Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1906, Blaðsíða 2
18
I?j obviljinn.
XX. 5.
Skoðanir þessar, er kornu fram, sem
eirhuga álit allra danskra lögfræðinga,
. •• fundinn sóttu, eru í fyllsta samræmi
• |1 skoðanir ,,landvarnarmanna“, og skoð-
i.nir þær, er andvígismenn stiórnarinnar
fylgdu fram á síðasta alþingi, að þvi er
s ierti afloiðingarnar af undirskript danska
forsætisráðherrans uridir skipunarbréf hr.
H. Hcifsteirís
Yol má stjórnarliðið vera hreykið!
Að öðru leyti athugar „Þjóðv.“ málefni
þetta nákvæmar við tækifæri.
•......
TT clön ci.
Heltzu tíðindi, er borizt hafa frá út-
löndum, og byggð eru að miklu leyti á
Marconí-loptskeytum til Reykjavíkur, eru
þessi:
Danmörk. Oddviti sveitarnefndarinnar
í Sölieröd, er Captyn nefnist, var nýlega
strokinn, og liafði sóað, eða tekið með
sér, 21,400 kr. af fé sveitarinnar, og auk
þess tokið 15 þús. króna láu fyrir sveitar-
sjóðinri, rótt áður en hann kvarf, sem
enginn eyrir sást eptir af. — Hann var
eigi handsamaður, er síðast fréttist, enda
öllum ókunnugt, hvar hann er niður kom-
inn.
f 31. des. síðastl. andaðist Joh. Clau-
sen, biskup í Árósum, 65 ára að aldri,
fæddur 7. júní 1830, einn af helztu mönn-
um dönsku þjóðkirkjunnar.
29. des. síðastl. var i Kaupmannahöfn
afhjúpað líkueski Hartmann’s, danska fón-
skáldsins, sem mörgum er kunnur hér á
landi, enda voru 100 ár liðin frá fæðingu
hans i síðastl. maímánuði.
f 5. janúar þ. á. andaðist Edvard Sö-
derhery, eitt af skáldum Dana, þótt eigi
væri i fremri röð. — Hann dó úr berkla-
veiki, og varð að eins 36 ára að aldri
Fyrir „jólamerki“, sem seld eru til
hagsmuna góðgjörðafélögum, og límd á
bróf, auk vanalegra frímerkja, komu alls
inn 70 þús. króna í Danmörku, um og
eptir hátiðarnar, og er það góðgjörðafó-
lögum mikill styrkur. — —
Noregur. Þar eru konur kosnar i
kviðdóma í sakamálum, engu síður en
karlmenn, og var það í fyrsta skipti nú
í janúar, er kona tók sæti i kviðdómi í
Noregi. — — —
Bretland. Marconískeyti frá 26. janú-
ar segir, að kosningum hafi þá verið sro
komið, að kosnir höfðu verið alls 405
framsóknarmenn, en að eins 123 ihaldslið-
ar, og voru þá kosningar 142 þingmanna
eptir.
Að eins einn af ráðherrum þeim, er
sæti áttu í J3a7/ow,8-ráðaneytinu, Arnold-
Forster, hafði þá náð kosningu. — Þrír
ráðhorrarnir féllu við kosningarnar einn
daginn.
I Birmingham voru 7 íhaldsliðar kosn-
ir, og var Chamherlain einn þeirra.
Mjög víða hafa konur mætt á þing-
málafundum, og skorað á þingmanneefni,
að láta í ljósi skoðun sína, að því er snert-
ir kosningarrétt kvenna.
Yfirleitt hefir kosningarimman verið
afar-hörð, og má t. d. geta þess, að oinn
þingmaðurinn fór þeim orðum um Cham-
berlain, að Judas Iskaríot hefði verið sann-
ur heiðursmaður í sumanburði við hann.
f 9. janúar þ. á. andaðist Ritchie lá-
varður, sem var foringi þess flokks íhalds-
liða á þingi, er öndverðir snerust gegn
tollverndarstefnu Chamberlain’s.
I ráði er, að Bretar auki að mun
strandvarnir sínar að sunnan og austan,
og ætla menn, að það sé sérstaklega stýl-
að gegn Þjóðverjum, sem Bretum þykja
um of afskiptasamir, að því er snertir
Marocco-málið. — — —
Belgía. Þar hefir það vakið mikið
umtal, að hljóðbært er orðið, að Leopold
konungur hafi fyrir rúmu ári kvongazt
til vinstri handar, og gengið að eiga
konu, er Lacroix nefnist, frænku „social-
i»ta“ á þingi Belga, og hefir hún nú ný-
lega alið konungi barn. — — —
Frakkland. 7. janúar fóru fram kosn-
ingar 102 þingmanna, er sæti eiga í efri
málstofunni („senatinu"), og vöktu þær
nokkra eptirtekt, því það voru fyrstu
þingkosningar, er fram fóru, eptir að þing-
ið samþykkti lögin um skilnað ríkis og
kirkju, og gengu kosningar þessar frjáls-
lyndurn þjóðvaldsmönnnm í vil.
9. janúar var Doumer kosinn forseti
fulltrúaþingsins, og hlaut hann 287 atkv.,
en Sarríen 269.
Forseti frakkneska lýðveldisins, i stað
Louhet’s, var kjörinn 17. jan., og var FaU-
iéres, forseti „senatsins“, kjörinn forseti
lýðveldisins í næstu 7 ár. — Hann er
maður tæplega hálf-sjötugur, og talinn
einlægur þjóðveldismaður. — Doumer, for-
maður fulltrúaþingsins, keppti einnig um
tignina. — — —
Þýskaland. Stjórnleysingjar („anar-
kistsr“) höfðu mælt sér mót í Berlín, til
"undarhalds, 21. janúar, en ekki hafa fregn-
ir borizt af þeim fundi.
Við kosningar, er fóru fram í Dresden
17. des., urðu talsverðar óspektir, svo
að lögregluliðið skarst i leikinn, og urðu
margir sárir.
Nýiega gerðu „socíalistar“ all-miklar
óspektir í Hamborg, út af breytingu á
ko9ningaréttinum, vörpuðu grjóti á lög-
reglumenn, og hlóðu strætavirki, svo að
lögregluliðið tvístraði loks hópnum, með
brugðnum sverðum, og hlaut einn maður
bana, en margir urðu sárir.
Járnbrautarmaður frá Darmstadt skaut
nýlega konu sína, son þeirra, og dóttur,
og síðao sjálfan sig. og fundust likin öll j
í skógi einum, i grennd við Frankfurt við ]
Main. — Honum hafði orðið einhver yf-
irsjón á, er hann gegndi störfum sinurn
við járnbrautina, og mun hafa óttast máls-
höfðun. — —
Spánn. 12. janúar giptist María Ihere-
sía, systir Alfonso konungs, Ferdínandi,
prinz í Baiern, og er mælt; að brúðar-
skraut hennar hafi kostað alls um 2 milj.
franka.
Alfonso konungur hefir nú fastnað sér !
Enu, prinsessu af Battenbnrg, og fór hún j
til Rómaborgar, til þess að taka þar ka- |
þólska trú, áður en hún sezt í drottningar-
sessinn.
Vefari nokkur, Comas að nafni, reyndi
24. des. að drepa Casanas kardinála, og
lagði til hans rýtingi; en er banatilræðið
tókst ekki, drap Comas sjálfan sig.-------
ítalía, I þorpinu Genzano rann 3.
janúar skriða, er velti um 10 húsnm. og
biðu 3 4 menn bana. — —
Rússland. Lögreglumenn þykjast orðnir
þess visari, að einhverjir samsærismenn
ætli að drepa Nicolaj keisara, ef hann stígi
fæti sinum út fyrir Czarkoje Selo-höllina,
og hafa því mikinn viðbúnað.
I borginni Novorossisk við Svarta-
hafið hafa byltingamenn ráðið öllu, síðan
í öndverðum des., og gengur þar allt
mjög friðsamlega. — En landshöfðingjann
hafa þeir í haldi, og fara vel með hann.
Lettar hafa í svip brotizt undan valdi
Rússa, og stofnað lýðveldi. — Hafa þeir
1C0 þús. vel vopnaðra manna, og marga
kastala á sinu valdi, og hefir her Rússa
farið halloka fyrir þeim. — Mælt ei', að
þeir hafi vikið öllum prestum úr embætt-
um, og framkvæma byltingamenn sjálfir
öll prestsverk, er þörf þykir á.
Laugardaginn milli jóla og nýárs var
stórt úthverfi i Moskwa, þar sem bylt-
ingamenn höfðu aðal-beykistöð sína, gjör-
eytt, með fallbyssuskotum, og létu þar
margar þúsundir manna lífið, jafnt kon-
ur, sem karlar, börn, sem gamalmenni,
og 10 þús. manna stóðu uppi húsnæðis-
lausir. — — —
Bandaríkin. Yfirverkfræðingurinn við
Panama-skurðinn kvartar um, að þarlend-
ir menn, og menn úr Bandaríkjunutn,
þoli ekki vinnuua, og vill því, að fengn-
ir séu Kínverjar, til að stárfa að skurð-
greptrinum.
Nýlega kviknaði i kolanámu i Paint-
ereek í Vestur- Virginiu, og biðu 18 menn
bana.
Loptbraut féll nýlega niður á stræti
í New-York, og hlaut einn maður bana,
en 12 meiddust.
f Dáinn er nýlega Marsháll-Field,
miljónaeigandi í Chicago.
Þjóðverji nokkur, Hoch að nafni, var
uýlega dæmdur til dauða i Illinois-ríkinu,
og verður tekinn af lifi 23. febr. — Hann
hefir verið kvæntur 10—20 konum hór
og hvar í Bandaríkjunum, og drebið þær
] allar á eitri, til að ná i reitur þeirra.
Gisti/iús brann nýlega í Minneapolis.
Þar voru 700 gestir, og ætlaði að
ganga ílla, að bjarga þeim, enda biðu
niu menn bana. — Slökkviliðsstjórinn, er
var að bjarga gamalli konu, fórst einnig
i eldinum. - Fjártjónið metið 1 milj.
króna.
John D. Rochefeller, „petroleums“-
kongurinn inikli, kvað vera all-áhyggju-
fullur, og bera sig hörmulega um þessar
mundir, þykist ekki græða nóg á oliunni,
svo að árstekjur hans eru komnar ofan
í 12 milj. króna.
Nicaragua. Eldfjallið Momotombo hef-
ir nýlega eytt borginni Masaya.---------
Venezuela. Misklíð risin milli Vene-