af slysum.
Annað skipið, sem hét Hatsuse, rakst á
neðansjávar sprengivél rússneska; af skips-
höfninni, sern var 741 menn, björguðu
japanskir tundurbátar er í grennd voru,
3 hundruðum, þar á meðal Sjimarnnra,
yfirforingja skipsins.
Hitt skipið hét Yoshino, og voru á
þvi 300 manna. Það fórst þannig, að
japanskur bryndreki, sem hét Kasuga,
rakst á það í þoku, og mölvaði á það
gat með trjónunni. Af skipshöfninni
björguðust 90.
Nylega hafa og Rússar misst 1 her-
skip, er bar upp á sker norður í Vladi-
vostock. Menn björguðust, en skipið
sprengdu Rússar sjálfir í lopt upp, með
því að ekki þótti tilsjón að bjarga því.
Frægan sigur hafa Japanar enn á ný
unnið, í orustu sem háð var 26. f. m.,
hjá kastalaborg þeirri er Kintsjá heitir,
og er að eins 10 mílur fyrir norðan Port
Arthur. Rússar ætluðu að verja kastal-
ann, en Japanar ráku þá á fiótta og tóku
borgina.
Mælt er að orusta þessi hafi verið enn
stórkostlegri, heldur en sú við Yalufljót.
Fallnir og særðir af Japönum 3500, en
af Rússum 3000.
Nú er öllum torfærum til Port Arth-
ur rutt úr vegi Japana, enda er sagt að
þeir séu seztir um borgina og geri sér
vonir um að vinna hana áður mánuður
sé liðinn.
Slysíarlr.
Tvö norðlenzk hákarlaveiðaskip leituðu hafnar
á Vestfjörðum (Patreksfirði og Arnarfirðil, eptir
uppstigningardagshretið, og höfðu misst sinn
manninn hvort, er skolað hafði útbyrðis.
Prestskosning
fór fram i Sandaprestakalli i Dýrafirði 20. maí
síðastl., og hlaut síra Þórdur Ólafsson á öerð-
hömrum B0 atkvæði, en cand. theol. Asgeir As-
geirsson frá Arngerðareyri 16 atkvæði. — Hinn
þriðji, sem í kjöri -var, síra Sveinn Ghuðmundsson
í Goðdölum hlaut ekki atkvæði.
Á kjörskrá voru alls 142, og varð kosningin
því ekki lögmæt, en væntanlega fær sira Þórð-
ur Olafsson veitinguna, þar sem hann fékk at-
kvæðamagnið.
Alþýðusköla
vilja ýmsir bæjarbúar í ísafjarðarkaupstað koma
þar á fót, og hafa kosið nefnd manna, til að
gangast fyrir fjársöfnun í því skyni. — Leikfé-
lag á ísafirði lék ný skeð „Æfintýri á gönguför11,
og rann ágóðinn, rúmar 100 kr., til alþýðuskóla-
sjóðsins. — Áformað er einnig, að haldin verði
tombóla á komandi hausti til að efla sjóðinn.
Sunnlenzku þilskipin
lágu möi-g á Isafirði um mánaðamótin siðustu
og höfðu fengið lítinn afla, síðan um vetrarver-
tíðarlokin (11. maí), að eins 3—4 þús., og sum
jafn vel minna, og kenna um beituleysinu, svo
óskandi væri, að ný slld næðist sem fyrst, þar
sem dýrt er, að hafa skipin á höfnum inni um
þenna tíma.
Daglegar þarfir.
Vér þurfum — Ijós, sem Ijómar blítt,
og lífsins birtir oss hulin fræ, —
sem skín á braut vora bjart og hlýtt,
til betri hluta oss leiðir æ.
Vér þurfum — að sjá með ljúfri lund,
ef lítið og þröngt er okkar svið,
að bezt er að eyða æfistund,
sitt afskamtaða hlutfall við.
Vér þurfum — nýjan þrótt og móð,
vér þurfum — nýja von í dag;
vor störf þurfa að vera göfug og góð,
það gefur oss sannan auðnuhag.
Vér þurfum — að hlýlegt hjartansmál,
oss hluttekningin láti í té,
og gleðjast með hverri glaðri sál,
þó grátið vort eigið hjarta sé.
Vér þurfuin — vin, sem veröld í
oss veitir lið i hverri þraut,
og gleðina’ og friðinn, sem fylgir því,
að fela sitt allt í drottins 9kaut.
Vér þurfum — dyggða dæmin góð
frá dögum horfnum, þau fögru hnoss,
þann ómetanlega andans sjóð,
sem aldrei ryðgar né tæmist oss.
Vér þurfum — að leiði oss herrans hönd,
að himinsins þrætt vér getum braut.
Ó, þegar vér komum lifs á lönd
og litum þar yfir gengna þraut!
21/4 1904.
Bjarni Jónsson.
Bessastöðum 7. júní. 1904.
Yeðrátta köld og rosasöm enn, að eins hlýtt
er til sólar sér, sem ekki er opt.
ltátstapi varð úr Reykjavík 19. f. m. Bátur
þessi var i fiskiróðri. Formaður bátsins var
Pétur Þorvarðarson frá Kalastöðum, að sögn
ötull sjómaður og á bezta aldri (f. 1871), lætur
eptir sig ekkju og 2börníæsku. Hásetarvoru:
Þórður Jasonsson nýfluttur til Rvíkur austan úr
Flóa, maður á fimmtugsaldri og nýkvæntur,
Guðm. Diðriksson, lætur eptir sig ekkju og 1
barn ungt og Þórður Þórðarson, unglingspiltur
austan úr Ölfusi. Einn hásetanna sat í landi
sökum lasleika, og hefði gamla fólkið sagt að
ekki hefði verið uppi dagarnir hjá honum.
Skipal'erðir. Gufuskipið „Mjölnir11 (eign Thore-
fél.) kom til Reykjavíkur 31. maí. Með skipinu
komu: Sveinn Hallgrimsson hlutabankabókari,
með frú og barni, Þór. B. Þorláksson málari,
Richard Braun kaupmaður frá Hamborg, er ætl-
ar að byrja verzlun í Rvík, Ólafur stúdent Björns-
son, 6 smiðir tilLagarfljótsbrúarinnar o. fl. „Mjöln-
ir“ flutti og seðlana til hlutafélagsbankans, svo
nú líður Rklega að því að bankinn taki til starfa.
Strandbáturinn „Skálholt11 kom til Rv. 4. þ.
m., og margt manna með honum, þar á meðal:
síra Sig. Stefánsson íYigur, síra Páll Ólafsson
í Vatnsfirði, Janus prófastur Jónsson í Holti,
Þorvaldur prestur Jakobsson í Sauðlauksdal,
Sigurður prófastur Jensson í Flatoy með frú
sinni, Sæmundur Halldórsson kaupmaður í Stykk-
ishólmi, Hannes Bjarnason verzlunarmaður á
Bíldudal o. fl.
Póstskipið „Laura“ kom og 4. júní frá út-
löndum með fullfermi af vörum og fólki, meðal
annara: frú Kristín Skúladóttir ásamt tveim son-
um sínum Skúla og Pétri, Ásgrímur Jónsson
málari, assistent Jón Sveinbjörnsson með frú og
barn, konsúll Jón Vídalín, Ásgeir kaupmaður
Ásgeirsson frá ísafirði, Sigfús Eymundsson út-
fluttningastjóri, stud. mag. Eiríkur Kjerulf, ungfni
Laura Zimsen, stúdentarnir: Böðvar Jónsson,
Gunnlaugur Olaessen, Rögnvaldur Ólafsson, Vilh.
Finsen, Sturla Guðmundsson, Sigurjón Jóns-
son, Jón Magnússon, Magnús Guðmundsson og
Sigurður Sigtryggsson.
Með skipinu kom og þýzkur háskólakennari
Paul Hermann, sem kvað ætla að ferðast hér
um land í sumar, til að rannsaka fornsögustaði
vora.
Húsbruni. 25. f. m. brann á Akureyri, tví-
loptað hús, er Jónas nokkur smiður átti.
Hafnardeild bokmenntafélagsins hélt fund í
f. mán. Forsetaskipti urðu í deildinni, með þvi