Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1904, Blaðsíða 2
162 > *) oe vi lj i > \. * þenna hátt mótmæla því, að lierlið væri iátið skerast í leikinn, er verkamenn og vinnuveit- endur greindi á. — Yerkfalli þessu lyktaði loks 21. sept., er Gíolittí, forsætisráðherrann, lýsti því yfir, að stjórnin myndi eigi hlanda sér í deiiur verkmanna og vinnuveitenda, nema al- mennum friði væri raskað. — — — A usturriki — Ung-verjaland. Um 500 hlaða- menn frá ýmsum löndum héldu fund í Vinarhorg í septembermánuði, og hélt bæjar stjórnin í Vín þeim stórveizlu, áður en fundum þeirra lauk. — I veizlu þessari mælti Koerber, forsætisráðherrai fyrir minni blaðamanna, og fórust honum, og fleirum, þar orð í þá átt, að nú hlýddi eigileng- ur að lcalla biöðin „sjöunda stórveldi heimsins'1 svo sem gjört hefði verið, heldur mættu þau með réttu nefnast „fyrsta stórveldið11, er allir stjórnendur yrðu að hlýða á með athygii, því að með merki sannleikans í stafni hlytu þau ávallt og alls staðar að sigra. Fundur þessi er níundi alþjóða-fundurinn, e r blaðamenn hafa haldið, og var ákveðið, að næsti fundur skyldi haldast í borgiuni Líége í Belgíu. Bankamaður í Vín, Jenner að nafni, hvarf ný skeð, og hafði stungið á sig 235 þús. affébank. ans. — Hann var ónáður, er síðist fréttist. — Rússlaml. 3.—5. sept. urðu róstur miklar í borginni Smjela í héraðinu Kievv. — Voru það kristnir menn og gyðingar, er þar áttust við, og voru 150 sölubúðir rændar, og 100 hús rænd, og eyðilögð, að meira eða minna leyti; ýmsir menn voru drepnir. > 22. sept. var Neidhart, lögreglustjóra í Odessa veitt banatilræði, og særðist hann nokkuð. — Maður sá, er verk þetta vann, er nefnur Vaenilí Políatíow, rússneskur bóndi, 19 ára að aldri. — Finnland. Nýijlandstjórinn, Obolemkí hers. höfðingi, hefir ferðazt. um iandið, og verið’mjúk - ur í orðum við almenning; en að líkindum halda Rússar þó sama strikinu á Finnlandi, að fótum troða sérréttindi landsins, þó að þýðlegar sé nú talað í svip. Þegar háskólinn í Helsingfors tók tii starfa, um miðjan sept., fór rector háskólans nokkrum orðum um brottrekstur ýmsra háskólakennaranna , og skoraði á stúdentana, að láta það málefni ekki til sín taka; en er reetor hafði lokið máli sínu, stóð upp einn úr flokki stúdenta, og mót- mælti aðförum stjórnarinnar á finnsku, en síðan mæiti annar stúdent fram sömu mótmælin á sænsku. Rector, og ýmsir háskólakennaranna, fóru út, meðan á þessu stóð, og skipaði stúdent- unum að fara út; en þeir sinntu þvi ekki, en gerðu mikinn róm að mótmælunum, og varð rectorinn þá að láta sér lynda, að halda alvar- lega áminningarræðu yfir stúdentunum á eptir. Balkanskaginn. Um 100 Serbar voru nýlega myrtir á Tyrklandi, og enn er víða ali-róstu- samt í löndu;n Tyrkja á Balkanskaga. 21. sept. lót Pétur kongur krýna sig með mikilli viðhöfn í dómkirkjunni í Belgrad, og framkvæmdi ínnocent erkibiskup smurninguna: en ills viti þótti það, að þegar konungsskrúðinn var borinn í kirkjuna, datt hann ofan i forina. — Mælt er, að Pétnr konungur hafi og tvívegis orðið að taka ofan kórónuna, meðan á krýning- nnni stóð, til þess að sligast ekki undir henni. Ekki létu stórveldin sendiherra sína vera við krýninguna, en nokkur bót þót-ti það þó í máli, að Nicolaj Rússa-keisari sendi Pétri kongi nokkr- ar vijigjarnlegar línur. — Á hinn bóginn voru konungsmorðingjarnir þar allir viðstaddir í em- bættis skrúða, enda veitti Pétur kongur þeim öllum heiðursmerki, er krýningunni var lokið/l). Bandarikin. 17. ágúst höfðu 7 milj. manna komið á heimssýninguna í St. Louis, og var þó að eins hálfnaður sá tími, er sýningin átti að standa. Við forsota-kosninguna. sem nú á fram aö fara, keppa þeir Hnosevelt, núverandi forseti og Parlcer dómari, um forsetatignina, og þykir senni- legt, að hinn fyrnefndi verði hlutskarpari. 12 þús. slátrarar gjörðu nýlega verkfali í Chicago. Fyrir skömniu rákust tvær járnbrautarlestir á í greund við New-Market { Tennessee, og j biðu 50 menn bana, en 75 hlutu meiðsli. 11. sept. stöðvuðu 7 vopnaðir ræningjar járn- ! brautarlest. i grennd við Vancouver, og rændu j þar 7 þús. dollara. Hinn alkunni norðurfari Peary ætlar að leggja af stað í nýja heimskautaför á sumri komanda, og lætur smíða sér sérstakt skip í því skyni. — Tliibet. Leiðangri Breta er nú lokið, og hef- ir Younghusbanil, foringi leiðangursins, gert samn- ing við Thibetinga, er gerir Thibetingum að skyldu, að greiða Bretum l/a milj. sterlingspunda í herkostnað á næstu þrem árum, að hafa mark- að á þrem stöðum í Thibet, og að leyfa vöru- flutninga milli Indlands og Thibet. — Ekki mega Thibetiugar heldur leigja, nó selja, öðrum neitt af landi sínu, án samþykkis Breta, né held- ur levfa erleudum ríkjum að leggja þar járn- brautir, eða fréttaþræði. — I stuttu málí er svo uin hnútana búið í samningi þessum, að Bretar hafa þar að öllu levti töglin og hagldirnar, og myndi eigi svo farið hafa, ef Rússar hefðu eigi haft bundnar hendur, sakir ófriðarins við Jap- ana. Dalai IjMha, er flúið hafði, áður en herlið Breta kom til höfuðborgarinnar Lhassa, hefir verið rekinn frá völdum, og heitir sá Tashí Lama, er nú hefir hlotið æðstu verzlegu og and- legu yfirráðin í Thibet. — — — Al'rika. I landaroign Congo-ríkisins hafa | löngum faiið miklar sögur af því, að beitt væri ýmis konar harðneskju við þarlendaj menn, og hefir því Breta stjórn komið því til leiðar, að skipuð væri nefnd, til að rannsaka, hvað hæft sé í sögum þeim, er þaðan jberast, um ýmis konar þrælslega meðferð á innfæddum mönnum, af liálfu stjórnarinnar og vildarmanna hennarí en nú hefir Leopold, Belga konungur, sem er | yfirrnaður Congo-ríkisins, hvatt í nefnd þessa: einn af embættismönnum Congo-ríkisins, hátt settan embættismann í Belgíu, og svissneskan lögfræðing, svo að Breta stjórn telur litið byggj- andi á rannsókn slíkra inanna, en fær þó ekki aðgeit, þar sem stjórnir annara ríkja hafa ekk* ert viljað hlutast til um málefni þetta, Slejn, fyrrum forseti Oranjé-fríríkisins, ætlar nú að hverfa heim aptur til Afríku, og stó ð þvi Ul, að hann ynni JAtvarði, Breta konungi, triin- aðar- og hollustu-eið. — — — Austrœui úfriðurinn. Síðan stór-orustan við Líaojang var háð, eru engin stór-tíðindi af ófrið' inum. Kuropathin hefst við í grennd við borg" ina Mukden, með nokkuð af liði sínu , en býst ekki við, að geta haldizt, þar við, og lætur því nokkuð af liði sínu víggirða í óða önn borgina Tieling, sem er norðar í Mandsjúríinu, og mun ætla að veita þar aðal-viðnámið. —Hershöfðingj- ar Japana, Kuroki, Oku og Nndzn, nálgast Mukden æ meira og rneira, með hersveitum sínum, og var búist við stór-orustu þá og þegar. Rússar senda nýjar og nýjar hersveitir aust- ur í Mandsjúríið, og hefir nú Nieolaj keisari skipað, að tví-skipta liðinu, og á Knropatkin að stýra annari hersveitinni, en Grípenbery hershöfð- ingi hinni. Japanar auka einnig her sinn í Mandsjúríinu, og hafa nú að líkindum þegar komið þangað 100 þús. hoi'manna í viðbót við iið það, sem ofan nefndir hershöfðingjar þeirfa stýra. Port-Arthur hefir enn varizt árásum Japana, en hræðilegar eru sögurnar, sem berast um á- standið þar, þar sem fjöldi húsa liggja í rústum, og líkin ógrafin hrönnum saman: en dýrslegt æði, og miskunnarieysi, sem engu vægir, sýnt á báð- ar hliðar í bardögum þeim, sem þar eru háðir nær daglega. Wíren, hershöfðingi sá, er stýrir leifunum af flota Rússa í Port-Arthur, hofir ný skeð getað komið þeim skeytum til Nicolaj keisara, að biðja hann að flýta komu Eystrasaltsflotans til ófrið- arstöðvanna, sem unnt er; en þar sem flotinn var enn eigi ferðbúinn, er síðast fróttist, telja flestir, að bann muni úr þessu koma um seinan til ófriðarstöðvanna. XVTTT., 40. Frá ísalirði er „Þjóðv.“ ritað 10. okt. síðastl.: „Tíðin er hér mjög slæm, sífelldir stormar, og snjókom 11 svo að mjög er hér orðið vetrarlegt. G-æftalcysi keyrir úr hófi, og þá sjaldan. er á sjó liefir verið farið, hefir ekkert fiskazt. Mislingarnir eru því miður enn ekki um garð gengnir hér í kaupstaðnum, því að í fyrra dag sýktist drengur, sem ekki hafði fengið misling ana í sumar“. Úr Reykjavik. Þar or það skrafað, að eigendur „Reykjavikur11 viiji losna við hr. Jón Olafsson frá blaðinu, seg- ist hafa stofnað það í því skyni, að birta í því auglýsingar, en ekki til þess, að reka erindi stjórnarinnar. —■ Sagt er, að hr. Þorsteinn Gísla- son, fyrrum ritstjóri „Bjarka, taki þá við ritstjórn- inni, liklega um næstk. áramót. Þetta segir sagan, að ráðherrann, og Jflokks- bræður hans, telji, sem von jer, harmsútlegar fréttir, og muni því hleypa nýju blaði a£ stokk- unurn, undir ritstjórn Jóns Olafssonar, svo að al- menningur þurfi einskis í að missa, þar sem mörg óglögg ákvæði í lögurn vorum séu enn al- veg óskýrð, og öðrum eigi betur til þess trúandi, en Jóni. Annars kemur þessi nýi útgjaldaliður all-illa á hjá stjórnarflokknum, þar sem „Vestri“ á nú einnig að stækka, og fleiri berast fjárkröfurnar. Ilvers kyns stjérn vér íslendingar nú höfum íengið, skýrist vænt- anlega enn betur fyrir ýmsum, þegar menn at- huga það, að Stykkishólms-“dánumaðurinn“, hr. LÁrus H. Bjarnason, er nýlega skipaður forseti í amtsráði Vesturamtsinsó!) Margir minnast enn „verðlagsskrármálsins snæfellska11, tilrauna hr. „dánumannsins11, til að hafa 1000 kr. af dánarbúi Sigurðar hoitins Jóns- sonar sýslumanns, og aðfara hans gegn síra Helga Arnasyni í Olafsvik. Og nú hefir þá nýja stjórnin kveðið upp sinn dóm. „Die nordische Atluntis“ er nafnið á bók, sem blaðamaður frá Vínar- borg, Jacques Jager að nafni, hefir ný skeð gef- ið út, og eru það ferðabréf frá Islandi og Fær- eyjum, er áður hafa birzt í „Neues Weiner Tageblatt". Enda þótt ferðabréf þessi sóu ekki mikils virði, frá sjónarmiði vor ísiendinga, ogýmislegt þar miður áreiðanlegt, geta þau þó haft þau á- hrif, að auka ef til vill ferðamanna-strauminn til lands vors, enda er fátt svo ómerkilegt, að eigi sé til einhvers nítt. f Willard Fiske. Picfossor Willard Fiske, hinn alkunni ís- landsvinur, andaðisfc í borginni F'lorenz á Italiu 17. sepl. síðastl, frekra 72 ára að aldri. Prófessor Fiske ferðaðisfc hór á landi 1879, og vakti það þá eptirtekt, hve vel hann talaði mál vort, enda bar hann einkar hlítt vinarþel til lands vors og þjóðar, er sýndi sig, meðal annars, er hann stofnaði „Iþökuu, lestrarfélag skóla- pilta, og styrkti það drjúgum með bóka- gjöfum, eins og líka laudsbókasafnið. — Enn fremur lót hann sér mjög annt um, að glæða áhuga manna hér á landi á skáktöflum, og gaf í því skyni ýms skákrit o. fl. Þá rnunu og Girímseyingar lengi minn- ast prófessors Fiske, er gat þeim all-álit- legan visi til bókasafns. Hann fylgdi nákvæmlðga raönnum, og málefnum, hér á laDdi, og lót sér annt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.