Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1905, Blaðsíða 2
90
ÞjÓB V LJI ÍNN .
XIX., 23.
enginn hafi vit á nokkrum hlut — þannig er
nú í „Reykjavíkinni i'29. apríl) „Maus plase in
nniverse11 — ekki að tala um málvillurnar í aug-
lýaingunum — í útlendum blöðum finnst ekki
annar eins óhroði, og eru þó vorir menn hetjur
á bnzha aldri, sem engin „ellimörk11 sjást á frem-
ur en á „þjóðskáldinu“ og hundunum hans
Akínóuss, sem voru ódauðlegir og eltust aldrei
— en hvað hjálpar að nefna þetta? Það
er hjá Hómer som nú er útskúfaður eins
og allt annað sem öll Evrópu-menntun hvílir
á — og svo er það, að þetta sem hór var
nefnt; verður varla skoðað sem „prentvillur11,
því menn ætlast ekki til að svo ungum upprisu-
lýð og viðreisnarköppum geti sklátlast, þar sem
allt er kveðið niður og alitið ónýtt og úrelt ef
það er tíu eða tuttugu ára gamalt, hvað þá eldra.
Þá hlýtur maður einnig að verða hrifinn af þess-
um löngu snildarkvæðum sem „Skírnir11 flytur
og maður verður kófsveittur af, ef rnaður hefir
þrek til að lesa þær langlokur sem aldrei ætla
að taka enda — þarna er eitthvað um fósthræðra-
lag Pæreyinga og Islendinga — þeir mega hezt
þekkja það fyrir austan, á fjörðunum, eða þegar
Eæreyingar eru að selja fiskiskipin — ætli „fóst-
bræðralagið“ verði ekki svipað „fóstbræðralagi11
„Skandinavanna“ eða stúdentalátunum hérna um
árið, sem ekti var annað en bjórþamb ? Já, fleira
er í þessum fjölbreytta „Skírni:11 eitt forláta
sönglag sem nú á víst að kyrja út um allt land
— f sjálfu sér er það annars mjög gott og virð-
ingarvert að laga smekk manna, enda hefir þetta
ekki sízt heyrst á kirkju- og sálmasöng, og guð-
rækni og siðgæði sjálfsagt tekið miklum breyt-
ingum bæði við þessar framfarir og atorku „tón-
skáldanna11 og svo þá óþreytandi elju sem kvæða-
klerkarnir hafa sýnt á nýju psálmabókinni sem
nú er öll endurfædd og kalfötruð. Þannig er
„Skírnir“ nú hafinn upp i það „músikalska11 og
skáldlega veldi sem öll lýðmenntun á að lúta; þar
getur maður lært að dæma um skáldskap og um
allt og allt; þar er einnig um bækur, svo sem
um Islendingaþætti — samt ekkert um hvern-
ig þeir séu gefnir út, heldur sagt einmitt það
sem ekki þurfti að segja, og svo er bókaritgerð-
in „hljóðbæra11 (hver skilur?! eptir Tómas Car-
lyle — þar stendur: „ninn sanni háskóli vorra
tíma er bókasafn“; heldur vildieghafa að „hinn
sanni háskóli væri „bækur“, því þessi bókasöfn
einmitt eyðileggja útgáfur bóka, og eru til tjóns
og fyrirstöðu þeim sem vilja leggja fé í sölurn-
ar til þess. Eleira mætti um þetta tala, en nú
hefir þessi nýfæddi „Skírnir“ fengið skírnar-
skúrina og eg legg hann aptur með hrærðu
hjarta og þakklæti fyrir skemmtunina og fræðsl-
una, en þá verður mér litið á kápuna eða „löj-
ertinn“ fminnir mig það heiti) sem hann er i:
lifrauð eða bleikrauð blæja eins og rós sem er
að springa út — „þá fram úr grænum bóndum
brýzt blómríkið allt í felur skýzt!“ — og þar
sést Þýzkalandskeisari þeysandi á ljónólmum
húðarklár yfir Dofrafjöll með norska skotthúfu
á höfðinu eða þá gamla preussiska pikkelhúfu,
líklega slitna af því að æða svona yfir fjöll og
firnindi, og svo rekur keisarinn fram undan sér
Btóreflis sveðju — alveg eins og flatningshnífinn
sem Guðmundur Erlendsson koypti einu sinni
hjá Bryde — jeg sá það og þá vorum við svo
dónalegir að við kölluðum þetta „flatningssax“,
en nú verður það að heita „fiskihnífur11, þ ví það
mun eiga að vera fínna. En áður en eg set
seinasta punktinn við þessa ritgerð, þá get og
ininnst lítið eitt á „Skírni“ þar nœst á undan
— hann er ekki eins fjölskrúðugur, ekki eins
lýðmenntunarlegur, en gefur manni samt ýms-
ar hugmyndir, ekki sízt um það, hvað mikið vér
eigum af peningum — náttúrlega á pappírnum,
þar sem allt er fullt af núllum. Þar rek eg
mig á ellefu þúsund og sjöhundruð og sextíu
krónur sem landsbókasafnið fær — til hvers?
Það er alveg ónýt stofnun og ekki til annars
en til að sýna sig, þar sem hér er ekkert vís-
indalíf og fólk les ekkert að telja megi nema
skemmtisögur. Þá kemur „náttúrufræðisfélag-
ið“ með 1000 krónur fyrra árið og 800 krónur
peinna árið. Að mestu leyti er hulið hvað gert
er við þetta fé. Fyrstu árin fékk félagið ekk-
ert af almannafé, nema tillög félagsmanna, um-
sjónarmaðurinn ekkert fyrir ómak sitt; húsaleiga
var þá borguð ;af tillögunum, enda miklu lægri
en nú, því nú er hún óhæfilega mikil og allt
fyrirkomulag safnsins smekklaust og ógeðslegt,
í samanburði við það sera nú er veitt til þess;
umsjónarmaðurinn fær 200 krónur fyrir að gera
ekkert, hleypur burtu og enginn er í hans stað
sem nokkurt vit hefir á, nema þegar fiskifræð-
ingur landsins dvelur hér áður en hann hleyp-
ur á „rannsóknartúr11 með Dönum — sjómenn-
irnir mega bezt vita hvaða gagn hefir orðið að
þessu í verklegum skilningi — nú er og hætt
að auglýsa i blöðunum hvenær safnið sé opið,
og eg hefi opt séð fólk bíða þar fyrir utan, en
enginn kom né opnaði safnið; þá er líka hætt
við að gefa út árlega skýrslu, sagt að nú eigi
slíkt að koma annað hvert ár — það sem hin
nýja „stjórn“ gaf út er nokkur blöð, en engin
skýrlsa; samt er ekki gleymt að setja nöfn þeirra
tveggja höfunda á titilblaðið með spikfeitu letri
— annars er allt þetta þannig vaxið að mér leið-
ist að tala frekar um það núna, en ef þeir skyldu
hreifa sig út af þessu, þá er vonandi að þeim
verði svarað. — Bókaskráin við þenna „Skírn-
ir“ er þörf og góð, og hefir verið mikil fyrirhöfn
að semja hana, en nú er óvíst hvort slíks þyk-
ir þörf framvegis, ef dæma skal eptir þeim lík-
um sem þessi nýi tími leiðir fram.
b. a.
niiiiiiiiiiniiiiiiiiiii»iiiimiiillH«iftiii''«Kimini
r
Ut um landið
strá nú stjórnarliðar ýmsum ritlingum,
til þess að reyna að villa almenningi sýn
á undan þingmálafundunum i vor, er þeim
virðist standa ærinn stuggur af.
Vér rákumst ný skeð á blað af „Vestrau,
og fylgdi honum sérprentun af vitlausu
greinunum um ritsímamálið, er birtust í
„Þjóðólfi“ 28. apríl og 5. maí síðastl., sér-
prentun af grein Tr. bankastjóra Gunn-
arssonar: „Öllu snúið öfugt þóu, er birt-
ist í „Þjóðólfi“ síðastl. vetur, þar sem
flokkshatrið nær svo háum tónum, að hann
vill senda stjórnarandstæðinga til Amer-
iku(!), og að lokum sérprentun af grein
eptir uppgjafarektorinn, sem kemur út í
„Andvarau.
„Vestrau-kaupandinn, er hér um ræð-
ir, var sýnilega kátur yfir þessari óvæntu
aukningu á þarfablaða hrúgu sinni, og
sjálfsagt má gera ráð fyrir, að kaupend-
ur hinna stjórnarmálgagnanna fari eigi
varhluta af sams konar sendingum, og er
fátt svo íllt, að ekki sé til einhvers nýtt.
En kórónan á öllum þessum blekk-
ingar-tilraunum stjórnarliða er þó óneit-
anlega ritsímapési Jóns Ólafssonar, sem
einnig er nú stráð út um kjördæmin, því
að þar er ósannindunum og blekkingun-
um, svo meistaralega hrúgað saman, að
Jón Ól. ætti skilið að verða riddari fyrir.
Að líkindum gerir þó allur þessi ó-
skapagangur stjórnarliða miklu fremur, að
spilla fyrir stjórninni, en bæta, því að
þjóðinni mun nigi dyljast, að stjórnarlið-
um þyki sjálfum málstaður sinn slæmur,
þegar svona er látið.
Af st 1 J»i i k lc< )ss n i o íx vi n n i á Ak-
ureyri 15. f. m. hefir það fréttst, að full-
yrða megi að Magnús Kristjánsson kaup-
maður hafi náð kosningu. Ófrétt um
atkvæðafjölda.
Úr Strandasýslu (Árneshreppi)
er „Þjóðv.“ ritað 3. maí síðastl.: „Haustið
var hér stormasamt gæfta- og aflalaust til sjáv-
arins, snjór nokkur, og bleytu-köföld, fram á
jólaföstu; en þá brá til hagstæðari tiðar, fram
yfir hátiðarnar. — í janúar varð tíð aptur ó-
stöðug, og stormasöm, og svell og áfreðar á jörðu
þó að fremur væri fanna-lítið. — Með góu batn-
aði tíðin, svo að jarðir voru víðast nægar, fyrir
hross og sauðfé, og hélzt all-góð tíð til sumar-
mála, með smá-hretum, en einatt fremur frosta-
væg, og snjó-lítið. — Um sumarmálin brá til
stað- og hlý-viðra, unz nokkra undan farna daga
hefir verið kaldara í tiðinni, og frost á nóttum.
Fjárkláðabaðanir fóru fram seint í des., og
gengu vel og reglulega. — Skepnuhöld yfir höf-
uð góð hjá almenningi.
Síðastl. vetur gengu héðan 3 opin skip til
hákarlaveiða, og varð aflinn lang-hæztur á tein-
æring, sem oddviti Guðm. Pétursson í Ófeigsfirði
var fyrir; aflaði hann alls 134 tn. lifrar, og er
það meiri afli, en áður hefir fengizt á opið skip,
enda er hr. Quðm. Pétursson stakur kjark- og
dugnaðarmaður, og hefir jafnan lánazt bezt þeirra
manna, er stundað hafa hákarlaveiðar héðan. —
Hann byrjaði nú og sumarið með því, að koma
á skipi sínu hlöðnu, með 50 tn. lifrar, og var
það því gleðilegra, þar sem flestir hásetar hans
voru bláfátækir. — Sexæringur frá Finnboga-
stöðum, formaður G. Guðmundsson, aflaði 80 tn.,
og sexæringur frá Litlu-Ávík, formaður Jón bóndi
Magnússon, 40—50 tn. — Lítið þilskip frá Finn-
bogastöðum, formaður F. Jörundur Guðmundsson,
hefir og þegar fengið um 70 tn. lifrar. 1
Söludeildin á Norðurfirði hefir í vetur haft
matvöru, og getað bætt úr brýnustu þörfum
manna, enda þótt margir hafi átt fremur þröngt
um bjargræði, sakir aflaleysis undanfarin ár.
1. þ. m. kom „Vesta“ til Beykjarfjarðar, og
með henni nýr kaupmaður, Karl Jensen að nafni,
sem ætlar að fara að byrja þar verzlun“.
Bækur, sendar „Þjóöv“.
Fra Generalstabens topografiski Afde-
lings Virksomhed paa Island, eptir J. P.
Koch (Sérprentun úr danska tímaritinu
„Geografisk Tidskrift“).
Ritgjörð þessi segir frá störfum dönsku
mælingamannanna, er í fyrra sumar mældu
Skeiðarársand og Öræfajökul, og gerðu
uppdrátt af. — Segir þar margt af ýmis
konar örðugleikum, er mælingamennirnir
áttu við að atriða, eins og eðlilegt er uppi
i jöklum, og þar sem yfir jafn örðug vatns-
föll er að sækja, eins og Núpsvötn og
Skeiðará eru. — Islendingar, sem vanir
eru slíkum svaðilfórum, fá opt meira, en
nóg, og er því sízt að furða, þó að út-
lendingum finnist mikið um, enda voru
þeir félagar stundum í all-mikilli lífshættu
staddir.
Ritgjörðinni fylgir ágætur uppdráttur
af Skeiðarárjökli, Skeiðarársandi, Öræfa-
jökli, og héruðunum þar í grennd, og höf-
um vér eigi orðið annars varir, en að
íslenzku örnefnin séu þar rétt, og upp-
drátturinn yfir höfuð hinn vandvirknis-
legasti.
Áskorun
um samskot handa sjúklingunum á
holds veikraspítalanum.
Holdsveikin er þungbærari en nokkur
annar sjúkdómur.
Holdsveikir menn eru aumkunarverð-
ari en nokkrir aðrir sjúklingar.