Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Blaðsíða 1
Verð áryangsins (minnst 52 arkir') 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr. 50 aur.. og j í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJOÐVILJINN. —— -j= Átjándi áböanguh. =1= -i-gsoc-|= RITST .7 ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. \izceg,— | Uppsögn skrifleg, ógild nerna komin sé til útgef- j anda fyrir 30. daq júní- i mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögnfnni j borgi skuld sína fyrir blaðið. M 45. 'I Bessastöbum, 12. NÓV. 1 9 C 4. tJtlönd. Frá útlönduiri liafa ný skeð borizt þessi tíðindi: Danmörk. Sundurlyndið í flokki vinstrimanna, sem eigi leyndi sér a þingi í fyrra vetur, gerði einnig vart við sig, I er þingið tók til starfa í okt., með því að Álbertí, og hans liðar, vildu þá eigi endurkjósa Krabbe héraðsfógeta, eem vara- forseta í þjóðþinginu, enda hafði hann verið einn af snörpustu mótstöðumönnum nhýðingarfrumvarpsins“ í fyrra, og er einn af forkólfum hinna frjálslyndari vinstrimanna. — Náði Krabbe þó kosn- ingu, með 50 atkvæðum, en 46 atkvæða- seðJar vinstrimanna (Álberti's, og hans vina) voru ,.blankira. — Mælt er, að Al- bertinyar hafi og viljað losna við Herman Trier, sem forseta þjóðþingsins, og er hann þó einn af frjálslyndustu og mikil- hæfustu mönnum í liði vinstrimanna; en þær tilraunir fengu svo illan byr, að Al- bertingar sáu sér eigi annað vænna, en að fylgjast með, að því er kosningu hans snerti. — Á hinn bóginn tókst þeim, að steypa Krabbe héraðsfógeta úr flokks- stjórninni, og þykir það eigi miða sam- lyndinu til eflingar. Ills viti þykir það einnig, að fyrsta frumvarpið, er Albertí lagði fram á þing- inu, var „hýðingarfrumvarpið“ illræmda, er nær hafði klofið flokk vinstrimanna í fyrra, og ætJa því margir, að Albertí stefni beint að því, að kljúfa vinstri- flokkinn, þar sem hann leggur sJikt kapp á þetta mál. í fjárlagafrumvarpi þvi, er lagt var fyrii ríkisþingið, eru tekjurnar fyrir næsta fjárhagsár (frá 1. april 1905 til 81. marz 1906) taldar 79,656,697 kr., en útgjöJdin 79,480,418 kr. í byrjun þingsins lagði kennslumála- ráðherrann fram frv. um 3600 kr. árleg eptirlaun fyrir ekkju Kíels sál. Finsen’s, i heiðurs- og viðurkenningar-skyni fyrir hið þarfa lifsstarf manns hennar, og var það samþykkt í einu hljóði i þjóðþing- inu. Meðal annara stjórnarfrumvarpa má nefna frv. um breytmgu á dómasHpuninni, sama frv., er þingið fjallaði um í fyrra: enn fremur frv. um breytingu hjúalaganna, Vtftrygginqu sjömanna, o. fl. Flest, ölgerðarhús i Danmörku, utan Kaupmannahafnar, hafa ný skeð slegið sér saman í stórt hlutafélag, og voru eig- ur félagsmanna metnar 13 milj. króna. Margir kvíða þvi, að félagsskapur þessi verði þess valdandi, að „bjór“ hækki í verði, og mun öllum ölþömburum þykja það miður gleðiiegar fréttir. — Noregur. Stórþing Norðmanna tók til starfa 11. okt. — Helztu málin, sem stjórnin gerir ráð fyrir, að til lykta verði ráðið, er konsulamálið, og breyting toll-lug- anna í þá stefnu, að veita innlendum varningi meiri tollvernd, en verið hefir. Holland. 6. okt. gekk þar mesta ofsa- veður, er olli stórskemmdum á fiskiveiða- flota Hollendinga, og töluverðu mann- tjóni; frá þorpinu Ymuiden fórust t. d. 4 þilskip, ásarnt skipshöfn allri. — Belgía. 7. okt. kviknaði í púðurbirgð- um í virkinu St. Maríe, í grennd við Calloo, og biðu 11 menn bana, og margir meiddust. Frakkland. Deilan milli páfa og stjórnarinnar á Frakklandi harðnar óðum, og hefir Combes, forsætisráðherra, nýlega lagt fyrir þingið frv. um fullan skilnað rikis og kirkju, og var það samþykkt í fulltrúaþinginu, með 325 atkv.agegn 237. f 4. okt. síðasti. andaðist myndhöggv- arinn F. A. Bartlioldy, 79 ára að aldri. — Eptir hann er frelsis-styttan mikla, er stendur við innsiglinguna til New York, og Frakkar gáfu Bandamönnum. í Oiselle vildi ný skeð það slys til, að tjald, sem reist hafði verið til sjón- leika, hrundi, og hlutu 60 menn meiri eða minni meiðsli. — Spánn. í borginni Barcelona voru ný skeð handsamaðir 3 „anarkistar“, er áformað höfðu, að ráða Alfonso konung af dögum. í borginni Bilbao voru og ný rskeð teknir 7 stjórnleysingjar, er höfðu komið vítisvél inn í kirkju eina, til þess að hita pilagrímum, er þangað var von.--------- Svissaraland. 7. okt. brann leikhús í borginni Basel; en manntjón varð ekki. — Umsjónarmaður leikhússins hengdi sig rétt. á eptir. — Rússland. Svo er að heyra, sem bylt- ingamenn séu þar eigi af baki dottnir, þar sem mælt er, að Nicolaj keisara hafi verið veitt banatilræði 20. okt. síðastl. — Keisara sakaði þó eigi, en mælt er, að 11 menn liafi hlotið sár, eða bana, við tilræði þetta. — Annars eru fregnir enn all-óljósar um atburð þenna, Þýzkaland. 15. okt. síðastl. andaðist Oeorg konungur á Saxlandi, og hefir því Friðrik, sonur hans, tekið þar við kon- ungdómi. — Marocco. Eigi hefir soldáni enn tek- izt, að friða ríki sitt, þar sem uppreisnar- fo.ringinn Bu-Hamara fer enn herskildi um landið. — Nýlega átti herlið soldáns orustu við Bu-Hamara, og þykist lið sol- dáns hafa borið hærri hlut, eptir mik- ið mannfall, en svo er að sjá, sem Bu- Hamara hafi þó enn rekið undan, og muni hvergi nærri af baki dottinn. TJruguay. Þar er uppreisninni enn eigi lokið, og hafa uppreisnarmenn ný- lega skotið foringja sinn, Munoz hers- höfðingja, þótti hann hafa brugðizt sér, og gengið að of auðvirðilegum samning- um við stjórnina, — Heitir sá Paspí- low, er nú stýrir uppreisnarmönnum, og fór hann um landið, litt friðsamlega, með 6 þús. vopnaðra manna, er síðast fréttist. Colorado. Bærinn Trinidad, er hafðl um 6 þús. íbúa, gjöreyddist að mestu af vatnsflóði í öndverðum október. Mont Pelóe, eldfjallið á Martinique, er ógurlegustu skemmdum, og manndauða, olli í fyrra, fór aptur að gjósa í síðastl. sept. — 29. sept. stóð reykjarmökkurinn 8 þús. feta hár uppi yfir fjallina, og brá fyrir eJd-leiptrunum öðru hvoru. — Mann- tjóns, eða verulegra skemmda, þó enn eigi getið. — í borginni Santiago, í lýðveldinu Chili í Suður-Ameríku, hrundi ný skeð stórhýsi, sem var í smíðum, og biðu 50 menn bana, en margir lemstruðust. Amerískt gufuskip, „Mineola“, fórst ný skeð í grennd við Kamsjatka-skagann í Asíu, og týndust þar gráfelldir, og ot- urskinn, sem talin voru 4 milj. króna virði. Austræni ófriðurinn. Orustunni miklu í Mandsjúríinu, sem kennd er við Sha-ho, og getið var í 43. nr. „Þjóðv.“, var lokið, og er mælt, að barizt hafi verið alls í 11 daga, enda tala fallinna og óvigra manna, af liði beggja, þá orðín alls um 100 þús. — Um 13 þús. fallinna Rússa segjast Þpanar hafa dysj- að, og telja, að 50 þús. af liði Rússa muni vera óvigar af sárum. — Sjálfir segjast Japanar hafa misst 8,300 manna, er fallið hafi; en um tölu sárra manna í þeirra liði eru fregnir enn óljósar; en svo voru Japanar bugaðir af þreytu, að ekki gátu þeir rekið flóttann, sém þurft hefði, og hefir Kuropatkin þvi tekizt, að safna hinum tvístruðu hersveitum Rússa í grennd við Mukden, og býst þar til varnar, enda kvað hann eiga von á drjúgum liðsauka þá og þegar. — Japanar vænta einnig liðsauka á hverri stundu, og halda því kyrru fyrir i bráð. Ekki hafði Japönum enn tekizt að vinna Port-Arthur 29. okt. síðastl., og er mælt, að þeir hafi latið þar alls nær 50 þús.- manna, er fallið hafa, eða orðið sárir, síð- an umsátin hófst; en búist var við, að þeir mnndu gera aðal-árásina á borgina 3. nóv., því að þá er afmælisdagur keis- ara þeirra. Eystrasaltsfloti Rússa er nú loks lagð- ur af' stað til ófriðarstöðvanna, og er mælt, að Rússar hafi keypt, eða sumpart leigt, um 80 þýzk flutningaskip, til þess að vera til taks hér og hvar með kolabirgð- ir handa herskipunum, því að kol fá þau

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.