Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.02.1906, Page 2
33
t» JÓ» VILJI.S .*
»nna. — 2. febr. varð upphlaup við Klót-
hildarkirkjuna í París, með því að lýð-
urinn varði kirkjuna, og rak út lögreglu-
sijórann, og lýðveldis-varðliðið, er lög-
r< þustjórinn vildi hlutast til um, að fyr-
inuælum laganna væri hlýtt, og hringdi
lýdurinn kirkjuklukkunum á eptir, sigri
hrósandi. — Loks brutu hermenn upp
kii kjuhurðina með byssuskeptum, og ráku
út lýðinn, eptir harða viðureign, og urðu
80 menn sárir, en 150 voru teknir fastir,
en sleppt þó aptur, nema 17. — Sams
konar upphlaup varð við* Péturskirkjuna
í París; þar var margt kennimanna fyrir,
og slógu þeir slagbröndum fyrir kirkju-
dyrnar að innan, svo að slökkvilið bæjar-
ins, sem var til kvatt, braut hurðina, og
slagbrandana, með öxum, en kleif síðan
upp á þakið, og beindi þaðan vatnsbunu
á mannfjöldann, um 3 þús., sem í kirkj-
unni var; en söfnuðurinn svaraði með
ekammbyssuskotum, og jmúrsteina kasti.
— Riddaralið tvístraði mannfjöldanum,
ei- á kirkjutorginu var, með brugðnum
everðum, og urðu margir sárir.
Loptskeyti frá 8. febr. segir, að kirkju-
óeyrðirnar haldi þá enn áfram í París,
og viðar á Frakklandi. — — —
Rússland. Kosningar til rikisþingsins,
„dumaw, eiga að fara fram!7. apríl næstk.,
og er mælt, að „dumanw muni haldafyrsta
fund sinn 28. apríl þ. á.
I Kaukasushéruðunum berjast hermenn,
og byltingamenn, og mörg þorp standa
þar i björtu báli. — Úr Eystrasaltslönd-
unum berast og slæmar fréttir, og ráða
Lettar á lögregluliðið, hvar sera kostur
er.
Fulltrúar Mahomedstrúarmanna í Rússa-
veldi, er komnir voru til Pétursborgar, (
til fundarhalds, hafa nú loks fengið leyfi
stjórnarinnar, til að halda fundinn, þó að
etjórnin setti blátt bann fyrir fundarhald-
ið í fyrstu. — —
Bandaríkin. Þar búast menn við því,
að um 400 þús. námumanna muni byrja
verkfall í næstk. aprílmánuði, þar sem
námueigendur hafa eigi viljað sinna kröf-
um þeirra um kauphækkun. — Stjórnin
í Pennsylvaníu liefir því ályktað, að afla
sér ríðandi lögregluliðs, til þess að vera
við öllu búin.
Járnbrautarslys var nýlega í Montana,
með því að vöruflutningalest, er rann of-
an brekku, lenti á farþegjalest. — Biðu
6 menn bana, en 26 hlutu meiðsli.
A höfninni í San Franoisco kviknaði
nýlega í skipinu „Neade“, og hlutu 3
menn bana, en margir fengu brunasár
Panama. Nýlega kviknaði í borginni
Panama, og brunnu margar húsaspildur, i
og vita menn enn eigi gjörla, hve marg-
ir menn hafa farizt; en fjölda fólks er
saknað. — — —
"Venezuela. Fregnir þaðan segja, að
Castru forseti hafi herbúnað mikinn, og
hafi skipað, að skjóta, á frakknesk hor-
skip, ef þau sjáist þar í landhelgi.-----
Japan. Bjargar-vandræðin aukastmjög
i norðaustur-héruðunum, og er mælt, að |
um milj. manna séu þar nær hungur- j
dauða.
Á hinn bóginn bendir það á velmeg-
unina i öðrum hlutum rikisins, að gert
er ráð fyrir, að skipastóll Japana muni
árið 1907 aukast um 400 þús. smálestir,
svo að ekki ætti stjórninni að verða skota-
sku'd úr því, að finna ráð, til að aptra
því, að menn deyi úr hungri.
Maroeco. Fulltrúarnir á fundinum i
Algecíras kvað þegar orðn ir sammála um
það, að leggja ýmsar tolltekjur í Marocco
í sjóð, og verja honum, til að bæta hafn-
ir þar í landi, sem brýn nauðsyn er á.
i i i i j.u.bi i» i mrlliif ii »"ifi
HEIÐUR8SÁMSÆTI.
Sóknarmenn i Dýrafjarðarþingum héldu fyr-
verandi presti sínum, síra Þórði Ólafssyni, sem
nú er prestur að Söndum í Dýrafirði, heiðurs-
samsæti 15. des. síðastl., í virðingar og þakklæt-
is skyni fyrir 18 ára presttþjónustu, og nýta
framkomu í sveitar- og hóraðsmálum. — Samsæti
þetta var haldið að hinu forna höfuðbóli, Mýrum
í Dýrafirði, fyrir framgöngu Friðriks hreppstjóra
Bjarnasonar á Mýrum, og var frú síra Þórðar
þar einnig, og tvær elztu dætur þeirra hjóna. —
Síra Þórðí var 1 samsæti þessu afhentur mjög
vandaður lampi, sem heiðursgjöf, ræður fluttar
fyrir minni hans, og sungið kvæði það, er hér
fer. á eptir, og ort hafði Sighv. Or. Borgfirðing-
ur á Höfða.
Fór samsæti þetta að öllu mjög prýðilega. —
Kvæðið er svo hljóðandi:
K v e ðj a.
Hve ljúft er opt á liðnar stundir minnast,
og leiða hugann yfir farna braut.
Hve unaðsríkt þá fornir vinir finnast,
sem finna glöggt hvað tíininn iagði' i skaut.
Hve sælt er þá að gjalda’ af hreinu hjarta,
með helgri skyldu vinum kæra þökk,
og líta yfir liðna vegferð bjarta,
en láta hennar minnast hjörtu klökk.
Vér minnumst þess með ítru vinar orði,
þótt átján hafi síðan liðið ár,
| þá ungur gekkstu Examens frá borði,
með eldfjör þitt og léttar hvarma brár;
þú þurftir ekki gufuknör á græði,
en gekkst á landi hingað alla leið,
þér veginn ruddi vilji’ og djarft áræði,
þótt væri brautin hvorki stutt né greið.
Þú íannst hvað var að vinna’ á herrans akri,
og vissir strax þitt mikla skyldu starf,
en hófst þitt verk með iðn og elju stakri,
svo engínn maður neitt þig saka þarf,
þú hreifst ei að eins hjörtu þeirra ungu,
sem helga braut þín kenning leiddi á,
því einmælt hrós af eldri manna tungu,
þér ávalt fylgir sóknum þessum frá.
Vér jarðlífs menn i straumsins stímabraki,
sem stöndum opt á næsta veikri spöng,
vér þurfum æ að einhver með oss vaki,
svo ei oss hrífi villu iða ströng,
þú stóðst á verði sterkum fótum þínum,
en studdur andans sigurfagra hjör,
og færri klerkar hafa hjörðum slnum
svo haldið trútt frá margri villu för.
Já, sveitin okkar sakna mun þín lengi,
i þú sazt ei kyrr ef þörf á starfi var,
þú gekkst á undan og þá beztu drengi
með orku kvaddir þér til samfylgdar,
þú lézt þór annt um lands og þjóðar gengi
og lagðir œtíð gott til sérhvers máls.
Þú hittir vel þá viðkvæmustu strengi,
í vei'ki og orði bœði hreinn og frjáls.
Það skeið er runnið, sem vér saman unnum,
við sjáum þig ei lengur meðal vor,
I en verkin þín og vilja meta kunnum,
og viljum gjarnan halda við þín spor.
Þú lýstir oss mað ljúfa mannúð þína,
þótt lítil þess vér sýna kunnum gjöld,
XX., 8.
en vinar-ljót vér látum hjá þér skina,
sem lýsi þér um skuggsýnt vetrarkvöld.
Hve ijúft er nú á liðnar stundir minnast
og leiða hugann yfir farna braut
þú sýndir oss hvað margt og vel má vinnast,
því vilji góður sigrar alla þraut,
vér kveðjum þig, þér gefist heilla gengi,
og guðdóms náðar sól þér Ijómi há.
En góði Þórður, liföu vel og l6ngi,
með ljúfri konu börnum þínum hjá.
—®—
Bœjarf'ulltrúakosning á Seyðisflrði.
í Seyðisfjarðarkaupstað fór fram kosning tveggja
bæjarfulltrúa 6. janúar síðastl., I stað Eyjólfs Jóns-
sonar, bankaútbússtjóra, og Einars verzlunarstjóra
Jiallgrímssonar. - Þar var um þrjá listajað velja
og voru kosnir: Eyjólfur Jónsson, útbússtjóri (36
atkv.) og gullsmiður Bjarni Þ. Sigurðsson (34
atkv.)
Eldur uppif.’f
Austanblöðin flytja lausafregn um það, að vart
hafi orðið eldsumbrota 1 Vatna-Jökli.
Rlaðið „Aorðri“.
í stjórn hlutafélags þeBS, er gefur út nýja
stjórnarflokksblaðið á Akureyri, sem „Noröri“
nefnist, eru alþingismennirnir: Guðlauqur Guð-
mundsson, Jón Jónsson (frá Múla) og Magnús J.
Kristjánsson, og eiga þeir jafn framt að hafa „ept-
irlit með blaðinu, að því er snectir afskipti þess
af almennum bindsmálum“, að því er skýrt er
frá í 1. nr. blaðsins.
En ritstjórinn, sem háður er þessu eptirliti(l),
er hr. Jón Stefánsson, fyrrum ritstjóri „öjallar-
hornsins11.
Ur Strandasýslu (norðanverðri)
er „Þjóðv.“ ritað 24. janúar þ. á.: „Hér hefir
haldizt góð tíð, og jarðir nógar, siðan fyrir jól,
og skepnuhöld góð, svo að óefað ganga nú skepn-
ur fram, án kornkaupa, enda er það efnahag
bænda hentast, 6ptir undan gengin harðæri.
Mörgum geðjast hér ílla að lyktum ritsíma-
málsins, og gjörðum stjórnarinnar yfir höfuð, nema
stöku Guðjóns-vinum, er berjast um á hæli og
hnakka, ef komið er við kaurin ... “
Hr. lienedikt Sigtryggsson,
er hætti við ritsímanámið, eins og getið var í
síðasta nr. blaðs vors, hefir ritað bréf til stjórn-
arráðsinB 28. des. síðastl., sem birt er í „Norð-
urlandi“, og fer hann þar fram á, að fá sigling-
arkostnaðinn, nær 303 kr., endurgoldinn úr lands-
sjóði, þar sem nann þykizt hafa verið gabbaður
af stjórninni, bæði að því er snertir upphæð náms-
styrks þess, er ráðherrann hafði bréflega heitið
honum, o. fl.
Verkmannafélag
er nýlega stofnað í Akureyrar-kaupstað, til þess
að gæta hagsmuna verkmanna þar.
Skyldu ekki verkamenn á Isafirði finna hjá
séð hvöt til þess, að koma líkum félagsskap á
fót?
Úr Hkagalirði
er „Þjóðv.“ ritað 26. janúar þ. á.: „Með síð-
asta pósti kom í Skagafjörðinn sano-nefnt synda-
flóð af blaðinu „Lögrétta11, og er nú eptir að
vita, hvort Skagfirðingar drukkna i þvi flóði. —
En helduf get jeg þess, að þeir muni standast
það, því að ekki gefur það þeim, né öðrum, glæsi-
legar vonir, að því er framkonm nýju blaðanna
„Lögréttu11 og „Norðra“ snertir, að þau skuli
byrja á því, að sigla undir fölsku merki. — Að
minnsta kosti bendir fyrsta nr. „Norðra11 greini-
lega í þá áttina, að þar sé úlfur í sauðárgæru
þar sem sjálfur yfir-ritstjórinn getur jafn vel eigi
stillt sig um það — eptir alla mærðina um sjálf-
stæði og sannleks-stefnu blaðsins —, að segja,
að allar gjörðir ráðherraflokksins á síðastaþingi
séu góðar, en hinir vilji „steypa grundvelli allr-
ar réttlátrar stjórnar í landinu“(!) — Jafn vel
jafn orðvarir menn,eins ogundir-ritstjóri„Norðra“,
og nafni hans „Jón sannsögli11, hafa þó aldrei
kveðið upp slíka sleggjudóma. — Annars er það